Morgunblaðið - 04.07.2013, Side 30

Morgunblaðið - 04.07.2013, Side 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013 Lín Design Laugavegi & Akureyri www.lindesign.is Kynnum nýja vörulínu 20% af öllum nýjum vörum í dag laugardag Dokkupoki eða hárband fylgir þegar verslað er fyrir 5.000 kr eða meira. H elga er fædd í Reykja- vík 4. júlí 1973, en er uppalin í Keflavík á æskuslóðum föður síns. Hún lauk grunn- skólaprófi frá Holtaskóla í Keflavík 1989, fór þá í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdents- prófi árið 1993. „Þaðan lá leiðin til Þýskalands í rúmt ár þar sem ég dvaldi sem au-pair hjá yndislegri fjölskyldu og tók svo eina önn við Ruhr Universität í Bochum þar sem ég lagði stund á þýsk málvísindi og bókmenntir. Útþráin hófst snemma en ég fór 15 ára gömul til Bretlands í enskuskóla og 18 ára í Nordjobb í Kristiansand í Noregi auk þess að ferðast mikið með fjölskyldunni.“ Helga lauk BSc-gráðu í við- skiptafræði frá HÍ 1998 og MSc frá sama skóla árið 2005. Helga tók markþjálfun frá Háskólanum í Reykjavík 2012 og lauk svo námi sem NLP coach frá Bruen í lok árs. Helga Jóhanna Oddsdóttir, markþjálfi og viðskiptafr. – 40 ára Fjölskyldan Efri röð: Ástþór Atli, Arnór Breki og Haukur. Neðri röð: Einar, Tómas Ingi, Oddur Fannar og Helga. Markmiðið er að vaxa og njóta hvers dags Pæjugengi úr MR Þær verða allar fertugar í ár og munu fara í helgarferð til Berlínar af því tilefni. Efri röð: Steinunn og Margrét, neðri röð: Linda, Hulda, Kristbjörg Kari og Helga. Í ár fer ég huldu höfði. Þetta er lognið á undan storminumsem verður á næsta ári,“ segir Björn Bragi Arnarson, uppi-standari og sjónvarpsmaður á Stöð 2, en hann ætlar að njóta afmælisdagsins á rólegum og rómantískum nótum þetta árið og spara þannig kraftana fyrir þrítugsafmælið á næsta ári. „Ég ætla að fara út að borða með kærustunni og öðrum góðum vinum, ekkert mikið tilstand, bara huggulegheit.“ Segja má að Björn Bragi bregði með þessu út af vananum, þar sem hann er almennt ekki þekktur fyrir að taka það rólega á afmælisdaginn. Hann er sérlega mikið afmælisbarn og hefur í gegnum árin lagt mikið upp úr afmælisdeginum. Björn Bragi, sem er rómaður svínaáhugamaður, hefur nokkr- um sinnum haldið svokallaða Svínaskelduhátíð í tilefni dagsins. Hátíðin er haldin til höfuðs Hróarskelduhátíðinni, sem einmitt lendir á afmælishelginni hans. „Þetta hefur verið mikil veisla þar sem gestirnir fara í leiki sem ég bý til, en þeir fela gjarnan í sér miklar hremmingar og voru menn því eiginlega alveg hættir að skemmta sér sökum kappsemi.“ Stóri afmælisdraum- urinn hjá Birni er að eyða deginum í Bandaríkjunum, þar sem afmælisdagurinn hans lendir á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Í ár missir hann naumlega af þeirri gleði, en hann ætlar í helg- arferð með kærustunni til Boston um næstkomandi helgi. sunnasaem@mbl.is Björn Bragi er 29 ára í dag Afmælisbarn. Björn Bragi nýtur þess vanalega að halda ærlega upp á daginn, en í ár ætlar hann hins vegar að slaka á og hafa það náðugt. Lognið á undan storminum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavík Sess- elja Guðmunds- dóttir fæddist 19. ágúst kl. 5.38. Hún vó 4.000 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Elfa Arnardóttir og Guðmundur Freyr Jónasson. Nýir borgarar „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.