Morgunblaðið - 13.09.2013, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.09.2013, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 1 3. S E P T E M B E R 2 0 1 3  213. tölublað  101. árgangur  STAÐAN ÓBREYTT Á TOPPNUM KVÓTINN, STÖRFIN, OG VERÐMÆTIN ÞRIÐJA SVIÐS- VERK BRAGA FRUMSÝNT SJÁVARÚTVEGUR 16 SÍÐUR MAÐUR AÐ MÍNU SKAPI 48ÁFRAM BARÁTTA ÍÞRÓTTIR ÁRA STOFNAÐ 1913 Morgunblaðið/Ásdís Vær Börn láta stundum bíða eftir sér.  Tveggja barna móðir á Höfn í Hornafirði vill vera flutt í burtu af staðnum ef hún verður ólétt í þriðja sinn. Ástæðan er mikil fjarlægð frá næsta skráða fæðingarstað og að engin ljósmóðir er á staðnum. Konan fæddi yngra barn sitt í Reykjavík í júlí síðastliðnum og hafði þá beðið í mánuð inni á ætt- ingja eftir fæðingunni. „Ég fór til Reykjavíkur þegar ég var komin 38 vikur á leið og fæddi þegar það vantaði einn dag upp á að ég væri komin 42 vikur. Það sem bjargaði mér fjárhagslega er að ég gat verið heima hjá systur minni.“ Fjárhags- aðstoð er lítil fyrir þær konur sem þurfa að dvelja lengi fjarri heimili sínu vegna fæðingar en heilbrigð- isráðherra segir að verið sé að skoða hvernig hægt sé að koma til móts við þær. »16 Beið í mánuð í Reykjavík eftir fæðingunni Borgin » Fíkniefnaakstursbrot hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu eru 493 það sem af er ári. » Oft er um sömu ökumenn að ræða en alls hefur lögreglan stöðvað 375 einstaklinga. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Fjöldi ökumanna heldur áfram að aka undir áhrifum áfengis- eða vímuefna þrátt fyrir að hafa áður verið sviptur ökuréttindum fyrir sömu sakir. Fíkniefnaakstur í umdæmi lögregl- unnar á Suðurnesjum hefur færst mikið í aukana það sem af er ári og hefur sami ökumaðurinn meðal ann- ars verið stöðvaður níu sinnum fyrir að aka undir áhrifum í ár. Samkvæmt tölum rannsóknar- nefndar umferðarslysa var einn og sami einstaklingurinn stöðvaður þrettán sinnum í fyrra vegna gruns um að hann hefði ekið undir áhrifum áfengis eða ávana- og fíkniefna. Einn af hverjum fjórum sem biðu bana í umferðarslysum hér á landi á árunum 2006 til 2011 lést í slysum sem rekja má til aksturs undir áhrifum áfengis eða lyfja, skv. tölum nefndar- innar. Í sjö tilfellum fórust aðrir en ökumaðurinn sem olli slysinu. Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðarslysa hjá nefndinni, segir að skoða ætti önnur úrræði en aðeins þau að stöðva ökumenn og svipta þá öku- réttindum. MKæra sig kollótta »6 Stoppaður þrettán sinnum  Oft sömu einstaklingarnir sem keyra undir áhrifum vímuefna  Um fjórðungur banaslysa í umferðinni á fimm ára tímabili rakinn til ölvunar- eða fíkniefnaaksturs Morgunblaðið/G.Rúnar Laugavegur Hluti Laugavegar frá Snorrabraut að Skólavörðustíg. „Fyrst og fremst er verið að greina hvað hægt er að lagfæra á svæðinu eins og til dæmis aðgengismál. Það þarf ekki að vera að róttækar breyt- ingar þurfi til að fegra og bæta um- hverfið,“ segir Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulags- sviðs Reykjavíkurborgar, um hönn- un á Laugavegi frá Snorrabraut til Skólavörðustígs. Samþykkt voru drög að forsögn á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Laugavegurinn mun því að öllum líkindum fá breytta ásýnd. Í hönn- unarvinnunni sem fram fer núna er meðal annars viðhaldsþörfin greind, kannað hvort breyta þurfi bíla- og hjólastæðum, sem og hvort bæta megi aðgengi fatlaðra, svo fátt eitt sé nefnt. Unnið er í samvinnu við hina ýmsu hagsmunaaðila á svæðinu eins og íbúa, fasteigna- og fyrirtækja- eigendur og hagsmunaaðila í mið- borginni. Tillaga um breytingar verður kynnt á næsta ári. thorunn@mbl.is Vilja bæta Laugaveginn  Breytingar ekki endilega róttækar, segir sviðsstjóri Fyrirtækið Hringrás í Klettagörðum í Reykjavík tekur á móti brotajárni og málmum, þar með tal- ið gömlum bílum, rafgeymum, spilliefnum, hjól- börðum og gömlum raftækjum svo nokkuð sé nefnt af úrgangi neysluþjóðfélagsins. Hringrás flokkar efnin og endurvinnur og sendir til frekari vinnslu. Ásmundur Einarsson, umhverfis- og gæðastjóri Hringrásar, segir að hjólbarðar séu kurlaðir og vírinn skilinn frá gúmmíinu. Þeir eru geymdir á brunahólfuðu svæði. Nú er farið að endurvinna raftæki hjá Hringrás, spilliefnin eru fjarlægð og íhlutirnir flokkaðir. Sumt er endurnýtt hér og annað flutt út. Heldur dró úr framboði af efni til endur- vinnslu eftir hrun en það er aftur að aukast. Stöðug hringrás efna í endurvinnslu Morgunblaðið/Ómar  Alls voru 1.522 konur á aldrinum 25-34 ára án vinnu í júlí síðast- liðnum en 944 karlar. Atvinnu- lausar konur á þessum aldri voru lang- fjölmennasti hópur fólks án vinnu í júlí, sé heild- arfjöldinn sundurgreindur eftir kyni og aldri. Flestar konur sem eru án vinnu á höfuðborgarsvæðinu eru skil- greindar sem verkakonur, eða alls 583 konur. »4 Margar 25-34 ára konur án atvinnu Atvinnuleysi Ungar konur vantar vinnu. Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér svokallað veðurapp sem gerir notend- um snjallsíma kleift að skoða veður- spár á auðveldan hátt. Appið sýnir m.a. viðvaranir Veðurstofunnar og einnig er hægt að fá viðvaranir um ill- viðri sendar í símann. Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Stokkur Software smíðaði appið fyrir Veðurstofuna. Hægt er að nálgast það í gegnum Play Store fyrir Andro- id-síma þar sem það heitir „Veður“. Ferðamenn geta því verið betur upplýstir um veðurspá og þar með minnka væntanlega líkur á að þeir lendi í vandræð- um á fjöllum. Geri þeir það hins vegar getur annar nýr ís- lenskur tækni- búnaður hugsan- lega komið þeim til bjargar. Með búnaðinum má miða út farsíma úr þyrlu. Búnað- urinn sannaði gildi sitt í fyrrakvöld við leit að manni sem var villtur á Hrútsfjalli. »12 Veðurapp og búnaður sem miðar út GSM-síma Miðun Símamerki miðað úr þyrlu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.