Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013 ✝ Sigvaldi Sig-urðsson fædd- ist á Múla í Þorska- firði 20. nóvember 1929. Hann lést á Akureyri 23. júní 2013. Sigvaldi var son- ur hjónanna Sig- urðar Guðmundz Sigurðssonar, f. 1894, d. 1984, og Þórunnar Sigríðar Pétursdóttur, f. 1896, d. 1987. Systkini Sigvalda: Pétur, f. 1920, d. 1972, Sigríður, f. 1921, d. 2007, Sólveig, f. 1927, og Gunnsteinn Sólberg, f. 1940, d. 2008. Sigvaldi kvæntist 17. nóv- ember 1951 Karólínu Krist- insdóttur, f. 21. júlí 1932. For- eldrar Karólínu voru hjónin Kristinn Bjarnason og Bjarney Helgadóttir á Húsavík. Sigvaldi og Karólína bjuggu lengst af í Víðimýri 2 á Akureyri, þar til þau fluttu í Furulund 55 fyrir sjö árum. Þau eignuðust fimm dætur: 1) Dóttir, andvana fædd 27. júní 1949. 2) Auður, f. 27. júní 1949, gift Jóni Karlssyni. Auður var áður gift Stefáni Páli Stefánssyni, sem lést 1987. Elva Bryndís Björnsdóttir. Regína er gift Árna Birgissyni, börn þeirra eru: Karolína og Guðmundur. Sonur Karolínu er Elvar Bragi. Fyrstu tvö æviárin bjó Sig- valdi með foreldrum sínum í Þorskafirði, síðan í Bolung- arvík og Hnífsdal. Þaðan flutti fjölskyldan til Akureyrar. Eftir að hefðbundinni skólagöngu lauk lærði Sigvaldi hárskeraiðn á Akureyri. Hann dvaldi um tíma í Kaupmannahöfn til að öðlast reynslu í faginu. Síðan varð hann hárskerameistari og rak hárskerastofu á Akureyri í 60 ár, fyrst í Hafnarstræti 105. Sigvaldi var í hópi þeirra sem reistu verslunarmiðstöðina Kaupang v/ Mýraveg. Árið 1975 opnaði hann þar rakara- stofu í eigin húsnæði og rak ásamt Karólínu eiginkonu sinni rammagerð á efri hæðinni. Sig- valdi átti farsælan starfsferil og átti stóran hóp fastra við- skiptavina sem héldu mikla tryggð við rakarann sinn. Frá honum hafa útskrifast margir hárskerar. Sigvaldi tók virkan þátt í félagsmálum lamaðra og fatlaðra. Hann var formaður Sjálfsbjargar á Akureyri 1963- 1964. Jafnframt sat hann í byggingarnefnd félagsins þeg- ar nýbyggingin Bjarg var reist við Bugðusíðu 1. Útför Sigvalda fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 4. júlí 2013, kl. 13.30. Börn þeirra eru: a) Sigvaldi, kvæntur Dagnýju Brodda- dóttur, börn þeirra eru: Auður, Stefán Broddi og Alex- ander Broddi. b) Fjóla, gift Jóhanni Sigurðssyni, börn þeirra eru: Stef- anía Lilja og Sig- urður Sigvaldi. c) Vignir, í sambúð með Önnu Berglindi Sigurð- ardóttur. 3) Bjarney, f. 24. apríl 1951, í sambúð með Gísla Krist- inssyni. Bjarney var gift Guð- mundi Sigurbjörnssyni, sem lést 1998. Börn þeirra eru: a) Einar Már, kvæntur Katrínu Melstað, börn þeirra eru; Ka- milla og Telma. b) Bjarni Freyr, kvæntur Örnu Hrönn Skúladóttur, börn þeirra eru: Bjarney Sara, Björgvin Máni og Bríet Fjóla. c) Klara. 4) Kristín, f. 17. febrúar 1958, í sambúð með Sveini Guðmundssyni. Var gift Gunnlaugi Einarssyni, þau skildu. Sonur þeirra er Ársæll. Börn hans og Dóru Sifjar Indr- iðadóttur eru Alexía Lind og Anton Már. 5) Regína, f. 15. febrúar 1966, dóttir henna er Lífshlaupi okkar elskulega pabba er skyndilega lokið, við er- um harmi slegnar. En minning- arnar hrannast upp. Efst í huga er þakklæti fyrir allt sem pabbi var okkur systrunum. Yndislegur og blíður, aldrei neikvæðni eða skammaryrði í okkar garð. Pabbi var einstaklega ráðagóður og lag- hentur þegar bilanir voru annars vegar. Sama hvað það var. Bara eitt símtal og hann var mættur til að laga ofnkrana, klósettkassa, kíkja á bílinn eða bora gat í vegg. Kláraði samt alltaf fyrst að klippa kúnnann sem sat í stóln- um. Hjónaband foreldra okkar var afar farsælt. Ást og gagn- kvæm virðing ríkti í sambandi þeirra. Sameiginlega perlan þeirra var Múli, sumarbústaður- inn í Aðaldal sem er svo vel falinn í hrauninu. Pabbi tók tengdason- um sínum af mikilli alúð og sýndi þeim að þeir væru í hans augum mikils virði og hann hefði álit á þeim. Það varð honum og mömmu okkar því ólýsanlega mikið áfall að missa tvo tengda- syni í blóma lífsins. Fyrst Stefán 1987 og síðan Guðmund 1998. Þá kom samheldni þeirra hjóna skýrt í ljós, því sameiginlega studdu þau hetjusamlega fjöl- skyldur látinna tengdasona. Breiður og þéttur faðmurinn var mikið notaður á þeim árum. Barnabörnin sem höfðu misst pabba sinn hændust að afa sínum og kom hann þeim nánast í föð- urstað. Þá sýndi sig aftur sama yndislega blíða viðmótið í garð barnanna og jákvæðnin sem allt- af fylgdi pabba okkar. Fyrir það erum við systurnar óendanlega þakklátar. Elsku pabbi, nú er sól þín gengin til viðar, en við trúum því að þú vaknir í blómagarði þar sem ástvinir þínir taka á móti þér og þið sendið okkur hlýja strauma þaðan. Elsku mamma okkar, við þökkum þér fyrir að annast pabba í veikindum sínum. Auður, Bjarney, Kristín og Regína. Minn ágæti afi er fallinn frá 83 ára að aldri. Ég vonaði, eins og allir aðrir í stórfjölskyldunni, að til þessa dags kæmi ekki strax en nú er ljóst að stórt skarð hefur myndast sem afar erfitt verður að fylla. Valdi afi áorkaði miklu á ævi sinni og af ótal mörgu er að taka. Hann byrjaði ungur að læra rak- arann og hefur maður heyrt margar sögur frá því að hann var í Köben að nema fræðin. Allar götur síðan starfaði hann við fag- ið. En það voru ekki bara skærin sem léku í höndunum á honum því einhvern veginn kunni hann allt. Það var alveg sama hvað hann tók sér fyrir hendur, allt lék í höndum hans. Það var ósjaldan sem ég nýtti mér reynslu hans, kunnáttu og þekkingu og aldrei kom ég að tómum kofunum. Und- ir það síðasta voru veikindi að plaga hann en kollurinn var sem fyrr skýr. Amma stóð sig eins og hetja með honum og reyndist honum vel sem aldrei fyrr. Ég var svo heppinn að ná að vera hjá honum síðustu dagana og var það ómetanlegt fyrir mig og fellur mér aldrei úr minni. Í mínum huga var Valdi afi enginn venjulegur afi. Hann reyndist mér sem faðir jafnt sem afi og hann hafði allt það sem maður sækist sjálfur eftir að verða. Valdi afi skilur eftir tóma- rúm sem erfitt verður að fylla þar sem hann var ákveðinn mið- punktur hjá mér sem og öðrum. Í gegnum tíðina hefur það reynst mér vel og iðulega komið manni skrefinu lengra að segja að Valdi rakari væri afi manns. Allir á Ak- ureyri þekktu hann enda líklega búinn að klippa ansi marga í gegnum tíðina þar í bæ. Við þessar aðstæður koma upp ansi margar minningar í hugann og er af nógu að taka síðustu ára- tugi. Þar á meðal veturinn sem ég bjó í Víðimýrinni hjá ömmu og afa, en sérstaklega þykir mér vænt um þá minningu þegar hann kom tvö ár í röð í heimsókn til okkar í Lúxemborg. Maður huggar sig við það, þeg- ar nákominn fellur frá, að eitt- hvað tekur við og tel ég víst að það hafi verið góðir endurfundir hinum megin þegar pabbi og Guðmundur tóku á móti honum. Gangur lífsins er víst svona, menn koma og menn fara. Því miður oft miklu fyrr en maður sjálfur vildi en mikið er ég og fjöl- skyldan þakklát fyrir samveruna þegar hún varir í svo langan tíma. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Sigvaldi, Dagný, Auður, Stefán Broddi og Alexander Broddi. Komið er að kveðjustund, elsku afi minn, og ég lít þakklát til baka á öll árin sem við áttum saman. Þú varst alltaf svo miklu meira en bara afi minn, og ég gat alltaf leitað til þín og ömmu. Ég var svo lánsöm að búa hjá ykkur fyrstu árin mín og eyða með ykk- ur mörgum stundum í Múla á sumrin og þú tókst mikinn þátt í því að gera mig að þeirri mann- eskju sem ég er í dag. Ég elska þig og geymi þig allt- af í hjarta mínu. Elva Bryndís Björnsdóttir. Minning um Valda afa. Orð eru lítils megnug. Á sorg- arstundu verða þau aldrei meira en veikt bergmál þess sem fer í gegnum hugann. Þó langar mig að reyna að minnast í nokkrum orðum góðs vinar míns og afa, Valda rakara. Afi var afskaplega skipulagður og snyrtilegur maður. Greiðan var alltaf til staðar í skyrtuvas- anum og naglaþjölin á sínum stað við hliðina á skipulega uppröðuð- um fjarstýringunum á stofuborð- inu. Sá gamli hafði mikla ástríðu fyrir bílum og passaði hann mjög vel upp á bílaflotann sinn og þótt þau amma væru ekki nema tvö í heimili fannst honum gott að hafa þrjá stífbónaða bíla í innkeyrsl- unni. Bílunum var vel viðhaldið og var brunað á næsta verkstæði ef minnsti grunur vaknaði um bil- un. Ég man vel eftir einu spaugi- legu atviki sem gerðist fyrir nokkrum árum. Ég hafði heyrt afa tala margsinnis um að það væri eitthvert leiðindaskrölt í jeppanum. Hafði hann farið með bílinn nokkrum sinnum á verk- stæði vegna þessa en án árang- urs. Það var ekki fyrr en nokkru síðar sem skýringin á skröltinu uppgötvaðist en sökudólgurinn var rúðuskafa sem skrölti í hólfi í bílstjórahurðinni. Var mikið hlegið að þessu í mörg ár á eftir og þá ekki síst afi sjálfur. Afi var þeim hæfileikum búinn að geta séð allt hið fallega og góða í lífinu. Hann var alltaf svo jákvæður og hafði svo yndislega nærveru. Af þeim sökum leitaði ég alla tíð mikið til hans og reyndist hann mér vel. Þær eru því margar góðar minningarnar sem ég á um okkur afa. Ein af þeim eftirminnilegri er án efa ferð okkar á Old Trafford á 75 ára afmæli hans. Í þeirri ferð var talsvert af feðrum með sonum sínum og hefur það væntanlega haft einhver áhrif á að afi bað mig að vera ekkert að kalla sig afa fyrir framan aðra, „kallaðu mig frekar bara Valda eða pabba“. Um leið og ég kveð þig elsku- legur afi minn bið ég Guð að blessa hana ömmu Kæju. Minn- ingin um góðan mann mun lifa áfram með okkur sem vorum svo heppin að eiga þig að. Þinn vinur og dóttursonur, Einar Már Guðmundsson og fjölskylda. Mér verður oft hugsað til ár- anna í MA og í Hafnarstræti 105, þeirra ára ævi minnar sem ég er einna þakklátastur fyrir. Ég var ungur og saklaus og skólinn hafði á að skipa skólameistara og kennurum sem voru úrval ágætra manna. Bekkjarsystkinin voru frábær og hugurinn var all- ur við námið, hjá menntagyðj- unni. En það voru fleiri sem áttu sinn þátt í því að gera þessi ár ógleymanleg og gjöful, ekki síst mágur minn og vinur, Sigvaldi Sigurðsson, Valdi rakari, sem lést 23. júní sl. Ég bjó nefnilega hjá systur minni Kaju og Valda námsárin fjögur sem ég var í MA. Mér datt ekki til hugar að fara í heimavist, þar sem þó flest bekkjarsystkini mín voru. Mér leið vel í Hafnarstræti 105. Þar var rakarastofa Valda og íbúð fjölskyldunnar. Ekki var íbúðin stór, en þarna leið okkur samt vel, systur minni og Valda, dætr- unum litlu Auði og Bjarneyju, mínum bestu vinum. Í litlu kvist- herbergi lá ég yfir bókum og stærðfræðidæmum, en þá tíðkað- ist enn heimavinna í framhalds- skólum landsins. Góður tími. Meðeigandi rakarastofunnar var Birgir Sigurðsson, Biggi rak- ari, einnig frábær náungi, dreng- ur góður og íþróttamaður. Hann flutti til Kanada og lést þar fyrir fáum árum, en er jarðsettur á Akureyri. Ég á einnig fallega mynd af Bigga í hjarta mínu og minni. Nú eru þeir vinirnir Valdi og Biggi horfnir af braut og Hafnarstræti 105 var jafnað við jörðu fyrir mörgum árum. Og það sem var kemur ekki aftur. Seinna meir á ævinni, þegar leið mín lá til lands- ins og utan aftur var heimili Valda og Kaju alltaf minn við- komustaður, fastir og traustir „kóordínatar“ í mínu lífi. Rétt fyrir aldamótin síðustu heimsóttu systir mín og Valdi mig til Sviss, ásamt tveimur dætrum og góðum vini. Þaðan fórum við svo til Grikklands í sumarhús fjölskyldu minnar í Te- meni á Peloponnesos. Það var gott ferðalag og mér þótti vænt um að geta farið með þessu fólki til Grikklands, sem ég ber sterk- ar taugar til. Valdi sýndi mér alltaf hlýju, ætíð vingjarnlegur, vildi allt fyrir mig gera og allar gjafir voru án skilyrða. Ég þakka honum við leiðarlok trausta vináttu, mér þótt vænt um Valda. Ég votta systur minni, dætrum hennar, Sólveigu systur Valda og ástvin- um þeirra samúð mína. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Haukur Kristinsson, Múla, Húsavík. Fyrstu minningar mínar um Valda tengjast sumarfríi, sól, Ak- ureyri, rakarastofunni, Kæju systur mömmu og öllum skemmtilegu og fallegu frænkun- um mínum. Það var fastur liður í tilverunni þegar við vorum krakkar að fjöl- skyldan fór norður í sumarfrí. Þetta voru góðar stundir, mikil eftirvænting og ferðin byrjaði al- laf hjá Kæju og Valda. Stundum þegar mikið stóð til var farið með allan systkinahópinn á rakara- stofuna og Valdi klippti okkur öll eftir nýjustu Akureyrartísku. Þá var gaman að lifa. Ég man hvað við vorum stolt og fín. Síðan var haldið til Húsavíkur til afa og ömmu sem þar bjuggu. Svona var þetta ár eftir ár, alltaf eins og það var gott. Það eru ljúfar minning- ar frá þessum ferðum og þær eru sveipaðar einhverjum ævintýra- ljóma. Seinni minningar eru oft tengdar sumarhúsinu í Aðaldal sem fjölskyldurnar áttu saman. Þar átti Valdi mörg handtök og átti heiðurinn af því hvað öllu var vel við haldið og fínt. Það var alltaf gaman að um- gangast Valda. Hans góða skap og kímnigáfa naut sín vel. Þegar við hittumst síðast var hann orð- inn veikur en alltaf bar hann sig vel. Man hvað hann var stoltur þegar hann var að sýna mér nýj- ustu myndirnar af fjölskyldunni. Alltaf jafnhlýr, leiftrandi augna- ráð og stutt í brosið. Við Ísak sendum Kæju, börn- unum og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Inga Sigurjónsdóttir. Jæja Valdi, komið að leiðarlok- um. Ég kemst ekki að fylgja þér síðasta spölinn, er að þvælast í útlöndum en sendi þér línu í stað- inn. Skammast mín svolítið því þú varst sannarlega einn þeirra sem ég legg stolt mitt í að fylgja til grafar. Kynni okkar hófust þegar ég fór að slá mér upp með dóttur þinni, henni Kristínu. Við vorum ekki par líkir, tilheyrðum ekki bara sinni kynslóðinni hvor held- ur komum hvor úr sinni áttinni, með ólík áhugamál og rammir andstæðingar í pólitík. Ég var kratagrey en þú hafðir veitt lax með Halldóri Blöndal, sjálfstæð- ismaður inn að beini en einn af þessum gömlu með hjarta úr skíragulli. Það virðir maður allt- af. Kannski voru það breiðfirsku genin mín, mjög langsótt reynd- ar, sem gerðu útslagið, allavega tókust með okkur ánægjuleg kynni. Þú ert til dæmis eini mað- urinn sem ég hef getað talað við um bíla, reyndar mest út af því að þú lagðir meira upp úr hlustun en gagnkvæmri þekkingu, vissir að mig svimar ef ég opna húdd. Sé bara alltaf eftir því að hafa ekki keypt af þér Bensinn, en um það sömdum við reglulega. Svo þegar ég setti upp fyrir- tækið mitt og átti ekki krónu eins og venjulega þá gekkstu í ábyrgð fyrir mig. Man þegar ég kom nið- ur í Víðimýri með pappírana, þá varstu að dytta að einhverjum tengslum. Þú leist varla á blöðin, hélst á skrúfjárni eða skiptilykli og skrifaðir undir meðan þú út- skýrðir fyrir mér út á hvað það gengur að skipta um innstungu. Ég hlustaði með andakt og sann- færðist um að þú værir töffari. Svo liðu árin. Við keyrðum alla Ítalíu og sigldum á Grikkland til að halda upp á stórafmælin okk- ar. Vorum seint á ferðinni enda sporðdrekar báðir. Reyndumst óheppnir með veður en það er hægt að gera margt skemmtilegt í útlöndum fyrir það. Ein af mín- um eftirminnilegustu ferðum. En tengdasynir koma og fara. Því kynntist þú kannski betur en aðrir. Tvo misstirðu sviplega og sorgin gekk ekki framhjá þínu húsi. Aðrir tóku pokann sinn og við höfum því hist miklu sjaldnar en ég vildi síðustu árin. Þannig ganga víst kaupin á eyrinni. Ég votta henni Kaju samúð mína, dætrunum og allri fjöl- skyldunni. Þó að þú hafir skilað þínu og vel það þá er einstaklega sárt að sjá á bak mönnum eins og þér. Hvíldu í friði, vinur og félagi. Helgi Indriðason. Sigvaldi Sigurðsson Elsku Nonni. Það er svo margs að minnast þegar ég hugsa um þig. Ég var 17 ára gömul þegar þú komst inn í okkar fjölskyldu, ég þá nýkomin úr ballettnámi í Bandaríkjunum. Þú hafðir sjálfur verið mikið þar og gátum við spjallað mikið um það. Þú varst Keflvíkingur í húð og hár og ég átti mikið af vinum í Keflavík og sótti mikið þangað og þú varst alltaf tilbúinn að lána mér bílinn þinn svo ég kæmist suðureftir. Þarna var ég að fara á þínar heimaslóðir og þú varst endalaust að fræða mig, þennan ungling, um alla Keflvíkingana. Þú varst endalaust fróður maður, svo vel að þér í öllum málefnum og hafðir svo gaman af því að segja frá, þ.á m allt sem tengdist fluginu, flugfélagið sem þú áttir og settir á stofn, flugturninn, her- inn og námið þitt erlendis. Ég Jón G. Haraldsson ✝ Jón G. Haralds-son fæddist í Keflavík 13. desem- ber 1940. Hann lést á heimili sínu, Ritu- hólum 6, Reykja- vík, 4. júní 2013. Útför Jóns fór fram í kyrrþey frá Bústaðakirkju 13. júní 2013. kom einu sinni til þín í vinnuna í turninn, þú varst mjög stolt- ur af þínu starfi og ég man hvað ég var stolt af þér, mér fannst svo tilkomu mikið að fá að sjá öll þessi tæki og tól og gerði ég mér þá fyrst grein fyrir hversu ábyrgðar miklu starfi þú gegndir. Ég flaug einu sinni með þér og þú varst óþreytandi að útskýra allt fyrir mér. Ári eftir að ég fluttist til Boston hóf ég nám í einkaflugi, ég gat alltaf leitað til þín ef mig vantaði svör við einhverju varð- andi flugið. Ég fór í ansi marga flugtímana en var aldrei tilbúin að taka solo-prófið, og ég held að innst inni hafir þú vitað að þetta var ekki fyrir mig og það var mik- ill léttir fyrir þig og mömmu þeg- ar ég ákvað að hætta í fluginu. Ein eftirminnilegasta og mik- ilvægasta stund mín með þér er þegar þú varst svaramaður minn þegar ég og Gústi giftum okkur. Þegar við vorum um það bil að ganga upp að altarinu hvíslaði ég að þér að ég myndi ekkert hvað ég ætti að gera en þú stappaðir í mig stálinu og sagðir haltu bara í mig, við gerum þetta saman, og saman gerðum við þetta. Þú varst einn yndislegasti maður sem ég þekki á allan hátt, varst ávalt reiðubúinn að rétta fram þína aðstoð og gera allt fyr- ir alla. Þú varst yndislegur afi og öll barnabörnin dýrkuðu þig, þ.á.m dætur mínar þrjár. Ester Eva hringdi í þig nokkrum dög- um fyrir andlát þitt og sagði þér að þú værir að verða langafi og þú varst svo glaður að fá þessar fréttir. Aníta Mist og Tanya Líf höfðu báðar orð á því að það yrði erfitt að koma í Rituhólanna núna þar sem afi tæki ekki lengur á móti þeim með opinn faðminn og spyrði þær hvað þær vildu borða og drekka því þú varst alltaf bú- inn að fara út í búð og bakarí og kaupa það sem þú vissir að þeim myndi langa í þegar þú vissir að von væri á þeim, enda alltaf hlað- borð þegar við komum í heim- sókn. Þú undir þér best þegar öll fjölskyldan var samankomin í Rituhólunum og þú umvafinn barnabörnunum, við eigum margar svoleiðis minningar. Elsku Nonni minn þín verður sárt saknað af mér og minni fjöl- skyldu en ég veit að þér líður vel núna, laus undan fjötrum veik- indanna en við huggum okkur við góðar minningar um þig. Við gleymum þér aldrei. Þín dóttir, Rósella.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.