Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 20
FRÉTTASKÝRING
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Áætlanagerð í ríkisfjár-málum, framsetning fjár-laga og framkvæmdþeirra verður tekin fastari
tökum og ábyrgð ráðherra gagnvart
þinginu verður skýrari nái frum-
varpsdrög að lögum um opinber
fjármál fram að ganga. Stýrinefnd
sem unnið hefur að gerð frumvarps-
ins frá því í nóvember 2011 skilaði
drögum að því nú í júní.
Hlutverk nefndarinnar var að
skoða þær aðferðir og verklag sem
fremst er talið í tengslum við rík-
isfjármál, fjárlagagerð, fjárstjórn og
reikningshald hins opinbera. Guð-
mundur Árnason, ráðuneytisstjóri
fjármálaráðuneytisins, var formaður
nefndarinnar.
„Með þessu er reynt að setja
lög sem taka til stefnumörkunar í
opinberum fjármálum í heild sinni.
Það er verið að tryggja að það sé
hægt að samhæfa fjármál ríkisins og
sveitarfélaganna en þau hafa farið
með vaxandi hluta hinna opinberu
gjalda og umsvifa. Það er ekki síst
mikilvægt í hagstjórnartilliti að
markmið séu sett fyrir opinber fjár-
mál í heild sinni og þau séu ekki að-
skilin fyrir ríki og sveitarfélög,“ seg-
ir Guðmundur.
Stefna mörkuð til lengri tíma
Frumvarpið gerir ráð fyrir
ákveðnari ramma um stefnumörkun
í opinberum fjármálum og hvaða
markmið sett eru til lengri tíma. Það
verði gert á grunni skilgreindra
gilda sem eru sjálfbærni, stöðug-
leiki, varfærni, festa og gagnsæi.
Það kveður einnig á um þau ný-
mæli að ný ríkisstjórn setji sér
stefnu og markmið um afkomu hins
opinbera fyrir allt kjörtímabilið sem
Alþingi samþykkir. Þannig sé stefn-
an mörkuð til að minnsta kosti fimm
ára í þingsályktunartillögu. Á
grundvelli þeirrar stefnu setji ríkis-
stjórn fram árlega fjármálaáætlanir
til þingsins þar sem fjárlagarammar
fyrir komandi fjárlög og næstu fimm
ár séu skilgreindir. Lagt er til að
sérstakt fjármálaráð verði sett á fót
sem veiti umsagnir um áætlanirnar
og veiti ríkisstjórn aðhald.
Hvað varðar fjárlagagerðina
sjálfa segir Guðmundur að horfið sé
frá skiptingu útgjalda á grundvelli
verkaskiptingar framkvæmdavalds-
ins og frá þeirri hugsun um hvaða
ráðuneyti fá hvað. Þess í stað verði
áherslan færð yfir á málefnasvið og
málefnaflokka. Þannig gætu
menntamál verið eitt svið og há-
skólamál verið málefnaflokkur þess,
til dæmis.
„Við horfum til þess að fjárlögin
sjálf verði einfölduð mjög og fjár-
lagaliðum fækkað mikið. Það er sér-
kenni á íslenskum fjárlögum að
fjöldi fjárlagaliða er gríðarlega mik-
ill. Þeir hafa verið á bilinu 700-900.
Með þessu myndi þeim fækka veru-
lega,“ segir Guðmundur en mál-
efnasviðin gætu verið um þrjátíu.
Þannig fengi þingið færi á að
forgangsraða útgjöldum á annan og
afmarkaðri hátt en hingað til.
Tryggja meiri aga
Annað markmið frumvarpsins
er að tryggja mun meiri aga í fram-
kvæmd fjárlaga og skýrari ábyrgð
einstakra ráðherra á henni.
Þannig þurfi ráðherrar
hvers ráðuneytis að
kynna fjárlaganefnd
Alþingis framkvæmd
fjárlaganna hvað sitt
ráðuneyti varðar reglu-
lega og tilkynna fyrirfram ef
fyrirséð er að frávik verði frá
fjárlögum.
Fjárlagaliðum verði
fækkað verulega
Morgunblaðið/Þorkell
Fjármálaráðuneytið Frumvarpið miðar meðal annars að því að koma á
skýrari sýn á langtímamarkmið í fjármálum hins opinbera.
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nefnd semverið hefur22 mánuði
að fjalla um málefni
Íbúðalánasjóðs
kynnti skýrslu sína á blaða-
mannafundi. Nokkur glennu-
gangur og fullyrðingagleði sumra
nefndarmanna vakti athygli. En
hin stuttu kynni bentu ekki endi-
lega til að nefndin hefði fullt vald
á verki sínu.
Daginn eftir útgáfu doðrant-
anna fór fram umræða um efni
þeirra á þingi og meðal annarra
ólesinna. Allt er það óþægilega
kunnuglegt. Einu af því sem tek-
ið er beint úr skýrslunni var sleg-
ið upp: Skeyti til hennar frá Þór
Saari um atburð sem hann segist
hafa verið viðstaddur meðan
hann var starfsmaður Seðlabank-
ans og snýr að Eiríki Guðnasyni
bankastjóra.
Þór Saari segir í skeyti til
nefndarinnar að hann hafi verið
staddur í mötuneyti SÍ ásamt
fleirum: „Eiríkur tjáði okkur frá
að daginn áður hafi hann verið
skipaður í stjórn hins nýja Fjár-
málaeftirlits sem var að taka til
starfa við sameiningu Bankaeft-
irlitsins sem hafði áður verið inn-
an Seðlabankans og Trygginga-
eftirlitsins. Við óskuðum honum
til hamingju með skipunina og að
það gætu verið spennandi tímar
framundan með svona nýja stofn-
un. Eiríkur þakkaði fyrir og sagði
svo þessi orð sem enn hafa ekki
liðið mér úr minni. „Það sér-
kennilega er að skipunin var háð
því skilyrði að ég væri sammála
því að ráða son félagsmálaráð-
herra sem forstjóra stofnunar-
innar.““
Rannsóknarnefndin fjallar um
þessi orð Þórs Saari:
„Ef þetta er rétt, þ.e. að Eirík-
ur hafi verið skipaður eftir að
hann samþykkti hver yrði for-
stjóri, þá liggur í augum uppi að
það var ekki stjórn Fjármálaeft-
irlitsins sem mat hæfi umsækj-
enda um stöðu forstjóra hinnar
nýju stofnunar og réð þann hæf-
asta. Sá sem skipaði stjórnina var
sjálfur búinn að ákveða það.“
Nú vill svo til að Eiríkur
Guðnason var bæði orðvar og
grandvar maður. (Þór Saari
þekkir almenningur.) Engar lík-
ur standa til að Eiríkur hefði tal-
að af slíku gáleysi á kjaftatörn í
mötuneyti. En það sem meira er
þá var Eiríkur Guðnason aldrei
skipaður í stjórn Fjármálaeft-
irlitsins. Nefndin hefði getað not-
að eitthvað af sínum 66 mann-
mánuðum til að kanna það. En
það gerir hún ekki. Hún notar
hins vegar skeyti Þórs Saari, sem
á enga stoð, til að fimbulfamba
eftirfarandi: „Annars vegar í
merkingunni hæfi þar sem
spurningin er um hæfi þess sem
ráðinn var til að gegna starfinu,
hins vegar í merkingunni viðeig-
andi sem beinist að ráðning-
arákvörðuninni sjálfri. Þannig
má ef til vill segja að þessi ráðn-
ing hafi getað verið tæknilega
rétt, þ.e. að rétt og faglega hafi
verið að ráðningarferlinu staðið
og öllum hæfnisskilyrðum þess er
ráðinn var hafi verið
fullnægt. En óhætt
er að segja að í
þessu tilfelli var
ákvörðun um þessa
ráðningu ekki við hæfi í þeirri
merkingu að ákvörðunin var ekki
viðeigandi. Þessi ákvörðun var
óviðeigandi vegna þess trúverð-
ugleika sem þarf að ríkja við
ráðningar í áhrifa- og ábyrgð-
arstöður hins opinbera almennt.
Þá var þessi ákvörðun sér-
staklega óviðeigandi vegna þess
að trúverðugleiki er fjöregg eft-
irlitsstofnana sem eiga að sinna
eftirlitshlutverki sínu óháðar
pólitískum áhrifum. Oft þarf lítið
til að spurningar vakni um trú-
verðugleika eftirlits. Efasemdir
um trúverðugleika eftirlits veikja
stöðu eftirlits sem aftur getur
vakið spurningar um lögmæti eft-
irlitsins.“
Þessi fullyrðingasama nefnd
virðist einnig sjá ástæðu til að
fjalla um Seðlabanka Íslands og
gerir hann að „eftirlitsstofnun“
með Íbúðalánasjóði. Fyrir því er
ekki nokkur stafur. (Nema
nefndinni hafi borist skeyti frá
Þór Saari um það málefni líka.)
Og nefndin, sem er þessi líka sér-
fræðingur í „trúverðugleika“ eins
og tilvitnaður texti, sem á rót í
hugarburði Þórs Saari, fjallar um
trúverðugleika Seðlabankans af
sama myndugleik og at-
hugasemdarbloggarar á Dag-
blaðinu gera allajafna.
Athugasemdir SÍ um íbúða-
lánasjóð og skipan mála liggja
fyrir, en hina 22 mánuði sem
nefndin var að vinna fyrir sínum
ofurlaunum óskaði hún aldrei (!)
eftir samtölum við þá sem gerst
þekktu til mála þar né heldur eft-
ir upplýsingum frá forráðamanni
Fjármálaeftirlits! Eftirfarandi
skrifaði SÍ og birti vorið 2006:
„Seðlabankinn hefur eindregið
mælt með því að skipulagi íbúða-
lána verði breytt og að ríkið dragi
úr beinni þátttöku sinni. Sam-
keppni á þessum markaði er eft-
irsóknarverð og bankar og spari-
sjóðir geta styrkt stöðu sína til
langs tíma litið með því að veita
íbúðalán.
Seðlabankinn mælti gegn
rýmkun útlánareglna Íbúðalána-
sjóðs árið 2004, ekki síst vegna
tímasetningar hennar. Bankar og
sparisjóðir töldu að sér þrengt og
brugðust við með stórhækkuðum
útlánum og lengingu lána. Afleið-
ingin varð mikil skuldaaukning
heimila, hækkun fasteignaverðs,
aukin neysla, mikill innflutningur
og tilheyrandi viðskiptahalli.
Vaxtamyndun á íbúðalána-
markaði hefur verið óeðlileg og
fjármögnun banka og sparisjóða
ekki í nægilegu samræmi við skil-
mála veittra lána. Núverandi
staða er óviðunandi og brýnt að
hrinda breytingum í framkvæmd
sem fyrst.“
Þetta er eitt dæmi af ótalmörg-
um. Örstutt kynni af skýrslu
nefndar um málefni Íbúðalána-
sjóðs gefa ekki vonir um að þar
fari björgulegt plagg. Sé svo hef-
ur miklum fjármunum og tíma
verið á glæ kastað.
Dapurlega illa farið
með fé og tíma}Lúðraþytur út af litlu
F
jölmargar rannsóknir, sem vís-
indamenn um allan heim vinna að
fyrir okkur hin, létta okkur lífið.
Ávinningurinn er augljós hvað
læknavísindin snertir.
Hálfníræð íslensk kona skíðaði í vetur með
nýjar gervimjaðmakúlur. Björk Guðmunds-
dóttir lét fjarlægja sigg af raddböndunum hjá
skurðlækni í Boston og hljómar nú eins og hún
gerði fyrir fimmtán árum. Adele fór til sama
skurðlæknis. Landsliðsmarkvörðurinn Stefán
Logi Magnússon bætti leik sinn enn frekar
eftir að hann gekkst undir laseraðgerð á aug-
um.
Það er synd að við erum ekki að nýta okkur
að sama marki allar hinar óteljandi rannsóknir
sem hafa þó verið gerðar á jafnvandaðan hátt
og þær sem hafa fleygt líkamlegu atgervi okkar áfram.
Hér á ég við rannsóknir vísindamanna sem hafa skoðað
hvernig við getum náð fullkomnu jafnvægi í einkalífinu
með því að leysa öll okkar hversdagslegu andans mál er
snúa til dæmis að samskiptum maka og vinnufélaga,
streitu, svefni og hamingju. Við lesum um margt af þessu
í blöðunum en virðum það lítils – flokkum það sem lífs-
stílsdellublaður.
Nánari lestur leiðir yfirleitt í ljós að fræðin eru ekkert
rusl. Fjöldi þátttakenda hleypur á hundruðum, oft þús-
undum, fylgst er með viðfangsefnunum í tugi ára, nið-
urstöður annarra eldri rannsókna um sama efni eru
keyrðar saman með þeim nýju og loks birtast niðurstöð-
urnar í þekktustu vísindaritum heims.
Aukalega er hægt að nýta sér afrakstur
þessara fræðilegu athugana án nokkurrar
tafar í heimahúsi, án eftirlits fagfólks,
svona oftast nær, og það eru engir biðlist-
ar. Hér er ein rannsókn sem jafnast á við
augnlaseraðgerð, þetta er laseraðgerð á
hjónalífinu, en það voru vísindamenn við
Háskólann í San Fransisco undir stjórn Sö-
ruh Holley sem fylgdust með 127 miðaldra
hjónum í ein 13 ár og hvernig þau tókust á
við umræðuefni sem makarnir voru ekki
sammála um. Aðferðin? Skipta um um-
ræðuefni.
Taka skal fram að yngra fólki er alls
ekki ráðlagt að taka þennan pól í hæðina. Í
ungum samböndum er nauðsynlegt að fólk
fái að kynnast og finna hvaða núningsfletir eru á sam-
bandinu. En þegar fólk er búið að vera saman í 20 ár og
veit hvort eð er hvað makanum finnst og að það er ekki
hægt að snúa honum? Þá er það til einskis að rífast í
hundraðasta skiptið um málefnið. Þið stígið á jarð-
sprengjusvæðið uppeldisaðferðir. Verið eldsnögg að
beina athyglinni að því hvort þið eigið að hafa Jamie Oli-
ver eða Barilla-pasta í kvöldmatinn. Fjármál? Hækkið í
veðurfréttunum. Óuppgerðar systkinasakir? „Sjáðu fugl-
inn!“
Því það hættir víst aldrei neinn að kenna hinum um það
sem aflaga fer. Svo einfalt er það, segja vísindamenn
vestanhafs. julia@mbl.is
Júlía Margrét
Alexandersdóttir
Pistill
Vel á minnst
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Í greinargerð með frumvarps-
drögunum kemur fram að út-
gjöld hafi aukist um 12% frá
fjárlögum að meðaltali undan-
farin tíu ár. Guðmundur Árna-
son, ráðuneytisstjóri fjár-
málaráðuneytisins, segir að í
fáum ríkjum í hinni vestrænu
veröld sé vikið eins mikið frá
fjárlögum í útgjöldum hins op-
inbera og á Íslandi.
„Við skerum okkur úr ásamt
löndum sem við viljum kannski
síður bera okkur saman við.
Jafnvel þó að þetta hafi horft til
betri vegar hin síð-
ari ár þá segir
þetta okkur að
það hefur lítið
mark verið tekið á
þeirri stefnu-
mörkun í op-
inberum fjár-
málum sem
kemur fram í
fjárlögum. Þessu þarf
að breyta,“ segir hann.
Frávikin mikil
frá fjárlögum
ÍSLAND SKER SIG ÚR