Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013 Spilliefni spilla Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is Við fjarlægjum allan úrgang, bæði spilliefni og annan úrgang sem til fellur hjá bílaverkstæðum og öðrum fyrirtækjum sem vinna með spilliefni. Hringdu - við sækjum! 559 2200 Sirkushátíðin Volcano í Vatnsmýrinni Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Tjaldborgin í Vatnsmýrinni kemur eflaust einhverjum spánskt fyrir sjónir. Ekki er um að ræða bráðabirgðahúsnæði fyrir Háskóla Íslands heldur er kominn til landsins loftfim- leikasirkus sem býður upp á fjöldann allan af sýningum fyrir áhorfendur á öllum aldri. Einn þeirra hópa sem koma með sirkusnum er sænski loftfimleikahópurinn Cirkus Cirkör, sem sýnir sýningu sína Wear it Like a Crown í Borgarleikhúsinu í kvöld og næstu fimm daga. „Sýningin okkar er nokkuð sérstök og krefst ákveðinna aðstæðna sem erfitt er að ná fram í sirkustjaldinu og þess vegna kjósum við að vera með hana þar sem aðstæður eru góðar,“ segir Tilde Björfors frá Cirkus Cir- kör. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Cirkus Cirkör sýnir á Íslandi en hópurinn kom fyrir rúmum tíu árum og fékk sýningin þeirra þá mjög góðar viðtökur Íslendinga að sögn Björ- fors. „Móttökurnar á Íslandi hafa verið góðar og það er gaman að geta komið hingað aftur til að skemmta Íslendingum en þeir tóku okk- ur mjög vel síðast þegar við komum með sýn- ingu til landsins.“ Lífið er áhætta Starf loftfimleikafólks getur verið hættu- legt enda reynir það á mikla líkamlega hæfni og nákvæmi. Minnsta frávik getur valdið tölu- verðum meiðslum þegar unnið er í mikilli hæð eða með hættulega hluti eins og hnífa og sverð. Björfors segist þó ekki óttast áhættuna, hún sé bæði afstæð og hluti af lífinu. „Það er áhætta að fara fram úr á morgnana og vera til. Þú tekur áhættu þegar þú keyrir í vinnuna eða flýgur á framandi slóðir í fríinu þínu. Þú tekur áhættu þegar þú segir við annan ein- stakling: „Ég elska þig.“ Áhættan að segja þessi þrjú orð getur í huga margra verið meiri en að sveifla sér á milli kaðla.“ Sýning Cirkus Cirkör, Wear it Like a Crown, fjallar nákvæmlega um þetta; þ.e. áhættuna að vera til og lifa lífinu segir Björ- fors. „Við berum áhættuna eins og kórónu, hún er hluti af því að vera til og þegar við sættum okkur við það byrjum við að lifa líf- inu.“ Á hringsnúandi sviði Borgarleikhúsins hreyfa sirkuslistamennirnir sig í heimi tál- sýna, skuggaleiks, hnífakasts, loftfimleika og leiks til að koma þeim skilaboðum til áhorf- enda að lífið sé áhætta sem við eigum að bera eins og kórónu. Íslensk menning og sirkus Sirkusstarf hefur ekki verið ríkur þáttur í íslensku menningarlífi í sama mæli og víða í nágrannalöndum okkar. Koma sirkushátíð- arinnar til Íslands getur því orðið til þess að vekja áhuga einhverra á listforminu. Björfors telur að hér geti skapast vettvangur fyrir loft- fimleika og almennar sirkussýningar þótt áhuginn hafi verið takmarkaður hingað til. „Menningarstarf á Ísandi er mjög gott og við horfum upp á hverja hljómsveitina á fætur annarri koma frá Íslandi og gera góða hluti um allan heim. Hér er því hæfileikafólk sem má virkja í sirkus- og loftfimleikastarf ef áhugi er fyrir hendi. Það tekur hins vegar tíma að vinna upp þekkingu og reynslu í loft- fimleikum og sirkussýningum en eftir því sem ég hef séð af íslenskum loftfimleikamönnum og dönsurum er hæfileikinn fyrir hendi á Ís- landi og nú þarf bara að virkja hann.“ Ferðast um allan heim Cirkus Cirkör hefur farið með sýninguna Wear it Like a Crown um allan heim frá því hún var frumsýnd fyrir þremur árum og feng- ið góðar viðtökur þar sem hún hefur verið sett upp. „Við vorum að koma frá Suður-Ameríku þar sem við settum sýninguna upp á nokkrum stöðum og við vonum að hún fái jafngóðar við- tökur á Íslandi og annars staðar.“ Á sirkushátíðinni er að finna fjölda annarra sýninga og þótt sýning Cirkus Cirkör á Wear it Like a Crown sé kannski frekar fyrir full- orðna, þar sem hnífar og vélsagir eru hluti af sýningunni, er fjöldi sýninga í boði fyrir yngri kynslóðina eins og Wally og félagar með Sirk- us Íslandi. Áhætta Hnífar eru notaðir í sýningunni. Áhættan að vera til og lifa  Sænski loftfimleika- hópurinn Cirkus Cirkör fjallar um áhættuna í sýningu sinni Wear it Like a Crown Sirkus Sænsku sirkuslistamennirnir úr Cirkus Cirkör í sýningunni Wear it Like a Crown.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.