Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Side 44
Í
slenska sumarið er stutt og stendur fyrir
sínu. Og þótt aldrei sé á vísan að róa þegar
sumarveðrið er annars vegar, er auðvelt að
gera gott úr flestum tilbrigðum þess. Far-
fuglar koma og fólkið skiptir um ham. Við-
fangsefnin og áhugamálin gera það líka.
Viðhorfin snarbreytast, verða bæði mildari og mót-
tækilegri en endranær.
Óskaplega mikilvægar
og voðalega óvinsælar
Stjórnmálamenn af öllum gerðum og flokkum barma
sér yfir því að þurfa að „taka óvinsælar ákvarðanir“, í
þágu hagmuna þjóðarinnar sjálfrar, þegar til lengri
tíma sé horft. Þarna eru sem sagt á ferðinni góðar
ákvarðanir og nauðsynlegar og jafnvel bráðnauðsyn-
legar, en samt eru þær skilgreindar sem óvinsælar
ákvarðanir. Enda eru þær það gjarnan. Það er þá
væntanlega vegna þess að „þjóðin“ áttar sig ekki á
ágæti þeirra eða nauðsyn og hún horfir einkum til
þeirra stundaróþæginda sem þeim fylgja, rétt eins og
barn sem foreldri fer með til tannlæknis. En þótt
þetta sé freistandi greining fyrir stjórnmálamenn
allra tíða þá má vera að stundum fái „þjóðin“ á til-
finninguna að hin bráðnauðsynlega og góða ákvörðun
sé í rauninni hvorugt. Hin miklu skammtíma-
óþægindi sem eiga að réttlæta hinn langvarandi bata
séu því alls ekki réttlætanleg. Óvinsældir góðra og
nauðsynlegra ákvarðana eiga hugsanlega aðra skýr-
ingu. Stjórnmálamenn hafa svo lengi tekið svo marg-
ar vitlausar ákvarðanir eða látið hjá líða að taka þær
réttu að þeir standa eins og óvænt frammi fyrir því
að þurfa að taka nauðsynlega en „óvinsæla ákvörð-
un“. Það er því ekki ákvörðunin sjálf sem er óvinsæl
heldur fremur tómlætið og dugleysið sem leiddi til
þess að hún varð óhjákvæmileg. En þessi hugleiðing
er sett fram í tengslum við upphafsorðin vegna þess
að um hásumar verða óhjákvæmilegar og nauðsyn-
legar ákvarðanir ekki eins óvinsælar og þær myndu
verða endranær. Íslendingar eru þannig innréttaðir
þegar dagur er lengstur, að þá er lag. Líka fyrir
stjórnmálamenn. Það er ekkert sérstakt heiti til yfir
þetta fyrirbæri sumarsins. En við þekkjum lýsinguna
á hinu gagnstæða og hún staðfestir kenninguna. Það
er skammdegisgeð þjóðarinnar. Það er árvisst og
undantekningarlaust að það geisa skammdegisdeilur.
Blöð og bloggheimar fyllast þá af greinum og a.m.k.
blöðin þurfa oft að biðja höfunda aðsendra greina að
slá af stærstu fullyrðingum fyrir birtingu. Og af því
að höfundurinn er í skammdegisskapinu sínu þá tek-
ur hann því illa. Fordæmir „ritskoðunartilburði“ og
yfirgang þeirra sem ætla að birta greinina hans, hon-
um að kostnaðarlausu og það þótt þeir séu algjörlega
ósammála öllu því sem í henni stendur.
Á sumrin berast fáar greinar sem þyrftu snyrtingu
fyrir birtingu. En hendi slíkt er öllum ábendingum
undantekningarlaust tekið af ljúfmennsku og jafnvel
þakklæti.
Henni liggur ekkert á
Ný ríkisstjórn tók við völdum í landinu 23. maí s.l.,
einmitt þegar sást til sumars. Miðað við þá stjórn-
málalegu eymd, sem grúft hafði yfir, þá var tilfinn-
ingin við stjórnarskiptin líkust því þegar vetrarþokan
grá lætur loks undan síga. Nýja ríkisstjórnin hefur
farið hægt af stað. Ef til vill bendir það til þess að
hún þurfi ekki á næstunni að taka eða kynna neinar
ákvarðanir sem einhverjir yrðu ósáttir við, þó ekki
væru það aðrir en pólitískir andstæðingar. Vissulega
er ekki alltaf farsælast að vaða sem fyrst í verk, þótt
stundum sé það eina aðferðin sem dugar. Æskilegast
er að menn hafi mótaða stefnu og einbeittan vilja til
að framfylgja henni. Sjálfsagt er að stofna til um-
ræðna og ágreinings um slíka stefnu og stuðla að op-
inni, fræðilegri og hreinskilinni umræðu. Ágreinings-
Mýtan um 100 dagana er
gagnleg þótt hún sé mýta
* „Sagt er að skipt hafi sköpumhvað Franklín Roosevelt gerðifyrstu 100 dagana í embætti. Því er
gjarnan slegið föstu í framhaldinu að
ný stjórnvöld hafi aðeins 100 daga til
að koma því fram sem þarf.“
Reykjavíkurbréf 02.08.13
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.8. 2013