Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013 Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. SMUROLÍUR OG SMUREFNI MIKIÐ ÚRVAL AF SMUREFNUM OG OLÍUM FYRIR ALLAN IÐNAÐ. KÍKTU Í KEMI BÚÐINA OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 FASTEIGNASALA FYRIRTÆKJASALA - LEIGUMIÐLUN Vantar allar stærðir og gerðir eigna á skrá .... Hafðu samband Á þjóðhátíðardaginn flutti Selma Björnsdóttir leikkona Ávarp Fjallkon- unnar eftir Ingunni Snæ- dal sem hún nefnir Íslands æviskeið. Í ljóðinu dregur skáldkonan upp skýrar myndir úr náttúru Íslands sem hún tengir ýmsum æviskeiðum mannsins og notar á listrænan hátt samlíkingar, viðlíkingar og persónugervingar þannig að myndmál ljóðsins verður auðugt, lýsandi – og hrífandi. Ljóð Ingunnar Snædal hljóðar þannig: Ungbarnið Ísland sem gjálfrar og syngur steypir sér með tærum hlátri niður mosagrænar hlíðar Táningurinn Ísland álappalegur en fullur af krafti með rytjulegan gróður í vöngum finnst hann fær í flestan sjó Ástfangin kona með seiðandi glampa í dökkum augum sumartjarnar vaggar þér í lyngmjúkum faðmi sínum Bláleitir risar vaka yfir okkur varnarlausir með opinn faðminn hvítfyssandi er hár þeirra græn eru hjörtu þeirra seint gróa sár þeirra Bergmálar þjóðarsálin milli kletta Saga lands og þjóðar sem dregin er í gljúpa mold rist með fjallsoddi í skýin trömpuð með hófförum ofan í grænt gras múruð inn í steypu og negld í sperrur hlegin inn í endalausa vornótt Í hundrað og ein- um tekur hipster í nefið bóndinn fyrir norðan býður upp á latté Hin aldna Íslands frú ber skýjadún að hrukkóttum vanga hvítar hærur á breiðum öxlum hægur and- ardráttur haust kvöldsins Brostin frostaugu vetrartjarnar Kófar gulli yfir veginn í síðustu geislum sólarinnar og svo aftur vor og hlæjandi í rigningunni stendur lítið barn í litríkum stígvélum Í fyrsta erindinu er dregin upp mynd af vorleysingum þegar vor- lækir steypa sér með tærum hlátri niður mosagrænar hlíðar – tákn ungbarnsins Ísland. Næsta mynd – tákn táningsins – er af hrjóstrugum „kinnum“ íslensku eða austfirsku fjallanna með rytjulegan gróður í vöngum og finnst hann vera fær í flestan sjó. Myndin af augum sumartjarn- arinnar, tákni ástfanginnar konu með seiðandi glampa í augum sem vaggar þér í lyngmjúkum faðmi sín- um – er heillandi og orðið lyng- mjúkur, sem ekki hefur komist á bók, minnir á myndræn nýyrði í ljóð- um Jónasar. Bláleitir risar með opinn faðminn – eru klettagljúfur landsins og – hvítfyssandi hár þeirra eru fossar, ár og lækir og græn hjörtu þeirra mosatær í klettum gljúfursins. Stór- brotin er einnig myndin saga lands- ins, en saga landsins er ekki aðeins skrifuð á bækur – heldur dregin í gljúpa mold, rist með fjallsoddi í skýin – mynd af íslensku veðurfari – trömpuð með hófförum ofan í grænt gras og múruð inn í steypu og negld í sperrur og engu að síður hlegin inn í endalausa vornótt – tákn um fram- ferði og þrautseigju þjóðarinnar. Skemmilegar eru myndirnar af hipster í hundrað og einum sem tek- ur í nefið og bóndanum fyrir norðan sem býður upp á latté, myndir sem sýna fjölskrúðugt mannlíf í þessu undarlega landi við nyrsta haf, en orðið hipster er notað um þá ungu einstaklinga sem kjósa að fylgja nýrri og óvanalegri tísku. Hin aldna Íslands frú eru fjöllin – eða ef til vill fjall Íslands, Herðu- breið – sem ber skýjadún að hrukk- óttum vanga, hvítar hærur á breið- um öxlum og hægur andardráttur haustkvöldsins. Lokamyndir ljóðsins hafa flestir lesendur séð og upplifað: Brostin frostaugu vetrartjarnar Kófar gulli yfir veginn í síðustu geislum sólarinnar og svo aftur vor og hlæjandi í rigningunni stendur lítið barn í litríkum stígvélum Ingunn Snædal hefur vakið at- hygli fyrir ljóð sín og ljóðið Íslands æviskeið lofar ekki síður góðu en fyrri ljóð hennar. Íslands æviskeið Eftir Tryggva Gíslason » Í ljóðinu dregur skáldkonan upp skýrar myndir úr nátt- úru Íslands sem hún tengir ýmsum æviskeið- um mannsins... Tryggvi Gíslason Höfundur var skólameistari Mennta- skólans á Akureyri. Flestir muna frétt- ir um að virkjunin, sem kennd er við Hellisheiði, gengur ekki á fullum afköst- um vegna gufu- skorts. Færri muna að upphaflega ætlaði Norðurál að kaupa raforkuna af Lands- virkjun. Það klikkaði á því að LV fékk ekki leyfi til að hækka yfirborð lóns við Þjórsárver nægilega mikið til að geta selt orkuna á því verði, sem Norðurál treysti sér til að borga. Þá kom Orkuveitan og sagði ekkert mál. Við getum skaffað nægilega orku á því verði, sem ál- verksmiðjan getur greitt. Svo var vaðið í framkvæmdir án nægilegra rannsókna, sem við nú súpum seyð- ið af. Orkuveitan er yfirskuldsett. Nýr forstjóri hefur staðið í ströngu við að rétta af reksturinn og bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti. Ekki bætir, að nú er ekki nægileg gufa til að knýja vélarnar á fullum af- köstum og fer gufan ört minnk- andi. Til að virkjunin lognist ekki alveg út af skal sækja gufu, sem ætluð var Hverahlíðavirkjun og flytja þvert yfir Hellisheiði með til- heyrandi röralögnum. Ferðamönn- um til augnayndis. Það að Landsvirkjun gat ekki dömpað verðinu niður í það, sem Orkuveitan bauð án þess að sökkva Þjórsárverum segir að Lands- virkjun bauð orkuna á kostnaðar- verði. Hvort verðið miðaðist við að virkjunin borgaði sig upp á 50 ár- um eins og Búrfellsvirkjun eða á eitthvað styttri tíma veit ég ekki. Hitt veit ég að álverin fá sinn stofnkostnað til baka á mikið skemmri tíma. Kannski á 15 árum. Fá hreinan arð áratugum áður en við hættum að greiða af lánum, sem tekin voru fyrir virkjunum til að skaffa þeim ódýrt rafmagn. Í kaupbæti fáum við loftmengun. Þannig er bæði landi og skattgreið- endum nauðgað í þágu erlendra auðhringja. Hvað fáum við í staðinn? Bæði Norðurál og Alcoa hafa komið sér upp svikamyllum til að sleppa við tekjuskatt á Íslandi. Það gera þau með því að taka okurlán hjá sjálf- um sér í útlöndum og greiða vext- ina úr landi í stað tekjuskatts á Ís- landi. Svo vitnað sé beint í álforstjórana, þá sagði annar að út- lendu lánin væru tekin fyrir fram- kvæmdum og til að greiða upp lán á Ís- landi. Hinn sagði að hluthafar Alcoa um all- an heim yrðu að fá arð, sem þýðir að okur- vaxtatekjurnar frá Ís- landi fara í arðgreiðslur til þeirra. Loftmengun veldur lungnasjúkdóm- um og kostar heilbrigð- iskerfið of fjár. Pálmi Stefánsson efnaverk- fræðingur hefur í nokkrum Morgunblaðsgreinum lýst, hvernig mengun frá álverum og jarðvarmavirkjunum eitrar and- rúmsloftið. Reykjavík er í dag ein mest loftmengaða höfuðborg í heimi og svo viljum við laða að ferðamenn út á hreint og tært loft. Fyrrverandi forstjóri Orkuveit- unnar segir nú, að hann hafi séð gufuskortinn fyrir. Það hafi verið borðliggjandi frá upphafi. Ég velti fyrir mér, hvers vegna hann svona klár ætlaði að byggja tvö orkuver. Annað neðan við Hellisheiði og hitt í Hverahlíðum á Hellisheiði. Það hefði verið mikið hagkvæmara að byggja eina stærri virkjun á miðri Hellisheiði. Auðvitað er ekki sann- gjarnt að skrifa svona. Það er svo auðvelt að vera vitur eftirá, en enn er hægt að byggja betra Háskóla- sjúkrahús á betri stað en við Hringbraut og það fyrir mikið minna fé. Ekki veldur sá sem var- ar. Að lokum. Þessi virkjun sem kölluð er Hellisheiðarvirkjun er of- an við Svínahraun og neðan við Hellisheiði. Hún er í túnfætinum þar sem áður stóð bærinn Kolvið- arhóll og væri nær að kalla hana Kolviðarhólsvirkjun. Mælist ég til að Orkuveitan breyti nafninu til samræmis við örnefni, sem eru hluti af menningararfinum. Þá sleppum við að hlusta á fréttir, eins og á RUV fyrir nokkrum árum: „Bíll fór út af veginum á Hellis- heiði rétt ofan við Litlu Kaffistof- una“. Til hvers og fyrir hvern? Eftir Sigurð Oddsson Sigurður Oddsson » Annað neðan við Hellisheiði og hitt í Hverahlíðum á Hellis- heiði. Það hefði verið mikið hagkvæmara að byggja eina stærri virkjun á miðri Hellis- heiði. Höfundur er verkfræðingur. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.