Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Side 9
4.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9
Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is
Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki
Dreymir þig nýtt eldhús!
Hjá þaulvönum starfsmönnum GKS færðu sérsmíðað eldhús
og allar innréttingar sem hugurinn girnist.
Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði
alla leið inn á þitt heimili.
„Þetta byrjaði allt þegar ég var sex ára, á
síðustu öld, árið 1999, að mamma sendi mig í
Ölver. Hún ætlaði svo bara að sækja mig ef
ég væri grátandi í marga daga,“ segir
Agnes, en þess þurfti ekki. „Ég varð bara
ástfangin af staðnum. Svo var maturinn svo
góður þarna, að ég sagði alltaf öllum að
uppáhaldsmaturinn minn væri Ölversmatur,
ekki jólamaturinn hjá mömmu!“ segir hún og
hlær.
Sumarbúðirnar, sem eru reknar af KFUM
og K, eru undir Hafnarfjalli, rétt hjá Borg-
arnesi. Þar dvelja stúlkur á aldrinum sex til
fimmtán ára, yfirleitt 45 saman í viku í senn.
Margt skemmtilegt er í boði eins og rat-
leikir, brennó, kvöldvökur, hæfileikakeppni,
hárgreiðslukeppni og gönguferðir. Einnig
eru bænastundir kvölds og morgna og mikið
sungið.
Þegar Agnes hafði verið þar sem barn fór
hún ásamt vinkonum sínum í unglingaflokk.
„Það var alveg grátið þarna síðustu tvö
sumrin, stanslaust næstum því, við vorum
svo miður okkar yfir að þetta væru seinustu
sumrin okkar,“ segir Agnes og skellihlær af
tilhugsuninni. „Við grétum í alvöru, það var
mjög fyndið.“ Þegar hún var sextán og
sautján var hún sjálfboðaliði þar og fékk svo
vinnu sem flokksforingi átján ára. Þar hefur
hún svo starfað síðustu fjögur sumur. „Þetta
er bara ólýsanlega gaman, líka af því að þeg-
ar ég var lítil leit ég svo upp til foringjanna,
og hugsaði að ég ætlaði að verða foringi einn
góðan veðurdag,“ segir hún. „Það er gaman
að vera núna fyrirmynd, og svo hefur þetta
hjálpað mér að þroskast og að geta talað
fyrir framan hóp,“ segir Agnes.
Agnes hefur líkað starfað í fiski á Vopna-
firði og hjá Póstinum um jólin, en hún varð
stúdent í fyrra úr Menntaskólanum í
Reykjavík. Hún notaði árið til ferðalaga en
hyggst setjast á skólabekk í haust í Háskóla
Íslands. Á sumrin mun hún halda áfram að
vinna í Ölveri. „Þetta er fimmtánda sumarið
mitt í röð. Ég ætla að halda áfram þarna, ég
get einhvern veginn ekki sleppt því.“
Agnes grét í Ölveri sem unglingur, taldi það
síðasta skipti sem hún yrði í sumarbúðum.
Morgunblaðið/RAX
AGNES ÞORKELSDÓTTIR FÓR FYRST SEX ÁRA Í ÖLVER. EFTIR AÐ
HÚN ÓX UPP ÚR ÞVÍ AÐ DVELJA ÞAR HÓF HÚN STÖRF SEM
FORINGI. HÚN GETUR EKKI HUGSAÐ SÉR SUMAR ÁN ÖLVERS.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Í sumarbúðir í fimmtán ár
Við erum hálfgerðir veislustjórar á þessari hátíð,“ segirGunnar Helgason annar af tvíeykinu Gunni og Felix enþeir félagar verða á sínum stað á Neistaflugi, útihátíð
fyrir fjölskylduna. „Þarna getur maður verið öruggur með
börnin sín. Þeir tóku fjölskyldustefnu á þessa hátíð og hún
hefur tekist gríðarlega vel. Þarna er alltaf gaman að vera,“
segir Gunni en hann er staddur í fríi þessa dagana – tölvulaus.
„Tölvan mín hrundi daginn sem ég fór í frí. Það er æðislegt.“
Skemmtileg stemning og allir taka þátt
Þeir félagar eru að alla helgina, heimsækja götugrillin, stjórna
og taka þátt í dagskrá á stóra sviðinu á föstudagskvöld, laug-
ardag og sunnudag og ljúka svo leik á kvöldvökunni á sunnu-
dagskvöldinu. „Við heimsækjum öll hverfin og í þetta sinn er
Eyþór Ingi með okkur, nýgiftur og flottur. Verðum á pallbíl og
Dúndurfréttum. Það eru félagar í BRJÁN í Neskaupstað sem
hafa staðið að hátíðinni frá upphafi.
Fótbolti með brunaslöngur
„Á Neistaflugi eru alltaf góðar barnaskemmtanir. Persónulega
er ég mikill aðdáandi brunaslöngubolta sem er þannig að þetta
er fótbolti þar sem markvörðurinn er með brunaslöngu. Við
Felix spilum með fámennara liðinu og þarna verða þúsund
manns og allir rennandi blautir en góðir.
Svo veislustýrum við Brekkusöngnum á sunnudag. Þar er
Hlynur Ben í essinu sínu. Falin perla á Austfjörðum sá gæi.
Gerir þetta ofboðslega vel. Og svo endar þetta á risaflug-
eldasýningu. Þetta er í raun hátíð sem er alhliða fjölskyldu-
skemmtun. Algjörlega frábær hátíð og við erum ekki mikið að
slaka á þessa helgina. Brosum bara hringinn.“
við fengum að vera í dómnefnd um flottustu skreytinguna í
hverfinu og það verður mikið fjör. Svo höldum við niður í bæ
þar sem við tökum á móti skrúðgöngunni og stýrum skemmt-
un kvöldsins. Þetta kvöld er alltaf mjög skemmtilegt og allir
klæddir í liti síns hverfis. Það myndast skemmtileg stemning
þarna og allir taka þátt.“
Neistaflug hefur verið haldið um verslunarmannahelgina frá
árinu 1993. Þetta er því 21. hátíðin og hefur aldrei verið glæsi-
legri. Neistaflug er sannkölluð fjölskylduhátíð og boðið er upp
á mikla dagskrá fyrir fólk á öllum aldri frá fimmtudegi til
sunnudags. Börnin fá sitt og meðal þeirra sem sprella fyrir
þau eru auk Gunna og Felix þau Skoppa og Skrýtla, Tóti tann-
álfur og Jósafat mannahrellir, Bína og Búri, Ingó töframaður
og Eyþór Ingi Eurovision-stjarna. Hinir eldri geta svo farið á
tónleika með hljómsveitum eins og Sálinni, SúEllen, Buffinu og
Gunnar Helgason, leikari og rithöfundur.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Öruggur með
börnin sín á
Neistaflugi
FÉLAGARNIR GUNNAR HELGASON OG FELIX BERGSSON – GUNNI OG
FELIX – TAKA ÞÁTT Í ÚTIHÁTÍÐINNI NEISTAFLUGI Í NESKAUPSTAÐ Í 14.
SKIPTIÐ Í RÖÐ ÞESSA VERSLUNARMANNAHELGINA. ÞÁTTTAKA ÞEIRRA FÉ-
LAGA Í HÁTÍÐINNI HÓFST ÁRIÐ 2000 OG HEFUR STAÐIÐ ÓSLITIÐ SÍÐAN.
Benedikt Bóas benedikt@mbl.is
GUNNAR HELGASON Á LEIÐ AUSTUR
Felix Bergsson, leikari og söngvari.
Morgunblaðið/Árni Sæberg