Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Síða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Síða 38
Ef þú fengir að eiga fataskáp einhvers, hver myndi það vera og af hverju? Chloe Sevigny, hún er ein af fáum, tel ég, sem hefur tekist að vera klassísk, rokkuð, rómantísk og ögrandi og það stundum allt á sama tíma. Ég elska stílinn hennar og hvernig henni tekst að blanda saman merkjavöru og eitthverju úr t.d. H&M. Áttu þér uppáhalds flík? Ég keypti mér „biker“ leðurjakka í Zöru fyrir sex árum og ég er ekki ennþá komin með leið á honum. Hann passar eitthvern veginn við allt og verður bara flottari með hverju árinu. Hver var fyrsta hönnunarflíkin sem þú keyptir þér? Ætli það hafi ekki verið kjóll frá Wood Wood sem ég keypti mér fyrir tíu árum en þá var ég nýbúin með förðun- arnámið og var að reyna að koma mér áfram sem sminka og átti því engan pening og þótti þetta vera þvílík kaup. Þessi kjóll hangir ennþá í skápnum mínum í dag. Hver er uppáhaldsverslunin þín? Guð... Þær eru svo margar, það fer doldið eftir hverju ég er að leita, en ætli ég kíkja ekki oftast í KronKron, GK, Kiosk og Einveru. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Úff... Þau voru ansi mörg þegar ég var yngri. Ætli það versta hafi ekki verið melluböndin og útvíðu flauelsbux- urnar þegar ég var 12-13 ára. Hvað kaupir þú þér alltaf þó þú eigir nóg af því? Peysur. Langar alltaf í fullt af hlýjum peysum á haust- in og svo þegar það fer að vora langar mig í nýjar þynnri peysur fyrir sumarið. Áttu einhverja dýrmæta flík sem þú tímir ekki að nota? Í rauninni ekki. Finn mér yfirleitt tækifæri til að nota allar flíkurnar mínar, stundum getur þó alveg liðið ár þangað til ég nota hana næst. Hvað er nauðsynlegt í snyrtitöskuna? Rakagefandi andlitskrem, góður maskari (muna að skipta honum út reglulega), varasalvi með smá lit og baugahyljari og þá ertu tilbúin fyrir allar aðstæður. Svo er ekki verra að hafa einn flottan varalit líka til að geta breytt aðeins til. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fata- kaupum? Festast ekki í einhverjum tískulit- um þegar ég er að kaupa mér föt. Maður er fljótur að fá leið á þeim. Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að versla, hvaða ár myndirðu velja og hvert færirðu? Ég myndi fara til Parísar í kring- um 1930, rétt fyrir seinni heims- styrjöldina. Ég elska tískuna í París og sérstaklega á þessum tíma. LANGAR Í FATASKÁP CHLOE SEVIGNY Heillast af Parísar- tískunni 1930 Topshop 10.990 kr. Morgunblaðið/Kristinn Anna myndi vilja að eiga fataskáp Chloë Sevigny Anna Kristín með Emblu dóttur sinni. ANNA KRISTÍN ÓSKARSDÓTTIR ER SJÁLFSTÆTT STARFANDI FÖRÐUNARFRÆÐINGUR SEM HEFUR MEÐAL ANNARS FARÐAÐ FYRIR AUGLÝSINGAHERFERÐIR NIKITA, KRONKRON OG HOPPÍPOLLA-- TÓNLISTARMYNDBAND SIGUR RÓSAR. ÞAÐ ER NÓG AÐ GERA HJÁ ÖNNU ÞVÍ ÁSAMT ÞVÍ AÐ FARÐA STARFAR HÚN SEM FLUGFREYJA OG ER LISTNÁMSNEMI VIÐ IÐNSKÓLANN Í HAFNARFIRÐI. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Flottur leðurjakki er klassísk eign. París rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina er uppáhalds tískutímabil. AFP *Föt og fylgihlutir Steinunn Björg hannar fyrir undirfatadeild verslunarkeðjunnar H&M í Svíþjóð »40

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.