Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 25
okkar félaganna, hvort heldur var í stjórnum sérsambanda eða héraðssambanda, alltaf jákvæð- ur, alltaf uppbyggilegur, alltaf hvetjandi og, síðast en ekki síst, alltaf tilbúinn til að styðja okkur með ráðum og dáð í öllum okkar verkum. Óli var hreinn og beinn, hann sagði sínar skoðanir um- búðalaust ef svo bar undir, en ávallt af háttvísi. Aldrei heyrði ég hann leggja illt orð til nokkurs manns, en oft sá ég hann og heyrði leysa álitamál með því að leggja gott og skynsamlegt til mála. Ég var þeirrar ánægju aðnjót- andi að kynnast Óla í gegnum íþróttahreyfinguna, bæði þegar hann var formaður KKÍ og síðan öll árin sem hann gegndi anna- sömu starfi forseta Íþrótta- og ól- ympíusambands Íslands. Minn- ingabrotin eru mörg og öll ánægjuleg. Óli var ósérhlífinn baráttumaður sem gerði fyrst og fremst kröfur til sjálfs sín og virt- ist eiga óþrjótandi brunn orku og áhuga þegar kom að íþróttunum. Hann var glæsilegur og umfram allt trúverðugur fulltrúi íþrótta- hreyfingarinnar í öllum sam- skiptum við stjórnvöld, en á þeim vettvangi naut hann mikillar virðingar fyrir málefnalega nálg- un á úrlausnarefnin og rökfestu þegar kom að því að halda hags- munum íþróttanna á lofti. Missir íþróttahreyfingarinnar er mikill og við syrgjum sárt fall- inn foringja. Mestur er þó missir fjölskyldunnar og er hugur okkar hjá Gerði og börnunum, foreldr- um og öðrum ástvinum Óla á kveðjustund. Megi minningin um góðan dreng lifa í hjörtum þeirra og okkar allra um ókomna tíð. Blessuð sé minning Ólafs Rafnssonar. Páll Grétarsson. Kveðja frá KSÍ Falli menn frá í blóma lífsins er það ávallt harmdauði, en hafi þeir starfað í þágu þjóðar er það einnig mikill missir alls sam- félagsins. Það á að sönnu við um vin okkar Ólaf Rafnsson, forseta ÍSÍ, en missirinn er ekki ein- göngu íslensks samfélags heldur alþjóðlegu íþróttahreyfingarinn- ar allrar. Ólafur var öflugur mál- svari íþrótta á Íslandi, það var honum í blóð borið enda sannur keppnismaður. Hann var leiðtogi okkar og miðlaði málum þannig að sátt og samlyndi ríkti innan vébanda ÍSÍ. Hann fylgdist vel með framgangi landsliða Íslands í knattspyrnu og sýndi stuðning í verki þegar tækifæri gáfust og mætti á völlinn. Ólafur var vel heima í málefnum knattspyrn- unnar bæði innanlands og erlend- is. Sýndi frumkvæði og lagði gott til mála. Þar kom sér vel þekking Ólafs, reynsla hans og innsæi á alþjóðavettvangi. Knattspyrnuhreyfingin vottar fjölskyldu Ólafs, ættingjum, vin- um og samstarfsfélögum dýpstu samúð. Ólafs verður sárt saknað en minning um góðan dreng lifir. Geir Þorsteinsson, formaður. „Við þekkjum það bæði hvað íþróttirnar geta verið gefandi og ánægjulegar,“ sagði Ólafur Rafnsson, nýkjörinn forseti ÍSÍ, brosandi og kappsfullur en einnig örlítið dreyminn líkt og hann væri kominn í Haukatreyjuna að nýju úti á miðjum körfuboltavelli. Það var alltaf gaman að hitta Ólaf. Hann var ávallt reiðubúinn að ræða landsins gagn og nauð- synjar og tókst á við erfið verk- efni á heiðarlegan og lausnarmið- aðan hátt. Leiðir okkar Ólafs hafa í gegn- um tíðina víða legið saman, ekki síst í gegnum íþróttirnar. Eðli málsins samkvæmt varð sam- starfið meira er Ólafur var kosinn forseti ÍSÍ á sama tíma og ég gegndi starfi ráðherra mennta- mála og þar með íþrótta- og æskulýðsmála. Skrifstofa ráð- herra, íþróttahúsin og vellirnir voru iðulega vettvangur skemmtilegra umræðna um hin ýmsu þjóðfélagsmál þótt tilefni fundarhalda hafi verið íþróttirn- ar sjálfar og ómetanlegt starf íþróttahreyfingarinnar. Verkefnið var ekki að sann- færa hvort annað um mikilvægi íþrótta fyrir börnin okkar og samfélagsgerðina, heldur að gera raunhæfa áætlun um hvernig unnt væri að gera betur til að njóta áfram þeirra lífsgæða sem felast í blómstrandi íþróttalífi. Í heimi þar sem samkeppni er um tíma og athygli er það ekki sjálfsagt. Því gerði Ólafur sér manna best grein fyrir. Ólafur var einbeittur og fastur fyrir; á sinn jákvæða og sjarmerandi hátt hvikaði hann ekki frá mark- miðinu um enn sterkari íþrótta- hreyfingu. Veikleikar og styrkleikar voru greindir. Fókusinn var settur á ákveðna þætti. Þarna var Ólafur á heimavelli. Hann, ásamt öflugu starfsfólki ÍSÍ, gerði sér grein fyrir að ekki var hægt að gera allt í einu vetfangi en gaf þó ekkert eftir af þeim þrýstingi sem á þurfti að halda til að fara í brýn forgangsmál. Samstarf og gagn- kvæmur skilningur voru hér lyk- ilatriði. Mikilvæg skref voru tek- in árið 2006 með stofnun ferðasjóðs íþróttafélaga og sjóðs til að styrkja innviði sérsamband- anna. Samanlagt áttu þessir samningar að skila íþróttahreyf- ingunni hátt á fjórða hundrað milljóna króna til ársins 2009. Ólafur sleppti þó aldrei augum af afreksíþróttunum. Sammælt- umst við um að taka afrekssjóð- inn styrkari tökum við endur- skoðun þessara samninga. Ólafur var í senn bæði sam- herji og glæsilegur talsmaður íþróttanna. Talsmaður sem alltaf var hægt að reiða sig á til að auka skilning fólks innan stjórnkerfis- ins á mikilvægum verkefnum íþróttahreyfingarinnar. Efast ég um að við, sem unn- um íþróttum, hefðum á miklum umbrotatímum getað haft betri leiðtoga í stafni en Ólaf. Hann hélt fólki við efnið, hvað sem taut- aði og raulaði. Á þann hátt að allir höfðu ánægju af. Þótt grunnur Ólafs hafi legið í körfunni barðist hann sem forseti ÍSÍ ávallt fyrir framgangi allra íþróttagreina landshorna á milli. Og á alþjóðavísu var hann glæst- ur fulltrúi íslensku þjóðarinnar. Vænt þótti mér um að upplifa áhuga hans og virðingu fyrir íþróttastarfi fatlaðra. Hann hafði einfaldlega óbilandi trú á að íþróttirnar efldu börnin okkar öll og gerðu samfélagið betra. Það gerði hann með því að tala þær upp en ekki niður eins og stund- um er lenska á öðrum sviðum þegar kemur að samkeppni um fjármagn og tíma fólks. Íþróttahreyfingin hefur misst öflugan liðsmann og leiðtoga sem náði að hrífa fólk með sér til meiri verka og betra samfélags. Mest- ur er þó missir fjölskyldu Ólafs sem kveður nú einstaka persónu, eiginmann, föður, son, bróður, frænda og vin. Fyrir okkur hin situr eftir þakklæti fyrir að hafa kynnst Ólafi, hrifist af honum og lært. Megi hið eilífa ljós fylgja Ólafi Rafnssyni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Kveðja frá Knattspyrnu- félagi Reykjavíkur Íþróttahreyfingin syrgir öfl- ugan leiðtoga og forystumann. KR-ingar minnast Ólafs með mikilli virðingu og þakklæti og viljum við þakka honum fyrir far- sælt samstarf í gegnum árin sem og allt hans mikla framlag í þágu íþróttahreyfingarinnar í landinu. Við KR-ingar sendum eiginkonu Ólafs, börnum og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðj- ur. Gylfi Dalmann Að- alsteinsson, formaður KR. Óli minn, þú ert farinn frá okk- ur og fjölskyldu þinni. Þú sem ert búinn að eyða ómældum tíma í íþróttirnar, bæði sem keppandi og stjórnandi, frábær faðir og eiginmaður. Þú áttir svo margt ógert. Þú kemur inn í stjórn KKÍ 1991, 28 ára gamall. Þá ertu ný- hættur sem leikmaður, ég að nálgast fimmtugt og sá þig stráklinginn komandi inn í stjórnina. Það kom strax í ljós að stráklingurinn hafði skoðanir og fullt af góðum skoðunum. Allar tillögur þínar lagðar fram vand- lega undirbúnar og útilokað að hrekja. Sem dæmi þegar þú lagð- ir fram tillögu um kaup á keppn- isstólum fyrir fatlaða. Hvernig var hægt annað en að samþykkja það því þú varst einnig búinn að fjármagna kaupin? Þú tekur við formennsku 1996 og gegnir því starfi í 10 ár. Þú stóðst þig frábærlega sem for- maður og ekki skrýtið þótt þú næðir kjöri sem forseti ÍSÍ 2006 og síðan sem forseti Evrópusam- bandsins, FIBA, 2010. Að ná kjöri sem forseti FIBA er ótrúlegur árangur hjá þér. Það hefur enginn Íslendingur náð slíkri viðurkenningu á erlendri grund, en FIBA eru trúlega næstöflugustu íþróttasamtök innan Evrópu. Þessum árangri nærð þú á eigin ágætum og hver eru þau: Óli, þú ert einn vandaðasti maður sem ég hef kynnst. Heið- arlegur, nákvæmur, hugmynda- ríkur, vandaður í orðavali og framkoma þín óaðfinnanleg og jafnframt varstu trúr samfær- ingu þinni. Söknuðurinn er ómælanlegur og mér finnst eins og ég hafi misst son minn. Gerður mín, ég er búinn að faðma þig og tjá þér hug minn til ykkar Óla. Ég lýsi dýpstu samúð til þín og barnanna ykkar og einnig til nánustu ættingja. Ég trúi því Óli minn að þú sért ætíð nærri og veit að þú ert í góð- um höndum. Kolbeinn Pálsson. Kveðja frá Körfuknattleiks- sambandi Íslands Fallinn er frá kær vinur, traustur félagi, góður ráðgjafi, duglegur, hreinskilinn, hjarta- hlýr, ósérhlífinn og umfram allt óumdeildur leiðtogi og svona gæti ég haldið áfram upptalning- unni á Ólafi Eðvarði Rafnssyni fyrrverandi formanni KKÍ eða Óla Rafns eins og hann var nefndur í daglegu tali. Síðustu dagar hafa verið erf- iðir og þungir innan körfuknatt- leiksfjölskyldunnar og að Óli sé fallinn frá er okkur öllum ansi óraunverulegt. Það er alltaf óréttlátt þegar einstaklingur á besta aldri er tekinn svona fyr- irvaralaust í burtu frá okkur. Ekki fleiri hittingar, faðmlög, símtöl, tölvupóstar, sms – mikið getur þetta líf stundum verið ósanngjarnt og grimmt. Við vin- irnir áttum eftir að ræða margt og koma ýmsu í verk fyrir okkar ástkæru íþrótt. Óli var keppnismaður mikill og vann af miklum heilindum og ástríðu fyrir körfuboltann og íþróttahreyfinguna alla, bæði hér á Íslandi sem og í Evrópu. Það var ólýsanleg stund að verða vitni að því þegar tilkynnt var að Óli hefði verið kjörinn forseti FIBA Europe, eins stærsta álfusam- bands í heiminum. Enginn Ís- lendingur hefur gegnt stöðu sem þessari innan íþróttahreyfingar- innar sem sýnir vel hversu mikill leiðtogi Óli var. Síðustu daga hefur verið ómet- anlegt að finna þá samheldni og vináttu sem ríkir í körfuknatt- leiks- og íþróttahreyfingunni. Þrátt fyrir samkeppni innan sem utan vallar íþróttanna þá er það einmitt hin fjölbreytta og góða vinátta sem einkennir íþrótta- hreyfinguna og allt hennar starf. Óli á svo sannarlega stað í hjört- um fjölmargra einstaklinga hér á landi sem og erlendis. Körfuknattleikshreyfinginn hefur misst svo mikið með fráfalli Óla og þá ekki bara á Íslandi eða í Evrópu, heldur í heiminum öll- um. Það sýna fjölmargar samúð- arkveðjur sem borist hafa á und- anförnum dögum frá forráðamönnum körfuknattleiks- sambanda víðsvegar um heiminn. Minning um sterkan leiðtoga og kæran félaga lifir hjá körfu- boltahreyfingunni um allan heim. Ég var þess heiðurs aðnjót- andi að starfa náið og mikið með Óla síðustu 15 árin og kveð því ekki bara góðan félaga heldur einstakan, hlýjan og traustan vin með mikilli sorg í hjarta og það eru ófá tárin sem hafa fallið síð- ustu daga. Eins og vinir gera þá spjölluðum við einnig mikið um fjölskyldur okkar og hvað væri að frétta af okkar fólki. Ég veit því eins og fleiri að án stuðnings Gerðar konu Óla og barna þeirra hefði hann ekki getað gert allt það sem hann gerði fyrir körfu- knattleiks- og íþróttahreyf- inguna. Stærstur og sárastur er miss- irinn að sjálfsögðu hjá Gerði, börnum þeirra Auði, Sigurði og Sigrúnu, foreldrum Óla, tengda- móður og systkinum. Hugur okk- ar og bænir eru með ykkur og sendi ég ykkur, kæru vinir, inni- legustu samúðarkveðjur körfu- knattleiksfjölskyldunnar og þakkir fyrir allt það starf sem Óli vann. Guð blessi og varðveiti minningu Ólafs E. Rafnssonar. Fyrir hönd stjórnar og starfs- manna KKÍ, Hannes S. Jónsson formaður. Það var óraunverulegt símtal- ið frá Hannesi vini okkar þegar hann hringdi í mig og sagði mér frá andláti þínu. Þetta er eitthvað sem erfitt er að meðtaka og átta sig á. Minningar streyma fram, þú varst alltaf fullur af hugmyndum um hvernig hægt væri að gera körfuboltann og íþróttir almennt betri. Á lokahófi KKÍ í maí áttum við gott spjall og nú er það mitt að halda því sem við ræddum á lofti og jafnframt koma því í framkvæmd. Það var sama hversu upptek- inn þú varst, þú hafðir alltaf tíma til að svara og ræða hlutina. Fjöl- margir tölvupóstar frá þér sýna að það var sama hvað ég var að velta fyrir mér, alltaf gafstu þér tíma til að svara af kurteisi og virðingu. Tölvupóstar sem byrja á orðum eins og „Heill og sæll fé- lagi. Langt síðan maður hefur heyrt frá þér – hef saknað þess“ eða „Sæll endalausi áhugasami kúturinn minn“ eða „Sæll kæri óseðjandi körfuboltaáhugamað- ur“ ylja manni um hjartarætur þegar maður móttekur þá og ekki minna í dag þegar maður rifjar upp allt sem við ræddum um. Oftar en ekki endaðir þú tölvu- pósta til mín á því að minna mig á að koma með nýjan sögupistil, þar sem söguritun KKÍ var eitt af sameiginlegum áhugamálum okkar. Þó tölvupóstarnir verði ekki fleiri okkar á milli þá mun ekki standa mér að varðveita sög- una og birta pistla í tengslum við það sem ég er að grúska í þá stundina. Það hafa fáir Íslendingar kom- ist jafn langt og þú Óli og þín verður sárt saknað af allri körfu- boltafjölskyldunni. Þú leiddir okkur áfram í að efla körfubolt- ann sem var og er okkar stóra sameiginlega áhugamál. Þó ég komist aldrei með tærnar þar sem þú hafðir hælana þá mun ég alltaf muna þig og þínar hugsjón- ir og gera mitt besta til að starfa í þeirra anda. Hugsjónir sem meðal annars gengu út á það að einingarnar vinni alltaf með framtíðina og heildina í huga og með sannan íþróttaanda að leiðarljósi. Með þetta að markmiði starfaðir þú innan forystu körfuboltahreyf- ingarinnar á Íslandi sem og í Evrópu og á heimsvísu. Þér var orðið vel ágengt og hefði það orð- ið alheimskörfuboltafjölskyld- unni til góða ef þú hefðir fengið meiri tíma. En þó við í körfuboltafjöl- skyldunni höfum misst góðan vin og mikinn leiðtoga þá er það svo að missir konu, barna og annarra ættmenna er mestur. Ég sendi þeim því mínar dýpstu samúðar- kveðjur og bið Guð um að styrkja þau í þessari miklu sorg. Rúnar Birgir Gíslason. Fallinn er frá langt um aldur fram Ólafur E. Rafnsson, forseti Íþrótta- og ólympíusambands Ís- lands. Ólafur var ekki einungis óumdeildur leiðtogi íþróttahreyf- ingarinnar heldur einnig mikill áhugamaður um íþróttir fatlaðra og velgjörðamaður Íþróttasam- bands fatlaðra (ÍF). Hann var vinur sem sárt verður saknað. Nú, þegar hann hefur fyrirvara- laust kvatt okkur er ég ekki leng- ur svo viss um að ég skilji hina ýmsu hluti sem tengjast lífinu og tilverunni. Allavega er ég ekki viss og skil ekki hvernig almættið velur í liðið hjá sér. Ólafi er þar eflaust ætlað stórt og mikið hlutverk þótt ég vildi heldur hafa hann í okkar liði hér á jörðinni. Kynni okkar hjá Íþróttasam- bandi fatlaðra við Ólaf hófust er hann, sem ungur maður og þá þegar forystumaður körfuknatt- leiksins hér á landi, tók að sér að þjálfa og útbreiða hjólastólakör- fuknattleik hér á landi. Þótt sú tilaun hafi ekki gengið sem skyldi þróaðist þar vinátta og tengsl sem seint verða þökkuð að fullu. „Þið leyfið mér að fylgjast með ef ég get eitthvað aðstoðað,“ var hann vanur að segja og sú varð raunin meðvitað og ómeðvitað. Tölvupóstföng okkar nafnanna voru æði lík sem gerði það að verkum að óafvitandi fékk hann pósta sem ætlaðir voru mér sem starfsmanni Íþróttasambands fatlaðra. Þannig fékk hann inn- sýn í ýmis mál er okkur tengdust, áframsendi skilaboðin með bros- karli og kveðju til okkar hjá ÍF. Til Ólafs, sem leiðtoga íþrótta- hreyfingarinnar, var ávallt hægt að leita varðandi hina ýmsu hluti og gat maður ávallt reitt sig á hreinskilið svar og vegvísi um hvert, að hans mati, skyldi haldið. Ólafur var maður hreinn og beinn, með stórt hjarta, sem hafði mikið að gefa. Slíku bera störf hans í þágu íþróttahreyfing- arinnar allrar fagurt vitni. Þakk- læti og söknuður er okkur hjá íþróttahreyfingu fatlaðra efst í huga nú þegar þessi góði drengur er fallinn frá. Blessuð sé minning Ólafs E. Rafnssonar. Stjórn og starfsfólk Íþrótta- sambands fatlaðra sendir eftirlif- andi eiginkonu hans, Gerði Guð- jónsdóttur, börnum og ástvinum öllum hugheilar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Íþróttasambands fatlaðra, Ólafur Magnússon, framkv.stj. Það var fallegur morgunn á Suðurlandi miðvikudaginn 19. júní, sólin skein í heiði og fuglar sem og mannfólkið léku við hvern sinn fingur. Um miðjan dag dró ský fyrir sólu og það gerði úrhell- isrigningu. Seinna þennan sama dag fengum við þær sorgarfregn- ir að góður félagi og vinur væri fallinn frá, langt um aldur fram. Það var eins og himinninn hefði grátið með okkur. Þennan dag vorum við svo sannarlega minnt á hversu hverf- ult lífið getur verið. Kynni okkar af Ólafi hófust þegar hann var formaður KKÍ. Á þeim árum var hann óþreytandi við að hvetja okkur áfram og ávallt reiðubúinn að aðstoða þegar eftir því var leit- að. Seinna þegar hann var kosinn forseti ÍSÍ var hann boðinn og búinn sem áður að gefa okkur góð ráð, hvetja okkur til dáða að halda merki íþróttahreyfingar- innar hátt á lofti þrátt fyrir að gefið hafi á bátinn í efnahagsmál- um þjóðarinnar og íþróttahreyf- ingin fengið að finna fyrir því. Þá stóð hann sem klettur úr hafinu á hverju sem gekk og reyndist okkur sem störfum inn- an íþróttahreyfingarinnar dreng- ur hinn besti og traustur sam- herji í hvívetna. Hann blés okkur í brjóst baráttuanda með rök- festu sinni, einurð og festu. Á kveðjustundu kemur okkur fyrst í hug þegar við hugsum til Óla einbeitni hans og óbilandi eljusemi. Hann hafði mikla útgeislun og góða nærveru, spaugsamur, hlýr og gefandi persóna. Ólafur var maður sátta, rökfastur og skel- eggur í allri framgöngu. Hann var sérstakt ljúfmenni og dag- farsprúður og okkur mikill heið- ur að verða þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að starfa undir hans forystu. Héraðssambandinu Skarphéðni sýndi hann mikinn velvilja sem og öllu íþróttastarfi á Suðurlandi. Ólafur var góður leiðtogi sem við mátum mikils og ljóst að margir sakna vinar í stað og verða þess áskynja, að nú er stórt skarð fyrir skildi, þar sem áður fór góður drengur og mikill leiðtogi. Stór er sá hópur vina og kunn- ingja sem nú drúpir höfði með söknuði vegna fráfalls Ólafs E. Rafnssonar. Hans verður minnst af hlýhug og virðingu allra þeirra er til hans þekktu. Eftir áratuga vináttu kveðjum við kæran vin þakklátum huga og þökkum vin- áttu og heilladrjúgt samstarf. Eiginkonu Ólafs, börnum og fjöl- skyldu sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Jóhannes úr Kötlum) F.h. Héraðssambandsins Skarphéðins, Guðríður Aadnegard og Engilbert Olgeirsson. Fallinn er frá löngu fyrir aldur fram Ólafur Eðvarð Rafnsson, forseti Ólympíu- og íþróttasam- bands Íslands, rétt fimmtugur að aldri. Sú sorgarfregn barst til landsins 19. júní, að forseti ÍSÍ hefði andast skyndilega við skyldustörf á erlendri grundu; er hann syrgður innan íþróttahreyf- ingarinnar. Ólafur Eðvarð Rafnsson var með hærri mönnum, vörpulegur á velli, bjartur yfirlitum og bar sig vel. Hann stundaði körfu- knattleik um árabil og átti sess í landsliði Íslands. Mátti merkja íþróttaiðkun á limaburði hans og framgöngu allri, eigindi sem góð- ur íþróttamaður tileinkar sér. Fyrst bar fundum okkar Ólafs saman meðan hann var enn for- maður Körfuknattleikssambands Íslands en samskipti urðu all- nokkur eftir að hann varð forseti ÍSÍ. Einatt leitaði ég til hans á hátíðarstundum eða vegna merkra atburða í glímunni og ávallt var hollráð og góðan stuðn- ing að fá hjá Ólafi, þegar eftir var leitað og tók hann þátt í slíku, væri þess kostur. Ólafur var hógvær maður og skarpur og stefnufastur en óá- leitinn og enginn veifiskati var hann. Að leiðarlokum vil ég persónu- lega þakka Ólafi Eðvarði Rafns- syni fyrir góð kynni og samstarf og fyrir það mikla og óeigin- gjarna starf er hann lagði fram í þágu íþróttahreyfingarinnar í landinu. Þá flyt ég einnig þakkir Glímusambands Íslands og Glímudómarafélags Íslands fyrir umtalsverðan velvilja í garð glím- unnar, þjóðaríþróttar Íslendinga. Fjölskyldu hans og ástvinum eru fluttar samúðarkveðjur. Hörður Gunnarsson, heiðursfélagi ÍSÍ.  Fleiri minningargreinar um Ólaf E. Rafnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.