Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.8. 2013
HEIMURINN
BANDARÍKIN
BALTIMORE ðurinnki hermaBanda
Manning u 0. júlí fyrar á þriðjudvar sakfelld
hann var20 af 22 atriðum sem
ýknaákærður fyrir. Hann va
nni uaf alvarlegustu ákæru
hafa aðstoðað óvini B
Eftir er að kveða upp
Manning en hann á yfi
allt að 136
RÚSSLAN
andarísk
owden s að yfirgefa flugvöfékk lok
ússar veittu honum tíma-Moskvu eftir að R
tudaginn 1. ágúst. Hann hafðibundið hæli fimm
num síðan í lok júlí. Snowdendvalið á flugvelli
n í fylgd Söruh Harrison, fuyfirgaf flugvöllin
ki er vitað hvar Snowden heWikiLeaks. Ek n
r dvalarleyfi í Rússlanann hevið, en h fu
DAN
ðrar Bræmestu leiðtoga
vikudagin
ldauðsföllum í
danförnu. Ákæru
um að kveða nið
ðningsmenn sMo
aðiðnd
óli
ÚRÚGV
MONTEV
samþykkti
dreifingu o
öldungade g
einnig sam
Stuðningsm
telja að með því ve
að draga tennurnar ú
skipulagðri glæpastarf
sem þrífst á sölu vím
Eitt sinn var reynt að henda
Morgan Tsvangirai út um
glugga á 10. hæð skrif-
stofubyggingar. Hann hefur
verið laminn illilega af fylgis-
mönnum Mugabe og hand-
tekinn oftar en hann kærir sig
um að muna. Þrátt fyrir það
hefur hinn 61 árs gamli
Tsvangirai aldrei sýnt neinn
bilbug í baráttu sinni til þess
að fella Mugabe, baráttu sem
hann hefur tekið þátt í síðan
1999.
Persónuleg áföll hafa
einnig dunið yfir
Tsvangirai sem missti
fyrri eiginkonu sína í
bílslysi í mars 2009.
Barnabarn hans
drukknaði þremur
mánuðum síð-
ar.
Í kjölfar kosninganna 2008, þarsem Robert Mugabe, forsetiZimbabwe, náði að knýja fram
sigur í forsetakosningum með of-
beldi en tapaði meirihluta í
þinginu, neyddist hann til að sam-
þykkja samkomulag um að gera
helsta keppinaut sinn, Morgan
Tsvangirai, að forsætisráðherra
landsins.
Mugabe, sem stundum er kall-
aður krókódíllinn, er nú orðinn 89
ára gamall og hefur stjórnað Zim-
babwe frá árinu 1980, þegar land-
ið fékk sjálfstæði frá Bretum.
Undir hans stjórn hefur efna-
hagur landsins farið hríðversnandi
og Zimbabwe-dollarinn brunnið
upp í óðaverðbólgu. Tsvangirai,
sem áður var leiðtogi stærstu
verkalýðssamtaka Zimbabwe, var
eitt sinn einn af helstu vonar-
stjörnunum í Zanu-PF, flokki Mu-
gabe. Honum ofbauð hins vegar
þær aðferðir sem Mugabe beitti
til að halda völdum og stofnaði
sinn eigin flokk, Movement for
Democratic Change (MDC) árið
1999.
Samstarfið á milli Mugabe og
Tsvangirais hefur verið mjög stirt
og sambúðin á milli flokka þeirra
erfið. Báðar fylkingar vonuðust
því eftir því að niðurstaða kosn-
inganna nú yrði skýr og ótvíræð.
Stuðningsmenn MDC, flokks
Tsvangirais, töldu að nú væri
tækifærið til þess að fella
Mugabe, enda bentu óformlegar
skoðanakannanir til þess að MDC
hefði mun meira fylgi en Zanu-
PF. Kosningabarátta Mugabe
byggðist hins vegar einkum á því
að úthúða samkynhneigðum og
loforðum um aukinn jöfnuð meðal
fátækra.
Framliðnir kjósa Mugabe
Langar biðraðir mynduðust fyrir
utan kjörstaði í Zimbabwe á mið-
vikudaginn. Margir kjósendur
völdu að vera komnir í röðina
fyrir sólarupprás til þess að þeir
gætu verið vissir um að þeir
fengju að kjósa. Ekki virðast þó
allir hafa fengið tækifæri til þess,
því að samtökin ZESN, stærsti
einstaki eftirlitsaðilinn með kosn-
ingunum, hafa nú lýst því yfir að
allt að því milljón manns, eða um
sjötti hluti kjósenda, á kjörskrá
hafi verið fjarlægður af henni og
því vísað frá kjörstöðum. Bar
einkum á því í borgum Zim-
babwe, þar sem Zanu-PF á sér
mun færri stuðningsmenn en í
sveitum landsins. Ýmsir
aðrir hnökrar voru
á kjörskránni.
Fjöldi framlið-
inna var á skrá og sumir kjós-
endur á lífi voru skráðir tvisvar
eða þrisvar sinnum. Þá hurfu ein-
hverjir kassar með atkvæðaseðl-
um. Í því samhengi má nefna að
einn helsti samstarfsmaður
Tsvangirais, Morgan Komichi
kosningastjóri MDC, var handtek-
inn í aðdraganda kosninganna fyr-
ir að tilkynna um það að utan-
kjörfundaratkvæði merkt
Tsvangirai hefðu fundist í rusla-
gámi. Fyrir utan gallaða kjörskrá
og horfna atkvæðaseðla má nefna
að ríkisfjölmiðlar Zimbabwe beittu
sér óspart í þágu Mugabe í að-
draganda kosninganna og hleyptu
fulltrúum MDC ekki að.
„Risavaxinn farsi“
Daginn eftir kosningarnar lýstu
talsmenn Zanu-PF því yfir að
þeir hefðu „jarðað“ MDC al-
gjörlega í bæði forsetakjörinu og
í þingkosningunum. Staðfestra úr-
slita er nú beðið, en Tsvangirai
hefur þegar lýst því yfir að kosn-
ingarnar hafi verið marklausar
með öllu. Kallaði hann þær „risa-
vaxinn farsa“. Hefur hann krafist
þess að alþjóðlegir aðilar skoði
framkvæmd kosninganna og lýsi
þær ólöglegar. Eftirlitsaðilar frá
Afríkusambandinu hafa hins vegar
sagt að þær hafi farið fram á
friðsamlegan hátt og að því sé
ekki ástæða til að efast um úrslit-
in. Jacob Zuma, forseti Suður-
Afríku, hefur tekið í sama streng.
Vestræn ríki hafa dregið þann úr-
skurð í efa.
Óvíst er um framhaldið í Zim-
babwe. Heyrst hefur að stuðn-
ingsmenn Tsvangirais íhugi að
mótmæla framkvæmd kosninganna
á götum úti. Slíkt gæti kallað á
harkaleg viðbrögð frá Mugabe. Þó
að sígi nú á seinni hluta valda-
tíma Mugabe hafa kosningarnar
nú sýnt og sannað að það má
aldrei vanmeta krókódílinn eða
hæfileika hans til að lifa af.
Krókódíllinn
nær alltaf
að lifa af
FLOKKSMENN ROBERTS MUGABE, FORSETA ZIMBABWE,
HAFA LÝST YFIR SIGRI Í KOSNINGUNUM SEM FÓRU FRAM Á
MIÐVIKUDAGINN VAR. ÞEGAR HAFA KOMIÐ FRAM ÁSAK-
ANIR UM KOSNINGASVIK OG ÓTTAST ER AÐ OFBELDI
BRJÓTIST ÚT MILLI FYLKINGA.
Morgan
Tsvangirai
LIFIR AF Í MÓTBYR
Hinn 89 ára gamli Robert Mugabe dró ekkert af sér í kosningabaráttunni. Hér er hann ásamt konu sinni, Grace, á
fundi með stuðningsmönnum sínum fyrir kosningarnar. Hann hrósar nú sigri en efast er um lögmæti kosninganna.
AFP
* Ef þú tapar, verður þú að gefast upp. Það voruengin brögð í tafli. Robert Mugabe, hinn 89 ára gamli forseti Zimbabwe, lofaði því
daginn fyrir kosningarnar að hann myndi sætta sig við ósigur.
Alþjóðamál
STEFÁN GUNNAR SVEINSSON
sgs@mbl.is