Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013 GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ -ÞAÐ ER TENGI Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 STURTU- OG BAÐHURÐIR með hertu öryggisgleri ALMAR STURTUHAUSAR FJÖLBREYTT ÚRVAL STAR STURTUHORN ÁN BOTNS OASIS STURTUHURÐ ÁN BOTNS SKINNY handsturtuhaus SPRING sturtuhaus EMOTION sturtuhaus Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 – har@har.is – s. 568 8305 NÝTT á Íslandi HÁR Dreifingaraðili • Forðast höfuðverk • Engir klofnir endar • Sterkt grip • Allar hárgerðir • Ekkert teygjufar Hárteygjur Ný sending AFP Bólivíumenn sökuðu í gær fjögur Evrópuríki um hafa gerst sek um gróft brot á þjóðarétti með því að meina þotu forseta Bólivíu að fara inn fyrir lofthelgi ríkjanna vegna gruns um að bandaríski flóttamaður- inn Edward Snowden væri í þotunni. Evo Morales, forseti Bólivíu, var á heimleið frá Moskvu þegar þota hans þurfti að lenda í Vínarborg í fyrrakvöld. Bólivíumenn segja ástæðuna þá að þotunni hafi verið bannað að fljúga yfir Frakkland, Ítalíu, Portúgal og Spán, en frönsk og spænsk yfirvöld neita því að þau hafi meinað þotunni að fara inn fyrir lofthelgina. „Móðgun við landið“ Yfirvöld í Vín segja að lögreglu- menn hafi leitað í þotu forsetans. Svo virtist sem Edward Snowden væri ekki í þotunni og talið var í gær að hann væri enn á Sheremejevo-flug- velli í Moskvu. Þota forsetans fór síðan frá Vín í gærmorgun. Alvaro Garcia, varafor- seti Bólivíu, sagði að landið hefði sent framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna kvörtun vegna atviksins og hygðist einnig leita til Mannrétt- indaráðs SÞ vegna málsins. Hann sagði að Evrópuríkin hefðu gerst sek um gróft brot á þjóðarétti og stefnt lífi forsetans í hættu. Morales sagði að þjóðhöfðingjar ættu að hafa rétt til að ferðast á milli landa. „Þetta er ekki móðgun við for- setann, heldur við landið, við alla Rómönsku Ameríku,“ sagði hann. Cristina Kirchner, forseti Argent- ínu, mótmælti einnig atvikinu og sagði það „mjög auðmýkjandi“. bogi@mbl.is Saka Evrópuríki um gróft brot á þjóðarétti AFP Gramur Evo Morales ræðir við fréttamenn á flugvelli í Vín. Bræðralag múslíma var stofnað 1928 og langtímamarkmið þess er að stofna ríki sem grundvall- ist á íslömskum lögum. Khaled Fahmy, sagnfræðingur í Kaíró, telur samtökin standa frammi fyrir mestu kreppu í 85 ára sögu sinni. „Ég tel að þetta sé tilvist- arkreppa, miklu alvarlegri en erfiðleikar samtakanna þegar Nasser eða Mubarak voru við völd,“ hefur The New York Times eftir Fahmy. „Sífellt fleiri Egypt- ar telja að þetta snúist ekki um íslam gegn veraldarhyggju, heldur um Egyptaland gegn valdaklíku,“ segir Fahmy og telur samtökin hafa látið hjá líða að hlýða á kröfur fólksins. Egyptaland gegn valdaklíku BRÆÐRALAG MÚSLÍMA Í „TILVISTARKREPPU“ Umdeildur forseti Konur á mótmæla- fundi í Kaíró til stuðnings Morsi. Bandaríkin hafa verið mjög áhrifa- mikil í Egyptalandi frá árinu 1976 þegar Anwar Sadat, þáverandi for- seti landsins, rauf vináttutengsl þess við Sovétríkin og hóf samstarf við stjórnvöld í Washington. The Wall Street Journal segir að eitt af því eftirtektarverðasta við ólguna í Egyptalandi nú sé hversu lítil áhrif Bandaríkjastjórn hafi á framvind- una. Fréttaritari blaðsins í Egypta- landi segir að mótmælendurnir á götum Kaíró átti sig engan veginn á afstöðu Bandaríkjastjórnar til Mohameds Morsi, viti ekki hvort hún styðji forsetann eða vilji að her- inn víki honum frá. Að sögn fréttavefjar BBC telja fréttaskýrendur að embættismenn Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafi verið of hikandi og tregir til að gagnrýna Morsi. „Þeim tókst ekki að halda réttu jafnvægi milli samstarfs við Morsi og gagnrýni á hann,“ hefur vefurinn eftir Amy Hawthorn, fyrr- verandi embættismanni bandaríska utanríkisráðuneytisins. Obama of hikandi?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.