Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Page 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.8. 2013 Auk Þríhnúka og Bláa lónsins er eiginlega bara rukkað fyrir aðgang að náttúruperlu við Kerið en þar kostar aðgangurinn aðeins 2 evrur, sem flestir Íslendingar ættu að ráða við. Það var byrjað að rukka við Kerið í vor og verður áhugavert að fylgjast með þeirri þróun. Ragn- heiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur lýst því yfir að hún hafi áhuga á að skoða gjaldtöku við vinsælustu ferða- mannastaði landsins og því fylgjast margir með því hvernig reynslan af þessari gjaldtöku verður við Kerið. Þeir sem sjá um sig ofan í eld- fjallið við Þríhnúka eru ekki með neinar séraðgerðir til að Íslend- ingar geti komist að þessu náttúru undri, en öllum þeim sem hafa kunnáttu og búnað er áfram frjálst að síga sjálfir niður sér að kostnað- arlausu. Kostar aðeins 416 krónur í Bláa lónið Verð á heimsókn í Bláa lónið hefur hækkað mikið og hafa stjórnendur staðarins brugðið á það ráð að selja kort á lágu verði þannig að Íslend- ingar geti áfram sótt staðinn. Verð fyrir eina heimsókn kostar 6.400 krónur en einstaklingskort yfir vetrarmánuðina, það er 9 mánuði ársins, kostar aðeins 15.000 krónur. Þannig að ef maður fer einu sinni í viku í Bláa lónið allan tímann þá kostar hver ferð ekki nema 416 krónur og ef kortið er ekki notað nema tvisvar í mánuði væri hvert skipti á krónur 832, sem verður að teljast ansi gott og viðráðanlegt fyrir heimamenn. Fjölskyldukort, fyrir tvo fullorðna og börn yfir sama tíma, kostar aðeins 20.000 krónur. Þá er verðið fyrir fullorð- inn komið niður í 213 krónur ef far- ið er einu sinni í viku og börnin fá frítt. Það kostar 2 evrur að kíkja á Kerið. Morgunblaðið/Ómar Séraðgerðir fyrir Íslendinga Ferð í Bláa lónið er bæði góð og dýr. Morgunblaðið/RAX Ísland er alltaf að verða vinsælli valkostur ferðamanna og eftir hrunið er eðlilegt að menn sem stýra sölu á þjónustu hækki verð hennar og kanni hvort hægt sé að fá meira inn fyrir kostnaði. Í ár varð 20,9% aukning á ferðamönnum í júnímánuði frá því í fyrra. Þegar litið er til fjölda ferða- manna í júnímánuði á því tólf ára tímabili (2002-2013) sem Ferðamálastofa hefur haldið úti talningum má sjá að þeim hefur fjölgað úr 32 þúsund árið 2002 í 90 þúsund árið 2013 eða um 58 þúsund ferðamenn. Aukn- ingin milli ára hefur verið að jafnaði 10,1% en sveiflur milli ára hafa verið miklar. Vegna mikillar eftirspurnareftir hótelgistingu um landallt hefur verðið hækkað þannig að víða kostar næturgisting á bilinu 30-50.000 krónur. Þegar það kostar orðið 6.400 krónur að kíkja í Bláa lónið og 37.000 krónur að fá að síga ofan í Þríhnúka má fara að spyrja sig hvort verðbólga í ferðamannabransanum sé farin að valda því að Íslendingar geti ekki notið náttúruperla sinna, aðeins út- lendingar? Alþekkt eru dæmi utan úr heimi þar sem þjóðir með veikan gjald- eyri hafa ekki efni á að heimsækja þekktustu perlur eigin lands vegna þess að verðið er svo hátt. Þannig var það við fall múrsins árið 1989 að víða gátu Austur-Evrópubúar ekki lengur farið í miðbæ sinna eigin borga þar sem verðið þar var svo hátt að menn höfðu ekki efni á kaffibolla þar þótt túristunum þætti verðið lágt. Það má ekki gleyma því að kost- irnir við aukinn straum ferða- manna til landsins eru án nokkurs vafa miklu fleiri en gallarnir. Gjaldeyristekjurnar streyma inn og fullt af vel launuðum störfum býðst ungum og kraftmiklum Íslend- ingum í ferðamannabransanum. Aðgengi að sumum stöðum er orð- ið miklu betra. Og hugsanlega eng- inn farið út í það að koma upp þessari sigaðstöðu við Þríhnúka ef ekki væri fyrir þann fjölda út- lenskra ferðamanna sem er tilbú- inn að borga hið háa verð fyrir sig- ið. Er það veðrið eða verðið? Í samtali við Magneu Guðmunds- dóttur hjá Bláa lóninu segir hún að verðhækkunin hafi ekki haft áhrif á aðsóknina. Aðspurð hvers vegna þau hækki þá ekki bara verðið enn meira segir hún að þau vilji hafa verðlagninguna í samræmi við verðskrá spa staða heima og er- lendis. Aðspurð hvort aðsókn Ís- lendinga hafi ekki minnkað segir hún hana vera nokkuð jafna, „það má eiginlega segja að heimsókn Ís- lendinga sé frekar háð veðri en verði“. Niður í eldfjallið Í samtali við Björn Ólafsson, fram- kvæmdastjóra Þríhnúka, segist hann ekki telja Íslendinga vera neinar hornrekur í eigin landi. „Það er ekki víða á Íslandi sem er tekið gjald fyrir aðgang að ein- hverjum svæðum. Ég held það sé nú bara í Bláa lónið og svo kannski hjá okkur,“ segir Björn. „En við erum ekki að selja aðgang að staðnum heldur aðgang að búnaði og tækjum. Sig í Þríhnúka var ekki mögu- leiki nema fyrir þá fáu sem hafa búnað og þekkingu til þess á land- inu, sem eru kannski 20-30 manns. Með þessum framkvæmdum okkar er verið að bjóða upp á þann möguleika að allir geta skoðað þetta. Hinn valkosturinn væri að bjóða ekki upp á þetta. Okkar fram- kvæmdir stoppa ekki neinn sem það kann, að fara ofan í gjaldlaust á eigin vegum og með eigin búnaði. Ég held að fjöldi ferðamanna við vinsælustu náttúruperlur landsins sé líklegri til að fæla Íslendinga frá þeim stöðum yfir háannatímann á sumrin heldur en verðlag,“ segir Björn. Víðast jafnvægi í verðlagi Þegar verð er skoðað á jeppaferð- um sýnir það sig að samkeppnin tryggir að það er hægt að komast í sanngjarnt verð, þótt verð fyrir sumt sé himinhátt. Sömu sögu er að segja þegar möguleikar á snorkli eru skoðaðir en þar er verðið frá um 13.000 krónum og getur varla talist neitt okur. Enn sem komið er má segja að möguleikar Íslendinga til að njóta lífsins í landi sínu hafi aukist með vaxandi ferðaþjónustu og vandræði af hækkandi verði séu ekki komin að þolmörkum. Þangað til í fyrra var það ekki mögulegt fyrir íslenskan almenning að síga niður í eldfjallið við Þríhnúka en vegna aukins áhuga ferðamanna á Íslandi hafa athafna- menn komið upp kostnaðarsamri aðstöðu við eldgíginn og síga þar niður með túrista, íslenska sem erlenda, aðallega erlenda samt, enda verðið ennþá nokk hátt. Morgunblaðið/Golli Íslendingar hornrekur í eigin landi? ÖRT HÆKKANDI VERÐ Á ALLRI ÞJÓNUSTU YFIR AÐALFERÐAMANNATÍMANN HEFUR VAKIÐ SPURNINGAR UM HVORT AÐEINS FERÐAMENN GETI NOTIÐ NÁTTÚRUPERLA LANDSINS? EKKI ER AÐ SJÁ AÐ SLÍKAR ÁHYGGJUR SÉU ENN SEM KOMIÐ ER RÉTTMÆTAR. FERÐAMENN * Það má eiginlega segja að heimsókn Íslendinga í Bláalónið sé frekar háð veðri en verði. Magnea Guðmundsdóttir Þjóðmál BÖRKUR GUNNARSSON borkur@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.