Morgunblaðið - 30.08.2013, Síða 43

Morgunblaðið - 30.08.2013, Síða 43
ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013 Hannes Þorsteinsson, ritstjóriog þjóðskjalavörður, fædd-ist á Brú í Biskupstungum 30.8. 1860. Hann var sonur Þorsteins Narfasonar, b. þar, og k.h., Sigríðar Þorsteinsdóttur, systur Steinunnar, móður Tómasar Guðmundssonar skálds. Bróðir Hannesar var Þorsteinn hagstofustjóri, faðir Hannesar, að- alféhirðis Landsbankans, og Geirs, forstjóra Ræsis um langt árabil. Systir Hannesar var Jóhanna, móðir Óskars Gíslasonar ljósmynd- ara og amma leikaranna Ævars Kvaran og Gísla Alfreðssonar. Eiginkona Hannesar var Jar- þrúður Jónsdóttir, dóttir Jóns Pét- urssonar, alþm. og háyfirdómara, og Jóhönnu Sofíu Bogadóttur. Í ævisögu séra Árna Þórarins- sonar greinir hann frá því hvernig Hannes rakti ættir skólapilta í Reykjavík er hann hitti þá af tilviljun, og hvernig þeir þá ákváðu að útvega honum styrki til náms. Hann lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1886 og guðfræðiprófi frá Prestaskól- anum 1888. Hann var kennari 1888- 91, dósent í íslenskri sögu við Há- skóla Íslands frá stofnun skólans 1911 og heiðursdoktor Háskóla Ís- lands frá 1925. Hannes var málsmetandi stjórn- málamaður og fræðimaður. Hann festi kaup á hinu fræga blaði, Þjóð- ólfi, 1891, var ritstjóri þess 1882-1909 og þingmaður heimastjórnarmanna 1901-1911. Þjóðólfur var lengst af málgagn Hannesar Hafstein og Heimastjórn- arflokksins. En 1908 tók Hannes Þorsteinsson afstöðu gegn Uppkast- inu og misstu þá heimastjórnarmenn helsta málgagn sitt. Hannes bjó lengst af í sínu stóra, glæsilega timburhúsi sem enn stend- ur á horni Lindargötu og Klapp- arstígs, nú nýuppgert. Hann var þjóðskjalavörður frá 1924 og til dauðadags 10.4. 1935. Hannes samdi fjölda ævisagna lærðra manna, sá um fjölda merkra útgáfna og var líklega einn helsti ætt- fræðingur þjóðarinnar, fyrr og síðar. Sjálfsævisaga hans kom út löngu eftir hans dag. Merkir Íslendingar Hannes Þorsteinsson 90 ára Jósúa Magnússon Júlíana Guðmundsdóttir 85 ára Díana Þórunn Kristjánsdóttir Einar S. Mýrdal Jónsson Ólafur Skúli Eysteinsson 80 ára Erna Hvanndal Hannesdóttir Guðrún Ármannsdóttir Gunnhildur Alexandersdóttir Hans Þorvaldsson Sigurður Sveinbjörn Bjarnason Þór Steinberg Pálsson 70 ára Erla Lárusdóttir Finnbogi Höskuldsson Jóna Sigríður Jónsdóttir Kristín Friðbertsdóttir Rósa Helgadóttir Sigfús Lárusson 60 ára Guðjón Pétur Pétursson Halldór Ármann Eiðsson Hróðný Bogadóttir Kristófer Bjarnason Marinó Bjarnason Ólafur Sigurðsson Smári Kjartan Kjartansson Þórarinn Þorláksson 50 ára Anna Birna Jamison Anna Elín Óskarsdóttir Ársæll Baldursson Björn Þórisson Erna Sigríður Sigurðardóttir Harpa Svavarsdóttir Ingimar Guðmundsson Lilja Magnúsdóttir Sigríður Baldursdóttir Sigurður Lárus F. Sigurðsson Unnsteinn Rúnar Kárason Valborg Guðrún Guðjónsdóttir Þórey Jónsdóttir 40 ára Greta Jessen Guðrún Vilborg Eyjólfsdóttir Helgi Þór Emilsson Ingibjörg Eydís Ingimarsdóttir Laleet Abreo Sverrisson Ragnheiður Garðarsdóttir Rúnar Skarphéðinn Símonarson Sabina Zutic 30 ára Arnar Hákonarson Eleonora Bergþórsdóttir Elva Rut Þorleifsdóttir Guðrún Margrét Einarsdóttir Halldór Halldórsson Kristján Helgi Hafsteinsson Ragnar Örn Gunnarsson Sandra Björg Stefánsdóttir Sigurður Borgar Arnaldsson Stefán Valur Jónsson Til hamingju með daginn 30 ára Sverrir ólst upp á Álftanesi, er þar búsettur, hefur stundað verslunar- störf og verið snókerdóm- ari. Systkini: Elín Hrund, f. 1974; Sigurjón Friðrik, f. 1976; Garðar, f. 1981, og Ísak, f. 1988. Foreldrar: Garðar Agnar Garðarsson, f. 1956, vél- stjóri, og Bára Sigurjóns- dóttir, f. 1956, ráðgjafi á Vogi. Þau eru búsett á Álftanesi. Sverrir I.H. Garðarsson 30 ára Hjördís ólst upp í Reykjavík, er þar búsett, stundar nám sem fé- lagsliði hjá Mími – sí- menntun og starfar á hjúkrunarheimilinu Eir. Maki: Egill Halldórsson, f. 1982, sjómaður. Dóttir: Aðalheiður Daðey Egilsdóttir, f. 2008. Foreldrar: Aðalheiður Hagar Haraldsdóttir, f. 1955, sjúkraliði, og Hörð- ur Þórsson, f. 1955, húsa- smiður. Hjördís Ósk Harðardóttir 30 ára Skúli ólst upp á Akureyri, er þar búsettur, lauk prófum í viðskipta- fræði frá HA og starfar hjá Höldi. Maki: Hulda Frímanns- dóttir, f. 1983, kennari. Börn: Manúela Skúladótt- ir, f. 2008, og Birnir Skúlason, f. 2011. Foreldrar: Eyjólfur Ágústsson, f. 1951, bíla- sali, og Sigríður Sigurð- ardóttir, f. 1955, skrif- stofumaður. Sigurður Skúli Eyjólfsson henni veturlangt öll mín fram- haldsskólaár, ásamt frænkum mín- um sem einnig komu af lands- byggðinni til náms. Amma Sigga átti stórt hús við Sunnubrautina í Vesturbæ Kópa- vogs. Þau afi höfðu eignast fimm- tán börn og rekið hænsnabú á bernskuárum bæjarins. Ég minn- ist þessara ára með hlýhug og þakklæti. Þarna var oftast glatt á hjalla hjá stórri fjölskyldu og amma ótrúlega dugleg að annast okkur unga fólkið. Við vorum sam- heldinn hópur og sumir ættingj- anna eru enn mínir bestu vinir.“ Lilja lauk verslunarprófi frá VÍ, stúdentsprófi þaðan 1993, lærði ensku í London og spænsku hjá fransk-spænskri fjölskyldu í Mad- rid, þar sem hún var au pair, og var skiptinemi í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum 1996. Lilja stundaði nám í landfræði við HÍ í þrjú ár, og á reyndar ólokið lokaritgerð frá því námi, sem hún lýkur við í ársbyrjun 2014. Hún stundaði síðan nám í kerfisfræði við Århus Købmands- skole í Danmörku og útskrifaðist þaðan 2001. Á skólaárunum var Lilja heima á Hvolsvelli á sumrin, vann hjá Sláturfélagi Suðurlands í tvö sum- ur og önnur tvö á Hótel Hvols- velli. Þegar Lilja og eiginmaður hennar komu heim frá Danmörku, 2002, bjuggu þau fyrst á Holtsgöt- unni í Reykjavík en fluttu í Kópa- voginn, við Fossvogsdal, 2005, og hafa búið þar síðan. Lilja vann hjá sýslumanninum í Kópavogi 2002-2003. Þá hóf hún störf hjá Embætti landlæknis og hefur starfað þar síðan á heil- brigðisupplýsingasviði. Verkefnisstjóri upplýsinga- kerfa hjá Landlækni Í byrjun vann Lilja við Slysa- skrá Íslands en síðan hefur hún unnið í gagnagrunnum og upplýs- ingakerfum embættisins. Verkefni hennar eru margbreytileg, m.a. söfnun og úrvinnsla á gögnum frá öllum heilsugæslustöðvum lands- ins, uppbygging og þróun nýrra úrvinnslukerfa, gæðaeftirlit og töl- fræði. Lilja var gjaldkeri foreldra- félags leikskólans í Grænatúni 2008-2010, er þar starfandi gjald- keri frá 2013 og hefur setið í stjórn starfsmannafélags Embætt- is landlæknis. Ferðast og kynnast eigin landi Helstu áhugamál Lilju eru ferðalög, ljósmyndun, göngutúrar, ýmis tæknimál og kvikmyndir: „Á síðustu árum höfum við lagt áherslu á að kynna landið fyrir sonum okkar og höfum sjálf grætt mikið á því. Við höfum þá fengið sumarbústaði víðs vegar um land- ið, dvalið á hverjum stað í ein- hvern tíma og verið dugleg að ferðast um nágrenni þeirra. Við fórum t.d. á Vestfirðina síðasta sumar og gistum þá á Súðavík, og nú í sumar fórum við í góða veðrið á Austurlandi.“ Lilja hefur tekið ljósmyndir frá því á barnsaldri og er því oftast á bak við myndavélina þegar teknar eru myndir af fjölskyldunni. Fjölskylda Eiginmaður Lilju er Sigurður Ólafsson, f. 20.12. 1968, hús- gagnabólstrari. Foreldrar hans eru Ólafur Jóhann Sigurðsson, f. 19.6. 1950, vélvirki, og Ólöf Ragn- arsdóttir, f. 16.6. 1948, kennari. Synir Lilju og Sigurðar eru Kristófer Óli, f. 2.11. 2004, og Ólafur Jóhann, f. 29.5. 2010. Bróðir Lilju er Ingólfur Einar Kjartansson, f. 22.4. 1978, við- skiptafræðingur en kona hans er Inga Sigurðardóttir kennari og eru synir þeirra Kjartan, f. 2006, Þórir, f. 2008, og Brynjar, f. 2010. Foreldrar Lilju eru Kjartan Einarsson, f. 22.11. 1953, hús- gagnabólstrari, og Katrín Val- gerður Ingólfsdóttir, f. 19.8. 1952, ritari. Úr frændgarði Lilju Bjarklindar Kjartansdóttur Lilja Bjarklind Kjartansdóttir María Jóhannesdóttir b. Dýrfinnustöðum í Skagafirði Runólfur Þórbergur Jónsson (dó ungur) Sigríður Sólveig Runólfsdóttir húsfr. í Kópavogi Ingólfur Hannesson hænsnabóndi í Kópavogi Katrín Valgerður Ingólfsdóttir ritari í Reykjavík Margrét Jóhannsdóttir húsfr. á Stóra-Hálsi í Grafningi Hannes Gíslason b. á Stóra-Hálsi í Grafningi Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfr. í Miðfirði (dó ung) Gunnlaugur Eiríksson b. í Miðfirði Margrét J. Gunnlaugsdóttir húsfr. í Reykjavík Einar Guðjónsson fisksali í Rvík Kjartan Einarsson húsgagnabólstrari í Rvík Guðmundína S. Jónsdóttir húsfr. á Ísafirði Guðjón Sigurðsson verkam. á Ísafirði Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón REGATTA 8 25% afsláttur Kr. 467.500,- Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • fastus@fastus.is • www.fastus.is Tilboð gilda til og með 31. ágúst eða á meðan birgðir endast. Njóttu lífsins Hafðu samband og við hjálpum þér að finna rafskutlu við hæfi Fastus býður uppá fjölbreytt úrval af rafskutlum Meðfærilegar í notkun • Einfaldar stillingar NEO 8 25% afsláttur Kr. 345.000,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.