Morgunblaðið - 04.07.2013, Síða 35

Morgunblaðið - 04.07.2013, Síða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013 Þú færð GO walk skó í Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | Intersport Lindum, Kópavogi | Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi Hafnarbúðin, Ísafirði | Skóhúsið, Akureyri | Mössuskór, Akureyri Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum | Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum Skóbúðin, Keflavík Sýning á verki bresku listakon- unnar Alison Willoughby verður opnuð í sýningarrýminu Gallerí Skilti í Dugguvogi 3 í dag, fimmtu- dag, klukkan 17. Verkið kallar hún Skirt / Pils. Gallerí Skilti er eitt hinna áhuga- verðu myndlistarrýma sem finna má í borgarlandinu, en það er rekið af Birgi Snæbirni Birgissyni mynd- listarmanni og Sigrúnu Sumar- liðadóttur hönnuði. Skiltið er myndverk utan á húsinu þannig að verkið er hægt að skoða á öllum tímum sólarhringsins. Sýningar- stefnan er metnaðarfull en síðastir til að sýna á Skilti voru Guðjón Ket- ilsson og Domic From Luton, en það vakti talsverða athygli að hinn kunni breski listaverkasafnari Charles Saatch keypti verk hans sem sýnt var hér. Alison Willoughby sýnir nú ljós- myndaverkið Pils og er það for- vitnilegur útúrsnúningur á list- rænu kennimerki kebab-skyndi- bitastaða á Englandi. Hún veltir þar jafnframt fyrir sér fagur- fræðilegum margbreytileika fatn- aðar sem listhlutar. Willoughby Alison hefur verið af- kastamikil á myndlistarvettvangi síðan hún lauk framhaldsnámi í faginu við RCA árið 2001. Hún hef- ur unnið verk fyrir Habitat, Liberty of London og The British Council auk þess að sýna víða um lönd. Kebabvísun Verk Alison Willough- by’s prýðir nú skilti gallerísins. Sýning Willoughby’s opnuð í Gallerí Skilti Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Írskir dagar fara fram á Akranesi um helgina en þetta er í 10. sinn sem há- tíðin er haldin. Ísólfur Haraldsson, einn skipuleggjanda hátíðarinnar og Lopapeysuballsins, segir að alltaf sé mikið um að vera á Írskum dögum og sífellt fleiri gestir leggi leið sína á Akranes til að upplifa ósvikna stemn- ingu og skemmtun með bæjarbúum. „Dagskráin er fjölbreytt og fyrir fólk á öllum aldri. Viðburðir ná allt frá brenniboltamóti og fjölskyldu- skemmtun til brekkusöngs og Lopa- peysuballsins,“ segir Ísólfur en hann lofar því að flestir ættu að finna eitt- hvað við sitt hæfi á hátíðinni. Þótt einhverjir viðburðir tengdir hátíðinni hafi verið í vikunni er þorri viðburða núna um helgina og verður þétt dagskrá fram á miðjan dag á sunnudag. Lopapeysan á Írskum dögum „Mér datt í hug að krydda aðeins hina hefðbundnu dagskrá Írskra daga með stórtónleikum niðri á höfn,“ segir Ísólfur en tónleikarnir fara fram í sementsgeymslu Sements- verksmiðjunnar á Akranesi við hlið- ina á gömlu Akraborgarbryggjunni. „Þetta er orðinn einn stærsti ein- staki tónlistarviðburður ársins á landsbyggðinni og hér hafa spilað margar af helstu hljómsveitum landsins.“ Í ár koma fram íslenskar stór- stjörnur eins og önnur ár og má þar helst nefna Bubba Morthens, Pál Óskar, Matta Papa, Steinda jr., Helga Björnsson og sjálft rokkgoðið Magna Ásgeirsson sem heillaði bæði Íslendinga og Ameríkana í þættinum Rockstar supernova árið 2006. „Í ár er Lopapeysan haldin í 10. skipti og í tilefni af því er öllu tjaldað til og rúmlega það. Að þessu sinni verða tvö stór svið. Sem fyrr verður spilað á sviðinu inni í sements- geymslunni og til viðbótar á stóru sviði í risatjaldi á útisvæðinu. Þetta þýðir að rýmra verður um gesti og meiri fjölbreytni, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“ Brekkusöngur við Akranesvöll Allar góðar hátíðir hafa brekku- söng og Írskir dagar eru þar engin undantekning. Söngurinn fer fram í brekkunni við Akranesvöll eða á þyrlupallinum eins og heimamenn kalla svæðið. Eins og fyrr stendur Club 71 fyrir upphitun fyrir brekku- sönginn en það er árgangur fólks fætt 1971 á Akranesi. Brekkusöngurinn hefur notið auk- inna vinsælda með hverju árinu og segir Ísólfur að sífellt fleiri sæki við- burðinn enda mikil stemning í brekk- unni. „Magni Ásgeirsson og Hall- grímur Ólafsson leiða sönginn í ár og ég efa það ekki að stemningin verður góð að vanda. Þetta er viðburður sem hefur stækkað með hverju árinu enda sýnt sig að fólk hefur gaman af því að koma saman og syngja í brekkunni og hita upp fyrir Lopa- peysuballið sem er síðar um kvöld- ið,“ segir Ísólfur en brekkusöng- urinn hefst kl. 22 á laugardeginum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Írskir dagar á Akranesi  Lopapeysan er einn flottasti tónlistarviðburður sumarsins  Magni stýrir brekkusöng á þyrlupallinum á Akranesi Magni Ásgeirsson Páll Óskar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.