Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013 ✝ Ólafur E.Rafnsson fæddist í Hafn- arfirði 7. apríl 1963. Hann varð bráðkvaddur í Sviss 19. júní 2013. Foreldrar hans eru Rannveig E. Þóroddsdóttir leik- skólakennari, f. 1. febrúar 1936 og Rafn E. Sigurðs- son, fv. forstjóri Hrafnistu, f. 20. ágúst 1938. Systkini Ólafs eru: 1) Sigþór R. útgerð- artæknir, f. 23. apríl 1961, synir hans og Sigríðar Andersdóttur leikskólakennara, f. 24. október 1963, (skilin) eru Anders Rafn og Óskar. 2) Elísabet snyrti- fræðingur, f. 7. apríl 1963, börn hennar og Bergþórs I. Leifs- sonar rafeindavirkja, f. 10. júlí 1964, (skilin) eru Erna og Fann- ar Logi. Hinn 1. júlí 1989 kvæntist Ólafur eftirlifandi eiginkonu sinni, Gerði Guðjónsdóttur end- urskoðanda, f. 24. júlí 1963. Foreldrar hennar eru Auður Jörundsdóttir, fv. skrif- stofumaður, f. 16. júní 1923 og Guðjón Júlíusson pípulagn- ingameistari, f. 1. október 1925, d. 30. nóvember 1980. Börn Ólafs og Gerðar eru: Auður Ír- ari á árunum 1985 og 1986 og Íslandsmeistari 1988. Ólafur spilaði nokkra leiki með lands- liðinu í körfubolta. Ólafur kom að þjálfun yngri flokka í körfu- bolta sem og meistaraflokka karla og kvenna hjá Haukum. Hann var einn af þeim sem komu á fót skipulögðum æfing- um í hjólastólakörfubolta og var þjálfari þar um tíma. Ólafur sat í stjórn körfuknattleiks- deildar Hauka 1989-1990. Frá 1990-2006 sat hann í stjórn Körfuknattleikssambands Ís- lands og þar af formaður frá 1996. Hann var kjörinn forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands árið 2006. Ólafur sat í stjórn Evrópska körfuknatt- leikssambandsins (FIBA Eu- rope), frá árinu 2002 og var kjörinn forseti þess árið 2010. Frá þeim tíma sat hann jafn- framt í miðstjórn Alþjóðlega körfuknattleikssambandinu (FIBA World). Ólafur var í ótal vinnuhópum, nefndum og ráð- um á vegum Körfuknattleiks- sambands Íslands, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Evr- ópska- og Alþjóða körfuknatt- leikssambandsins. Útför Ólafs verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, 4. júlí 2013, og hefst athöfnin kl. 15. is, f. 29. ágúst 1992, háskólanemi, Sigurður Eðvarð, f. 29. nóvember 1997, framhaldsskóla- nemi og Sigrún Björg, f. 19. júní 2001, grunn- skólanemi. Ólafur útskrif- aðist sem stúdent frá Verslunarskóla Íslands 1982, hann lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1990 og hóf þá störf sem fulltrúi hjá hjá Lögmönnum sf. í Hafnarfirði. Hann hlaut málflutningsrétt- indi fyrir héraðsdóm á árinu 1993. Í febrúar 1994 stofnaði hann ásamt Inga H. Sigurðssyni héraðsdómslögmanni Lögmenn Hafnarfirði ehf. Á árinu 1996 varð Bjarni S. Ásgeirsson hæstaréttarlögmaður meðeig- andi í stofunni. Ólafur sat í stjórn Lögmannafélags Íslands á árunum 2003-2004. Árið 2012 lauk Ólafur meistaragráðu í „European Sport Governance“ frá Institut d’Études Politiques de Paris. Ólafur hóf ungur að æfa íþróttir, æfði hjá FH bæði fótbolta og handbolta en á ung- lingsárunum hóf hann að æfa körfubolta með Haukum. Með Haukum varð hann bikarmeist- Elsku Óli minn. Þú tekur þig svo vel út hvar sem þú ert. Ótrúlega dýrmætt eintak, sólin sem yljar og umhverfið vermir. Þú gæðir tilveruna gleði með gefandi nærveru og færir bros á brá svo það birtir til í sálinni. Sólin sem bræðir hjörtun. Í mannhafinu er gott að vita af englum eins og þér. Því að þú ert sólin mín sem aldrei dregur fyrir. (Sigurbjörn Þorkelsson) Bestu þakkir fyrir frábær þrjátíu ár og þrjú yndisleg börn. Þín er sárt saknað en minning um góðan og traustan eiginmann og föður mun lifa. Love. Gerður. Elsku pabbi. Við vitum ekki hvar við eigum að byrja, það er svo mikið sem við gætum skrifað. Við trúum ekki enn að þú sért farinn frá okkur. Þetta gerðist allt svo hratt. Við eigum margar frábærar minn- ingar um þig en hefðum af öllu hjarta viljað eignast fleiri minn- ingar. Við viljum trúa því að þér var ætlað eitthvað meira og stærra hlutverk annars staðar þar sem þú varst mikill leiðtogi og fólk hlustaði á þig. Þú kenndir okkur svo mikið – kenndir okkur á lífið og tilveruna, lést okkur pæla í öllu, vildir að við mynduðum okkar eigin skoðanir á okkar forsendum. Þú studdir okkur í skólanum og íþróttunum. Það var magnað að þú mættir á alla leiki sem þú mögulega komst á. Okkur fannst gaman þegar þú kíktir á æfingar hjá okkur en þá vildum við gera allt 200% þegar þú varst á staðnum. Þú varst góð- ur leiðbeinandi, það var svo gott að setjast niður með þér og ræða leikina en þú fannst alltaf ljósu punktana, við spiluðum aldrei skelfilega í þínum augum þótt okkur hafi fundist við eiga okkar versta leik. Þú kenndir okkur að vera jákvæð og sjá alltaf góðu punktana í öllu og það mun hjálpa okkur að komast í gegnum þenn- an erfiða tíma núna. Það sem er samt frábærast er að þú gast sinnt okkur öllum, þremur börn- unum og mömmu, verið í öllum þessum nefndum þínum og sinnt öllum störfum þínum. Við pæld- um oft í því hvernig þú færir að þessu og okkur þótti fjarvera þín frekar erfið. En pabbi, þín verður svo sárt saknað að við eigum ekki til orð. Við eigum eftir að sakna þess að spjalla við matarborðið á kvöldin, við eigum eftir að sakna þín á leikjunum okkar, við eigum eftir að sakna þess þegar þú komst heim og byrjaðir strax að stríða okkur, purra okkur eða kitla. Það er svo margt sem við eigum eftir að sakna. Þessi tími er erfiðasti tími lífs okkar því það er svo sárt að hafa þig ekki hjá okkur. Við elskum þig óendanlega mikið og vitum að þú átt eftir að fylgjast með öllu sem við gerum. Þú verð- ur alltaf til staðar í hjarta okkar. Börnin þín, Auður Íris (stóra-mús), Sig- urður Eðvarð (Siggi piggi pottormur) og Sigrún Björg (pabbastelpa). Kæri bróðir. Tilfinningarnar, svefnleysið, vanmátturinn, ofsaleg reiðin og endalausar spurningar: af hverju, hvers vegna, hver er til- gangurinn með svona fráfalli hrannast upp í höfðinu. Það eru náttúrlega hvorki til svör né rök fyrir svona hlut. Alla- vega hefðum við Óli ekki komist að neinni vitrænni niðurstöðu um þetta. Við hefðum líklega rökrætt þetta þangað til fólk væri farið að segja oft jájá eða labba fram og gera eitthvað annað. En stundum vorum við komnir í þann ham við matarborðið að hvorugur ætlaði að gefa sig og hætta. En eftir nokkrar mínútur var allt fallið aftur í ljúfa löð, því líklega höfð- um við bara mest gaman af því að vera ósammála bara til að vera ósammála. Síðast þegar ég kvaddi þig, Óli, var þegar þú hélst upp á 50 ára afmælið með okkur í fjölskyld- unni á Argentínu steikhúsi. Mað- ur getur yljað sér við það að síð- asta faðmlagið var innilegt eins og alltaf. Þú varst alltaf uppfullur af hugmyndum, enda alltaf að breyta og endurbæta og leitandi að nýjum hugmyndum og tæki- færum. Þú hefur einfaldlega allt- af verið svona. Þú áttir svo margt eftir ógert þótt þú hafir áorkað miklu. Þú varst góður penni og hefðir örugglega náð langt á því sviði, enda var alltaf gaman að lesa pistlana frá þér á vef ÍSÍ. Ég átti oft erindi á vinnustað Auðar, tengdamömmu Óla, og hafði þar af leiðandi kynnst henni aðeins. Allt í einu fór hún að spyrjast mikið fyrir um þig, Óli. Í fyrstu áttaði ég mig ekki á þess- um áhuga hjá henni á þér en seinna kom í ljós að hún vildi bara vita allt um þennan dreng sem síðar varð tengdasonur hennar og hún varð örugglega ekki fyrir vonbrigðum. Þín mesta gjöf í lífinu var að þú skyldir kynnast henni Gerði. Betri lífsförunaut, vin og ráð- gjafa er vart hægt að fá og saman eignuðust þið þrjú börn, Auði Ír- isi, Sigurð Eðvarð og Sigrúnu Björgu. Eftir að við yfirgáfum hótel mömmu, svolítið mikið dekraðir báðir tveir, tók alvara lífsins við. Ég fór aðeins á undan að heiman og gekk nokkuð vel en ég efast um að litli mömmustrákurinn sem þú varst, Óli minn, hafi nokk- urn tímann kunnað að nota þvottavél. Við höfum alltaf búið nálægt hvor öðrum eftir að við fórum að búa, farið saman þvers og kruss um Norðurbæinn. Strákarnir mínir eru mikið heima hjá ykkur Gerði og öfugt, ef það er orðið framorðið þá bara sofa þeir, ekki málið. Og þeir kvarta í Gerði að þeir fái ekkert að borða heima hjá sér og hvort hún eigi ekki einhvern smá bita. Þú og Gerður höfðuð bara gaman af þessu og gáfuð þeim að borða. Þú hringdir oft í mig bara til að spjalla, þá spurði ég: „Hvar ertu?“ Þá gat svarið verið: „Ég er nú bara heima hérna á Miðvangi 5“ eða í Istanbúl eða kannski að bíða eftir flugi einhvers staðar annars staðar, alltaf á ferðinni. Þetta voru alltaf skemmtileg sím- töl og ég mun alltaf vera með símanúmerið þitt í símanum mín- um á meðan ég hef síma. Kannski verður GSM-samband þar sem við hittumst næst. Megi minning um góðan bróð- ur lifa. Þín verður sárt saknað. Kveðja, Sigþór. Elsku Óli, það er ótrúlegt að við séum að kveðja þig í dag núna þegar fyrri helmingnum er rétt að ljúka og tími til að njóta af- raksturs erfiðisins er rétt handan við hornið. Á svona tímum er þó gott að eiga góðar minningar til að ylja sér við, rifja upp og minn- ast. Hlátur, húmor, ákveðni, ná- kvæmni og skilyrðislaus vinátta koma upp í hugann þegar við minnumst þín. Einnig varð okkur tíðrætt um það hvað þú þurftir að ferðast mikið og göntuðumst við oft með það að forsetar væru auð- vitað önnum kafið fólk. Við nut- um þess því meir þegar við hitt- umst að spjalla um það sem á daga okkar hafði drifið frá því síðast og hafðir þú áhuga á öllu því sem viðkom okkur og áhuga- málum okkar. Þú varst einnig duglegur að leyfa okkur að fylgj- ast með því sem fram fór í þínu lífi, segja okkur stoltur frá afrek- um barnanna og ferðalögum. Jólakortin ykkar Gerðar voru einstök og báru þess merki að allt sem þú gerðir gerðir þú vel. Við kveðjum í dag góðan frænda og vin, minning um góðan dreng hlýjar hjörtum okkar á erf- iðum stundum. Elsku Gerður, Auður Íris, Sig- urður, Sigrún, Sissa, Rabbi, El- ísabet, Sigþór og fjölskyldur, hugur okkar er hjá ykkur. Ykkar Guðbjörg, Sigurður, Rannveig og Þórdís. Í dag kveðjum við Ólaf Rafns- son. Það eru 29 ár síðan hún Gerður okkar kynnti Óla fyrir fjölskyldunni, hávaxinn og dökk- hærðan strák úr Hafnarfirði. Kynningunni fylgdi að hann væri körfuboltamaður úr Haukunum og okkur varð þar með ljóst að íþróttir voru honum hugleiknar. Óli féll vel inn í fjölskylduna enda var hann með góða kímnigáfu og góðlátlega stríðni sem hentaði okkur. Fljótlega komu þau sér fyrir í Hafnarfirði og hafa búið þar alla tíð síðan. Að námi loknu tóku við annasöm ár í starfi og svo komu börnin, þau Auður Íris, Sigurður og Sigrún. Óli var stolt- ur af börnunum, studdi þau í hví- vetna og var ánægður við þá áfanga sem urðu í þeirra lífi. Hann var glaður yfir íþrótta- áhuga þeirra og höfum við hann grunaðan um að hafa þar sáð ein- hverjum fræjum. Óli hafði gaman af fjölskylduboðum, bæði naut hann þess að taka á móti fólki á fallegu heimili þeirra Gerðar og að mæta í veislur. Sérgrein Óla í matargerð var sveppasteiking og sósugerð. Að hans mati var ekki hægt að ná lengra á því sviði og líklega er það rétt. Þegar við komum saman var hann einkar hlýr og ræðinn við alla hvort sem það voru börn eða fullorðnir. Þessir eiginleikar nýttust honum ekki síður í starfi enda valinn til forustu hjá íþróttahreyfingunni. Það er gott að muna eftir utan- landsferðum sem við fórum öll í saman til að fagna stórviðburðum í fjölskyldunni eins og giftingum og stórafmælum. Þar var Óli í essinu sínu. Hann naut þess að vera í sól og hita, skoða sig um, borða góðan mat og spjalla á kvöldin. Óli tók margar myndir sem hann vann áfram og setti inn texta og útskýringar. Þannig liggur eftir hann stórt myndasafn sem gaman og gott er að skoða þegar rifja skal upp góðar stund- ir. Við kveðjum góðan dreng allt of fljótt. Það er erfitt að hugsa sér að hann sé farinn. Söknuður- inn er mikill en við erum rík af góðum minningum. Auður tengdamamma minnist þess hversu hlýr og natinn hann var við hana alla tíð. Sömu sögu hafa börnin okkar að segja. Mestur er söknuðurinn og missirinn hjá fjölskyldunni, þeim Gerði, Auði Írisi, Sigga og Sig- rúnu. Þá syrgja foreldrar og systkini Óla góðan og traustan son og bróður. Hugur okkar er hjá ykkur. Megi góður Guð styrkja ykkur öll. Hvíl í friði kæri vinur. Auður Jörundsdóttir, Sig- urður Guðjónsson, Guðríður Guðfinnsdóttir, Þjóðbjörg Guðjónsdóttir, Ágústa Guð- jónsdóttir, Gert Fisker Tomczyk. Ólafur Rafnsson var einstakur maður og einn minn nánasti vin- ur. Ég mun sakna löngu símtal- anna þar sem rætt var um flest milli himins og jarðar, ég mun sakna þess að hitta hann ekki í Íþróttamiðstöðinni í hádeginu eða þegar hann átti leið hjá. Ég minnist með þakklæti síðasta heimboðsins til Óla og Gerðar í vor, þar sem farið var vítt og breitt yfir sviðið. Ég er þakklátur fyrir allar stundirnar sem við átt- um saman, vináttuna, hjálpsem- ina og væntumþykjuna. Við kynntumst þegar hann kom til starfa í stjórn KKÍ, fyrst sem gjaldkeri og svo sem formað- ur. Við unnum náið saman allan þann tíma, bæði innanlands og utan. Körfuknattleiksíþróttin efldist jafnt og þétt og í mörg horn að líta. Við sóttum ótal fundi, þing og ráðstefnur, innan- lands og utan, að ógleymdum landsliðsferðum. Fjárráð KKÍ voru ekki mikil og því gistum við venjulega saman á ferðalögum okkar í tveggja manna herbergi til að spara og grínuðumst með að við hefðum sofið oftar hvor hjá öðrum en hjá eiginkonunum. Í störfum sínum vildi Óli ræða sig niður á niðurstöðu. Hann kunni vel að meta góðar rökræður og fannst þær nauðsynlegar til að fá fram sjónarmið samstarfsfólks- ins. Fannst sumum að Óli legði sig of mikið fram við að ræða mál- in í þaula. Það var samt einn af hans meginkostum því þegar nið- urstaða lá fyrir stóð fátt í vegi fyrir framkvæmdum. Ef niður- staðan var hinsvegar sú að hug- myndin, þó hún væri hans, var ekki góð eða ekki framkvæman- leg, sætti hann sig auðveldlega við niðurstöðuna og snéri sér að næsta verkefni, næstu hugmynd. Óli var forystumaður sem náði árangri í störfum sínum. Hann var valinn til forystu hjá KKÍ, ÍSÍ, FIBA Europe og FIBA World. Það gerðist ekki fyrir til- viljun. Ólafur var mannkosta- maður sem menn vildu styðja vegna þess sem hann stóð fyrir. Hann lagði áherslu á heiðarleika, lýðræði og gegnsæi í sínum störf- um. Minnisstæð eru orð hans þegar hann í ræðu þakkaði fyrir kjör sem forseti FIBA Europe. Hann sagði í lauslegri þýðingu: „Ykkur á ég allt að þakka, en ég skulda engum neitt,“ og átti þá við að kosningabarátta hans fór fram á heiðarlegan hátt, enginn átti inni hjá honum óeðlilegan greiða fyrir stuðninginn. Einn af styrkleikum Óla var að hann fór ekki í manngreinarálit. Það skipti hann ekki máli hvort hann var að tala við forseta Evrópuríkis, for- seta alþjóðlegs sérsambands eða formann héraðssambands hér á Íslandi. Munurinn var kannski að honum hafi fundist sá síðast- nefndi áhugaverðastur. Óli var hrifinn frá okkur í blóma lífsins sem er sorglegra en tárum taki. Þrátt fyrir að Óli hafi náð afar langt innan íþrótta- hreyfingarinnar var hann aðeins fimmtugur þegar hann féll frá. Framtíðin blasti við og margir möguleikar í stöðunni. Svo margt var eftir ógert, svo mörg spenn- andi verkefni framundan. Ég kveð minn kæra vin með söknuði og þakklæti. Við Sigrún og okkar börn vott- um Gerði, Auði, Sigga og Sigrúnu okkar dýpstu samúð. Ykkar missir er mestur. Pétur Hrafn Sigurðsson. Góður og kær vinur er fallinn frá í blóma lífsins. Þær eru ófáar gæðastundirnar sem fjölskyldur okkar hafa átt saman í gegnum árin. Óli á ríkan sess í huga dætra okkar hjóna en þær hafa átt erf- iða daga ásamt okkur hinum eftir fregnirnar um skyndilegt og ótímabært fráfall. Óli var góður drengur sem bjó yfir miklum hæfileikum, dugnaði, persónu- töfrum og mannkostum eins og dæmin sanna í öllum þeim fjöl- mörgu verkefnum sem honum voru falin um ævina. Það er gott dæmi um elju hans og nákvæmni að hann var ætíð með öll smáat- riði á hreinu s.s. afmælisdaga allra barna vina og vandamanna og hann hafði ekkert fyrir því enda vel af guði gerður. Við eig- um eftir að sakna hans sárt um ókomna tíð, allra góðu stund- anna, góðlátlegu stríðninnar og skoðanaskiptanna. Minningin um hann mun lifa með okkur sem vorum svo heppin að fá að kynn- ast honum. Hann var lánsamur í fjölskyldulífi sínu og mikill er missir hans einstöku eiginkonu og barna. Guð gefi Gerði, Auði, Sigga, Sigrúnu, foreldrum og systkinum styrk til að takast á við sorg sína. Minning um elskulegan eigin- mann, föður, son, tengdason og bróður mun lifa. Blessuð sé minn- ing þín kæri vinur og takk fyrir allt. Guðmundur Gylfi Guðmundsson og Helga Aspelund. Elsku Óli, það er erfitt að lýsa í orðum þeim tilfinningum sem bærast í brjósti mínu á þessari stundu og hafa síðustu tvær vikur verið afar erfiðar, bæði mér, fjöl- skyldu minni og okkur öllum sem vorum svo heppin að fá að kynn- ast þér, eiga þig sem vin og frá- bæran félaga, og verður að við- urkennast að hugurinn hefur sem aldrei fyrr reikað til allra þeirra ára sem við spiluðum saman í Haukum. Ég var svo heppinn að fá að stíga mín fyrstu skref bæði sem leikmaður í meistaraflokki og þjálfari með þig mér við hlið. Fregnir af andláti þínu voru reiðarslag fyrir alla sem þig þekktu og er ljóst að íþrótta- hreyfingin hefur misst frábæran leiðtoga og forsvarsmann. Það sem þú gerðir fyrir körfuboltaí- þróttina, bæði sem leikmaður, þjálfari, formaður KKÍ og nú síð- ustu ár sem æðsti maður körfu- boltans í Evrópu sem forseti FIBA, verður aldrei fyllilega hægt að meta og má með sanni segja að þú hafir lagt lífið að veði í þeirri viðleitni þinni að gera íþróttinni sem þú unnir meira en flestir aðrir hátt undir höfði. Þeg- ar fram líða stundir mun þó minningin um frábæran dreng og góðan vin ylja okkur öllum sem þig þekktum um hjartarætur og þakka ég fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Það er greinilega þörf fyrir risa- stóran persónuleika eins og þig á æðra tilverustigi. Sorg mín, fjölskyldu minnar og okkar félaganna bliknar þó í samanburði við þá raun sem elskuleg fjölskylda þín þarf nú að ganga í gegnum. Elsku Gerður, Auður, Siggi og Sigrún, ég bið guð að gefa ykkur styrk til að takast á við þetta mikla áfall. Kæri Óli, við sjáumst síðar. Henning Henningsson. „Dáinn, horfinn, harmafregn!“ (JH) Hrikalegar fréttir bárust okk- ur bekkjarfélögum og vinum Óla miðvikudaginn 19. júní. Við höf- um varla um annað hugsað og dauðleikinn blasir við. Óli er sá fyrsti úr okkar hópi sem fellur frá. Og hver hefði trúað því að það yrði hann? Þessi ótrúlega duglegi, jákvæði og góði maður með íþróttaáhuga og íþróttaanda á hæsta stigi. Var fyrstur til að láta vita að hann væri til staðar ef eitthvað bjátaði á, kunni að hrósa og kunni að þakka. Vinur vina sinna og gleymdi þeim aldrei, sama hvað hann hafði mikið að gera eða var orðinn „merkileg- ur“. Óli var alltaf Óli. Minningarnar hafa hellst yfir. Við vorum svo heppin að lenda saman í mjög samstilltum og skemmtilegum bekk í Verzló þar sem flest okkar voru saman öll fjögur árin. Óli var góður náms- maður, skipulagður og sérlega vinnusamur. Hann vann t.d. á næturvöktum á Hrafnistu með- fram náminu í Verzló og HÍ og var á sama tíma á fullu í körfunni. Maður skildi ekki hvar hann fann tíma til að gera þetta allt þó hann hafi reyndar stundum náð að draga nokkrar ýsur í tímum. Óli Ólafur E. Rafnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.