Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 31
Rekur Carpe Diem mark- þjálfun og ráðgjöf Helga vann á sumrin frá unga aldri við skreiðar- og saltfiskverkun fjölskyldunnar og fór á sjóinn í fríum sem unglingur. Hún hefur starfað að mannauðsmálum og rekstri eftir út- skrift úr HÍ, m.a. sem forstöðumað- ur Mannauðs- og rekstrarsviðs Opinna kerfa, forstöðumaður Starfs- mannaþjónustu Reykjanesbæjar og forstöðumaður á starfsmannasviði Landsbanka Íslands. Helga stofnaði Carpe Diem í upp- hafi árs 2012 og sinnir markþjálfun fyrir stjórnendur og starfsfólk fyr- irtækja og stofnana, auk mannauðs- ráðgjafar.. Markþjálfun er öflugt tæki fyrir stjórnendur og starfsfólk sem vill bæta árangur sinn til fram- tíðar og hefur verið nefnd stjórn- endaþjálfun framtíðarinnar. Virk í félagsmálum Helga hefur tekið virkan þátt í fé- lagsstörfum og var bekkjarráðs- maður öll árin í MR. Hún sat í fræðsluráði Reykjanesbæjar árin 2002-2006 og hefur setið í barna- verndarnefnd Reykjanesbæjar frá árinu 2006. „Ég syng undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar í Sönghópi Suðurnesja ásamt frábærum hópi söngfugla. Tek einnig virkan þátt í tómstundum barnanna og sit í stjórn Félags markþjálfunar á Íslandi. Áhugamál mín eru helst þau að halda áfram að vaxa sem ein- staklingur og njóta hvers dags. Eins verður mikilvægara með árunum að rækta vini og fjölskyldu og njótum við þess að eiga margar gæðastundir með þeim. Einnig nýt ég þess að ferðast með fjölskyldunni innan- lands sem utan, skella mér á skíði og í ræktina, að elta tvíburana á hvert fóbolta- og körfuboltamótið á fætur öðru; lestur góðra bóka og áfram- haldandi þróun í markþjálfun. Einu afrekin á íþróttasviðinu lúta að því að ég tók þátt í Vinabæjarmóti í sundi fyrir hönd Keflavíkur árið 1988. Mótið var haldið í Hjörring í Danmörku og var ævintýri sem seint gleymist enda var mikill munur á okkur Íslendingunum og t.d. Finn- um sem voru undir heraga og miklir keppnismenn. Eins æfði ég hand- bolta í nokkur ár þó ég hafi nú ekki verið til stórræðanna þar.“ Fjölskylda Maðurinn hennar Helgu er Einar Jónsson, f. 4.9.1968, vaktstjóri og slökkviliðsmaður. Foreldrar hans eru Jón Haraldsson og Guðrún Ólafsdóttir, búsett í Reykjanesbæ. Fyrri maki Helgu er Hjalti Páll Sigurðsson stýrimaður. Börn Helgu og Hjalta eru tvíbur- arnir Oddur Fannar og Tómas Ingi, f. 14.3. 2004. Stjúpsynir Helgu eru Haukur Einarsson, f. 23.8. 1988, starfsmaður í öryggisgæslu Isavia; Ástþór Atli Einarsson, f. 28.4. 1993 nemi og Arnór Breki Einarsson, f. 22.10. 1996 nemi. Systkini Helgu eru Guðmundur J. Oddsson, f. 1.5.1975, lögmaður, bú- settur í Radlett í Bretlandi, og Sæ- mundur Jón Oddsson, f. 23.2. 1981, læknir, búsettur í Gautaborg. Foreldrar Helgu eru Oddur Sæ- mundsson, f. 12.05.1950, útgerð- armaður og skipstjóri, og Jónína Guðmundsdóttir, f. 10.04. 1951, skólastjóri og leiðsögumaður. Þau eru búsett í Reykjanesbæ. Úr frændgarði Helgu Jóhönnu Oddsdóttur Helga Jóhanna Oddsdóttir Jónína Sigurðardóttir húsfr. í Heiðarbót Sigurjón Pétursson b. í Heiðarbót í Reykjahv., S-Þing. Helga Sigurjónsdóttir húsfr. á Hvanneyri Guðmundur Jóhannesson ráðsmaður á Hvanneyri Jónína Guðmundsdóttir fv. skólastj. og leiðsögum. Þuríður Pálsdóttir húsfr. á Herjólfsstöðum Jóhannes Guðmundsson b. á Herjólfsst. í Álftaveri, V-Skaft. Kristín Hreiðarsdóttir húsfreyja í Garði Oddur Jónsson útvegsbóndi í Garði Jónína Sóley Oddsdóttir matráðskona í Reykjavík Sæmundur Jónsson verkstjóri í Reykjavík Oddur Sæmundsson útgerðarm. og skipstj. í Reykjanesbæ Júlíana Sigurveig Sigurðard. húsfr. á Dalvík Jón Valdimarsson sjómaður á Dalvík Afmælisbarnið Helga Jóhanna. ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013 Sigurður Ásgrímur GeirdalGíslason, bæjarstjóri í Kópa-vogi, fæddist 4.7. 1939 í Grímsey. Foreldrar hans voru Gísli Sigurðsson sjómaður, f. 15.12. 1916 á Kappastöðum í Sléttuhlíð, Skagaf., d. 19.8. 2000, og Freyja Kristmey Steinólfsdóttir Geirdal húsmóðir, f. 20.12. 1913 í Efri-Sandvík í Grímsey, d. 13.1. 1996. Faðir Gísla var Sig- urður, bóndi á Kappastöðum, Ás- grímssonar, bónda á Dæli í Fljótum, Sigurðssonar, bónda á Bakka í Fljótum sem drukknaði í hákarla- legu fertugur að aldri, Pálssonar. Faðir Freyju var Steinólfur Geirdal, útgerðarmaður á Húsavík og skóla- stjóri í Grímsey, og var einn af hin- um annáluðu skákmönnum Gríms- eyinga. Sigurður var kvæntur Ólafíu Ragnarsdóttur verslunarmanni, f. 10.1. 1946. Foreldrar hennar voru Ragnar Pálsson, f. 10.4. 1920, verka- maður á Kirkjubæjarklaustri og húsvörður, f. 10.4. 1920, d. 17.11. 2006 og Jóhanna Guðrún Friðriks- dóttir húsfreyja, f. 19.5. 1919, d. 13.3. 2013. Sigurður lauk prófi frá Samvinnu- skólanum á Bifröst 1959 og stúd- entsprófi frá MH 1980. Lauk við- skiptafræðiprófi frá HÍ 1985. Sigurður var verslunarstjóri Kaupfélags V-Húnvetninga og síðan hjá KRON, var framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands 1970-1986 og Framsóknarflokksins 1986-1990. Sigurður var bæjarstjóri í Kópavogi frá 1990 til dánardags. Sigurður gegndi fjölda trúnaðarstarfa hjá ungmennafélagshreyfingunni. Var formaður Breiðabliks og frjáls- íþróttadeildar sama félags 1965- 1972, sat í stjórn Glímusambands Ís- lands frá stofnun þess 1965-1968 og Íslenskra getrauna 1971-1987. Sat í landsmótsnefndum UMFÍ. Sigurður starfaði mikið á vegum Framsókn- arflokksins, var varaformaður SUF 1963-1964 og sat í miðstjórn flokks- ins til margra ára. Sigurður var fjölhæfur íþrótta- maður, stundaði frjálsar, glímu, júdó og sund og vann til fjölda verðlauna. Sigurður Geirdal lést á Landspít- alanum 28.11. 2004. Merkir Íslendingar Sigurður Geirdal 90 ára Guðrún Haraldsdóttir Kristmundur Jakobsson 85 ára Alda Björnsdóttir Anna G. Eggertsdóttir Gunnar Konráðsson Páll Theódórsson 80 ára Elín Þórðardóttir Margrét Gunnarsdóttir 75 ára Gunnar Þór Magnússon Helgi Daníelsson Hreinn Guðbjartsson Jóel Þorbjarnarson Sigríður Stephensen Pálsdóttir Þuríður H. Kristjánsdóttir 70 ára Benedikt E. Rutherford Ellen Ida G. Haakansson Margrét I. Hansen Peter Michael Micari Selma Friðfinnsdóttir Sigríður V. Jónsdóttir Sigrún Ósk Bjarnadóttir 60 ára Aðalbjörg Ragnarsdóttir Enok Kristinn Sigurðsson Guðlaug J. Haraldsdóttir Guðmundur Ingólfsson Hallgrímur Karl Hjaltason Helga Friðriksdóttir Reynir Vignir Viggó Kristinn Gíslason Þorvaldur Reynisson 50 ára Árni Þorkell Haraldsson Bjarney Sif Ólafsdóttir Erla Björk Einarsdóttir Guðrún Gunnarsdóttir Halldór Guðni Guðlaugsson Kári Páll Jónasson Kristinn Stefánsson Loftur Ólafsson Margrét Sigríður Blöndal María Björk Traustadóttir Viðar Frosti Pálmason 40 ára Aldís Aðalsteinsdóttir Brynjar Sigurður Sigurðarson Helena Margareth Yesmin Olsson Helga Jóhanna Oddsdóttir Hjörtfríður St. Guðlaugsdóttir Jonathan Ramsey Lander Jón Ævarr Erlingsson Karen Zdenka Zurga Katja Gniesmer Katrín Lillý Magnúsdóttir Lísbet Ósk Karlsdóttir Loís Miguel De Azevedo Pereira Magnea Dröfn Arnardóttir Margrét Gunnarsdóttir Mínerva Gísladóttir Orri Snæbjörnsson Sigurður Jóhann Sölvason Steen Henriksen Tinna Kristín Snæland Þórður Þór Sigurjónsson 30 ára Auður Ágústsdóttir Ármann Óli Birgisson Guðmundur Garðarsson Guðrún Jóhanna Þórðardóttir Ingi Þór Stefánsson Kári Hlíðar Jósefsson Kristina Visinskiene Stefán Ingi Daníelsson Stella Vattnes Þorbergsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Hjörtfríður er Óls- ari en býr á Álftanesi og starfar sem þroskaþjálfi á leikskólanum Krakkakoti. Maki: Stefán Þór Svein- björnsson, f. 1970, bíla- sali. Börn: Birna Rós, f. 1996, Guðlaugur Orri, f. 1998, og Bjarni Þór, f. 2004. Foreldrar: Guðlaugur Wium, f. 1944, örygg- isvörður og Hjördís Jóns- dóttir, f. 1947, starfar hjá Félagsþjónustunni í Rvík. Hjörtfríður Guðlaugsdóttir 30 ára Kári er fram- kvæmdastjóri Mynd- smiðjunnar á Egils- stöðum. Maki: Magnfríður Ólöf Pétursdóttir, f. 1976, á og rekur ferðaþjónustu- fyrirtækið Austurför. Dóttir: Kristín Indíana, f. 2010. Foreldrar: Jósef Mar- inósson, f. 1949, ljós- myndari, og Fjóla Jó- hannsdóttir, f. 1953, d. 2002, húsfreyja í Fellabæ. Kári Hlíðar Jósefsson 40 ára Magnea er Hús- víkingur og vinnur hjá Íslandspósti. Maki: Sigurður Helgi Ólafsson, f. 1971, vinnur hjá GPG fiskverkun. Börn: Ólafur Örn, f. 1990, Þóra Kristín, f. 1994, Sig- rún Lilja, f. 1995, Arna Dröfn, f. 1998, og Katla Dröfn, f. 1998. Foreldrar: Örn Arn- grímsson, f. 1956, og Kristín Magnúsdóttir, f. 1954. Magnea Dröfn Arnardóttir Sérsmíðaðar baðlausnir Speglar • Gler • Hert gler Öryggisgler • Litað gler • Bílspeglar Sandblástur • Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir á baðherbergi. Við bjóðum upp á sérsmíðaða spegla, sturtuklefa og sturtu-skilrúm. Þá erum við komnir með nýja útgáfu af ljósaspeglunum okkar vinsælu. Á nýrri heimasíðu okkar glerslipun.is er gott yfirlit yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Vatnagarða 12 þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf. Vatnagarðar 12 | Sími 588 5151 | Fax 588 5152 | glerslipun.isSTOFNAÐ 1922

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.