Morgunblaðið - 30.08.2013, Side 24
STYKKISHÓLMUR
DAGA
HRINGFERÐ
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Biðlistinn er langur og 95% skjól-
stæðinga okkar eru fólk sem á langa
veikindasögu að baki. Verkir í baki
eru mörgum mikil þjáning og er
þetta eitt stærsta heilbrigðisvanda-
mál þjóðarinnar,“ segir Jósep Blön-
dal, yfirlæknir á St. Franciskusspít-
alanum í Stykkishólmi.
Um tuttugu ár eru síðan deildin
á sjúkrahúsinu í Hólminum, sem
sinnir fólki sem er veikt í baki eða
með hálsverki hóf starfsemi. Rúmin
þar eru þrettán, en í sparnaði síð-
ustu ára hafa stundum aðeins níu
verið opin. Þeim sem koma í með-
ferð er forgangsraðaðið, hámarks-
bið eftir meðferð er tvö ár en nýlega
voru 315 manns á biðlista og 210
biðu mats.
Að frumkvæði Jóseps
Alls fóru um 220 sjúklingar í
gegnum meðferð á deildinni á
sjúkrahúsinu í fyrra, þar sem að
auki eru fjórtán rúm á almennri
sjúkra- og legudeild. Sjúkrahúsið í
Hólminum og starfsemi þar er hluti
af Heilbrigðisstofnun Vesturlands –
en heimamönnum er hins vegar
tamt að kenna stofnunina við St.
Franciskussystur, en Franc-
iskusreglan lét á sínum tíma reisa
sjúkrahúsið og stóð lengi að rekstri
þess.
Háls- og bakdeildin var sett á
laggirnar að frumkvæði Jóseps og
Luciu de Korte sjúkraþjálfara. Jós-
ep er menntaður skurðlæknir, nam
sérgrein sína í Svíþjóð og starfaði
síðar sem sjúkrahús- og heilsu-
gæslulæknir á Patreksfirði. Árið
1990 réði hann sig til starfa sem
sjúkrahúslæknir á Franciskusspít-
alanum.
Mikil breidd í aðferðafræði
„Áhugi minn í læknisfræðinni
beindist smám saman að því að geta
sinnt meðferð verkja í hreyfikerfi og
því aflaði ég mér menntunar á því
sviði, fyrst í Bretlandi, það eru
greiningar- og meðferðaraðferðir,
sem voru þróaðar af miklum frum-
kvöðli, lækninum James H. Cyriax,“
segir Jósep sem hefur haldið þekk-
ingu sinni við því að sækja námskeið
og fyrirlestra í Bandaríkjunum,
Þýskalandi, Belgíu og víðar. Þá hafa
sjúkraþjálfarar teymisins einnig
sótt aukna þekkingu og þjálfun til
útlanda og breiddin í aðferðafræði
deildarinnar er mikil.
„Símenntun skiptir miklu og
við höfum þróað aðferðir okkar heil-
mikið í gegnum árin, þótt grunngerð
starfseminnar sé hin sama,“ segir
Jósep. Hann leiðir starf fagteymis
þar sem læknir, fimm sjúkraþjálf-
arar og tveir hjúkrunarfræðingar,
annar með sérmenntun í geð-
hjúkrun, auk aðstoðarfólks á skurð-
stofu, vinna sem ein heild. Starfsemi
bakdeildarinnar er í rúmgóðu og
björtu rými í sjúkrahúsinu, í að-
stöðu sem áður hýsti meðal annars
prentsmiðju St. Franciskussystra.
Þjálfun og breyttur lífsstíll
Áður en sjúklingar koma í með-
ferð í Hólminum er farið heildstætt
yfir þeirra mál og metið hvað hentar
best. „Stundum þarf í upphafi að
lina þjáningar sjúklinganna meðan
þeir bíða eftir innlögn með spraut-
um. Við reynum samt að halda slíku
í lágmarki. Sjúkraþjálfun og breytt-
ur lífsstíll eru kjarnaatriði í okkar
starfi,“ segir Jósep.
Það kostar samfélagið mikið að
fólk þurfi að bíða eftir meðferð um
lengri eða skemmri tíma. Því leggur
Jósep áherslu á mikilvægi þess að
deildin verði efld og innan velferð-
arráðuneytisins er vilji til slíks.
Svigrúm sé hvað aðstöðuna varðar
til að taka inn allt að sautján sjúk-
Þjálfa nýja
vöðva til átaka
Bakveikum sinnt á sjúkrahúsinu í
Sykkishólmi 220 sjúklingar á ári
Langir biðlistar Þróuð meðferð
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Aðstaða Vel er búið að bakdeildinni og sjúkraþjálfunin er í þeim hluta
sjúkrahússins þar sem eitt sinn var prentsmiðja St. Franciskussystra.
Í hnotskurn
» Verkir í baki eru eitt
mesta heilbrigðisvandamál
þjóðarinnar. Bið eftir meðferð
getur tekið tvö ár.
» Læknir leiðir starf teymis
sjúkraþjálfara og hjúkr-
unarfræðinga.
» Styrkjandi æfingar og nýr
lífsstíll. Langvarandi verkir í
baki geta leitt til andlegra
sjúkdóma.
Á dögunum var í Leir 7 við Aðalgötu 20 í Stykkishólmi opnuð sýningin Í orði
og á borði. Þetta er fimmta sýningin af sjö í sýningarröðinni Matur er manns
gaman á vegum Leirs 7 og nú sýna Sigrún Ó. Einarsdóttir og Kristín Ísleifs-
dóttir glerverk og keramik.
Sigrún stofnaði glervinnustofuna Gler í Bergvík með Søren Larsen 1982, en
síðan 2003 hefur hún rekið hana ein. Hún hefur unnið jöfnum höndum að
myndlist og nytjalist. Kristín útskrifaðist frá Tokyo Designers College í Japan
1979 og hefur starfað sem myndlistarmaður og hönnuður síðan. Hún hefur
haldið sjö einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Kristín hef-
ur kennt myndlist við ýmsa skóla.
Íslensk matarmenning og þá einkum tenging hennar við tungumálið er þeim
Kristínu og Sigrúnu ofarlega í huga við gerð verkanna á sýningunni í Stykk-
ishólmi sem stendur til 16. september. sbs@mbl.is
Matur Borðbúnaður úr leir og gleri hefur tengsl við matarmenninguna sem get-
ur þegar allra best tekst til verið heilmikið kúnstverk út af fyrir sig.
Listin sýnir tengsl tungumáls
og matarmenningarinnar