Morgunblaðið - 30.08.2013, Side 27
FRÉTTIR 27Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013
HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 9:30-18, LAUGARDAGA: 11-14
FRÍAR SJÓNMÆLINGAR Á
HAMRABORGARHÁTÍÐINNI
Á MORGUN KL. 11-16
Komdu og fáðu fría
sjónmælingu
Bjóðum upp
á grillaðar
pylsur og
svaladrykk
TRAUST
OG GÓÐ
ÞJÓNUSTA
Í 17 ÁR
FRÉTTASKÝRING
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Gengi krónunnar hefur verið mun
stöðugra það sem af er sumri en
seinasta sumar. Þá hefur gengið
ekki styrkst yfir sumarmánuðina,
eins og undanfarin ár, heldur þvert
á móti veikst gagnvart myntum
helstu viðskiptalanda Íslands.
Hætta er á því að yfirvofandi
kjarasamningar sem og minni
straumur ferðamanna til landsins
muni skila sér í enn frekari geng-
isveikingu krónunnar þegar líða
tekur á veturinn.
Undanfarin ár hefur gengi krón-
unnar styrkst allverulega á sumrin
vegna aukins gjaldeyrisinnstreymis
samhliða auknum ferðamanna-
straumi, en sérfræðingar á gjald-
eyrismarkaði hafa talað um árstíða-
sveiflu krónunnar í þessu sambandi.
Krónan veiktist í sumar
Athygli vekur að gengishækkun
krónunnar hefur ekki látið á sér
kræla þetta sumarið en sem dæmi
hefur krónan veikst sem nemur
4,5% gagnvart evru síðan í byrjun
maímánaðar en hún styrktist um
6,6% gagnvart evru seinasta sumar.
Þess í stað hefur krónan haldist
nokkuð stöðug.
Virkari inngrip Seðlabankans
Jón Bjarki Bentsson, hagfræðing-
ur hjá greiningardeild Íslands-
banka, segir nokkrar ástæður vera
fyrir þessu. „Ein er sú að gjald-
dögum af erlendum lánum var að
hluta til stillt upp á móti þessu flæði
í sumar. Til dæmis var gjalddagi er-
lends láns Kópavogs framlengdur
að hluta fram á haustið og hafði þá
væntanlega minni áhrif á krónuna í
vor.“ Að mati Jóns gæti breytt
stefna Seðlabankans líka hafa haft
áhrif. „Bankinn hefur lýst því yfir
að hann ætli að vera virkari á mark-
aði með það að augnamiði að draga
úr sveiflum á gengi krónunnar. Sú
yfirlýsing hefur haft þau áhrif að
menn hafa síður búist við sumar-
styrkingunni þetta árið og eru þá
ekki eins áhugasamir um að selja
gjaldeyri.“
Það sé hins vegar áhyggjuefni að
bankinn sé ekki að safna í gjaldeyr-
isforðann – með kaupum á gjaldeyri
– til að standa gegn hugsanlegri
veikingu krónunnar í haust.
Orri Hauksson, framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins, segir það
ánægjuefni hvað Seðlabankinn hef-
ur náð að halda genginu stöðugu í
ár miðað við oft áður. „Það var
skrítið að vera innan gjaldeyris-
hafta, þar sem Seðlabankinn hafði
öll þau tæki sem hann þurfti til að
halda genginu stöðugu, en að búa
samt við miklar sveiflur. Núna virð-
ist það ganga betur.“
Stór áhættuþáttur
Eftir sem áður eru áhættuþættir
margir en að mati Orra eru yfirvof-
andi kjarasamningar sá langstærsti.
„Ef samið verður um ríflegar launa-
hækkanir munu þær klárlega setja
þrýsting á gengi krónunnar. Verð-
bólgan mun þá aukast og launa-
hækkanirnar hverfa.“
Jón Bjarki segir hætt við því að
það verði þrýstingur til gengisveik-
ingar þegar líða fer á haustið. „Nú
eru að koma inn miklar gjaldeyr-
istekjur vegna ferðamanna. Það
mun draga hratt úr þeim í sept-
ember og svo áfram með haustinu.
Ég tel það líklegra en ekki að geng-
ið muni veikjast á næstu misser-
um.“
Hann telur þó að ýmsir þættir
vegi á móti hugsanlegri veikingu
krónunnar. „Bein skuldsetning
sveitarfélaganna í erlendri mynt er
minni en áður. Þau eru búin að
greiða hratt af erlendum skuldum
og er ekki mikið um stóra gjalddaga
hjá þeim næsta kastið. Heilt yfir er
minni þrýstingur vegna gjalddaga
framundan en var í fyrra.“ Þá
standi vonir til að gjaldeyristekjur
af sjávarútveginum aukist í vetur
vegna meiri kvóta, sem hefur áhrif
til gengisstyrkingar. „Afurðaverðið
er líka að sækja í sig veðrið,“ bendir
hann jafnframt á.
Hætta á að krónan veikist í vetur
Gengi íslensku krónunnar hefur verið mun stöðugra það sem af er sumri en undanfarin ár
Sumarstyrkingin hefur ekki látið á sér kræla Yfirvofandi kjarasamningar stór áhættuþáttur
Virkur á markaði?
» Seðlabankinn boðaði í maí
virkari inngrip á gjaldeyris-
markaði með það að markmiði
að draga úr gengissveiflum.
» Síðan þá hefur bankinn grip-
ið átta sinnum inn í milli-
bankamarkaðinn með gjald-
eyri.
» Bankanum hefur hins vegar
ekki tekist að auka óskuldsett-
an hluta gjaldeyrisforðans,
eins og hann ætlaði að gera.
Gengisþróun evrunnar gagnvart krónu
180
170
160
150
140
jan
. ‘1
2
ap
r. ‘1
2
ok
t. ‘
12
jan
. ‘1
3
ap
r. ‘1
3
júl
. ‘1
3
ok
t. ‘
13
júl
. ‘1
2
Miðgengi
Heimild: Landsbankinn
Jón Bjarki
Bentsson
Orri
Hauksson