Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013 DEH-1500DEH-150 DEH-4500 LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 VERSLANIR UM LAND ALLT www.ormsson.is HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR 4X50 W MOSFET magnari / Útvarp með 24 stöðva minni / Spilar MP3, WMA, WAV, CD-R/RW / AUX og USB tengi á framhlið / Hægt að tengja við fjarstýringu í stýri (tengi fylgir ekki) / EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið- og hátóna. Verð: 22.900,- kr. 4X50 W MOSFET magnari / Útvarp með 24 stöðva minni / Spilar MP3, WMA, WAV, CD-R/RW / AUX tengi á framhlið / Hægt að tengja við fjarstýringu í stýri (tengi fylgir ekki) / EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Verð: 19.900,- kr. 4X50 W MOSFET magnari / Útvarp með 24 stöðva minni / Spilar MP3, WMA, WAV, CD-R/RW / AUX og USB tengi á framhlið / iPod í gegnum USB / Bluetooth, mic fylgir / EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Verð: 37.900,- kr. FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Flest bendir til þess að Færeyingar og for- svarsmenn Evrópusambandsins (ESB) hitt- ist fljótlega til að ræða síldardeiluna, líklega með milligöngu Dana. Sem kunnugt er hótaði ESB refsiaðgerð- um gagnvart Færeyjum eftir að Færeyingar ákváðu einhliða að taka sér 17% af ráðlögð- um kvóta úr norsk-íslensku síldinni eða 105 þúsund tonn. Samkvæmt samningi um skipt- ingu síldarkvótans frá 2007 var hlutdeild Færeyja 5,16%. Rök Færeyinga eru þau að stóraukin síldargengd sé í færeyskri lög- sögu. Önnur aðildarlönd að samningnum eru Noregur (61%), Ísland (14,51%), Rússland (12,8%) og ESB (6,51%). Samþykkt hlutdeild hvers og eins er sýnd í svigum. Ákvörðun Færeyinga um að þrefalda hlut- deild sína skiptir heilmiklu máli fyrir Íslend- inga og önnur strandríki sem hlut eiga að máli, að sögn Jóhanns Guðmundssonar, skrifstofustjóra í atvinnuvegaráðuneytinu. Hann sagði að norsk-íslenski síldarstofninn hefði gefið eftir að undanförnu og sé kominn að varúðarmörkum, þrátt fyrir að veiðiráð- gjöf hefði verið fylgt. Íslendingar hafa gert alvarlegar athugasemdir við ákvörðun Fær- eyinga og beðið þá að draga ákvörðun sína um aukinn síldarkvóta til baka. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- ráðherra hitti færeyskan starfsbróður sinn, Jacob Vestergaard, í síðustu viku og ítrekaði afstöðu Íslendinga í málinu við hann. Danir blandast í málið Síldardeila Færeyinga við Evrópusam- bandið (ESB) virtist taka nýja stefnu í fyrra- dag. Færeyska útvarpið greindi frá því að danska utanríkisráðuneytið væri komið í málið. Það skrifaði ESB, í samráði við fær- eysku landstjórnina, og var efni bréfsins að Færeyingar væru fúsir til viðræðna um síld- ina. Haft var eftir Kaj Joensen blaðamanni að gripi ESB til refsiaðgerða gegn Færeyjum yrði þeim ekki aflétt á meðan alþjóðastofn- anir (SÞ og WTO) skæru úr um deiluna. Ekki var ljóst hvort eða hvenær ESB hygð- ist grípa til refsiaðgerða. Joensen fylgdist með neyðarfundi þeirra Villy Søvndal, utanríkisráðherra Danmerkur, Kaj Leo Johannesen, lögmanns Færeyja, og Jacobs Vestergaard sjávarútvegsráðherra um síldarmálið í Kaupmannahöfn. Fréttavefurinn aktuelt.fo sagði að Villy Søvndal teldi mögulegt að ná samkomulagi. Hann átti fund með Mariu Damanaki, fram- kvæmdastjóra sjávarútvegsmála hjá ESB, í síðustu viku. Haft var eftir Søvndal að Dam- anaki hefði látið í ljós vilja til samkomulags við Færeyinga og að hún hefði rétt út sátta- hönd á fundinum. Hún vildi þó vera viss um að Færeyingar væru tilbúnir til samninga. Eftir fundinn í fyrradag kvaðst Søvndal hafa fengið vissu fyrir því að Færeyingar væru reiðubúnir að setjast við samningaborðið. Politiken birti fréttaskýringu um málið í gær. Þar kom fram að síldardeilan milli Færeyja og ESB gæti kostað þúsundir starfa í Danmörku og opnað nýjar samninga- viðræður um tengsl Danmerkur og Færeyja. Blaðið hafði þetta eftir lögmanni Færeyja. Viðskiptaþvinganir af hálfu ESB og lönd- unarbann á færeysk skip í aðildarlöndum ESB myndi jafnast á við refsiaðgerðirnar gegn Kúbu, að mati Kaj Leo Johannesen, lögmanns Færeyja. Slíkar aðgerðir myndu einnig koma í veg fyrir að Færeyingar gætu landað í höfnum á Jótlandi og margir í Hirtshals, Hanstholm og Esbjerg myndu missa vinnu vegna þess. Síldardeila Færeyja og ESB á nýtt stig  Færeyingar og ESB munu líklega funda um síldarkvóta fyrir milligöngu Dana  Þrýst á Færey- inga að draga ákvörðun um aukinn síldarkvóta til baka  Deilan gæti kostað þúsundir starfa Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson Síld ESB hefur hótað Færeyingum refsiaðgerðum vegna einhliða kvótaaukningar þeirra í norsk-íslenskri síld úr 5,16% í 17% af ráðlögðum kvóta. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is Öll símafyrirtækin efla netsam- bandið fyrir sumarið. Síminn eflir 3G samband sitt hvað mest og hef- ur sett upp nítján nýja 3G senda af hraðvirkustu gerð sem eru tvöfalt hraðvirkari en hröðustu forver- arnir hjá Símanum og teygja sig í hraða 4G senda. „Við erum mjög stolt af þessari þróun og enn sterkara dreifikerfi Símans. Það kemur líklega mörg- um á óvart að nú er mesti vöxt- urinn í 3G farsímatækni í heim- inum og útlit fyrir að hraðinn á 3G eigi enn eftir að tvöfaldast,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Síminn stendur einnig að uppsetningu 4G, en sú uppbygging er að hefjast. 4G samband á landsbyggðinni 3G samband Símans er á flestum stöðum landsins og er nú mjög dreift um landið. Gunnhildur Arna segir aðeins 1 af hverjum 100 viðskiptavinum Símans vera með 4G tæki og því leggi Síminn áherslu á að byggja upp 3G kerfið enn frekar. Bæði Nova og Vodafone hafa sett í loftið 4G þjónustu. Vodafone leggur nú áherslu á sumarhúsa- svæði þar sem netsamband er ekki sérlega gott. Fyrirtækið segir að undirbúningur fyrir meiri 4G þjón- ustu sé í fullum gangi og ráðgert að hún verði komin í loftið á sum- arhúsasvæðum Suðurlands og Vesturlands í vikunni. Mun Voda- fone vera með talsvert marga senda. Netsamband í Þórsmörk Nova hefur sett í loftið 4G í Grímsnesi og Skorradal og eru þetta fyrstu tveir staðirnir utan höfuðborgarsvæðisins sem eru 4G- væddir hjá Nova. Að sögn Nova styður 4G netþjónustan 10 sinnum meiri hraða en hefðbundið 3G sam- band. Þá hefur Nova uppfært stór- an hluta 3G farsímakerfis fyr- irtækisins í 3G+ eða alls um 190 senda, sem eykur hraða net- umferðar um allt að 50%. Þá hefur Vodafone einnig stækk- að 3G kerfið sitt og nær nú ferða- fólk í Þórsmörk góðri fjar- skiptaþjónustu á svæðinu. Áður gat ekkert símafyrirtækjanna veitt góða netþjónustu á svæðinu. „Viðbrögð við stækkun 3G kerf- isins hafa verið góð og m.a. vakti hún mikla athygli í Jónsmessu- göngu Útivistar fyrir skemmstu, þar sem fæstir höfðu búist við því að komast auðveldlega á netið í snjalltækjum sínum,“ segir Hrann- ar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone. Vatnajökull Grunnkort/Loftmyndir ehf. Öflugra netsamband Reykjavík Ísafjörður Akureyri Egilsstaðir 3G Síminn 4G Vodafone 4G Nova 3G Nova/Vodafone Netsamband á fleiri stöðum  Vodafone og Nova með 4G samband

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.