Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013 nýtti tímann vel og tókst að vinna sér inn aukapening á næturvökt- um fyrir ónefnda sleða bekkjar- ins með skilaverkefnum í vélritun (Albert er albata) og ritgerðum enda Óli frábær penni og fékk t.d. verðlaun fyrir færni í móðurmáli á stúdentsprófi. Ekki er heldur hægt að minnast gömlu daganna án þess að nefna nestið hans Óla sem allir bekkjarfélagar muna eftir. Þegar flestir voru með epli í nesti var hann með hálft sam- lokubrauð eða sex samlokur smurðar og einn lítra af Trópí. Fyrst hélt maður að þetta væri grín, en allt hvarf þetta í 15 mín- útna frímínútum ofan í Óla sem var sérlega grannur og vel á sig kominn. Eftir að stúdentsprófi lauk höfum við bekkjarfélagarnir haldið hópinn, þó mismikið. Óli var í innsta kjarna bekkjarins sem m.a. hefur hist árlega í úti- legum með allan krakkaskarann, þar sem keppt er í hinum ýmsu íþróttagreinum. Óli var ómiss- andi í þessum félagsskap þó eng- inn vildi lenda í skriðtæklingum við hann. Hann innleiddi nýjar keppnisgreinar eins og Stinger og Ólapískar íþróttir sem var n.k. fjölþraut samin af honum með al- vöru og gríni. Þessar samveru- stundir í útilegunum eru ómetan- legar okkur öllum og fjölskyldum okkar. Óli sinnti krökkunum allt- af sérlega vel. Hann var alltaf með á hreinu hvað hvert afkvæmi hét og hvað það var að gera, t.d. í íþróttum, og ræddi þau mál við krakkana af áhuga. Krakkarnir litu mjög upp til hans – enda var hann kallaður Óli forseti í okkar vinahópi og gantast var með að hann fengi að sofa inni í húsi með- an við værum í tjöldum. Vegna anna komst hann ekki alltaf og var þá ófrávíkjanleg regla að hringja í hann um miðja nótt sama hvar hann var staddur í heiminum. Elsku Gerður, Auður, Siggi og Sigrún. Missir okkar er mikill en ykkar svo margfalt meiri. Megi Guð og góðar vættir og hlýjar hugsanir okkar veita ykkur styrk til að halda áfram. Minningin um elskulegan eiginmann, föður, vin og félaga mun lifa með okkur. F.h. bekkjarfélaga 6-X í Verzló, Klara og Þórir. Vinarkveðja. Drúpum höfði en ljósið lifir skært í lífsins góðu verkum hans sem sefur vært, vinarþel, alúð, mannvinurinn mesti, þeir móta spor í sandinn, slíkir lífsins gestir. Drúpum höfði en myndbrot ljóssins loga, sú lifandi minning skapar himins boga á kveðjunnar stundu, þakkir færum þeim sem þennan góða dreng, færðu í okkar heim. Drúpum höfði en ljósið leiðir för, lifir björt minning þá bát er ýtt úr vör, yfir munu vaka englar alla stund, umvafinn kærleik á forfeðranna fund. (Anna Karólína Vilhjálmsdóttir) Með kærri þökk. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir. „Hvernig er þessi strákur sem hún Gerður er að hitta?“ „Hann er hávaxinn, dökkhærður og mjög myndarlegur.“ Þessi ein- földu orðaskipti eru mér minnis- stæð, en þau áttu sér stað fyrir bráðum 30 árum þegar Óli kom inn í líf Gerðar vinkonu okkar. Nokkrum dögum síðar má segja að hann hafi komið inn í líf okkar allra hinna í vinahópnum. Þar kom fljótt í ljós hvaða mannkosti hann hafði að bera. Ég gæti sagt að hann hafi lagt sig fram um að kynnast okkur vinum Gerðar, en það væri einföldun. Persónuleiki hans var slíkur að hann, að því er virtist áreynslulaust, varð strax hluti af hópnum og fyrr en varði vorum við hætt að tala um hann sem Óla hennar Gerðar, og hann varð „bara“ Óli, hluti af hópnum og eini Hafnfirðingurinn í hópi sem í grunninn samanstóð af æskuvinum úr Kópavogi. Þessi sextán manna vinahópur hittist fyrstu árin mjög reglulega, alltaf einu sinni í viku en stundum oftar og þá var gjarnan spilað. Óli var þar oftast sjálfskipaður regluvörður og lét okkur hin ekki komast upp með neitt múður. Með árunum fækkaði samveru- stundum eins og vill gerast þegar líf ungs fólks fer að snúast um börn, en vináttan hélst óbreytt. Seinni árin hefur samveran oftar en ekki snúist um golf, og höfum við m.a. farið nokkrum sinnum saman til Spánar til golf- iðkunar. Í fyrstu ferðinni var regluvörðurinn mættur strax í flugvélinni og útdeildi golfreglu- bókinni til okkar byrjendanna í íþróttinni. En hann var þó alltaf afslappaður og skemmtilegur spilafélagi og þessi mikla virðing fyrir lögum og reglum var hluti af hans stóra persónuleika sem okk- ur þótti öllum svo vænt um. Óli hafði þann gagnlega hæfi- leika að muna öll nöfn, hvort sem um var að ræða örnefni eða mannanöfn, sem vissulega kom sér vel í þeim störfum sem hann gegndi. Þessi hæfileiki stafaði af einlægum áhuga á mönnum og málefnum og að kynnast þeim stöðum sem hann heimsótti. Hann hafði ótvíræða forystu- hæfileika, dugnað og metnað sem engum duldist, en hann hafði líka til að bera mikla hlýju og skop- skyn. Ef honum fannst rökræður okkar komnar í ógöngur hafði hann einstakt lag á því að snúa út úr á skemmtilegan hátt og skipta um umræðuefni. Við ræddum mikið saman í síð- ustu golfferð og hann sagði okkur frá erfiðum verkefnum sem hann hafði verið að glíma við í sínum störfum. Þar skein í gegn hug- sjón hans fyrir viðfangsefninu, en ekki síður þakklæti hans til Gerð- ar fyrir þann stuðning og skilning sem hún veitti honum alla tíð, en án hennar hefði hann ekki getað sinnt sínum hugðarefnum af þeirri ástríðu og elju sem hann einkenndi. Fjölskyldan var hon- um þó alltaf efst í huga og þau Gerður voru ávallt samhent í hverju því sem varðaði velferð barnanna. Við höfum misst kæran vin og félaga en það er hjóm eitt hjá því sem fjölskyldan hefur misst. Elsku Gerður, Auður, Siggi, Sig- rún og aðrir ættingjar, engin orð ná að tjá samúð okkar eða milda það mikla högg sem þið hafið orð- ið fyrir. En við munum ávallt standa við hlið ykkar og heiðra minningu góðs manns. Sigríður María Torfadóttir og Arinbjörn Clausen. Þegar fréttatilkynningin barst frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands um andlát Ólafs Rafns- sonar þurfti ég að lesa hana þrisvar áður en sannleikurinn sí- aðist inn. Samt gat ég ekki trúað því að vinur minn Óli Rafns væri látinn. Síðasta viðtalið sem ég tók á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg rúmum tveimur vikum áður var við Óla þar sem hugur hans var þegar við næstu leika í Reykjavík eftir tvö ár, en hann var formaður undirbúningsnefndarinnar. Síð- asta fólkið sem ég knúsaði bless á flugvellinum í Brussel þegar hóp- urinn hélt heim á leið voru Óli og Gerður. Ekki grunaði mig að það yrði síðasta faðmlagið. Óli var mikill leiðtogi sem sést best á því hve ungur hann valdist til trúnaðar- og forystustarfa í íþróttalífinu, bæði hér heima og erlendis. Hann var harðduglegur og skipulagður og náði á ein- hvern óskiljanlegan hátt að sinna með stökum sóma öllum störfun- um sem hann tók að sér. En fyrst og fremst var Óli yndislegur drengur, góður vinur og mikill fjölskyldumaður. Alltaf þegar ég hitti hann skein hlýjan úr brúnu augunum og breiða brosinu. Í kjölfarið fylgdi síðan sannkallað bjarnarfaðmlag. Alltaf gaf hann sér tíma til að spyrja um fjöl- skylduna. Ekki af vana eða skyldurækni, heldur af einlægum áhuga. Eins var manni alltaf ljós ást hans á eigin fjölskyldu og stolt yf- ir börnunum sínum. Þrátt fyrir mikla fjarveru og annir vegna starfa sinna var fjölskyldan alltaf efst í huga hans. Þau Gerður voru höfðingjar heim að sækja á fal- legt heimili þeirra og mér er minnisstæð alúðin sem Óli sýndi við að steikja sveppina og velja rauðvínið áður en kjötinu var skellt á pönnuna og máltíðin full- komnuð. Eftir á tóku síðan við samræður um lífið og tilveruna þar sem víðsýni hans og fordóma- leysi nutu sín. Óli hafði ríkan skilning á störf- um íþróttafréttamanna og sem formaður KKÍ og síðar forseti ÍSÍ gekkst hann fyrir því að sam- starfið við okkur var ávallt til fyr- irmyndar. Hann gerði sér fylli- lega grein fyrir erfiðum aðstæðum sem við vinnum stund- um við og hjá honum fengum við fullan stuðning í okkar verkum. Það er kaldhæðni örlaganna að stærsti kostur Óla, hlýja, stóra hjartað, skuli um leið hafa verið veikleikinn sem kostaði hann lífið og varð til þess að hann var hrifs- aður frá okkur langt fyrir aldur fram. Mér er heiður að því að hafa kynnst Óla og ég er stoltur af því að geta kallað hann vin minn. Ég sakna hjartahlýju hans og faðm- lagsins, en get ekki gert mér í hugarlund það ginnungagap sem hann skilur eftir í hjörtum sinna nánustu. Þeirra er missirinn mestur. Gerði og börnunum sendi ég innilegustu samúðar- kveðjur mínar. Adolf Ingi Erlingsson. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Þessi orð úr Hávamálum komu upp í hugann þegar mér barst sú hörmulega fregn að góður vinur minn til margra ára, Ólafur E. Rafnsson, væri látinn. Hvernig má þetta vera að maður á besta aldri, rétt fimmtugur, er hrifinn burt frá eiginkonu, börnum, vin- um og starfi? Enginn á sjálfsagt svar við því en kannski er eitt- hvað til í því sem ágætur maður sagði við mig á erfiðu tímabili í mínu lífi: „Lífið er ekki endilega réttlátt, lífið er bara lífið!“ Kynni okkar Ólafs hófust er ég tók við að þjálfa unga körfubol- tastráklinga í 2. flokki Hauka í Hafnarfirði sem þá höfðu unnið sig upp í 1. deild og stefnan var sett á úrvalsdeild. Þetta var glæsilegur hópur og 7 af þeim áttu eftir að klæðast íslenska landsliðsbúningnum. Óli vakti fljótlega athygli mína fyrir hraða sinn og leikni en ekki síður fyrir beinskeytta og heiðarlega fram- komu. Foringjahæfileikar voru ótvíræðir og áttu svo sannarlega eftir að koma betur fram síðar. Hann var harður í horn að taka og gaf ekki hlut sinn fyrir nein- um, hvorki á æfingum né í leikj- um. Þetta var maður að mínu skapi, keppnismaður fram í fing- urgóma og þoldi ekki að tapa. Hann hafði óbilandi trú á sjálfum sér og það var nokkuð sama hvað maður bað hann um í leikjunum eða hvern hann átti að taka. Hann hræddist aldrei neitt og vék sér aldrei undan ábyrgð, stór orð en sönn. Hann missti nánast aldrei af æfingu og það var jú í þeim anda sem ríkti innan hóps- ins í þessi 4 ár sem ég var með þá. Ástundun og óbilandi áhugi skil- aði þessum hópi 2 bikarmeistara- titlum á þessum 4 árum, óteljandi titlum í yngri flokkunum, frá- bærri frammistöðu í Evrópu- keppni og 1 Íslandsmeistaratitli ári seinna. Samband mitt við Óla og Haukastrákana varð mjög náið enda kenndi ég mörgum þeirra líka í Flensborg. Þarna myndað- ist taug sem aldrei mun rofna og þeir allir og karfan í Haukum mun ætíð eiga stóran sess í hjarta mínu. Á engan er hallað þótt ég segi að samband okkar Óla hafi orðið meira og nánara en hinna enda störfuðum við saman í stjórn KKÍ í mörg ár og hittumst oft eftir það til skrafs og ráða- gerða bæði hér á landi og erlend- is. Gerður, yndisleg eiginkona og félagi til margra ára ásamt börn- um hefur misst eiginmann í blóma lífsins, þungur og erfiður er þeirra harmur. Ísland hefur misst einn af sínum bestu sonum, körfuknattleikurinn í Evrópu sinn foringja og íþróttahreyfing- in á Íslandi án leiðtoga síns er sem lömuð af sorg. Við vinirnir skiljum þetta bara ekki, eða vilj- um ekki skilja þetta. Vonumst kannski bara til þess að við vökn- um og að þetta hafi allt verið draumur. Því miður er það ekki og við verðum að sætta okkur við að traustur félagi er ekki lengur á meðal okkar. Minningin mun lifa, minning um góðan dreng sem á allt of stuttri ævi afrekaði meira en flestir aðrir. Gerði, börnum, foreldrum Ólafs og öðrum tengdum sendi ég innilegar samúðarkveðjur og bið Guð að vaka yfir ykkur og styðja í sorg ykkar. Einar Gunnar Bollason, fyrrv. formaður Körfuknatt- leikssambands Íslands. Mér barst boð frá Ólafi Rafns- syni og Gerði konu hans um miðj- an júní um teiti þeirra hjóna í til- efni fimmtugsaldurs þeirra beggja. Ég var rétt búinn að þiggja þetta boð, þegar harma- fregnin barst um andlát hans. Sorglegt og óvænt reiðarslag. Ólafur tók við af mér sem for- seti ÍSÍ árið 2006. Áður hafði hann gegnt formannsembættinu í Körfuknattleikssambandi ÍSÍ. Þar hafði hann haslað sér völl, með röggsemi og atorku og aug- ljósum mannkostum. Eftir að Ólafur tók við forsæti í Íþrótta- og ólympíusambandinu áttum við náið samstarf innan sem utan skrifstofunnar og með okkur tókst vinátta. Ólafur var heiðar- legur og einlægur í framkomu, drengskaparmaður og hvers manns hugljúfi. Forystuhæfileik- ar hans nutu sín í fjölmennri og útbreiddri íþróttahreyfingu og öllum var ljóst að Ólafur var rétt- ur maður á réttum stað. Þar að auki var hann jákvæður, glað- lyndur, hreinskiptinn. Fríður sýnum, myndarlegur á velli, ræðumaður góður og sáttasemj- ari í hvívetna. Áhugi hans á íþróttum var einlægur og aug- ljós, sem naut sín í smáu sem stóru. Bæði hann og hreyfingin öll. Til marks um hversu flestum var ljóst um hæfileika hans til forystu og verka var Ólafur kjör- inn formaður Evrópusambands körfuknattleiksíþróttarinnar. Þrátt fyrir þessar annir við for- ystustörf hér heima og á erlend- um vettvangi var hann góður fé- lagi í golfíþróttinni og gaf sér tíma til að bregða á leik með okk- ur gömlu félögunum þegar færi gafst og þar var Óli einn sá snjall- asti og glaðasti í góðra vina hópi. Ólafur Rafnsson hverfur á braut löngu, löngu fyrir aldur fram. Hann átti margt ógert, einn af okkar bestu sonum, hafði verk að vinna og það er skarð fyr- ir skildi, þegar slíkur höfðingi fellur í valinn. Ég þakka mínum kæra vini fyrir samskiptin og þá jákvæðu og fallegu áru sem fylgdi honum alla tíð. Ég votta Gerði og börnum þeirra hjóna innilegustu samúð mína. Blessuð sé minning Ólafs Rafnssonar. Ellert B. Schram. Við Óli áttum góða samferð í nær 20 ár. Kynntumst fyrst þeg- ar hann var stjórnarmaður KKÍ og ég framkvæmdastjóri ÍSÍ. Seinna varð hann formaður KKÍ og árið 2006 tók hann við sem for- seti Íþrótta- og ólympíusam- bands Íslands. Það kom því í minn hlut að leiða hann fyrstu skrefin. Þar og fyrr áttum við alltaf afar gott samstarf og var vel til vina. Og eftir að ég flutti mig yfir til Getspár frá ÍSÍ 2007 töluðum við saman reglulega um ýmis mál sem tengdust íþrótta- hreyfingunni eða fyrirtækjum hennar, Íslenskri getspá og Ís- lenskum getraunum. Og áfram héldum við að spila golf á þriðju- dögum þó að Óli hafi, starfa sinna vegna, átt erfiðara með það í sumar. Í hugann koma margar skemmtilegar ferðir þegar ég var að kynna hinn nýja forseta fyrir valdamönnum íþróttahreyfingar- innar í heiminum. Eins og vana- lega kom kappinn vel undirbúinn og vakti athygli fyrir framgöngu sína og sterkan og bjartan per- sónuleika. Hann var opinn og já- kvæður félagsmálamaður í bestri merkingu þess orðs. Ólafur Rafnsson var einstak- lega áhugasamur í starfi sínu sem forseti og setti sig inn í alla þætti starfsins og vildi vera vel upp- lýstur. Fyrir mann með fjöl- skyldu og rekstur eigin lög- mannsstofu kallar starf forseta ÍSÍ á mikið álag. Með kosningu hans í embætti forseta FIBA Eu- rope jókst álagið á hann enn frek- ar og var á tíðum ómannlegt. Við félagar hans minntum hann reglulega á að hann þyrfti að draga úr álaginu. En hann gaf sjálfum sér engan afslátt og var stöðugt á ferðinni í starfi og leik. Ábyrgðartilfinningin var sterk og hann vildi klára öll mál. Þannig var Óli. Óli var góðmenni sem vildi öll- um vel. Aldrei heyrði ég hann leggja illt til nokkurs manns. Hann var stoltur af Gerði og krökkunum og ljómaði þegar hann ræddi um sitt fólk. Fráfall Óla er gríðarlegt áfall fyrir íslenska íþróttahreyfingu sem misst hefur mikinn foringja og leiðtoga. Fráfallið er þó sárast og mest fyrir Gerði, Auði, Sigga og Sigrúnu og hjá þeim er hug- urinn. Kæra fjölskylda, megi Guð vera með ykkur og styrkja í sorg- inni. Minningin um þennan góða dreng mun lifa. Stefán Snær Konráðsson, fyrrv. framkvæmdastjóri ÍSÍ. Það er með þakklæti og virð- ingu sem við kveðjum nú góðan félaga, Ólaf E. Rafnsson, forseta ÍSÍ. Ólafur var leiðtogi af Guðs náð. Hann veitti okkur styrk og kraft til að halda gangandi því öfluga íþrótta- og ungmenna- félagsstarfi sem einkennir ís- lenskt samfélag í dag. Héraðssamband Þingeyinga vottar fjölskyldu og samstarfs- fólki Ólafs innilega samúð. Guð veri með ykkur. F.h. HSÞ, Jóhanna S. Kristjánsdóttir. Kveðja frá Ungmennafélagi Íslands Ólafur Eðvarð Rafnsson, for- seti Íþrótta- og ólympíusam- bands Íslands og FIBA Europe, lést langt fyrir aldur fram 19. júní sl. tæplega fimmtugur að aldri. Íþróttahreyfingin á Íslandi og erlendis er harmi slegin yfir frá- falli mikilsvirts leiðtoga og góðs vinar. Missirinn og sorgin er mik- il. Ólafur var farsæll leiðtogi íþróttahreyfingarinnar og var óþreytandi við að berjast fyrir málefnum hennar. Hann var traustur og ábyrgur leiðtogi, hæfileikaríkur og með ákveðna sýn sem gekk út á að gera veg íþrótta sem mestan. Sérstaklega var honum annt um starf sjálf- boðaliðans og lagði áherslu á að mikilvægt væri að sýna fram á virðisauka hreyfingarinnar sem fælist í starfi sjálfboðaliðans þeg- ar verið væri að óska eftir fjár- framlögum til rekstrarins. Hann var stór og mikill á velli og sterkur persónuleiki enda vakti hann athygli þar sem hann fór. Það var enda svo að honum var treyst fyrir ýmsum hlutverk- um innan íþróttahreyfingarinnar hérlendis og erlendis. Hann fór ekki dult með skoðanir sínar og var óhræddur við að koma þeim á framfæri en á hógværan hátt. Er skemmst að minnast þess hvern- ig hann talaði fyrir auknum fram- lögum í afrekssjóð ÍSÍ og í ferða- sjóð ÍSÍ sl. vetur. Ólafur var heill í samskiptum sínum við Ungmennafélag Ís- lands enda féll aldrei skuggi á samskiptin og samstarfið í þau sjö ár sem þau hafa varað. Hreyf- ingarnar unnu saman að ýmsum málefnum sem hafa skilað mikl- um árangri íþróttahreyfingunni og samfélaginu til heilla. Ung- mennafélag Íslands þakkar Ólafi gott og gæfuríkt samstarf innan íþróttahreyfingarinnar sem mun geymast en aldrei gleymast. Við syrgjum góðan félaga og vin og minningin um hann mun lifa með okkur. Ungmennafélagshreyfingin sendir eiginkonu, börnum og öðr- um ástvinum og samstarfsfólki innilegar samúðarkveðjur. Bless- uð sé minning Ólafs E. Rafnsson- ar. Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. „Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur.“ Þessi fleygu orð flugu um huga mér þegar ég frétti af ótímabæru andláti Ólafs E. Rafnssonar. Þrátt fyrir að þessi öðlingur ætti að baki hart- nær 20 ára feril sem farsæll stjórnandi í efsta lagi þeirra fjöl- mörgu sjálfboðaliða sem bera uppi íslenska íþróttahreyfingu var ég þess fullviss að Óli ætti eftir a.m.k. önnur 20 ár í forystu- sveit okkar, bæði hér heima og erlendis. Óli sagði oft á fundum og þing- um þar sem hann mætti, „að hann væri kominn til að fleyta rjómann af góðum verkum okkar hinna“. Raunveruleikinn var auð- vitað allur annar, það var hann sem dró vagninn og hvatti okkur áfram. Það geislaði af honum atorka og hlýja í senn. Hann var óþreytandi í hvatningu sinni til Ólafur E. Rafnsson HINSTA KVEÐJA Stjórn og framkvæmda- stjóri Dansíþróttasam- bands Íslands þakkar Ólafi E. Rafnssyni fyrir ánægju- legt og gott samstarf gegn- um árin. Ólafur var ávallt reiðubúinn að aðstoða, veita ráðgjöf og var það aðdáunarvert hversu mik- inn tíma hann gaf sér til að setja sig inn í mál sérsam- bandanna og nutum við góðs af því. Á skilnaðar- stundu eru eiginkonu, börnum og aðstandendum Ólafs færðar innilegar sam- úðarkveðjur, minningin lif- ir. F.h. Dansíþróttasam- bands Íslands, Ástríður S. Jónsdóttir. Af djúpri virðingu og með þakklæti fyrir gjöfult samstarf, kveðja skátar traustan félaga. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. (Kvöldsöngur skáta) Bragi Björnsson, skátahöfðingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.