Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013
Babb í bát Leikur ungmenna í Elliðaárdal komst í uppnám í gær þegar knötturinn lenti í ánni en með útsjónarsemi náðu þau að krækja í hann og halda leiknum áfram í blíðunni.
Eggert
London | Með fjöl-
mennum mótmælum
30. júní – nákvæmlega
ári eftir að Egyptar
kusu sinn fyrsta for-
seta úr röðum almenn-
ings – gegn ríkis-
stjórninni vítt og
breitt um Egyptaland
hefur fjölbreytt og
dreifð hreyfing ögrað
valdi Mohammads
Morsi forseta sem
aldrei fyrr. Hundruð þúsunda fundu
sig knúin til þess að streyma á göt-
ur út og margir þeirra réðust á og
brenndu niður höfuðstöðvar
Bræðralags múslima í Kaíró.
Í lok dags voru forsetanum settir
úrslitakostir. Fyrsta „byltingar-
kennda“ yfirlýsingin frá hinni nýju
grasrótarhreyfingu Egyptalands,
Tamarod (byltingarmaður) heimtaði
að Morsi yfirgæfi embætti innan
tveggja daga eða hann myndi
standa frammi fyrir áhlaupi á for-
setahöllina. „Í nafni 22 milljón borg-
ara lýsum við því yfir að Mohamm-
ad Morsi er ekki lengur hinn
lögmæti forseti Egyptalands.“ Mót-
mælendur biðluðu svo til „stofnana
ríkisins, hersins, lögreglunnar og
dómstólanna um að skipa sér sess
við hlið almannaviljans“.
Herinn hefur talað og setti Morsi
sína eigin úrslitakosti: Komdu til
móts við áhyggjur mótmælenda eða
horfðu upp á að herinn leysi vand-
ann. Í lok dags hafði skrifstofa
Morsis lýst því yfir að ekkert sam-
ráð hefði verið haft við embættið
áður en herinn gaf út
yfirlýsingu sína, og
tugþúsundir stuðn-
ingsmanna forsetans
mótmæltu samtímis í
nokkrum borgum á
miðnætti.
Hvað mun gerast
næst? Og hvaða áhrif
mun Tamarod-
hreyfingin og inngrip
hersins hafa á hina
grýttu leið Egypta-
lands til lýðræðis?
Hægt var að sjá fyrir
núverandi krísu. Morsi vann for-
setakosningarnar með einungis
51,7% atkvæða, á meðan hin 48,3%
innihéldu mjög öfluga aðila, þar á
meðal háttsetta menn frá tímum
Mubaraks og stuðningsmenn
þeirra. Andstaðan við Morsi harðn-
aði eftir stjórnarskráryfirlýsinguna
í nóvember 2012 þar sem hann
reyndi að taka sér stóraukin völd –
að sögn til þess að verja hinar nýju
lýðræðisstofnanir Egyptalands
gegn pólitísku dómsvaldi. Skortur á
áþreifanlegum efnahagslegum
ágóða fyrir hinn almenna Egypta
ýtti einnig undir reiði almennings.
Allir forsetaframbjóðendurnir höfðu
komið með hástemmd loforð; en
skortur á marktækum árangri, svo
sem að binda endi á stöðugan skort
af gasi og rafmagni, hjálpaði til við
að hella olíu á eldinn gegn Morsi.
Vanhæfni á meðan pólitískt breyt-
ingaskeið stendur getur haft alvar-
legar afleiðingar. En Morsi hefur
ekki gert allt rangt og hann er ekki
gjörsneyddur stuðningsmönnum. Í
ágúst síðastliðnum rak hann yf-
irmenn herráðs egypska hersins.
Skýrsla egypska seðlabankans fyrir
júlí 2012 til mars 2013 gefur til
kynna að viðskiptajöfnuður lands-
ins, sem er neikvæður, hafi farið frá
-11,2 milljörðum Bandaríkjadala og
upp í -2,1 milljarð, vegna aukinna
tekna frá ferðamannaþjónustunni
og ívilnun skulda. Þessi bati náði
hins vegar ekki til venjulegra borg-
ara og það var engin árangursrík
fjölmiðlaherferð til þess að styrkja
stöðu ríkisstjórnarinnar. En hörð-
ustu stuðningsmenn Morsis eru
áfram trúir. Á meðan aðeins nokkur
hundruð sýndu sig til stuðnings
Mubaraks á meðan á byltingunni
stóð, hafa hundruð þúsunda Egypta
komið saman í tvær vikur samfleytt
í Rab‘a al-‘Adawiyya-torgi, nálægt
forsetahöllinni, til þess að lýsa yfir
samstöðu sinni með Morsi.
Ef Morsi lifir af, mun hann þurfa
að reiða sig á herinn til þess að
tryggja öryggi ríkisstjórnar sinnar.
Hann mun einnig þurfa sýnilegan
styrk frá stuðningsmönnum sínum.
En ef það þýðir að herinn þurfi aft-
ur að verða miðpunktur stjórnmál-
anna myndi það fórna ávinningi
Morsis frá ágúst sl. þegar hann
setti herinn undir meiri stjórn kjör-
inna fulltrúa. Úrslitakostir hersins
gefa til kynna að herinn hyggist
ræna völdum.
Það gæti einnig reynst áhættu-
samt að kalla út stuðningsmenn í
Bræðralagi múslima og öðrum ísl-
amískum samtökum. Það bylting-
arkennda skref að reyna að beina
íslamistum í átt að stjórnarskrár-
bundnum stjórnmálum gæti hæg-
lega farið fyrir lítið í áframhaldandi
valdabaráttu.
Ef Morsi verður ekki við völd
áfram mun margt velta á því hvern-
ig hann er fjarlægður frá þeim. Það
að treysta á götumótmæli og inn-
grip hersins til þess að fjarlægja
kjörinn forystumann sem hefur
virkan stuðning mun líklega ekki
leiða til jákvæðrar niðurstöðu.
Þvert á móti hefur slíkt mynstur –
eins og á Spáni 1936, Íran 1953, Síle
1973, Súdan 1989 og Alsír og Tads-
jikistan 1992 – venjulegast leitt til
einræðisstjórnar hersins, borg-
arastyrjaldar, eða hvort tveggja.
En það er einnig til fordæmi
Charles de Gaulle sem yfirgaf for-
setastól á friðsaman hátt. Fjölda-
mótmælin í Frakklandi 1968 leiddu
til snemmbúinna þingkosninga sem
stuðningsmenn de Gaulles unnu
auðveldlega. En de Gaulle sagði síð-
an sjálfur af sér vegna minniháttar
máls.
Gallinn við þetta fordæmi er að
Morsi er ekki með bakgrunn de
Gaulles og hin óreiðukennda breyt-
ing Egyptalands til lýðræðis 2013
er langt frá því þróaða lýðræði sem
ríkti í Frakklandi 1968. Franskir
gaullistar þurftu ekki að þola of-
sóknir; Nokkrir háttsettir stjórn-
arandstæðingar hafa nú þegar lofað
því að Morsi og Bræðralag múslima
verði ofsóttir. Það gerir mikilvægi
þess að lifa af mun meira, sér-
staklega í fjarveru trúverðugra
varna fyrir stjórnarskrábundin rétt-
indi og siðvenja.
Um leið er ekki mjög skýrt hver
gæti tekið við af Morsi. Hluti
stjórnarandstöðunnar vill tíma-
bundið ráð með forsetavöld. Sú hug-
mynd hefur þegar farið út um þúfur
einu sinni, þegar herráðið stjórnaði
landinu frá febrúar 2011 og fram í
júní 2012, að hluta til vegna þess að
stuðning almennings á bak við sam-
einingartákn skorti, en aðallega
vegna mikilmennskubrjálæðis
þeirra stjórnmálamanna sem komu
þar að.
Morsi verður örugglega ekki fjar-
lægður án þess að herinn og örygg-
isstofnanir ríkisins komi þar að mál-
um. Og sigurvegararnir munu
líklega reyna sitt besta til þess að
hindra að íslamistar nái sér á strik
á ný, sem gefur til kynna að við
muni taka nýr ferill pólitískra átaka
– sem hugsanlega verða meira en
það – þar sem lýðræðið verður
gríma sem gefur útilokun og hugs-
anlega eyðileggingu pólitískra and-
stæðinga lögmæti.
Eftir Omar Ashour »Hvað mun gerast
næst? Og hvaða
áhrif mun Tamarod-
hreyfingin og inngrip
hersins hafa á hina
grýttu leið Egyptalands
til lýðræðis?
Omar Ashour
Höfundur er lektor í öryggismálum
og stjórnmálum Mið-Austurlanda við
Exeter-háskóla. Hann er höfundur
bókanna The De-Radicalization of Ji-
hadists: Transforming Armed Islam-
ist Movements og From Good Cop to
Bad Cop: The Challenge of Security
Sector Reform in Egypt.
©Project Syndicate, 2013.
www.project-syndicate.org.
Uppgjör í Egyptalandi