Morgunblaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013
✝ Ásgerður LiljaHolm fæddist á
Syðra-Mallandi í
Skefilsstaðahreppi
á Skaga 22. októ-
ber 1933. Hún lést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
27. ágúst 2013.
Hún var dóttir
hjónanna Fann-
eyjar Margrétar
Árnadóttur frá
Víkum á Skaga, f. 26. nóvember
1899, d. 2. ágúst 1969, og Boye
Thomsen Holm frá Kolding í
Danmörku, f. 6. september
1873, d. 8. október 1948. Systk-
ini Ásgerðar Lilju: Ingvaldur
Valgarður Holm Einarsson, f. 7.
október 1922, d. 1. október
2008, Alexandrína Ágústa Ein-
arsdóttir Woodham, f. 10. ágúst
1926, drengur Holm, f. 7. nóv-
ember 1929, d. 7. nóvember
1929, Árni Hilmar Boye Holm,
hannesar eru: Gísli Bogi, maki
Ásta Bára Pétursdóttir og á
Gísli tvö börn frá fyrra sam-
bandi, tvo tengdasyni og þrjú
barnabörn: Eyþór Holm, maki
Þóra Guðný Birgisdóttir og á
Eyþór fjögur börn frá fyrra
hjónabandi, eina tengdadóttur,
einn tengdason og fjögur
barnabörn: Sigurður Baldvin,
maki Ágústa Guðrún og eiga
þau fjögur börn, þrjár tengda-
dætur, einn tengdason og sex
barnabörn: Hinrik Máni, maki
Valborg Stefanía Karlsdóttir og
eiga þau tvo syni.
Ásgerður Lilja og Jóhannes
Helgi hófu búskap í Grímsgerði
í júlí 1955 og voru með hann í
fimmtíu ár eða þar til í sept-
ember 2005 að þau flytja í
Skessugil 7 á Akureyri.
Útför Ásgerðar Lilju fer
fram frá Akureyrarkirkju í
dag, 13. september 2013, og
hefst athöfnin kl. 13.30.
f. 22. nóvember
1930, d. 4. desem-
ber 2007, Stefán
Leó Holm, f. 22.
nóvember 1930,
Karl Thomsen
Holm, f. 16. sept-
ember 1935, Krist-
inn Thomsen Holm,
f. 14. maí 1937; og
Júlíus Hinrik
Holm, f. 3. sept-
ember 1942, d. 28.
júlí 1943.
Ásgerður Lilja giftist 3. júlí
1955 Jóhannesi Helga Gíslasyni
frá Grímsgerði, Hálshreppi í
Fnjóskadal, f. 9. desember 1930.
Hann var sonur hjónanna Gísla
Jónssonar, f. 25. febrúar 1891, í
Hrísgerði, Hálshreppi, d. 19.
júní 1982, bónda í Grímsgerði,
og Þóreyjar Jóhannesdóttur, f.
13. febrúar 1891, á Melum,
Hálshreppi, d. 19 júní 1988.
Synir Ásgerðar Lilju og Jó-
Hún mamma er dáin. Einhvern
veginn var það svo að maður átti
von á því en skellurinn var jafn
stór þegar að því kom. Það var erf-
itt að sjá þig ekki geta gert allt það
sem þú varst vön að gera alla
daga, þú hélst samt áfram að gera
það sem þú varst vön en fórst
hægar yfir og það pirraði þig.
Maður kom aldrei að tómum kof-
unum hjá þér þegar maður kom í
heimsókn og eldhúsborðið svign-
aði undan kræsingunum. Ég man
þá daga í sveitinni er við bræð-
urnir vorum úti að leika og ef ein-
hver meiddi sig þá var koss á bágt-
ið og klapp á kollinn allt sem þurfti
til að laga það. Þú varst svo ánægð
þegar þú og pabbi fluttuð í Skes-
sugilið að þú ljómaðir eins og sól-
in. Þú varst svo stolt af barna-
börnunum í afmælinu sem þú
komst á Svalbarðseyri aðeins viku
áður en þú fórst á sjúkrahúsið.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
Minning þín lifir um allar góðu
og skemmtilegu stundirnar sem
við fjölskyldan áttu saman og ég
veit að nú líður þér vel innan um
alla hina englana.
Þinn elskulegi sonur,
Sigurður Baldvin.
Hún amma mín hafði stórt
hjarta og stóran og hlýjan faðm
sem ætíð beið manns þegar komið
var í heimsókn til hennar. Aldrei
vantaði heldur kræsingarnar hjá
henni, flatbrauð með hangikjöti,
kornflexkökur, heimabakað
brauð, rúlluterta, mömmukökur
en svo mætti lengi telja. Þegar ég
var yngri og fór í sveitina ásamt
elsta bróður mínum og frændum
þá var amma alltaf búin að birgja
sig upp af mat. Svo mikið borð-
uðum við og kom það fyrir að ég
fór heim, kannski eftir átta daga
dvöl í Grímsgerði, alveg tveimur
kílóum þyngri.
Slíka matarást höfðum við
frændsystkinin á henni að hún var
komin með sérstakt kall sem hún
notaði til að kalla á okkur í mat.
Þetta kall heyrðist langar leiðir
því við vorum úti um allar trissur í
sveitinni, svo frjáls vorum við þar.
Amma hafði alveg ótrúlega þol-
inmæði gagnvart okkur barna-
börnunum. Við vorum oft fjögur
upp í sex stykki kannski í vikutíma
eða lengur í sveitinni. Alltaf var
hún jafnglöð að fá okkur.
Amma var mikil hannyrðakona,
hún var alltaf með eitthvað í hönd-
unum. Ófáum stundum eyddum
við saman fyrir framan sjónvarpið
að horfa á Leiðarljós og hekluð-
um. En sá tími var henni heilagur
því þetta var uppáhaldsþátturinn
hennar. Hún heklaði mikið og það
sem ég held mest upp á er skírn-
arkjóllinn sem hún heklaði fyrir
mig, en börnin mín tvö eru skírð í
honum.
Þegar ég lít til baka og hugsa
um allan þann tíma sem ég eyddi
með ömmu þá voru þær stundir
sem við eyddum í eldhúsinu í
Grímsgerði og Skessugili þær
dýrmætustu. Þar sátum við
löngum stundum, borðuðum,
spjölluðum og hlógum.
Takk, elsku amma mín, fyrir
allar þær stundir sem við áttum
saman, allt sem þú kenndir mér og
hreinlega bara fyrir að vera amma
mín.
Guð blessi þig og varðveiti.
Þín sonardóttir,
Eydís Ösp Eyþórsdóttir.
Ásgerður Lilja, hún amma mín,
hafði stærsta og fordómalausasta
hjarta sem til hefur verið á þessari
jörð og besta og hlýjasta faðmlag
sem ein manneskja getur gefið.
Hún var ávallt til staðar á hvaða
tíma sólarhrings sem er, hvort
sem var í eigin persónu í sveitinni,
í gegnum síma eða í næsta her-
bergi við mann. Hún dæmdi aldrei
neinn, gaf öllum tækifæri, kom
fram við alla eins og hún vildi láta
koma fram við sig og gaf mikið af
sér.
Mér er minnisstætt þegar ég
kom óvænt í sveitina með Mána
frænda og amma vissi upp á hár
hvað væri í vændum. Ég var
þreyttur og sagðist ætla strax í
rúmið. Hún tók þéttingsfast utan
um mig þegar við heilsuðumst, ég
fann ómælda hlýju frá henni og
hún hvíslaði í eyrað á mér að allt
yrði í lagi. Daginn eftir vaknaði ég
við hrærivélina á fullum krafti
frammi í eldhúsi, eins og oft áður.
Þegar ég kom fram var eldhús-
borðið í Grímsgerði hlaðið alls
konar kræsingum. Amma mín
stóð við eldavélina, ég kyssti hana
góðan daginn og settist í hornið
mitt. Amma fann og vissi að eitt-
hvað hvíldi þungt á mér sem ég
gat ekki komið orðum að og hún
hjálpaði mér að létta af mér.
Þannig var hún, áreynslulaus um-
hyggja og skilningur, ráðagóð og
hlý.
Amma mín var ávallt iðin við
hvers kyns hluti. Eru þeir ófáir
skírnarkjólarnir sem hún heklaði
á bæði börn innan fjölskyldunnar
og utan og tók jafnan ekkert fyrir.
Hrærivélin, eldavélin og bakar-
ofninn voru í sífelldri notkun hjá
henni því ef einhver í fjölskyldunni
eða vinir skyldu halda veislu var
amma boðin og búin að rétta
hjálparhönd. Bakaði hún til dæm-
is sína frægu kornflexköku í þús-
undatali fyrir hina og þessa.
Amma var fagurkeri og ávallt
vildi hún hafa snyrtilegt í kringum
sig og hvern hlut á sínum stað.
Garðurinn í Grímsgerði var alltaf
vel til snyrtur og fallegur eins og
allt heimilið, hennar og afa.
Elsku hjartans amma mín, frá
mínum dýpstu hjartarótum þakka
ég þér innilega fyrir allar góðu
stundirnar og minningarnar sem
við eigum. Hvíl þú í friði, mín
besta og fallegasta kona í mínu lífi.
Þinn
Jóhannes Gíslason yngri.
Elsku amma Lilja.
Það sem er efst í hug mér þessa
dagana eru minningarnar úr
sveitinni þar sem við bræðurnir
ásamt fleiri frændsystkinum kom-
um til ykkar afa og vorum hjá ykk-
ur um tíma á sumrin. Það var oft
þröng á þingi og allir bekkir og
dýnur notaðar. Þau eru mér minn-
isstæð laugardagskvöldin þegar
stofan var þéttsetin og allir að
horfa á sjónvarpið og borða korn-
flex-nammið sem þú bjóst alltaf til
handa okkur og að drekka sóda-
stream. Það skorti aldrei veiting-
arnar hjá þér, amma mín, og ef
gestir komu þá varst þú ekki í
rónni fyrr en eldhúsborðið var
orðið hlaðið af kaffibrauði og þú
vissir alltaf hvað okkur fannst gott
og passaðir að það væri til þegar
við komum. Í sveitinni var margt
brallað og við lékum okkur enda-
laust úti en þegar matartímarnir
sem voru ófáir í sveitinni komu þá
fórst þú út á tröppur og kallaðir á
okkur með einhverskonar jóðli
eða indjánakalli og þá vissum við
að það var kominn matur. Minn-
ingarnar eru óteljandi og er ég
mjög þakklátur fyrir þennan tíma.
Það var alltaf jafn gott að koma
til ykkar afa, ekki síður eftir að þið
fluttuð í bæinn og ég veit að Sig-
urður Ágúst á eftir að sakna rúnt-
anna með þér á göngugrindinni
fram í kompu að ná í bílana og
einnig eigum við eftir að sakna
þess að heyra í þér fyrir jólin og
aðstoða þig við að hengja upp jóla-
gardínurnar í eldhúsinu. Alltaf
leið okkur Obbu jafn vel eftir að
geta aðstoðað þig við það. Við
munum gera okkar besta við að
halda minningum okkar lifandi og
miðla þeim til nöfnu þinnar Svein-
bjargar Lilju sem við skírðum eft-
ir einu nafna þinna. Megir þú hvíla
í friði, elsku amma og langamma.
Þín
Alfreð, Þorbjörg, Sigurður
Ágúst og Sveinbjörg Lilja.
Elsku amma, ég veit ekki hvar
ég á að byrja. Ég sakna þín svo
sárt og ég skil ekki að þú sért farin
frá okkur. Mér finnst ómögulegt
að ímynda mér lífið án þín, þú hef-
ur alltaf verið svo stór partur af lífi
mínu.
Ég gat alltaf leitað til þín og á
erfiðum stundum virtist sem
faðmlag frá þér gæti lagað allt í
heiminum. Ég man eftir spenn-
ingnum þegar ég var lítil að koma
heim úr skólanum og sá að bíllinn
ykkar afa var fyrir utan, hvernig
ég beið eftir því að það kæmi
sunnudagur því þá fórum við í
heimsókn í sveitina. Það var alltaf
svo mikil gleði að hitta þig, setjast
í fangið hjá þér og fá knús. Þú
varst alltaf svo hlý og góð. Ég mun
aldrei gleyma seinasta faðmlaginu
okkar, þegar þú hvíslaðir að mér
hvað það væri gott að eiga svona
góða stelpu. Ég trúi því ekki að ég
eigi aldrei eftir að fá að faðma þig
aftur.
Þú hefur alltaf verið svo stolt af
mér, elsku amma. Alltaf þegar ég
fékk lokaeinkunnirnar mínar þá lá
mér mikið á að hringja í þig og láta
þig vita hvernig mér gekk. Ég er
staðráðin í því að halda áfram að
gera þig stolta, en mikið vildi ég
óska þess að þú gætir séð mig út-
skrifast næsta vor.
Ó, elsku amma, það sem ég
gæfi til að fá að hafa þig lengur hjá
okkur. Ég er þakklát að hafa feng-
ið að vera hjá þér seinustu daga
þína meðal okkar. Ég mun aldrei
gleyma því þegar þú heilsaðir mér
í seinasta sinn, þegar ég hélt í
höndina þína, þegar ég strauk þér
um ennið og kyssti þig bless. Ég
vona að þú sért komin á betri stað
og að þér líði vel, því jafn góð
manneskja og jafn góð amma og
þú á ekkert nema það besta skilið.
Ég elska þig, amma mín, og ég
mun aldrei gleyma þér.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þín ömmustelpa,
Sandra Ósk Sigurðardóttir.
Lilja í Grímsgerði var einstök
kona með yndislega nærveru. Við
systur urðum þeirrar gæfu að-
njótandi að fá að dvelja hjá þeim
Jóhannesi í æsku til lengri eða
skemmri tíma, oftast ein í einu en
stundum fleiri saman. Þetta voru
miklar gæðastundir og kölluðum
við þau hjónin alltaf Diddu
mömmu og Jóa pabba. Í Gríms-
gerði var ýmislegt hægt að bralla.
Þar voru fallegar dúkkur sem við
fengum að leika okkur með og
uppi á lofti var heill heimur æv-
intýra þar sem hægt var að
gleyma sér tímunum saman. Á
meðan Jóhannes var í vinnu feng-
um við athygli Lilju óskipta, fylgd-
umst með henni baka og sýsla og
spjölluðum.
Lilja hafði unun af því að hafa
fallegt í kringum sig. Það sást
greinilega á heimili hennar, falleg-
ir hlutir til að dást að og handa-
vinna sem fékk að njóta sín. Hún
var snillingur í höndunum, saum-
aði, prjónaði og heklaði. Í æsku
okkar gaf hún okkur dúkkuföt
sem hún hafði gert. Þegar við
eignuðumst börn heklaði hún föt á
þau, til að mynda tvo gullfallega
skírnarkjóla sem eru okkur sér-
staklega kærir.
Gestrisni var Lilju í blóð borin
og bakaði hún heimsins bestu kök-
ur. Að setjast að kaffiborðinu var
einstök upplifun og mikið tilhlökk-
unarefni. Allar þessar dýrlegu
kökur, borðið bókstaflega svignaði
undan kræsingunum.
Það var ekki bara umhverfi
sínu sem hún sinnti af natni heldur
fólkinu í kringum sig og við vorum
svo heppnar að vera þar á meðal.
Hún mundi alltaf eftir afmælum
og viðburðum í okkar lífi og fylgd-
ist af áhuga með hvað við höfðum
fyrir stafni. Hún hafði hlýjan faðm
og var ófeimin við að sýna tilfinn-
ingar og segja okkur hvað henni
þætti vænt um okkur. Lilja var
gjafmild og góðhjörtuð mann-
eskja og þegar við minnumst
hennar nú er það hlýjan sem staf-
aði af henni sem stendur upp úr í
minningunni.
Elsku Didda mamma, hafðu
þökk fyrir allt og allt, þín verður
sárt saknað.
Við vottum Jóhannesi og fjöl-
skyldu okkar dýpstu samúð.
Ystuvíkursystur,
Sigríður Margrét, Jóna Berg-
þóra, Laufey Björg, Sólveig
Kristín og Jónasína Fanney.
Ásgerður Lilja Sigurlína
Fanney Holm
✝
Fósturmóðir mín og systir okkar,
GUÐBJÖRG SVEINSDÓTTIR
frá Tjörn,
Meistaravöllum 15,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn
16. september kl. 13.00.
Hörður Steinsson,
Þorgeir Sveinsson,
Sigurlaug Sveinsdóttir,
Guðrún Sveinsdóttir,
Steinn Sveinsson,
Sveinn Sveinsson.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu
og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
SIGURÐAR JÓHANNS STEFÁNSSONAR
fv. bónda Stærra-Árskógi,
Víðilundi 24,
Akureyri.
Helga Sólveig Jensdóttir,
Anna Lilja Sigurðardóttir, Erlingur Tryggvason,
Jens Sigþór Sigurðsson,
Margrét Sigurðardóttir, Hannes Ragnar Reynisson,
Stefán Júlíus Sigurðsson, Guðrún Jóna Karlsdóttir,
Signý Sigurðardóttir, Sigþór Harðarson,
Jónas Ingi Sigurðsson, Berglind Sigurpálsdóttir,
Brynja Sigurðardóttir, Jón Marteinn Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
ANNA LAUFEY STEFÁNSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk þriðjudaginn
10. september.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 20. september kl. 15.00.
Skafti Þ. Halldórsson, Sigríður Hagalínsdóttir,
Brynjólfur Gíslason, Gerður Þórisdóttir,
Hafdís Inga Gísladóttir, Gunnar Einarsson,
Vigdís Braga Gísladóttir, Hlynur Ívar Ragnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SVAVAR SIGURÐSSON
bóndi,
Síðu við Blönduós,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
þriðjudaginn 10. september.
Útför hans verður auglýst síðar.
Magdalena Erla Jakobsdóttir,
Jakob Óskar Svavarsson, Hrefna Kristófersdóttir,
Sigurður Svavarsson, Ásta Kristín Andrésdóttir,
Einar Svavarsson, Sigríður Hermannsdóttir,
Baldur Svavarsson,
Elínborg Svavarsdóttir, Ingimar Rúnar Ástvaldsson,
Björn Magni Svavarsson, Þórunn Jónasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Bróðir minn,
ÞORGRÍMUR PÁLSSON
frá Bakka Skagaströnd,
Hrafnistu Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar-
daginn 7. september.
Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu
þriðjudaginn 17. september kl. 11.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins
látna eru vinsamlega beðnir að láta dvalarheimilið Hrafnistu
njóta þess.
Páll J. Jónsson.