Morgunblaðið - 04.07.2013, Page 27

Morgunblaðið - 04.07.2013, Page 27
fyrir töfrum lands og gróanda vorsins eins og Hallgrímur Sæ- mundsson. Hann var fyrst og fremst maður ræktunar. En hann hafði ekki einungis næmt auga fyrir gróanda og vexti náttúrunn- ar heldur einnig fyrir gróanda og viðgangi þeirrar hreyfingar sem hann helgaði ungur krafta sína. Árum saman var hann lífið og sál- in í íslensku esperanto-hreyfing- unni, útvegaði húsnæði fyrir fundi Auroro, hins reykvíska esperanto-félags, og ég hygg að það sé ekki síst honum að þakka að íslenskir esperantistar eiga sér nú eigið húsnæði þótt vissu- lega hafi fleiri átt drjúgan þátt í því. Allir þeir sem Hallgrími kynntust þekktu lagni hans í mannlegum samskiptum, skaft- fellska kímni hans og græsku- lausa gamansemi. Þessir eigin- leikar, ásamt óbilandi trú hans á hugsjónir esperantista, hafa gert hann að einhverjum besta liðs- manni íslensku esperanto-hreyf- ingarinnar og ég veit að flestir þeir sem gengið hafa til liðs við hana á seinni árum hafa þar notið ómetanlegrar handleiðslu hans. Mín þakkarskuld er þar ólítil þótt ekki verði hún tíunduð hér. Viku áður en Hallgrímur dó mæltum við okkur mót á Esperantohúsi, fórum yfir ýmis gögn og ræddum um framtíð íslensku esperanto- hreyfingarinnar. Þótt hann vissi vel hvert stefndi var hann jafn brennandi í anda sem fyrr; hefði enda geta tekið undir með Kletta- fjallaskáldinu: Að hugsa ekki í árum en öldum, að alheimta ei daglaun að kvöldum því svo lengist mannsævin mest. (Stephan G. Stephansson) Að leiðarlokum viljum við Sig- urborg þakka honum og þeim Lovísu báðum ótaldar ánægju- stundir. Alltaf var jafn gott að hressandi að líta við hjá þeim hjónum í Goðatúninu þar sem skaftfellsk menning og sannur al- þjóðleiki fléttuðust saman. Lovísu, börnum og öllum að- standendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kristján Eiríksson. Brostin vinar böndin. Blessuð minning lifir. Við kveðjum í dag bekkjar- bróður okkar úr Kennaraskólan- um. Vorið 1948 var eftirminnileg kveðjustund er við gengum út í vorið glöð og hamingjusöm. Þess- um hughrifum hefur bekkjar- félagi okkar, Jón Hjörleifur Jóns- son, lýst á eftirminnilegan hátt. Já það var fyrrum þennan dag að þýðum rómi sungum við öll sama lag með sigurhljómi. Að baki lá allt bekkjar strit og bóka skræður, halda skyldi á verka vit með viskuræðu. Eftirminnileg er kveðja og heilræði Freysteins Gunnarsson- ar skólastjóra, sem hann gaf okk- ur í veganesti. Hann sagði að kennarinn væri embættisþjónn- inn, grunnstofninn væri sá sami í ambátt og embætti. Hallgrímur var sessunautur minn síðasta veturinn og saman lásum við samkvæmt nákvæmu skipulagi undir lokaprófið vorið 1948. Þar naut ég skipulagshæfni Hallgríms og nákvæmni í námi og kennslu. Eiginleikar sem veittu honum fremstu sæti í skólastjórn meðal jafningja í kennarastétt- inni. Kennsluferill Hallgríms hefur verið farsæll og hann hefur fylgt eftir þeim heilræðum sem Frey- steinn gaf okkur á þessum ham- ingjusömu vordögum fyrir 65 ár- um sem Jón bekkjarbróðir okkar sendi til okkar á 60 ára útskrift- arafmælinu. Við höfum haldið hópinn, sér- staklega síðari áratugina. Glað- værð og fögnuður hefur verið þar ríkjandi. Þær minningar eru okk- ar fjársjóður. Á kveðjustundu fylgir söknuð- ur vegna góðs félaga en aðstand- endum færum við innilega samúð. F.h. 4. bekkjar Kennaraskóla Íslands 1948, Hjörtur Þórarinsson. Kynni okkar Hallgríms Sæ- mundssonar hófust í 2. bekk Kennaraskóla Íslands haustið 1945, en þar urðum við samferða í þrjá vetur ásamt hálfum þriðja tug góðra félaga og lukum próf- um vorið 1948. Sumarið 1947 unn- um við Hallgrímur saman á skurðgröfu í Stafholtstungum í Borgarfirði. Þá var vikum saman suðvestanátt með vætu svo að hey bænda hröktust. Á sunnu- dögum fórum við ýmsar smáferð- ir um héraðið, t.d. að Svartagili í Norðurárdal. Af hálsbrún þar fyrir ofan er mjög fögur útsýn. En í hrauninu fyrir neðan hittum við á fjölgróinn og skjólgóðan hraunbolla. Við gengum á Grjót- háls frá Sigmundarstöðum í Þverárhlíð, en af hálsinum sér yf- ir innri hluta Norðurárdals og til Holtavörðuheiðar allt norður undir Haukadalsskarð. Einn sunnudag síðdegis komum við í Högnastaði og hittum hinn mark- fróða og fjárglögga Ásmund Ey- steinsson, en hann kom okkur mjög á óvart. Eini góði þurrkdag- urinn var þegar Snorrahátíðin var í Reykholti, en þangað fórum við Hallgrímur að sjálfsögðu. Ólafur, síðar konungur í Noregi, afhjúpaði þá minnismerki um Snorra Sturluson. Við sáum fjár- fjöldann streyma af heiðunum til Þverárréttar. Helst leit út fyrir að sumar ærnar eignuðu sér vissa staði í réttinni. Svipað hafði ég að vísu séð áður í Skriðuklausturrétt á Héraði, en þar er fjárfjöldinn áþekkur. Borgarfjarðarhéraði og Fljótsdalshéraði svipar á ýmsan hátt saman en snúa nærri önd- vert hvort við öðru. Að sumar- vinnu lokinni héldum við svo til lokadvalar í skólanum. Eftir skóla dreifðist hópurinn til kennslu á ýmsum stöðum á landinu. Hallgrímur fór til Hornafjarðar og kenndi þar í 12 ár, en árið 1960 fluttist fjölskyld- an til Garðabæjar, hvar hann kenndi til starfsloka við grunn- skólann. Hallgrímur vann heilladrjúgt starf um margra ára bil í þágu heyrnarskertra. Frá námsárum í Kennaraskóla kynnti hann sér esperantó og sótti þing og ráð- stefnur þeirra erlendis. Eftirminnilegt var þegar Hall- grímur vakti mig upp um miðja nótt í sumardvalarstað mínum á Héraði. Þá voru þau Lovísa kona hans á hringferð um landið á reið- hjólum. Þetta voru sannarlega óvæntir fagnaðarfundir og ánægjulegt að lýsa Héraði frá bæjarhólnum morguninn eftir. Leiðir okkar Hallgríms lágu aftur saman tvö sumur upp úr 1970 við nám í sérkennslu (les- hjálp) í Kennaraháskóla Íslands. Þar kynntumst við reynslumikl- um kennurum á ýmsum aldri en námið var sniðið eftir norskri sér- kennslu. Alltaf mætti ég sama glaðværa og kannandi viðhorfinu hjá Hall- grími. Slíkt dugir best til kennslu og til að sinna margvíslegum fé- lagsstörfum eins og hann fékkst við. Við bekkjarfélagarnir, sem út- skrifuðumst úr KÍ 1948, hittumst á fimm ára fresti fyrstu þrjá ára- tugina en síðan oftar. Alltaf var Hallgrímur ljúfur félagi. Og því fylgir honum nú innileg saknaðarkveðja frá okkur öllum, sem enn lifum. Lovísu konu hans og fjölskyldu vottum við einlæga samúð. Sigurður Kristinsson. Í dag kveðjum við heiðurs- félaga og velunnara Heyrnar- hjálpar til margra ára, Hallgrím Sæmundsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Heyrnarhjálpar, félags heyrnarskertra á Íslandi. Hallgrímur var heiðursfélagi frá árinu 1997 en þá höfðu hann og eiginkona hans Lovísa Óskars- dóttir starfað árum saman fyrir félagið af alúð og áhuga. Þau hafa verið virkir þátttakendur í starf- semi félagsins og tekið þátt í flestum fundum og atburðum. Á árunum 1968 til 1978 ferð- uðust þau um landið, á eigin bíl og með eigið tjald, og heimsóttu helstu þéttbýliskjarna landsins. Þau kynntu starfsemi félagsins og þau tæki og úrræði sem í boði voru fyrir heyrnarskerta á þeim tíma. Hallgrímur var ráðinn fram- kvæmdastjóri Heyrnarhjálpar árið 1986 og starfaði til ársins 1994. Hann var hæglátur maður, virtur og mikils metinn af heyrn- arskertu fólki, enda þolinmóður og ráðagóður. Um leið og við vottum Lovísu og öllum aðstandendum innilega samúð, þökkum við fyrir þeirra mikla og góða starf í þágu okkar málstaðar, sem er réttindi fyrir þá sem heyra minna en aðrir. F.h. stjórnar og starfsfólks Heyrnarhjálpar, Kolbún Stefánsdóttir. Með Hallgrími Sæmundssyni er fallinn frá einn atkvæðamesti liðsmaður íslensku esperanto- hreyfingarinnar frá upphafi. Hallgrímur var virkur í esper- anto-starfi í meira en 6 áratugi, bæði innanlands og utan. Hall- grímur gegndi formennsku og fleiri trúnaðarstörfum, bæði í Aú- roro, félagi esperantista í Reykjavík og nágrenni, og Ís- lenska esperantosambandinu. Hann þýddi mikið, bæði bók- menntir og námsefni, allt frá öld segulbandsins og fram til þess er hann þýddi gagnvirkt esperanto- námskeið fyrir vefkennslu. Þá sinnti hann allra manna mest hin- um veraldlegri málefnum hreyf- ingarinnar, hvort sem voru sam- skipti við alþjóðahreyfinguna, milliganga um tímarita- eða bókakaup, auk þess sem hann hýsti bókasafn og bókaverslun esperantista meðan hreyfingin var húsnæðislaus. Hann átti einn- ig mestan þátt í að hreyfingin eignaðist eigið húsnæði. Hall- grímur sótti alþjóðaþing og aðrar esperanto-samkomur erlendis reglulega frá 1949. Hann var allra manna best upplýstur um það sem gerðist meðal esperant- ista úti í hinum stóra heimi, því hann reiddi sig ekki einungis á blöð, tímarit og bréfaskipti, held- ur einnig stuttbylgjusendingar fyrir daga internetsins – enda leitun að esperantista sem var betur heima í tæknilegum efnum. Fyrir ósérhlífið og ötult ævistarf, drifið af hugsjón og ástríðu, var hann gerður að heiðursfélaga í al- þjóðasambandi esperantista í júní síðastliðnum. En við minnumst Hallgríms fyrst og fremst sem félaga sem var fróður og skemmtilegur, sem gaman var að ræða við, hvort sem var á íslensku eða esperanto, á léttum nótum eða alvarlegum, um flest milli himins og jarðar. Þóttu Aúroro-fundir ekki fullskipaðir þegar Lovísu og Hallgrím vant- aði. Við sendum Lovísu og fjöl- skyldu þeirra innilegar samúðar- kveðjur. F.h. Íslenska esperantosam- bandsins og Aúroro, Hannes Högni Vilhjálmsson og Steinþór Sigurðsson. Það hefur verið sterkt ein- kenni í skipulagi og þróun vel- ferðarmála á Íslandi, að hags- munafélög sjúklinga hafa verið mjög virk á þeim vettvangi. Oft- ast hefur frumkvæði að bættri þjónustu komið frá þeim og með góðum almennum stuðningi hef- ur mikill árangur náðst á flestum sviðum, undir umsjón og með að- haldi þeirra í málaflokknum. Félagið Heyrnarhjálp er næst- elsta félagið í Öryrkjabandalagi Íslands og var stofnað í nóvem- ber 1937, af heyrnarskertum, að- standendum þeirra og öðru áhugafólki. Frá bernsku hef ég þurft að nota heyrnartæki en fé- lagið var lengi eini aðilinn sem veitti þjónustu á því sviði. Er ég kom heim eftir háskóla- nám erlendis, 1968, tók ég að mér formennsku í Heyrnarhjálp. Þá hófust kynni okkar Hallgríms Sæmundssonar, en hann hafði starfað lengi í Foreldra- og styrktarfélagi heyrnardaufra barna og hjá Heyrnarhjálp í hlutastarfi. Hallgrímur var ætíð störfum hlaðinn en þessu grein- arkorni er fyrst og fremst ætlað að minnast hans fyrir óeigingjörn störf í þágu heyrnarskertra á Ís- landi. Hann fylgdist mjög vel með tækniþróun og nýjungum í heyrnartækjum og öðrum hjálp- artækjum, sem jók fjölbreytni í þjónustu félagsins. Hallgrímur var vinsæll leiðbeinandi, en mikla vinnu og þolinmæði þurfti oft til, þar sem margir skjólstæðing- anna voru börn eða eldri borg- arar. Þá lipurð, sem til þurfti, átti hann næga. Heyrnarhjálp lagði aukna áherslu á þjónustu við lands- byggðina og frá 1968 voru farnar árlegar sumarferðir, með við- komu á flestum þéttbýlisstöðum landsins, með stuðningi Land- læknisembættisins. Hjónin Hall- grímur og Lovísa skipulögðu og fóru þessar ferðir og eftir 1974 einnig Einar Sindrason, háls-, nef- og eyrnalæknir. Hundruð sjúklinga fengu árlega læknis- þjónustu, heyrnarmælingu, út- hlutun heyrnartækja eftir þörf- um og leiðbeiningar og þjálfun í meðferð þeirra. Náin samvinna var við héraðslækna og heilsu- gæslustöðvar m.a. um eftirfylgni. Alltaf mátti leita til Hallgríms og Lovísu. Eftir að Heyrnar- og talmeina- stöð Íslands tók að sér alla út- hlutun heyrnartækja 1979, varð aðalhlutverk Heyrnarhjálpar al- menn hagsmunagæsla og víðtækt fræðslu- og kynningarstarf. Mikil eftirspurn var áfram eftir leið- beiningum og þjálfun hjá Hall- grími vegna þekkingar hans og reynslu og einstakrar alúðar hans gagnvart skjólstæðingunum. Þúsundir Íslendinga geta þakkað honum aukin lífsgæði sín. Hallgrímur var lengi kjölfest- an hjá Heyrnarhjálp og lauk starfsferlinum þar sem fram- kvæmdastjóri 1986-1994. Blessuð sé minning hans. Guðjón Ingvi Stefánsson. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013 ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR JÓNÍNU NÍELSDÓTTUR, Droplaugarstöðum, Snorrabraut 58. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Droplaugarstaða fyrir umhyggju og hlýju. Kristinn Gíslason, Auður Björg Sigurjónsdóttir, Halldóra Gísladóttir, Reynir Ragnarsson, Kjartan Gíslason, Ólöf S. Jónsdóttir, Óskar Gíslason, Heiða Waage, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Hjörleifur Sveinbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar elskulegi RAGNAR GUÐJÓNSSON, Syðri-Kvíhólma, V-Eyjafjöllum, verður jarðsunginn frá Ásólfsskálakirkju laugardaginn 6. júlí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Fyrir hönd aðstandenda, Rannveig H. Gunnlaugsdóttir, Jóhann Þórir Guðmundsson, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Árný Inga Guðjónsdóttir, Hannes Guðmundsson, Ragnar Aðalsteinn Guðjónsson, Hildur Evlalía Unnarsdóttir og langafabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN RAGNARSDÓTTIR, Lallý, Dvalarheimilinu Grund, Reykjavík, lést fimmtudaginn 20. júní á dvalarheimilinu Grund, Reykjavík. Útförin fer fram frá Kirkju Óháða safnaðarins mánudaginn 8. júlí kl. 15.00. Sigríður Bachmann Egilsdóttir, Ragna Bachmann Egilsdóttir, Ólafur Ásberg Árnason, Einar Bachmann Egilsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU GEIRLAUGAR ÓLAFSDÓTTUR, Strandaseli 3. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heimaþjónustu Reykjavíkurborgar fyrir ómetanlega aðstoð á undanförnum árum. Björn Lúðvíksson, Vigdís Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Skrifstofur okkar eru lokaðar í dag, fimmtudaginn 4. júlí, vegna útfarar ÓLAFS E. RAFNSSONAR lögmanns. Lögmenn Hafnarfirði. Lögmannsstofa Loga Egilssonar. Íslenskir lögmenn. Bókhaldsstofan. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÓLAFUR GUÐMUNDUR JÓHANNSSON, fyrrverandi aðalvarðstjóri á Siglufirði, andaðist á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar föstudaginn 28. júní. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju föstudaginn 5. júlí kl. 14.00. Sigríður Björnsdóttir, Björn S. Ólafsson, María Jóhannsdóttir, Kjartan S. Ólafsson, Þóra Sigurgeirsdóttir, Sigrún G. Ólafsdóttir, Sigríður E. Ólafsdóttir, Guðbrandur J. Ólafsson, J. Sóley Ólafsdóttir, Björn Z. Ásgrímsson, Ólafur Á. Ólafsson, Pamela C. Ólafsson. ✝ Okkar ástkæri RÓBERT ARNFINNSSON leikari lést á dvalarheimilinu Grund mánudaginn 1. júlí. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 9. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag vangefinna. Fyrir hönd aðstandenda, Stella Guðmundsdóttir, Alma C. Róberts, Þorlákur Hermannsson, Linda Roberts, Ólafur Þór Gunnarsson, Agla B. Roberts, Stefán Rúnar Kristjánsson, afa-, langafa- og langalangafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.