Morgunblaðið - 30.08.2013, Síða 34

Morgunblaðið - 30.08.2013, Síða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013 Framtíð Evrópu er eitt stærsta álitaefni okkar samtíma. Stefn- ir Evrópa að sam- bandsríki eða banda- lagi frjálsra ríkja sem eiga sér samvinnu á sviði efnahagsmála? Margir helstu for- ystumenn ESB hafa lýst skoðun sinni, að stefna beri að sam- bandsríki. Hver verð- ur staða Bretlands og Norðurlanda í nýrri Evrópu? Hver yrði staða Ís- lands í evrópsku stórríki? Í ljósi þessara álitaefna er mikill hvalreki að fá hingað til lands Mörtu Andreasen, Evrópuþingmann breska Íhaldsflokksins og fyrrver- andi aðalendurskoðanda fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins. Hún flytur erindi sem hún nefnir: Hvert stefnir Evrópa? The European Union, where is it going? Ráðstefnan verður í dag, föstudag 30. ágúst, kl. 17 í náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Fundarstjóri verð- ur Björn Bjarnason. Erindið er á vegum Íslensks þjóðráðs, Heims- sýnar, Evrópuvaktarinnar, Nei við ESB, Ísafoldar og Rannsókn- arstofnunar um nýsköpun og hag- vöxt. Á laugardagsmorgun verður Marta Andreasen í Valhöll á vegum utanríkisnefndar Sjálfstæðisflokks- ins. Marta Andreasen varð kunn um alla Evrópu þegar hún sem endur- skoðandi framkvæmda- stjórnar ESB benti á víðtæka spillingu, bruðl og misferli. Hún reyndi að koma ábendingum til yfirmanna án árangurs. Kerfið tók til sinna ráða þegar fjölmiðlar tóku að fylgjast með baráttu hennar. Í maí 2002 var Marta Andreasen rekin úr starfi fyrir að sýna ekki nægilega „… hlýðni og virðingu“. Hún var kjörin á Evr- ópuþingið 2009. Marta Andreasen er af spænsku bergi brotin, fædd í Arg- entínu árið 1955. Kate Hoey í fyrra Þjóðráð eru samtök borgaralega sinnaðs fólks um fullveldi þjóð- arinnar. Samtökin héldu sitt fyrsta málþing í október síðastliðnum þar sem Kate Hoey, þingmaður Verka- mannaflokksins og fyrrverandi ráð- herra í ríkisstjórn Tony Blairs, flutti magnað erindi um Bretland og Evr- ópu, sjá www.icewise.is. Evrópuþingmað- ur fjallar um framtíð Evrópu Eftir Hall Hallsson Hallur Hallsson »Hver verður staða Bretlands og Norð- urlanda í nýrri Evrópu? Hver yrði staða Íslands í evrópsku stórríki? Höfundur er formaður Þjóðráðs. Þegar lífkeðju hafs- ins er raskað með of- veiði verða ófyrir- sjáanlegar breytingar á fiskistofnum. Stofn- ar, sem til þessa hafa verið frekar stað- bundnir, synda um í of- framboði af æti og séu þeir harðgerðir og ágengir fjölga þeir sér umfram það sem áður hefur verið. Þetta sést best á makrílstofninum, sem dreifir sér nú á æ stærra svæði og þó að hann hafi tímabundið æti á frumslóð, þar sem öðrum fiskistofnum hefur verið útrýmt hér um bil þá er hafið ferli sem bregðast verður við. Það sem að Evrópusambandinu snýr er ekki að vernda makrílstofn- inn, heldur að hætta ofveiði á öðrum fiskistofnum og takast á við þau gíf- urlegu vandamál sem felast í því að koma fiskistofnum sínum í jafnvægi aftur. Vandamálið felst ekki síst í því að halda ágengum stofnum ránfiska eins og makríls innan skynsamlegra marka. Það sem að okkur Íslendingum snýr er að milljónir tonna af ránfiski sækja nú inn í lögsöguna og okkur leyfist ekki að verja ekki þá fiski- stofna sem fyrir eru ef við ætlum ekki að gera fiskislóðir umhverfis landið að þeim sama óskapnaði – og ördeyðu – sem einkennir hafsvæði Evrópusambandsins, jafnvel þó að einhverjir segi að það sé framtíðin. Það er engin tilviljun, að sjófuglar á þeirri fiskislóð, þar sem mak- ríllinn heldur sig, eru að veslast upp og eyð- ast. Það er aðeins yf- irborðssýn á miklu stærra vandamáli. Nú stendur fyrir dyrum sáttafundur um makríldeiluna og það er nauðsynlegt að skoða vandamálið frá fleiru en einu sjónarhorni og það hlýtur að koma í hlut okkar manna sem reynslan sýnir að kunna meira um fiskveiðistjórnun en við- mælendurnir, að opna augu þeirra fyrir þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir. Við hreinlega verðum að búa aðkomnum fiski- stofnum umhverfi í samræmi við aðra stofna. Makríldeilan Eftir Kristján Hall Kristján Hall » Við ætlum ekki gera fiskislóðir að sama óskapnaði og ördeyðu sem einkennir hafsvæði Evrópusambandsins, jafnvel þó að einhverjir segi að það sé fram- tíðin. Höfundur er fyrrverandi atvinnurekandi. Fjórtán borð í Gullsmára Og enn fjölgar í Gullsmáranum. Fimmtudaginn 22. ágúst var spilað á 14 borðum.Úrslit í N/S: Jón Stefánss. – Viðar Valdimarsson 304 Jón Bjarnar – Katarínus Jónsson 297 Pétur Antonss. – Friðrik Hermannss. 296 Guðrún Hinriksd. – Haukur Hanness. 288 Ernst Backman – Hermann Guðmass. 285 A/V Samúel Guðmss. – Jón Hannesson 335 Sigurður Njálss. – Guðm. Sigurjónsson 324 Björn Árnas. – Auðunn Guðmundss. 322 Skarphéðinn Lýðss. – Sverrir Jónsson 316 Haukur Guðmundss. – Stefán Ólafss. 294 Spilað var á 12 borðum í Gull- smára, mánudaginn 26. ágúst. Úrslit í N/S: Jón Stefánsson - Viðar Valdimarss 228 Oddur Jónsson - Katarínus Jónsson 191 Sigurður Björnss. - Stefán Friðbjarnar 190 Haukur Harðarson - Ágúst Helgason 184 A/V Sigurður Njálsson - Ágúst Sigurðsson 225 Ágúst Vilhelmsson - Kári Jónsson 187 Birgir Ísleifsson - Jóhann Ólafsson 186 Gunnar Alexanderss. - Elís Helgason 183 Rétt er að ítreka að allt spila- áhugafólk er velkomið í Gullsmára. Sumarbrids Einhver haustfiðringur er að koma í spilara en yfir 40 pör mættu sl. miðvikudag. Soffía Daníelsdóttir og Her- mann Friðriksson spiluðu best, fengu 61,3% skor. Keppnisstjórinn Vigfús Pálsson og fréttaritarinn Arnór Ragnarsson krunkuðu sig saman fyrir leik og náðu öðru sæt- inu, 59,7%, og Kristján Snorrason og Birkir Jón Jónsson urðu þriðju með 59,1%. Birkir Jón gerði betur með vin- konu sinni Erlu Sigurjónsdóttur á mánudeginum en þá sigruðu þau í 20 para tvímenningi með miklum yfirburðum eða 67,3% skor. Þá urðu Arngunnur Jónsdóttir og Guðrún Kr. Jóhannesdóttir í öðru sæti með 58,3% og Helgi Tóm- asson og Hannes Sigurðsson þriðju, einnig með 58,3%. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Skoðaðu úrvalið www.jens.is 25% af gulli og giftingarhringum Í tilefni af því að Jens hefur verið í Kringlunni í 25 ár ætlum við að lækka verð á öllu gulli og giftingarhringum um 25% Módelsmíðaðir skartgripir Kringlunni og Síðumúla 35 Íslenskir steinar Verð nú 112.425.- parið Fullt verð 149.900.- parið Gildir út ágúst 2013 Verð nú 89.175.- parið Fullt verð 118.900.- parið Verð nú 102.450.- parið Fullt verð 136.600.- parið 10p TW.VVS1 demantur Verð nú 98.925.- Fullt verð 131.900.-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.