Morgunblaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013
✝ ChristopherSanders fædd-
ist 11. júlí 1948.
Hann andaðist 1.
september 2013.
Eiginkona Chri-
stophers er Helle
Degnbol, norrænu-
fræðingur og orða-
bókarritstjóri, f.
1945. Þau eign-
uðust einn son,
Jon, f. 1979.
Christopher bjó fyrstu
bernskuár sín í Þýskalandi en
fluttist ungur með foreldrum
sínum til Englands. Chri-
stopher stundaði nám við Há-
skólann í Cambridge og tók
þar BA-gráðu í ensku og ensk-
um bókmenntum 1970. Sama
ár hélt hann til Kabúl í Afgan-
istan sem enskukennari. Hann
fluttist til Íslands haustið 1971,
varð stundakennari í ensku við
Háskóla Íslands og hóf jafn-
framt nám í íslensku fyrir er-
lenda stúdenta og
lauk þaðan BA-
prófi 1974. Sama
ár fluttist hann til
Kaupmannahafnar
þar sem hann bjó
til dauðadags.
Christopher var
ráðinn starfs-
maður við forn-
íslenska orðabók
Árnastofnunar í
Danmörku og
gegndi þar ritstjórastarfi til
æviloka. Hann hélt áfram
rannsóknum á íslenskum mið-
aldabókmenntum, skrifaði
fjölda greina og gaf m.a. út Ís-
lensk-enska orðabók 1989
ásamt Sverri Hólmarssyni og
John Tucker. Fyrir útgáfu og
rannsóknir á Bevers sögu fékk
hann Ph.D.-gráðu 2003 frá
Cambridgeháskóla.
Útför Christophers var gerð
í Kaupmannahöfn 6. september
2013.
Látinn er í Kaupmannahöfn
mikill áhugamaður um íslenska
menningu og fræði, Christopher
Sanders, sem mörgum er kunn-
ur hér á landi fyrir störf sín að
rannsóknum, þýðingum og rit-
skýringum norrænna rita. Aðrir
þekkja mér betur þau störf
Chris en allt veit ég að var þar
unnið af natni og vandvirkni.
Chris var lífsförunautur
frænku minnar, hálfdanskrar,
Helle Degnbol og bjuggu þau í
Kaupmannahöfn. Við Margrét
kynntumst þeim náið þegar við
komum þangað til sumardvalar
á námsárunum og síðar þegar
við dvöldum þar nokkur ár við
framhaldsnám. Oft nutum við
aðstoðar þeirra við ýmis prakt-
ísk mál í Danaveldi. Var sérstakt
og magnað að kynnast Chris og
fylgjast með áhuga hans og
stuðningi við að Degnbol-ættin
héldi tengslum sínum vakandi
hingað til Íslands. Chris var al-
talandi á rétt íslenskt mál og
lagði sig fram um að kynnast
nýjum orðum og hugtökum sem
við notuðum hvunndags, ekki
síður en að fylgja réttum kenn-
ingum um hið gamla norræna
mál, sem var hans starfsvett-
vangur. Áhugamaður um ís-
lenska þjóð, hennar kosti og
lesti var hann. Allt vildi hann
þar til vinna af hreinskilni með
ræktun lýðs og verndun lands að
leiðarljósi.
Sumrin 2006 og 2012 tóku
Helle og bræður hennar Bjarne
og Trygve sig til og ferðuðust
um Ísland með afkomendum sín-
um og þeirra mökum, alls um 20
manns. Eins og nærri má geta
var það handleggur að sjá til
þess að öllu væri þar rétt skipað.
Þar naut Chris sín vel. Óþrjót-
andi í að undirbúa og skipu-
leggja ferðirnar svo allt mætti
fara sem best og að annast síðan
fararstjórn þegar á hólminn var
komið. Mér er ofarlega í huga
ferð sem ég fór með Chris um
Suðurland vorið 2012, þar sem
aðstæður skyldu kannaðar og
ferð sumarsins undirbúin með
sem bestum hætti. Í því sem
öðru var af ákveðni starfað, en
þó með þeirri mýkt og lipurð
sem góður maður er fær um að
sýna þegar þörf er á. Hans
enska kurteisi og fágun var allt-
af til staðar. Næmur fyrir blæ-
brigðum mannlífsins. Hann var
glaður í sinni, frumlegur og gat
brugðið fyrir sig töktum grall-
arans ef svo bar undir.
Mikill er missir Helle
frænku, en þau Chris voru sem
eitt. Ef annað var nefnt á nafn,
fylgdi hitt með. „Helle og Chris,
Chris og Helle“. Megi henni og
Jóni syni þeirra öðlast styrkur
til að takast á við sorgina og þá
er gott að vita að Chris var
drengur góður.
Chris fylgja bestu óskir á
nýjum lendum frá okkur ætt-
ingjum ykkar, kæru Helle og
Jón.
Þórólfur Árnason.
Christopher Sanders kynntist
ég fyrst í upphafi áttunda ára-
tugar síðustu aldar þegar við
áttum sameiginlegan vinnustað
á lestrarstofu Stofnunar Árna
Magnússonar í Árnagarði. Það
var mikil gróska í stofnuninni á
þessum tíma, handritamálið ný-
leyst, öflugir fræðimenn höfðu
verið ráðnir þar til starfa og
löðuðu að sér ungt háskólafólk.
Chris var einstaklega hlýr og
elskulegur félagi með ríka
kímnigáfu og smitandi hlátur.
Hann var mjög góður náms-
maður og náði á örskömmum
tíma undragóðu valdi á íslensku
máli. Vegna kunnáttu hans í
engilnormönnsku, frönsku og
ensku lagði Jónas Kristjánsson
til að hann tæki að sér útgáfu á
Bevers sögu á vegum stofnun-
arinnar. Chris var nýbyrjaður á
verkefninu þegar líf hans tók
nýja stefnu. Á fornsagnaráð-
stefnu í Reykjavík 1973 tókust
kynni með honum og Helle
Degnbol, dansk-íslenskum koll-
ega í fræðunum, sem leiddi til
þess að hann fluttist til Kaup-
mannahafnar ári síðar þar sem
þau hófu búskap saman. Verk-
efnið tók hann með sér. Árið
1978 bjuggu þau í Reykjavík,
leigðu sér íbúð við Hverfisgötu
sem varð brátt miðstöð hins
fjölmenna vinahóps þeirra.
Samkvæmi á heimili Chris og
Helle, á Íslandi og í Kaup-
mannahöfn, eru einhverjar
mestu gleðistundir sem ég
minnist, ekki síst þegar hús-
móðirin settist við píanóið og
samkvæmið brast í söng. Bæði
höfðu þau yndi af tónlist, og síð-
ustu árin tók Chris aftur upp
þráðinn og fór að sækja
kennslustundir í kontrabassa-
leik. Soninn Jon eignuðust þau
1979, og um það leyti urðu þau
bæði fastir starfsmenn Forn-
málsorðabókar Árnanefndar í
Kaupmannahöfn þar sem Chris
vann allt til æviloka. Útgáfa Be-
vers sögu reyndist risavaxið
verkefni, en því lauk Chris með
miklum sóma og gaf út 2001.
Christopher Sanders var ný-
orðinn 65 ára þegar hann and-
aðist og leit út fyrir að vera
miklu yngri. Hann var grannur
og stæltur og það geislaði af
honum lífsnautn og smitandi
áhugi á lífinu og öðru fólki.
Hann unni Kaupmannahöfn og
þekkti þar hvern krók og kima.
Það var unun að njóta leiðsagn-
ar hans, síðast í desember síð-
astliðnum þegar við hjóluðum
saman um Kristjánshöfn og tók-
um á okkur nokkra króka á leið-
inni. Chris var alltaf vakandi í
hugsun og róttækur í skoðunum
og lengst af virkur í pólitísku
grasrótarstarfi, meðal annars
samstöðu með flóttamönnum og
öðrum sem áttu um sárt að
binda. Það var dæmigert fyrir
hann að síðustu misserin sem
hann lifði hugsaði hann miklu
meira um aðra sem áttu bágt en
sína eigin heilsu. Erfið veikindi
bar hann af æðruleysi og sýndi
svo mikinn andlegan styrk að
við vinir hans trúðum ekki öðru
en hann mundi sigrast á þeim.
Hugur hans var sífrjór allt til
hinstu stundar. Hann var mjög
vel lesinn, sífellt að uppgötva
nýja og spennandi höfunda, og
meðal annars glímdi hann við
það síðustu vikurnar að þýða
ljóð eftir Þorstein frá Hamri á
ensku.
Útför Chris fór fram í miklu
sólskini eins og sagt var um út-
för Jónasar Hallgrímssonar
skálds. Hans er sárt saknað.
Helle og Jóni votta ég innilega
samúð.
Þorleifur Hauksson.
Ég hitti þau hjón, Chris og
Helle Degnbol fyrst á forn-
sagnaþingi í Toulon í Suður-
Frakklandi, sumarið 1982. Að-
laðandi fólk, nýbúin að eignast
soninn Jón. Þau unnu bæði við
íslensku fornmálsorðabókina
sem samin hefur verið við Árna-
safn í Kaupmannahafnarháskóla
síðan 1938. Helle var ein af
fimm ritstjórum orðabókarinn-
ar, fór á eftirlaun í sumar. Chris
annaðist enskar þýðingar í bók-
inni. Fimm árum síðar varð ég
íslenskulektor við sömu stofnun.
Aldrei hefi ég kynnst slíkri
greiðvikni og ég nú mætti frá
þeim hjónum, er ég þó góðu
vanur. Þau fundu mér húsnæði
þrisvar á árunum 1987-90, hýstu
mig þess á milli og hjálpuðu
mér að flytja, en eftir það gat
ég séð um húsnæðismál mín
sjálfur. Oft buðu þau mér í mat
og tóku mig með á merkilega
tónleika og myndlistarsýningar,
var þetta allt ómetanlegur
stuðningur við mann í framandi
landi, nýskilinn við fjölskyldu
sína. Þau hjón voru sækin í list
og söngmenn góðir, bæði í kór.
Þau höfðu verið á Íslandi, og
reyndar kynnst í Árnastofnun
þar, og voru vel máli farin á ís-
lensku, nánast hreimlaus að því
er mér heyrðist. Chris var
áhugasamur um tónlist, en eink-
um sólginn í djass, og náði ég
ekki að fylgja honum þar. Bæði
voru þau hjón menntuð í ís-
lenskum fornsögum, nánar til-
tekið í fornum þýðingum. Helle
í Flóres sögu og Blankiflúr, en
Chris í Beverssögu. Hann gerði
fræðilega útgáfu sögunnar og
hlaut fyrir það doktorstitil við
háskóla hans, Cambridge. Sú
útgáfa birtist hjá Árnastofnun í
Reykjavík, 2001.
Chris var sonur bresks her-
foringja, og þvældist því víða
um heim á æskuárum, enda
kom þar og til Austurlandaþrá
hippaáranna. Kann ég þó ekki
að nefna annað af ferðum hans
en Afganistan og Istanbúl. Alla
tíð voru þau hjón gefin fyrir
ferðalög, frumleg og leitandi
þar sem annars staðar. Fyrir
tveimur árum greindist Chris
með krabbamein í iðrum. Því
tók hann af æðruleysi og gam-
ansemi, stundaði vinnu sína eft-
ir bestu getu. En nú kom að
lokum, 1. september.
Þau hjón voru afar greiðvikin
og góð vinum sínum, enda vin-
mörg. Chris var kurteis og
elskulegur, viðræðugóður um
hvaðeina, og hlustaði á rök
manna. Hann átti frumkvæði að
því að í Árnasafni lásum við
saman ýmsar íslenskar fornsög-
ur og ræddum um þær, bæði
orðalag og önnur einkenni.
Þetta örvaði skilning á fornbók-
menntunum og á íslenskri
tungu, en þátttakendur voru af
ýmsu þjóðerni.
Sjaldan hefi ég kynnst jafn-
skoðanaföstum manni og Chris,
undir allri kurteisi hans. Enda
er ég víst ekki syndlaus heldur.
Við þráttuðum lengi um stjórn-
mál, þar sem mér þótti hann of
miðsækinn. Og ég veit ekki
hvort mér tókst nokkurn tíma
að sannfæra hann um að Rich-
ard Wagner bæri enga ábyrgð á
nasismanum, hvorki í tónlist
sinni né óperutextum. Að lokum
sættumst við þó á að tónlist léti
ekki í ljós skoðanir, hvað þá
stefnuskrá, heldur tilfinningar.
Það er varanleg eftirsjá að
þessum afar elskulega manni.
Örn Ólafsson, bók-
menntafræðingur í
Kaupmannahöfn.
Christopher Sanders, rit-
stjóri á fornmálsorðabók Árna-
nefndar í Kaupmannahöfn, er
látinn 65 ára að aldri.
Chris, eins og hann er kall-
aður, talaði íslensku reiprenn-
andi, enda hafði hann verið í
sveit á Hvítársíðunni. Þrátt fyr-
ir ærin störf á orðabókinni
stundaði hann einnig orðabók-
arsmíð í frítíma sínum og gaf út
ásamt tveimur öðrum Íslensk-
enska orðabók 1989. Þetta verk
kom nýlega út á veraldarvefn-
um endurskoðað og aukið, og
gagnast mörgum daglega. 2001
gaf hann svo út Bevers sögu hjá
Árnastofnun, riddarasögu skrif-
aða upp úr frönsku kvæði frá
12. öld. Þegar fornmálsorðabók-
in var birt á vefnum 2010 átti
hann mikinn þátt í því hve vel
var staðið að útgáfunni.
Auk þess að vera dugandi í
fræðunum var Chris músíkalsk-
ur fagurkeri og félagslyndur í
meira lagi, kunni bæði að veita
og skemmta. Heimili þeirra
Helle á Austurbrú í Kaup-
mannahöfn hefur lengi staðið
opið íslenskum og öðrum vinum
þeirra hjóna, hvort heldur til
gistingar eða skemmtunar. Við
fráfall hans rifjast upp fyrir
okkur að vináttugreiðar þeirra
hjóna verða aldrei endurgoldnir,
aðeins varðveittir í minning-
unni.
Chris var ólatur að rækja
gamla vini, sem hann átti þó
aldrei nóga því hann vildi einatt
eignast nýja. Hann og Helle
tóku gjarnan að sér gesti og
nemendur sem komu til að
stunda fræðin á Árnasafni í
Höfn, þar á meðal þá sem hér
skrifa. Hann sýndi alltaf nýlið-
um og utanaðkomandi í fræð-
unum einlægan áhuga, taldi
ekki eftir sér að sinna þeim með
ýmsum hætti og þar á meðal að
lesa yfir skrif þeirra. Hann var
ekki aðeins furðuörlátur á vinnu
sína heldur vandaður og skarp-
ur í gagnrýni sinni sem gat ver-
ið hörð. Tillögur hans um
hvernig mætti hugsa eða orða
hlutina skýrar voru jafnan
gagnlegar.
Chris var eldheitur hugsjóna-
maður í samfélagsmálum, trúði
á mikilvægi frjálsrar akademíu
og undi illa ofríki skrifstofu-
fólks. Innblásnir draumar hans
um vefútgáfur og upplýsinga-
veitur á sviði miðaldabók-
mennta munu áfram hvetja okk-
ur hin til dáða.
Hans verður sárt saknað.
Helle og Jóni vinum okkar
sendum við einlægar samúðar-
kveðjur við fráfall hans.
Gottskálk Jensson,
Annette Lassen og Alex
Speed Kjeldsen.
Víðförull var hann norræn-
ustúdentinn ungi sem fyrir fjór-
um áratugum vildi læra nútíma-
íslensku, hafði verið í
fjarlægjum plássum eins og
Afganistan áður en hann kom til
Íslands. Hér gekk hann til
náms, eignaðist vini, og kynntist
íslenskri sveitamenningu.
Englendingurinn Christopher
Sanders varð á skömmum tíma
handgenginn íslensku máli og
öllu því sem íslenskt er, þannig
að var með fádæmum. Snemma
á ferlinum féll hann fyrir stall-
systur sinni í fræðunum, Helle
Degnbol, og með þeim tókust
fagrar ástir. Ávöxtur þeirra er
sonurinn Jón hönnuður og hug-
myndasmiður. En kærleikur
þeirra Chris og Helle nam ekki
staðar við heimili og fjölskyldu
– hvaðeina sem lífsanda dró var
umvafið elsku þeirra.
Þau Chris og Helle hafa líka
átt samleið á fræðasviðinu, í
áratugi verið starfsmenn Árna-
safns í Kaupmannahöfn, en
Helle lærði norræn fræði undir
handarjaðri Jóns Helgasonar.
Hún er líka af íslenskum ættum
í móðurættina, annars vegar af
Suðurlandi og hins vegar af
Snæfellsnesi. Þessi tengsl hafa
verið rómuð og ræktuð í meira
en 100 ár af þremur kynslóðum.
Venslaliðið allt hefur verið vel-
komið í ættliðanna rás að gista
hjá fólkinu hennar Helle í Höfn
– og þau Chris tóku við þessu
kærleikskefli. Þau stóðu líka
fyrir hópferðum danskra ætt-
ingja til Íslands og alls konar
skemmtilegum frændafundum.
Þess utan voru þau iðulega
eins og félagsmálastofnun fyrir
Íslendinga í Kaupmannahöfn,
og fylgdu hjálpsemi eftir af alúð
og ræktarsemi. Þess nutu ekki
bara landar, heldur líka vinir af
ýmsum þjóðernum. Chris var
róttækur í lífsskoðunum og
stundum virkur þátttakandi í
pólitísku starfi. Hann var fagur-
næmur á mörgum sviðum; í list-
um og fræðum. Á þeim vett-
vangi gaf hann meðal annars út
Bevers sögu, vandaða fræðilega
útgáfu á þessari sérkennilegu
riddarasögu. Þá gaf hann út ís-
lensk-enskar orðabækur bæði
einn og í félagi við Sverri Hólm-
arsson auk þess sem eftir þau
hjón bæði liggja nokkur verk.
En lengst af starfsævinnar voru
þau ritstjórar við norrænu orða-
bókina við Árnasafn í Kaup-
mannahöfn sem reyndar hefur
gengið undir nokkrum nöfnum
eins og fleira í okkar forgengi-
lega heimi. Þótt yndi þeirra hafi
verið að fara um bókfellið for-
vitnum fræðafingrum þá hefur
það á köflum verið óblíð iðja.
Þess vegna var hann farinn að
hlakka til að geta lifað lífinu
með frjálsari hætti þegar hilla
tók undir starfslok. En þá kom
kallið alltof snemma.
Við Stína höfum átt þau
Chris og Helle að vinum um
áratugi og notið samvista við
þau bæði á Íslandi og í Höfn.
Chris kom síðastliðinn vetur í
heimsókn til okkar í Borgar-
fjörð, og þá brá svo við að hann
bað mig aka sér á nokkra staði
sem hann hefði forðum kynnst.
Þótt ekki væri þá ljóst að svo
stutt væri í skapadóminn sem
okkar allra bíður, þá var eins og
hann væri að kveðja þjóð og
land sem átt hafði ævina hans
að svo stórum hluta. Hlýr, góð-
ur og gáfaður maður er kvadd-
ur. Við Stína hugsum nú til
Jóns og Helle og föðmum þau í
huganum yfir hafið.
Óskar Guðmundsson
í Véum.
Chris fékk ungur áhuga á Ís-
landi og kom fyrst til landsins
sumarið 1964 í hópi breskra
skáta. Líkt og Gaimard um
hundrað og sextíu árum fyrr
stóð hann það sinn ásamt fé-
lögum sínum „á tindi Heklu
hám og horfði yfir landið fríða“.
Hann stundaði nám í ensku og
enskum bókmenntum í Cam-
bridge og tók þar BA-gráðu
rúmlega tvítugur árið 1970.
Hann fór sama ár til Kabúl í
Afganistan sem enskukennari
og kom til Íslands 1971 og
kenndi ensku við Háskóla Ís-
lands. Hann skildi mikilvægi
nútíma íslensku fyrir rannsókn-
ir á norrænum miðaldabók-
menntum og innritaðist í ís-
lensku fyrir erlenda stúdenta.
Þar lágu okkar leiðir saman og
það leiddi til þess að hann
dvaldi tvo sumarmánuði hjá
bróður mínum sem þá var bóndi
á Kirkjubóli í Hvítársíðu. Um
haustið var Chris orðinn vel fær
í íslensku og hann lauk BA-
prófi í íslensku fyrir erlenda
stúdenta vorið 1974. Þá fluttist
hann til Kaupmannahafnar og
hóf sambúð með unnustu sinni
og síðar eiginkonu, Helle Degn-
bol. Þau bjuggu síðan í Kaup-
mannahöfn þar sem Helle var
ráðin starfsmaður forníslensku
orðabókarinnar 1979 og sama
árið fæddist þeim sonurinn Jon.
Chris var svo ráðinn starfsmað-
ur við orðabókina 1981 og
gegndi því starfi til æviloka.
Jafnframt orðabókarstarfinu
stundaði hann rannsóknir á ís-
lenskum miðaldabókmenntum
og hlaut doktorsgráðu frá Cam-
bridge fyrir útgáfu og rann-
sóknir á Bevers sögu árið 2003.
Það fer oft framhjá íslenskum
stjórnmála- og ráðamönnum í
dagsins önn hversu margir
vinna Íslandi og íslenskri menn-
ingu langt og gott starf í kyrr-
þey, án þess að hljóta nokkurn
tíma viðurkenningu eða þakk-
læti sem bæri. Einn af þeim var
Christopher Sanders, en þrátt
fyrir það verður hans lengi
minnst sem vandaðs fræði-
manns, góðs og tryggs vinar,
hann var vinmargur, hæfileika-
ríkur og skemmtilegur maður,
unnandi fagurra lista og kapp-
samur málsvari allra sem eiga
undir högg að sækja og ein-
beittur andstæðingur ofbeldis,
hvort heldur var ofbeldi manns
á náttúru eða manns á manni.
Hann var tónelskur og söngvinn
og lék á kontrabassa. Heimili
þeirra Helle og hans stóð öllum
opið og ótaldir eru þeir Íslend-
ingar sem notið þess. En dauð-
inn spyr ekki að mannkostum.
Chris átti við erfiðan sjúkdóm
að stríða sín síðustu ár og þrátt
fyrir harða baráttu varð hann
að lúta í lægra haldi. Við erum
mörg sem horfum með söknuði
eftir góðum dreng á þessum
mildu síðsumardögum 2013. Ég
vil að lokum votta þeim Jon og
Helle mína dýpstu samúð og
þakklæti fyrir svo marga góða
samverustund með þeim og
Chris.
Böðvar Guðmundsson.
Christopher vinur okkar
Sanders er dáinn. Við kynnt-
umst honum ekki náið fyrr en á
tíunda áratug síðustu aldar þeg-
ar við bjuggum um hríð í Kaup-
mannahöfn. Þó að það væru
ekki nema fáein ár sem við um-
gengumst hann flesta daga árs-
ins, urðu hann og Helle Degn-
bol, kona hans, þaðan í frá í
hópi okkar kærustu vina. Það er
ekki á hverjum degi sem maður
kynnist fólki sem er tilbúið að
deila með öðrum því sem það á
og er í ofanálag glaðvært, mús-
íkalskt og félagslynt – svo ekki
sé talað um með áhuga á öllu
milli himins og jarðar, róttækt í
hugsun og óhrætt við að snúast
gegn valdi og valdastofnunum
þegar þörf er á. Maður sækist
eftir samneyti við slíkt fólk og
vildi helst alltaf hafa það innan
seilingar. Þess vegna sækir
angurværð að okkur nú við til-
hugsunina um að við hittum
Chris ekki framar, hvorki í
Reykjavík né Höfn. En í sama
mund hrannast upp minning-
arnar um hann. Og þeim fylgir
bara lífskraftur, brennandi
áhugi á að ljúka þörfum verk-
um, umræður um orð, sögur og
samfélag; söngur, gleði, gaman.
Því er Chris að sínu leyti frá-
leitt farinn, dæmi hans lýsir
okkur, yljar og kætir. Um leið
og við þökkum honum sam-
fylgdina, hjálpsemina alla, rök-
ræðurnar og kátínuna sendum
við Helle og Jóni þær kveðjur
sem við eigum hlýjastar.
Aðalsteinn Eyþórs-
son, Bergljót Soffía
Kristjánsdóttir og
fjölskylda.
Christopher
Sanders