Morgunblaðið - 13.09.2013, Síða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013
Það var óvenju
hressandi að hlusta ný-
lega á morgunútvarp
Rásar 2. Ragnheiður
Elín Árnadóttir, iðn-
aðar- og viðskiptaráð-
herra, var þar í spjalli
um skil á ársreikn-
ingum. Ráðherra
nefndi til sögunnar að
Bílabúð Benna hefði
andmælt því að skila ít-
arlegum ársreikningum til opinberr-
ar birtingar. Hún benti réttilega á
þau sjónarmið Bílabúðar Benna að
við teldum vinna gegn samkeppni að
keppinautar gætu aflað sér ná-
kvæmra upplýsa um reksturinn í
gegnum birtingu ársreikninga.
„Ég hef samúð með þeim sjón-
armiðum,“ sagði ráð-
herrann og bætti við:
„Ef þetta er vandamál,
þá mætti athuga að
hafa framsetningu á
ársreikningum með
öðrum hætti, þannig að
það hindri ekki sam-
keppni, því ekki viljum
við gera það.“
Óneitanlega er upp-
örvandi að heyra í
stjórnmálamanni sem
telur ekki eðlilegt að
opinber fyrirmæli vinni
gegn heilbrigðri samkeppni.
Sjónarmið Bílabúðar Benna
Sjónarmið Bílabúðar Benna eru
þau að einkafyrirtæki, sem ekki sæk-
ir sér fjármagn á almennan markað
þurfi ekki að birta opinberlega allar
þær upplýsingar úr rekstrinum sem
fram koma í ítarlegum ársreikningi.
Bílabúð Benna telur nægja að skila
samandregnum ársreikningi til op-
inberrar birtingar, en þar koma ekki
fram jafn miklar upplýsingar. Hins
vegar neitar ársreikningaskrá að
taka við samandregnum ársreikningi
frá fyrirtækinu.
Hér á landi verða fyrirtæki að skila
ítarlegum ársreikningi þegar eignir
fara yfir 862 milljónir króna og
rekstrartekjur yfir 1.725 milljónir
króna. Annars staðar í Evrópu þurfa
eignir að vera yfir 3 milljörðum króna
og rekstrartekjur yfir 6 milljörðum
til að krafist sé skila á ítarlegum árs-
reikningi. Evrópsk fyrirtæki undir
þessum mörkum mega skila sam-
andregnum ársreikningi.
Þetta getur Ragnheiður Elín lag-
fært með einu pennastriki. Nóg er að
hún láti sömu reglur gilda um birt-
ingu ítarlegra ársreikninga hér og
annars staðar í Evrópu.
Hættulegt samkeppninni
Engin rök eru fyrir því að neyða ís-
lensk fyrirtæki til að opna bókhaldið
fyrir keppinautum eftir þessari til-
búnu íslensku reglu. Hér er nálægðin
allt of mikil til að hafa þessi lágu við-
mið. Það er hreint og beint hættulegt
eðlilegri samkeppni að keppinautar
geti fylgst náið hver með öðrum á
þessum forsendum.
Sérstaklega settu þessar íslensku
reglur Bílabúð Benna í erfiða stöðu
eftir hrunið, þegar nærri öll hin bíla-
umboðin voru í eigu fjármálastofn-
ana. Bílabúð Benna var eitt af fáum
fyrirtækjum sem ekkert þurftu að fá
afskrifað og fékk ekkert afskrifað.
Það var út í hött að fara að sýna
bankamönnum með ítarlegum árs-
reikningum hvernig rekstri Bíla-
búðar Benna væri háttað, meðan þeir
voru að skafa innan úr samkeppn-
isfyrirtækjunum til að gera þau sölu-
vænleg.
Samkeppni er góð
Því má ekki gleyma að öll fyr-
irtæki, stór sem smá, skila ársreikn-
ingum með skattframtali. Ríkisvaldið
hefur því allar upplýsingar fyrir
skattlagningu og eftirlit. Vart þarf að
taka fram að á þeim 38 árum sem
Bílabúð Benna hefur verið starfandi
hefur ársreikningum ávallt verið skil-
að með framtali til skattstjóra. Op-
inber birting ársreikninga er annað
mál og hefur ekkert með skattskil að
gera.
Ummæli Ragnheiðar Elínar í út-
varpsviðtalinu um mikilvægi sam-
keppni lofa góðu fyrir íslenskt fyr-
irtækjaumhverfi og íslenska
neytendur. Það er einlæg von mín að
hún láti verkin tala í þessum efnum.
Fátt er jafn arðbært fyrir þjóðfélagið
og að samkeppni ríki á sem flestum
sviðum.
Ráðherra sem styður
heilbrigða samkeppni
Eftir Benedikt
Eyjólfsson » Það er einlæg von
mín að ráðherra láti
verkin tala í þessum
efnum. Fátt er jafn arð-
bært fyrir þjóðfélagið
og að samkeppni ríki á
sem flestum sviðum.
Benedikt Eyjólfsson
Höfundur er forstjóri.
Hinn 5. september sl.
birtist grein eftir Leif
Magnússon verkfræð-
ing í Mbl. Þar fjallar
hann um skipulags-
löggjöfina í tengslum
við hugmyndir um að
innanlandsflug leggist
af í Vatnsmýrinni.
Hann segist ekki finna
neitt ákvæði í skipu-
lagslögum sem fjalli um skipulags-
vald sveitarfélaga.
Þetta er réttmæt ábending hjá
Leifi. Um eins árs skeið (2011-2012)
var ég ritari og lögfræðilegur ráðgjafi
skipulagsráðs Reykjavíkur og sat alla
fundi þess. Ég er bundinn trúnaði um
ummæli einstakra fulltrúa í skipu-
lagsráði á fundum þess. Ég vil þó láta
þess getið að ég varð aldrei var við
annað en að ráðsliðar legðu sig fram
um að vinna borg sinni vel.
Ég held að ég sé ekki að brjóta
neinn trúnað þó ég greini frá því að
ég gerði athugasemd á fundum
starfshóps um aðalskipulag við þetta
orðalag um skipulagsvald borg-
arinnar, en þá var einmitt skipulag
Vatnsmýrar til umræðu. Ég benti á
að það væri í miklu meira samræmi
við lögin að tala um skipulagsskyldu
borgarinnar. Reykjavíkurborg er
skyldug að skipuleggja allt svæði inn-
an sinna marka, Vatns-
mýrina líka. Það hefur
Reykjavíkurborg gert
fyrir löngu og ákveðið
að þar skuli rísa byggð í
nokkuð náinni framtíð.
Ekki er reyndar að
sjá að borgarfulltrúar
hafi nokkurt mark tekið
á þessum ábendingum
mínum. Þeir tala sífellt
um skipulagsvald en
ekki skipulagsskyldu.
Og kannski er þeim vorkunn. Skipu-
lagsskyldan felur náttúrulega jafn-
framt í sér vald til að skipuleggja.
Það er hins vegar misskilningur hjá
Leifi að „skipulagsvaldið“ liggi raun-
verulega hjá ríkisvaldinu, þ.e. Skipu-
lagsstofnun. Þetta sést best þegar 4.
mgr. 10. gr. skipulagslaga nr.123/2010
er skoðuð en þar er fjallað um lands-
skipulagsstefnu sem er eins konar
skipulagsstefna ríkisvaldsins og gildir
fyrir allt landið. Í lagagreininni kem-
ur að vísu fram að sveitarfélög skuli
taka mið af landsskipulagsstefnu við
gerð skipulagsáætlana eða breytinga
á þeim og, eftir því sem við eigi, sam-
ræma þær landsskipulagsstefnunni.
En síðan segir að telji sveitarstjórn að
ekki beri að taka mið af samþykktri
landsskipulagsstefnu við gerð skipu-
lagsáætlana skuli hún gera rökstudda
grein fyrir því og skuli rökstuðning-
urinn fylgja með tillögu að skipulags-
áætlun þegar hún sé send Skipulags-
stofnun. Er varla hægt að skilja þetta
á annan veg en þann að ríkisvaldið
verði að kyngja vel rökstuddri tillögu
sveitarfélags þótt hún stangist á við
landsskipulagsstefnu.
Borgarstjórn Reykjavíkur mun
væntanlega ekki eiga í vandræðum
með að rökstyðja uppbyggingu
byggðar í stað flugvallar í Vatnsmýri
og er ekki að sjá að Skipulagsstofnun
eða ríkisvaldið geti gert mikið til að
stöðva það að óbreyttri löggjöf. Sér-
stök landsskipulagsstefna liggur
reyndar ekki fyrir enn en varla verð-
ur gengið svo langt í henni að mæla
fyrir um að innanlandsflugvöllur höf-
uðborgarsvæðisins skuli vera í Vatns-
mýri og hvergi annars staðar á höf-
uðborgarsvæðinu.
Vald og skylda
í skipulagsmálum
Eftir Einar Örn
Thorlacius
Einar Örn Thorlacius
»Ég held að ég sé ekki
að brjóta neinn trún-
að þó ég greini frá því að
ég gerði athugasemd á
fundum við þetta orða-
lag um skipulagsvald
borgarinnar.
Höfundur var yfirlögfræðingur skipulags-
og byggingasviðs Reykjavíkur 2011-2012.
FALLEGAR HAUSTVÖRUR
Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646
Opið virka daga frá 10-18
Skoðaðu úrvalið
www.jens.is Síðumúla 35
Kringlunni og
Íslensk hönnun og handsmíði - Falleg gjöf
Sérsmíðaðir skartgripir með íslenskum náttúrusteinum