Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Hrærður en ekki hristur Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum Drive-HM-120C 1200W - 12cm Hræripinni - 2 hraðar 15.990,- Drive-HM-140 1600W - 14cm hræripinni - 2 hraðar 19.990,- 5 ára reynsla á Íslandi Varahlutaþjónusta Drive-HM-160 Tvöföld 1600W 2 hraðar 25.990,- Collomix Xo 1M 1 hraði Þyngd 5,3kg Þýsk gæði (Made in Germany) 39.900,- Guðni Einarsson gudni@mbl.is Skipstjóri Herjólfs taldi að skrúfa skipsins hefði lent á staur við hafn- argarð Landeyjahafnar þegar skipið tók þar niðri um hádegi 24. nóvem- ber 2012. Öldustraumur við innsigl- ingu Landeyjahafnar, sem upplýs- ingar lágu ekki fyrir um, olli því að Herjólfur lét ekki að stjórn og tók niðri, að mati Rannsóknarnefndar sjóslysa. Sem kunnugt er skemmdist bak- borðsskrúfa skipsins og fleira við óhappið. Nefndin telur að það hafi verið röng ákvörðun að sigla til Landeyjahafnar þegar ölduhæð var ofan við viðmiðunarmörk. Herjólfur komst að bryggju án erfiðleika og sigldi síðan aftur til Vestmannaeyja. Um borð voru 69 farþegar og tólf skipverjar, engan sakaði við óhappið en skemmdir urðu á skipinu. Þetta kemur fram í lokaskýrslu RNS um óhappið. Hefði átt að taka alvarlega „Nefndin telur að nauðsynleg samvinna um lærdóm vegna öruggra siglinga um Landeyjahöfn hafi ekki verið sem skyldi og at- vikið beri vott um það. Nið- urstöður rannsókna og sú vitn- eskja sem lá fyrir um straum- myndanir vegna öldu og öldustefnu hefði átt að taka strax mjög alvar- lega og setja sérstök viðmiðunarmörk fyrir siglingar skipsins um höfnina,“ segir í áliti nefndarinnar. Skúli Hansen skulih@mbl.is „Ástand og umhirða í borginni er víða slæm og þá sérstaklega í út- hverfunum,“ segir Marta Guðjóns- dóttir, varaborgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, en hún lagði í gær fram tillögu í umhverfis- og skipu- lagsráði Reykjavíkur þess efnis að farið verði í átak í bæði grasslætti og almennri umhirðu til að bæta ásýnd borgarinnar. Tillagan nýtur stuðnings annarra fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í nefndinni, þeirra Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur. Marta bætir við að þegar allir skattar og öll gjöld séu í hámarki hjá borginni þá sé algjört lágmark að hægt sé að halda borginni hreinni og hafa hana snyrtilega. Þá bendir hún á að það sé greini- legt að ekki er slegið jafn oft í borginni og á árum áður en jafn- framt hefjist slátturinn of seint. Umrædd tillaga Mörtu er svo- hljóðandi: „Þriðja árið í röð er grassláttur og almenn umhirða á opnum grænum svæðum og við umferðagötur í borginni langt frá því að vera viðunandi. Augljóslega er betur að þessu staðið í nær- liggjandi sveitarfélögum og nú er svo komið að víða í borginni er arfi, úr sér vaxið gras og almenn óhirða orðin svo áberandi að ásýnd borgarinnar líður verulega fyrir. Því er lagt til að þegar verði gert átak í því að koma þessum málum í betra horf.“ Óska eftir átaki í grasslætti og um- hirðu í Reykjavík  Sjálfstæðismenn segja almenna óhirðu í borginni vera orðna áberandi Morgunblaðið/Golli Órækt í Reykjavík Sjálfstæðismenn hafa óska eftir átaki í grasslætti. Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is „Eftirlitsheimildirnar voru teknar út vegna þess að við höfðum of lítinn tíma til stefnu til þess að fara yfir þær. Málið kom seint upp hjá vel- ferðarnefndinni,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður og nefnd- armaður í velferðarnefnd, en meiri- hluti nefndarinnar lagði til að ákvæði í frumvarpi um almannatryggingar þar sem fjallað er um eftirlitsheim- ildir Tryggingastofnunar ríkisins yrðu felldar út úr frumvarpinu. Þetta var gert í kjölfar þess að Persónuvernd og ríkisskattstjóri gerðu athuga- semdir við frum- varpið í umsögn- um sínum. Athugasemdirnar lutu að því að eftirlitsheimildir stofnunarinnar væru of víðtækar, en í breytingunum fólst að TR þarf ekki lengur sam- þykki umsækjenda fyrir því að afla upplýsinga um viðkomandi. Ekki er tilgreint með tæmandi hætti í frum- varpinu hvers konar upplýsingar er um að ræða, heldur segir einungis að um sé að ræða upplýsingar sem telj- ist nauðsynlegar til að unnt sé að framfylgja lögunum. Mikilvægt að TR fái heimild Unnur Brá segir að mikilvægt sé að TR fái nægar heimildir til eftir- lits, til dæmis vegna bótasvika, og að allir í nefndinni séu sammála um það. „Við viljum að Tryggingastofn- un hafi eftirlit, en til þess að hún fái nothæfar heimildir þá viljum við vanda til varka og taka okkur meiri tíma,“ segir Unnur Brá og bætir við að ekki sé um bráðaverkefni að ræða, heldur hafi TR beðið eftir um- ræddum breytingum í fjölda ára. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit TR með bótasvikum frá febr- úar 2013 segir að bótasvik hér á landi hafi í heild numið 2-3,4 milljörðum króna árið 2011. Felldu út heimildir til eftirlits TR  Nefndarmenn samt sem áður sammála um að auka þurfi heimildir TR til eftirlits með bótaþegum  Persónuvernd og RSK gagnrýndu heimildirnar í umsögnum sínum  Friðhelgi einkalífsins ógnað Eftirlitsheimildir fjarlægðar úr frumvarpi » Heimildir TR fjarlægðar úr frumvarpi til laga um almanna- tryggingar og málefni aldraðra, eftir gagnrýni Persónuverndar og RSK. » „Allir sammála, en spurning um tíma,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir. Unnur Brá Konráðsdóttir Þórsnes II SH 109 strandaði við Skoreyjar á Breiðafirði 27. júní sl. þar sem báturinn var við beitukóngsveiðar. Báturinn losnaði á næsta flóði og sigldi fyrir eigin vélarafli til hafnar. Engan sakaði og er talið að strandið megi rekja til mannlegra mistaka. Sami bátur strandaði skammt suður af Ólafseyjum á Breiða- firði þann 20. nóvember 2012. Skýrslu um það strand er að finna á vef Rannsóknarnefndar sjóslysa. Um borð voru níu skipverjar. Þá losnaði Þórsnes II einnig af strandstað þegar féll að og sigldi til Stykkishólms fyrir eigin vélarafli. Við rannsókn RNS kom fram að nokkur svæði á Breiðafirði eru ekki mæld og sum með gömlum upplýsingum. Skipið strandaði á grunni þar sem það átti að fljóta samkvæmt korti. Skipstjórinn hafði ekki siglt þarna yfir áður. Strandaði líka í nóvember NOKKUR SVÆÐI Í BREIÐAFIRÐI ERU EKKI MÆLD Þórsnes II Losn- aði á næsta flóði. Fram kemur í skýrslunni að á sín- um tíma voru settir tíu staurar við hvorn hafnargarð til að verja skipið fyrir hafnargörðunum. Flestir staurarnir hefðu lagst niður og vísað út í innsiglinguna þegar óhappið varð. Einungis tveir þeirra stóðu enn við austurgarðinn og var unnið að því að fjarlægja staurana. Töluvert er fjallað um strauma við innsiglinguna í skýrslunni, enda óhappið rakið til þeirra. Þegar Herj- ólfur kom að Landeyjahöfn um klukkan 12 í annarri ferð sinni þenn- an dag var VSV 19 m/s vindur og ölduhæð 2,73 metrar. Rannsóknir hafa sýnt að þessi vindátt myndar austurstraum við höfnina. Skipið lenti í austanstraumi og rakst utan í vestari hafnargarðinn. Fyrir atvikið voru viðmiðunarmörk um siglingu í höfnina 2,5 metra ölduhæð en var breytt í 2,3 metra eftir atvikið. Eftir atvikið var stofnaður vinnu- hópur um öryggismál Landeyja- hafnar. Hann skilaði skýrslu 8. febr- úar sl. Þar eru m.a. tillögur um úrbætur í átta liðum. Þá kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, að lögreglustjórinn á Hvolsvelli hefði haft miklar áhyggjur af stöðu mála í apríl í vor. „Engin merki væru um að þær til- lögur til úrbóta, sem gerðar voru, verði að veruleika áður en reglu- legar siglingar til hafnarinnar hefj- ast fyrir sumarið. Hann hefði leitað svara hjá SÍ [Siglingastofnun] en ekki fengið og taldi að eins og staðan væri í höfninni væri nánast útilokað að bjarga fólki þarna að óbreyttu,“ segir í skýrslunni. Morgunblaðið/RAX Landeyjahöfn Herjólfur lenti utan í vestari hafnargarðinum og urðu skemmdir á skipinu við óhappið. Öldustraumur talinn hafa valdið óhappinu  Sýslumaður hefur áhyggjur af öryggi í Landeyjahöfn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.