Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 1
„Ég lenti í röfli við lögfræðinga Vegagerðarinnar við að fá þetta í gegn á sínum tíma,“ segir Guðni Agnarsson, en hann er eini einstaklingurinn sem hefur einstaklingsleyfi til að reka bíla- leigu hér á landi. „Ég passaði mig á að gera þetta allt eftir reglunum þrátt fyrir kostnað og umstang,“ segir Guðni. Bæði einstaklingar og fyrir- tæki geta fengið bílaleiguleyfi. „Ég leigði bílinn út fyrir sænskar hestakonur sam- hliða tjaldvagnaleigu fyrir nokkrum ár- um en er alveg hættur þessu í dag,“ segir Guðni. Lenti í röfli en fékk leyfi EINN EINSTAKLINGUR Friðrik Larsen, lektor við Há- skólann í Reykjavík og formaður Ímark, segir að rannsóknir hans og annarra sýni að hægt sé að búa til vöru- merki fyrir raf- magn. Til mikils sé að vinna að búa til vörumerki fyrir íslenskt rafmagn ef flytja á út rafmagn í gegnum sæ- streng, líkt og rætt er um, þar sem vörumerki sé hægt að selja fyrir hærra verð en aðrar vörur. Hópur fólks sé reiðubúinn að greiða hærra verð fyrir rafmagn sem framleitt sé með endurnýjanlegum hætti, líkt og hér sé gert. Hins vegar sé sá mark- aður hlutfallslega lítill. „Á Bret- landseyjum búa rúmlega 60 millj- ónir og ef 3% þeirra eru tilbúin til að borga meira fyrir grænt raf- magn er það markhópur sem í eru tæplega tvær milljónir neytenda,“ segir hann. »Viðskipti Hærra verð með vörumerki  Græn orka dýrari F I M M T U D A G U R 4. J Ú L Í 2 0 1 3  Stofnað 1913  154. tölublað  101. árgangur  –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG NÆTURLÍF, ÓÖRYGGI OG FORTÍÐARÞRÁ EKKI EIN- STEFNA Í KAUPHÖLL BRÝNT AÐ GÆTA HAGS- MUNA BARNA VIÐSKIPTABLAÐ BÓKIN VERNDUM ÞAU 10TILRAUNALEIKHÚS AUSTURLANDS 36  Traust almennings til fjármála- fyrirtækja hér á landi hefur stór- aukist seinustu ár og er almenn- ingur mun jákvæðari gagnvart þeim en verið hefur eftir fjár- málahrunið. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem MMR gerði fyrir Samtök fjármálafyrirtækja. 62% aðspurðra sögðust vera frekar eða mjög jákvæð gagnvart bankanum sínum. »Viðskipti Traust til fjármála- fyrirtækja eykst „Lög um sjóðinn og ákvæði EES- samningsins standa því ekki í vegi fyrir að sjóð- urinn ávaxti upp- greiðslufé með þeim hætti sem heppilegast er fyrir sjóðinn, enda ekki um það að ræða að sjóðurinn afli fjár á skulda- bréfamarkaði sem síðan sé varið til endurlána til fjármálastofnana,“ sagði í lögfræðiáliti sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylking- arinnar en þá héraðsdómslögmaður, vann fyrir Íbúðalánasjóð árið 2005 og birt var í Morgunblaðinu í júní það ár. Árni Páll sinnti lögfræðiráðgjöf fyrir sjóðinn 2004-2008. Greiðslur til hans frá ÍLS á þessum árum námu tæplega 39 milljónum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis um Íbúðalánsjóð kemur fram að umrædd lán ÍLS til banka og sparisjóða hafi numið um 95 millj- örðum króna á tímabilinu desember 2004 til desember 2005. Þar segir einnig að allt bendi til þess að samn- ingarnir hafi verið ólöglegir. »15 Árni Páll taldi lánin vera lögleg Árni Páll Árnason  Veitti ÍLS ráðgjöf Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is „Það er mikil aukning í þessu og það er alltaf nóg að gera,“ segir Valdís Eiríksdóttir, sem sér um starfsleyfi bílaleigubíla hjá Samgöngustofu. Nú eru 12.198 bílaleigubifreiðar á Íslandi og þar af eru 3.092 sem voru nýskráðar árið 2013. Aldrei áður hafa jafn margir bílaleigubílar verið á götum landsins. Þetta eru þeir bílaleigubílar sem notaðir eru til útleigu samkvæmt lögum nr. 46/2000 um bílaleigur en þeir eru skráðir sérstaklega hjá Samgöngustofu vegna trygginga- mála o.fl. Erlendir ferðamenn greiddu í maí 554 millj. kr. með kortum sínum fyrir bílaleigubíla hér á landi skv. tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar. Þetta er fjórðungi hærri upphæð en í maí í fyrra. Bílaleigum fjölgar einnig ört hér á landi, en alls eru 140 aðilar með starfsleyfi í dag. Aldrei áður hafa jafn margar bílaleigur verið með starfsleyfi hér á landi. „Þetta eru ekki allt stór fyrirtæki heldur er einnig mikið um að minni aðilar sæki um bílaleiguleyfi sam- hliða annarri starfsemi í ferðaþjón- ustu,“ segir Valdís og nefnir gistihús sem dæmi. Hún bendir á að ólöglegt er fyrir aðila í ferðaþjónustu að leigja út bíl- ana sína án þess að vera komnir með tilskilið bílaleiguleyfi. Bransinn vaknar á vorin Það er mest að gera í þessum um- sóknum yfir vor- og sumartímann. „Helsti annatíminn byrjar upp úr mars, apríl og svo er kannski lítið sem ekkert að gerast í þessu í ágúst og september og næstu mánuði á eft- ir,“ segir Valdís en hún er með þrjár umsóknir í ferli um þessar mundir. „Þó mér finnist mikið vera að gera hjá mér þá eru þetta ekki ein- göngu nýjar skráningar því það eru líka margir sem eru að endurnýja leyfin sín en þau gilda í fimm ár í senn.“ Aldrei fleiri bíla- leigubílar hér á landi  Yfir 12.000 skráðir bílaleigubílar  Bílaleigum fjölgar ört Mikil spenna var í Egyptalandi í gærkvöldi í kjöl- far þess að egypski herinn vék Mohammed Morsi úr embætti forseta. Andstæðingar hans fagna en stuðningsmenn hans óttast um sinn hag. Í gær- kvöldi bárust fregnir af því að herinn hefði fyrir- skipað að um 300 félagar í Bræðralagi múslíma yrðu handteknir. Víða í borgum landsins brutust út átök og í gærkvöldi höfðu a.m.k. tuttugu manns látist af þeirra völdum. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Catherine Ashton, utanríkis- málastjóri Evrópusambandsins, lögðu í gærkvöldi ríka áherslu á að gengið yrði til lýðræðislegra kosninga sem fyrst. AFP Fögnuður Tugþúsundir fögnuðu á Tahrir-torgi eftir að staðfest hafði verið að herinn hefði vikið fyrsta lýðræðilega kjörna forseta landsins úr embætti. Mikil spenna eftir valdarán hersins  Fyrirskipa að 300 félagsmenn í Bræðralagi múslíma verði handteknir MMorsi vikið úr embætti »18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.