Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 185. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Ryan Gosling á Íslandi 2. Lýst eftir Friðriki Kristjánssyni 3. Fannst látin eftir 28 ár 4. Óttast um afdrif Friðriks »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Seinni frumsýning sumarsins hjá Brúðubílnum verður í Hallargarðinum í dag kl. 14. Nýja leikritið nefnist Hók- us Pókus og þar bregður fyrir Dúski sem og nokkrum víkingum, ærsla- belgnum Kobba og bóndanum Bjarti. Morgunblaðið/Ernir Brúðubíllinn frum- sýnir Hókus Pókus  Bandaríski leikarinn Ryan Gosling kom til landsins í gær- morgun. Tilefni Íslands- heimsóknar hans mun vera vinna við kvikmyndina How to Catch a Monster sem Valdís Óskarsdóttir er að klippa um þessar mundir, en myndin er frum- raun Goslings sem leikstjóri. Gosling vinnur að nýrri mynd á Íslandi  Hljómsveitirnar Ylja og Samaris halda tón- leika í Vatnasafninu við Hafnargötu 3 í Stykk- ishólmi í kvöld kl. 20. Hljómburðurinn í safninu þykir ein- staklega góður og ekki spillir fyrir að hægt er að virða fyrir sér vatnasúlurnar 24 sem listakonan Roni Horn hefur komið þar fyrir og flæða um salinn. Ylja og Samaris koma fram í Vatnasafninu Á föstudag Vaxandi suðaustanátt, 10-15 m/s um og upp úr há- degi. Úrkomulítið NA-til, annars rigning og talsverð úrkoma á S- verðu landinu. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast NA-lands. Á laugardag Suðvestan 8-15 m/s og rigning eða skúrir, en úr- komulítið A-lands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast NA-til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG NA 5-10 m/s með rigningu A-lands, en skúr- ir V-til, einkum síðdegis. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á SV- og V-landi. VEÐUR Slæmt gengi Akurnesinga og Fylkismanna í Pepsi- deildinni ætlar engan enda að taka en Fylkismenn eru enn án sigurs í deildinni og Skagamenn sitja einir og yfirgefnir á botninum eftir níu töp í tíu leikjum. FH-ingar minnkuðu forskot KR-inga niður í tvö stig eftir sigur á Frömurum á heimavelli sínum. »2-4 Níu tapleikir í tíu leikjum hjá ÍA „Helsingborg er virkilega flottur klúbbur og ég er virkilega spenntur fyrir þessu nýja ævintýri,“ sagði landsliðsmaðurinn Arnór Smárson við Morgun- blaðið eftir að hafa skrifað undir þriggja ára samning við sænska knatt- spyrnuliðið Helsingborg. »1 Spenntur fyrir þessu nýja ævintýri Það er sannkallað Evrópukvöld í fót- boltanum hér heima í kvöld en KR, Breiðablik og ÍBV verða öll í eldlín- unni í Evrópudeild UEFA og það á heimavelli. KR fær norðurírska liðið Glentoran í heimsókn, á Hásteins- velli eigast við ÍBV og HB frá Fær- eyjum og á Kópavogsvelli leikur Breiðablik við Santa Coloma frá An- dorra. »1 KR, Breiðablik og ÍBV spila í Evrópudeildinni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl.is „Mig langaði sjálfan að fá hreyf- ingu og það er svo miklu skemmti- legra ef maður hefur góðan fé- lagsskap,“ segir Brynjar Bragason, en þrisvar í viku fer hann, ásamt MS-sjúklingum, í gönguferð um Reykjavík. Í dag eru þau þrjú í hópnum, en Brynjar segir með- limum hafa fækkað frá upphafi. Fyrsta gangan hjá félagsskapnum var farin árið 1998 þegar Brynjar hóf að venja komur sínar í MS- setrið á Sléttuvegi í Reykjavík, en það er eins konar dagvist fyrir sjúklinga. Þaðan eru gönguferð- irnar gerðar út. Þurfti að læra aftur að tala „Ég sjálfur fékk einhverja heila- blæðingu, en hef þó aldrei fengið almennilega botn í það. Konan mín fékk að vita hvað var að mér, en hún dó án þess að láta mig vita.“ Hann varð fyrst var við að eitthvað væri að er hann var staddur í hjól- reiðatúr í Hollandi. „Þetta var árið 1984 og ég var með tveggja ára dóttur mína með mér á hjólinu, allt í einu gat ég ekki reitt hana leng- ur.“ Þegar komið var aftur til lands- ins þurfti hann að fara á Reykja- lund þar sem hann dvaldi í sex mánuði og þurfti á mikilli end- urhæfingu að halda. „Þetta er þó komið þokkalega aftur, læknar sögðu að ég ætti góð tíu ár, en það er nú komið dálítið meira.“ Fara hratt yfir á hjólastólum Hinir meðlimir hópsins eru Hrafnhildur Gyða Hauksdóttir og Lárus Haukur Jónsson. Þau notast við rafmagnshjólastóla, sem Brynj- ar segir geta farið ansi hratt, þau stoppi þó og hinkri ef þau stingi hann óvart af. „Annars elta þau mig nú bara. Ef ég slysast til að fara yfir á rauðu ljósi gera þau hið sama,“ segir hann kíminn, en bætir við að eflaust sé það nú ekkert mjög sniðugt. Hópurinn leggur yfirleitt af stað klukkan tíu á morgnana og kemur aftur um hádegisbilið. Hann segir þau oftast halda í Húsdýragarðinn, Grasagarðinn, Elliðaárdalinn eða Nauthólsvíkina, en veðrið ráði för- inni að nokkru leyti. „Við höfum nú farið lengra, alveg vestur í bæ og út að Eiðistorgi, en þar eru leið- inlegir KR-ingar, þannig að við lát- um Nauthólsvíkina duga,“ segir hann og hlær. Þá segist hann hins vegar hafa farið með Lárusi á Vík- ingsvöllinn og það sé nú annað og betra mál! Haldið hópinn í fimmtán ár  Fer reglulega með sjúklingum í gönguferðir Morgunblaðið/Eggert Hópurinn Brynjar Bragason, fyrir miðju, hefur í 15 ár farið með MS-sjúklingum út að ganga, en þau leggja ætíð af stað frá MS-setrinu á Sléttuvegi. Hér eru Hrafnhildur, Brynjar og Lárus á leiðinni í Grasagarðinn í blíðunni í gær. „Það er svo ótrúlega fallegt í Grasagarðinum á sumrin, þangað förum við oftast þegar veðrið er svona gott,“ sagði Brynjar, en hann segir gönguna í gær hafa verið sérlega skemmtilega sökum sólar og sumars. „Það er al- veg meiriháttar að geta verið úti í stuttbuxum og sumarfötum.“ Þótt hópnum þyki skemmtilegast að fara út í veðurblíðunni láta þau vetrarkuldann vanalega ekki á sig fá. „Við förum út árið um kring, ef það er á annað borð fært.“ Ef ófært er fyrir hjólastólana segist Brynjar fara einsamall. Snjókoma eða slagveður stoppar hann ekki, þótt hann fari mun hægar yfir. „Það var einn í hópnum sem alltaf kom með mér, sama hvernig viðraði. Ef það var ófært rúllaði ég honum í kringum húsið. Hann var helvíti harð- ur af sér.“ Fara alltaf út ef það er fært NUTU SÍN Í VEÐURBLÍÐUNNI Í GÆR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.