Morgunblaðið - 30.08.2013, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Aðeins er tímaspursmál hvenær Kolbeinsey,
nyrsti punktur Íslands, hverfur í sæ en það mun
hins vegar ekki hafa nein áhrif á efnahags-
lögsögu Íslendinga. Þetta segir Tómas H. Heið-
ar, þjóðréttarfræðingur utanríkisráðuneytisins.
Sigmaður Landhelgisgæslunnar seig niður í
eyjuna á miðvikudag og skoðaði aðstæður. Ekki
var hægt að sjá þess merki að þar hefði verið
steyptur þyrlupall en áhöfn varðskipsins Óðins
og starfsmenn Vita- og hafnamálastofnunar
byggðu hann árið 1989 að því er segir í tilkynn-
ingu frá Landhelgisgæslunni. Undirstöður eyj-
unnar hafa lengi verið afar rýrar.
Tómas segir að tilraunum til að steypa
þyrlupall í eynni hafi verið hætt á sínum tíma,
bæði af þeirri ástæðu að menn sáu fram á að
hann dygði ekki og vegna þess að hugsanlega
yrði litið á klettinn sem manngerða eyju sem
hefði enga hafréttarlega þýðingu. Samningur
sem var gerður á milli Íslands annars vegar og
Danmerkur og Grænlands hins vegar árið 1997
um afmörkun hafsvæðisins á milli Íslands og
Grænlands tryggi hins vegar að lögsaga Íslands
breytist ekki hver sem örlög Kolbeinseyjar
verða.
„Engin bein tilvísun er í samningnum til
Kolbeinseyjar og því ljóst af samningnum sjálf-
um að mörk efnahagslögsögu Íslands og Græn-
lands munu standa óhögguð þótt kletturinn
hverfi,“ segir Tómas.
Lögsaga breytist ekki þótt eyja hverfi
Kolbeinsey heldur áfram að sökkva í sæ Sigmaður frá Landhelgisgæslunni kannaði eyjuna í
vikunni Samningur við Dani og Grænlendinga tryggir óbreytta lögsögu þó að kletturinn hverfi
Klettur Flogið var yfir Kolbeinsey í gæslu- og eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar á miðvikudag.
Á hverfanda hveli
» Kolbeinsey liggur 105
kílómetra norðan við land,
74 km norðvestur af Gríms-
ey.
» Eyjan var fyrst mæld á
17. öld og var þá sögð 100
metra breið og 700 metra
löng. Árið 1903 var hún orðin
helmingi minni.
» Árið 2001 var kletturinn
mældur og var þá aðeins 90
fermetrar að stærð.
» Fimm árum síðar kom í
ljós að hluti af þyrlupallinum
sem var steyptur undir lok 9.
áratugarins var hruninn.
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Heilbrigðisráðherra ætlar að funda
með starfsfólki Heilbrigðisstofnunar
Vestmannaeyja (HSVE) í næstu
viku. Forstöðumaður stofnunarinnar
tilkynnti á mið-
vikudag að skurð-
stofu stofnunar-
innar yrði lokað 1.
október í sparnað-
arskyni.
„Ráðuneytið var
með vinnuhóp um
fjármál og starf-
semi stofnunarinn-
ar sem skilaði til-
lögum í ágúst. Þar var ekki gert ráð
fyrir að loka skurðstofu eða fæðingar-
deild heldur hlífa þeim. Það var hins
vegar tillaga forstöðumannsins að ein-
faldast væri að fara þessa leið sem
hann var að tilkynna. Það ber að und-
irstrika að þetta er ákvörðun forstöðu-
mannsins sem hefur það verkefni að
reka stofnunina,“ segir Kristján Þór
Júlíusson, heilbrigðisráðherra.
Hann segir að lengi hafi legið fyrir
að HSVE hafi verið rekin með við-
varandi halla sem forstöðumanni
hennar hafi ekki tekist að vinna bug
á. Ríkisendurskoðun hafi ítrekað
bent á að á því þurfi að taka.
Tilkynningin um lokun skurðstof-
unnar vakti hörð viðbrögð í bæjar-
ráði Vestmannaeyjarbæjar. Elliði
Vignisson bæjarstjóri sagði meðal
annars í Morgunblaðinu í gær að
taka þyrfti tillit til sérstakra að-
stæðna í Eyjum því þær gætu ein-
angrast fyrirvaralítið.
Kristján Þór segir að fráföll í
sjúkraflugi séu ekki öðruvísi en á öðr-
um stöðum á landinu. Skurðstofan í
Vestmannaeyjum hafi verið lokuð
undanfarnar þrjár vikur án þess að
sérstök umræða hafi verið um það.
Spurður að því hvort að ráðuneyt-
ið ætli með einhverjum hætti að
skerast í leikinn, og tryggja að
skurðstofunni verði ekki lokað, seg-
ist Kristján Þór fyrst ætla að ræða
við starfsfólk HSVE áður en hann
leggi fram einhverjar hugmyndir að
úrlausn.
Lokun ekki í tillögum vinnuhópsins
Niðurskurður HSVE hefur þurft að skera niður um 70-80 milljónir.
Ákvörðun um að loka skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja var forstöðumannsins, segir
heilbrigðisráðherra Fundar með starfsfólki í næstu viku Hefur verið lokuð í rúmar þrjár vikur
Kristján Þór
Júlíusson
Um 20 bresk ungmenni eru nú stödd hér á landi,
en þau eru frá skólanum The King’s School og
New College for the blind and visually impaired
í Worcester. Sum barnanna hafa fulla sjón en
önnur eru sjónskert og jafnvel alblind. Þau hafa
ferðast um Ísland og fengu í gær að skoða Ís-
landskortið í Ráðhúsi Reykjavíkur með fing-
urgómunum. Júlíus Vífill Ingvarsson borg-
arfulltrúi tók á móti þeim.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fá að kynnast fjöllum og fjörðum Íslands
Blindir nemendur fengu að þreifa á Íslandskortinu í Ráðhúsinu
Óendurskoðaður
árshlutareikn-
ingur Reykjavík-
urborgar fyrir
tímabilið frá jan-
úar til júní 2013
var lagður fram í
borgarráði í gær.
Rekstrarniður-
staða samstæðu
Reykjavíkur-
borgar, A- og B-
hluta, var jákvæð um 1.819 millj-
ónir króna en áætlun gerði ráð fyr-
ir jákvæðri niðurstöðu um 416
milljónir. Rekstrarniðurstaðan er
því 1.403 milljónum betri en áætlun
gerði ráð fyrir. Viðsnúningurinn er
vegna þess að tekjur aukast en þær
voru 1.978 milljónum umfram
áætlun.
Niðurstaðan sýnir að rekstur
samstæðunnar er að styrkjast. Til
A-hluta telst starfsemi sem er að
hluta eða öllu leyti fjármögnuð með
skatttekjum en til B-hluta teljast
fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki
sem eru að hálfu eða meirihluta í
eigu borgarinnar.
Afkoman
betri en
áætlað var
Sex mánaða upp-
gjör frá borginni
Reykjavík Rekstur
borgar styrkist.
Heilbrigðisstofnun Vest-
mannaeyja hefur verið í fjár-
kröggum um nokkurt skeið. Í
mars veitti velferðarráðuneytið
stofnuninni 15 milljón króna
aukaframlag til þess að hún
gæti haldið áfram að kaupa lyf.
Lyfjaheildsalar höfðu lokað fyrir
viðskipti við hana vegna skulda
hennar við þá.
Gunnar Gunnarsson for-
stöðumaður sagði við blaðið í
gær að flestar fæðingar færð-
ust til Reykjavíkur við lokun
skurðstofunnar.
Lokuðu á lyf
HALLAREKSTUR