Morgunblaðið - 30.08.2013, Side 28

Morgunblaðið - 30.08.2013, Side 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013 Þúsundir Bandaríkjamanna söfnuðust saman í Wash- ington D.C. á miðvikudag til að minnast þess að fimmtíu ár eru liðin frá því að mannréttindaleiðtoginn Martin Luther King Jr. lét þau fleygu orð falla, „Ég á mér draum“, á tröppunum við Lincoln-minnisvarðann. Barack Obama Bandaríkjaforseti var meðal þeirra sem ávörpuðu fjöldann á miðvikudag og sagði m.a. að King hefði bjargað Bandaríkjunum úr ánauð en ítrek- aði að fólk þyrfti að vera stöðugt á verði til að halda draumi King lifandi. Hálf öld síðan 250 þúsund manns kröfðust frelsis og starfa í Washington AFP Bandaríski draumurinn Lögregluyfirvöld í Ástralíu hafa handtekið fimm í umfangsmestu aðgerðum gegn smygli á fólki í sögu landsins. Rannsókn málsins hefur staðið yfir í tólf mánuði og hefur m.a. falið í sér sjö sjálfstæð- ar rannsóknir á 132 bátsferðum með flóttafólk til landsins. Hundruð hælisleitenda hafa lát- ist í hættulegum bátsferðum til Ástralíu, í lélegum og yfirfullum bátum, sem flestir leggja úr höfn í Indónesíu og Srí Lanka. Mennirnir sem voru handtekir komu sjálfir til Ástralíu með bátum smyglara en þeir eru grunaðir um að hafa safn- að fólki í bátana og staðið að inn- heimtu og flutningi fjármuna. Í málinu styðst lögregla m.a. við vitnisburð yfir 200 vitna en sam- kvæmt dagblaðinu The Australian rukkaði smyglhringurinn hælisleit- endurna um 3.600-9.000 Banda- ríkjadollara fyrir ferðina og lofuðu einkavistarverum um borð. Smygl á fólki er mikið hitamál í Ástralíu, þar sem gengið verður til kosninga 7. september næstkom- andi. Stærstu flokkar landsins hafa lofað að herða lög til að draga úr straumi flóttafólks og Verka- mannaflokkurinn, sem nú ræður meirihluta, hefur gert samning við eyríkin Papúa Nýju-Gíneu og Nauru um að taka við hælisleit- endum gegn fjárframlögum frá Ástralíu. Stjórnarandstaðan hefur m.a. lagt til að stjórnvöld kaupi óhaf- færa indónesíska fiskibáta, til að koma í veg fyrir að þeir séu notaðir til að smygla fólki yfir hafið. Upprættu smyglhring  Fimm handteknir  Fleiri en hundrað bátsferðir með flóttafólk til rannsóknar  Mikið hitamál í Ástralíu Rússneski listmálarinn Konstantin Altunin hefur flúið til Frakklands og sótt um pólitískt hæli. Lögrega í Sankti Pétursborg réðst á þriðjudag inn í hið nýopnaða Museum of the Authorities og gerði m.a. upptækt málverk eftir Altunin, sem sýnir for- setann Vladimir Pútín og forsætis- ráðherrann Dmitry Medvedev í kven- mannsnærfötum. Altunin sagðist í gær hafa flúið Rússland um leið og hann heyrði að sýningu hans hefði verið lokað á þriðjudagskvöld og að skipuleggjendur hennar hefðu verið handteknir af lögreglu og yfirheyrðir fram á nótt. Hann sagði lögregluna hafa lýst sýningunni sem „öfgafullri“ og að hann óttaðist að ákæra yrði lögð fram á hendur honum. Þá sagðist hann hafa átt von á því að yfirvöld sæju húmorinn í verkunum, sem sýndu m.a. Lenín og Stalín, og að viðbrögð þeirra hefðu komið honum verulega á óvart. RÚSSLAND Rússneskur listamaður óskar hælis í París Verkið sem lögregla lagði hald á. Utanríkisráðuneyti Írans hefur skipað Marzieh Afkham talsmann ráðuneytisins en hún verður fyrsta konan til að sinna því starfi. Af- kham hefur starfað hjá ráðuneyt- inu í nærri þrjá áratugi og m.a. far- ið fyrir fjölmiðla- og almannatengslamálum síðan 2010 en ráðning hennar hefur engu að síður verið harkalega gagnrýnd af íhaldssömum klerkum og þing- mönnum. „Þeir sem gagnrýna þessa ákvörðun verða að skilja að sér- fræðiþekking hennar var það eina sem skipti máli við útnefninguna,“ sagði fráfarandi talsmaður ráðu- neytisins, Abbas Araqchi, í sam- tali við ISNA- fréttastofuna. Araqchi sagði á þriðjudag að verið væri að búa aðra konu undir að verða fyrsti sendiherra Írans en fréttir hafa borist af því að Hassan Rowhani, forseti landsins, hafi hvatt embætt- ismenn til að ráða konur í háar stöður. ÍRAN Fyrsti kvenkyns talsmaður ráðuneytisins Hassan Rowhani Lækjargötu og Vesturgötu www.gilbert.is FYRIR ERFIÐUSTU AÐSTÆÐUR SIF BJÖRGUNARÚRIÐ ÍSLENSKT 1000 METRA VATNSHELT OFURÚR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.