Morgunblaðið - 04.07.2013, Síða 36

Morgunblaðið - 04.07.2013, Síða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013 Á R N A S Y N IR Langtímaleiga – langsniðugust! Reiknaðu dæmið til enda. Frá 49.900 kr.á mánuði! 591-4000 | www.avis.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Næturlíf nefnist leiksýning sem Til- raunaleikhús Austurlands frum- sýnir í Sláturhúsinu á Egilsstöðum annað kvöld kl. 20. Um er að ræða fyrstu frumsýningu hópsins, sem settur var saman í byrjun sumars. „Okkur langar til að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að starf- rækja atvinnuleikhóp af þessu tagi hér á Egilsstöðum. Ef vel gengur stefnum við að því að vinna sýningar á sumrin undir merkjum hópsins,“ segir Pétur Ármannsson sviðs- listamaður. Auk hans eru í hópnum þau Brogan Davison danshöfundur, Hjálmar Baldursson hönnuður, Bjarni Rafn Kjartansson tónlist- armaður og Jónas Reynir Gunn- arsson textasmiður. „Meirihluti hópsins er fæddur og uppalinn á Fljótsdalshéraði og hefur eytt síðustu árum í listnám fjarri heimaslóðum,“ segir Pétur sem sjálfur lauk leikaranámi frá Lista- háskóla Íslands í fyrra. „Brogan nam dans við Trinity Laban Con- servatoire of Music and Dance í London, Hjálmar lærði í Winchester School of Art í Bretlandi, Bjarni er sjálfmenntaður raftónlistarmaður og Jónas er nýútskrifaður úr ritlist frá Háskóla Íslands. Við erum allir að snúa heim og markmið okkar er að lífga upp á menningarlífið hér og reyna að stunda okkar listgrein í heimabæ,“ segir Pétur sem leikur og dansar í sýningunni ásamt Brog- an, enda leikur dansinn stórt hlut- verk í næturlífinu. „Auk þess eru á sviðinu þeir Bjarni sem flytur tón- listina og Hjálmar sem þjónar hlut- verki lifandi og líkamsgerðrar sviðs- myndar,“ segir Pétur og tekur fram að sýningin hafi hlotið styrk frá Evrópu unga fólksins, Menning- arráði Austurlands og Sláturhúsinu á Egilsstöðum auk þess sem nokkur fyrirtæki á Egilsstöðum styrki upp- setninguna með ýmsum hætti. Greindu kosti og galla Aðspurður hvernig hugmyndin að uppfærslunni hafi kviknað segir Pétur að þau Brogan hafi byrjað að velta fyrir sér næturlífinu meðan þau bjuggu í Berlín síðasta vetur. „Við fórum að átta okkur á því hversu stóran þátt næturlíf ætti í raun í okkar lífi og hvað það hefur mótað okkur mikið. Við Brogan eig- um bæði mjög góðar minningar frá næturlífinu en einnig líka margar slæmar. Við fórum að endurskoða og endurmeta hvað felist í næturlífi og af hverju við stundum það. Við ræddum einnig hverju við vildum breyta til þess að fá sem mest út úr okkar næturlífi,“ segir Pétur og tek- ur fram að sýningin sjálf hafi verið unnin í samvinnu alls hópsins. „Sýningin er unnin undir for- merkjum samsköpunarleikhússins þar sem eigin upplifanir og minn- ingar leiða af sér persónulegar sýn- ingar. Við vinnum út frá eigin vandamálum tengdum næturlífi, félagslegu óöryggi, fortíðarþrá og ótta við að fullorðnast. Þannig má segja að við höfum unnið þetta sem eigindlega rannsókn auk þess sem við tókum viðtöl við heimamenn til að draga fram bæði það jákvæða og neikvæða við næturlífið. Meðal þess sem þar kom fram var að utanbæj- armenn með læti, of mikil drykkja og leiðindapúkar eru helstu orsakir lélegs næturlífs. Sýnin á leikhúsið breyttist í starfsþjálfun hjá Schaubühne Það góða við næturlífið er hins vegar að þá gefst færi á mikilvægum samskiptum við vini utan samhengis hversdagsins sem veitt geta okkur nýja innsýn. Auk þess er dansinn sem fylgir næturlífinu það allra besta í heiminum,“ segir Pétur og tekur fram að sýningin fjalli þannig um upplifanir af næturlífi og mik- ilvægi þess í jafnt smábæjum sem og stórborgum. Eins og fyrr segir útskrifaðist Pétur sem leikari frá LHÍ í fyrra, en frá útskrift hefur hann fremur ein- beitt sér að leikstjórn og haft nóg að gera á því sviði. „Ástæða þess að við Brogan fórum til Þýskalands í fyrra var að mér bauðst að fara í starfs- þjálfun sem leikstjóri við Schau- bühne-samtímaleikhúsið í Berlín hjá Agli Heiðari Antoni Pálssyni sem var að setja upp Notizen aus der Küche eftir Rodrigo García,“ segir Pétur sem hlaut til þessa Leonardo da Vinci-styrk, sem er hluti af starfsmenntunaráætlun Evrópu- sambandsins. „Þetta var sérlega gefandi og skemmtileg vist. Óhætt er að segja að sýn mín á leikhúsið hafi breyst algjörlega við að búa úti í Þýskalandi og sjá allt sem þar er í boði. Mér finnst mjög spennandi að geta komið beint heim til Egilsstaða og leyft fólki að sjá áhrifavalda úr leikhúsi sem eru á hvað fremsta stigi í heiminum í dag að mínu mati.“ Spurður hvað sé framundan hjá honum segist Pétur vera á leiðinni til höfuðborgarinnar með haustinu, en hann verður aðstoðarleikstjóri hjá Vigni Rafni Valþórssyni sem leikstýra mun leikritinu Foxfinder eftir Dawn King hjá Borgarleikhús- inu fyrir áramót. „Síðan er ég að fylgja eftir sýningunni Dansaðu fyr- ir mig sem ég leikstýrði fyrr í vetur og sýnd var á Dalvík, Akureyri og Ólafsfirði. Það hefur verið tals- verður áhugi á henni erlendis og hefur henni m.a. verið boðið á leik- listarhátíð í Ástralíu. Auk þess var hún valin inn á leiklistarhátíðina Lókal í haust,“ segir Pétur, en svo skemmtilega vill til að þátttakendur í sýningunni eru Brogan og Ármann Einarsson, faðir Péturs. „Þetta var skemmtilegur fjölskyldupakki. Við Brogan bjuggum hjá pabba meðan við unnum sýninguna og það var ekki rætt um annað en dans allan daginn.“ Þess má að lokum geta að allar nánari upplýsingar um Næturlíf sem og sýningaplan má sjá á vefn- um tilraunaleikhus.wordpress.com. Næstu sýningar verða á morgun, fimmtudaginn 11. júlí, föstudaginn 12. júlí og laugardaginn 13. júlí, en allar hefjast þær kl. 20. Ráðgert er að sýna alls tíu sinnum og verður lokasýningin 25. júlí. Panta má miða með því að senda póst á netfangið tilraunaleikhus@gmail.com. Dansinn leikur stórt hlutverk  Tilraunaleikhús Austurlands frumsýnir samsköpunarsýninguna Næturlíf í Sláturhúsinu annað kvöld kl. 20  Hópurinn kannar hvort grundvöllur sé fyrir rekstri atvinnuleikhúss á Egilsstöðum Sviðslistafólkið Bjarni Rafn Kjartansson, Hjálmar Baldursson, Pétur Ármannsson og Brogan Davison fara öll með hlutverk í sýningunni en eru hver með sína listgrein í forgrunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.