Morgunblaðið - 13.09.2013, Page 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013
Í dag, föstudaginn þrettánda september, á hin ástsæla söngkonaAndrea Gylfadóttir afmæli. Hún er ekki með nein plön fyrirdaginn önnur en að mæta upp í Útvarpshús og syngja á Rás 2 í
söfnuninni á Allra vörum. Andreu þykir ágætt að syngja til styrktar
góðu málefni á afmælisdaginn.
Föstudagurinn 13. hefur lengi verið talinn óhappadagur. Andrea
segist oft hafa átt afmæli föstudaginn 13. og það hafi aldrei skemmt
neitt fyrir henni enda telur hún sig ekki hjátrúarfulla.
Fyrir ári síðan átti Andrea stórafmæli og gerði margt í tilefni
þess. „Þá var ég með stórtónleika og plötu og fjölskyldan mín kom
öll í heimsókn að utan og allt mögulegt. Þetta var ágætis pakki fyrir
næstu árin og ég er ennþá í hamingjukasti síðan þá. Tíminn líður
líka svo hratt, það er allt í einu komið nýtt afmæli.“
Annarskonar afmælishald tekur nú tíma hennar því í ár eru 25 ár
síðan Todmobile var stofnuð. Í tilefni þess dvelja Andrea og félagar
nú löngum stundum í hljóðveri við að taka upp nýja plötu. „Við höld-
um upp á þessi tímamót með nýrri plötu með nýju efni og tónleikum
í Eldborg í nóvember. Borgardætur eiga líka 20 ára afmæli í ár. Við
verðum með tónleika á Akureyri og Siglufirði í október og svo verð-
um við með okkar árlegu jólatónleika í desember,“ segir afmæl-
isbarnið að lokum. ingveldur@mbl.is
Andrea Gylfadóttir söngkona er 51 árs
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Hátíð Andrea Gylfadóttir er 51 árs í dag. Hún hefur fá plön fyrir
daginn en mun þó syngja í beinni útsendingu á Rás 2.
Oft átt afmæli
föstudaginn 13.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Marinella Ragnheiður Haralds-
dóttir, Háahvammi 4, Hafn-
arfirði, verður áttræð á morgun,
14. september. Í tilefni af af-
mælinu verður opið hús á af-
mælisdaginn milli kl. 14 og 17 í
Hannesarholti, Grundarstíg 10,
gengið inn frá Skálholtsstíg.
Ættingjar, vinir og aðrir velunn-
arar velkomnir, gjafir afþakk-
aðar.
Árnað heilla
80 ára
Drangsnes Ásdís Helga fæddist 20.
janúar kl. 14.13. Hún vó 3.910 g og var
50 cm löng. Foreldrar hennar eru
Heiðrún Helga Hjörleifsdóttir og Ing-
ólfur Árni Haraldsson.
Nýir borgarar
Hafnarfjörður Aría Dís fæddist 1. jan-
úar kl. 19.50. Hún vó 2.860 g og var
47,5 cm löng. Foreldrar hennar eru
Sandra Dís Jónsdóttir og Hjörtur
Ólafsson.
H
rafn fæddist í
Reykjavík og ólst
þar upp við Loka-
stíginn. Auk þess
var hann í sveit hjá
móðursystur sinni á Bjalla í Land-
sveit til fjórtán ára aldurs. Hann
var í Austurbæjarskólanum og
Gagnfræðaskóla Austurbæjar,
lauk stúdentsprófi frá MR 1958,
stundaði nám í arkitektúr við
Tekniska Högskolan í Helsingfors
í Finnlandi 1959-70 og stundaði
framhaldsnám í skipulagsfræðum
við Nordplan 1979.
Á námsárunum starfaði Hrafn á
skipulagsdeild borgarverkfræðings
frá 1962 og á Teiknistofu Kurt
Simberg 1964-70. Hann starfaði á
Skipulagsstofnun Helsingfors-
borgar 1971-73, á Vinnustofu arki-
tekta (Geirharður og Hróbjartur)
1973-74, á Teiknistofu Hannesar
Kr. Davíðssonar 1974-75, hjá
Skipulagi ríkisins 1976-82, á Arki-
tektastofu Suunnittelurengas í
Helsingfors 1982, starfrækti eigin
arkitektastofu 1982-83, var sviðs-
stjóri byggingar- og húsnæðis-
málasamstarfs hjá Norrænu ráð-
herranefndinni í Ósló og
Kaupmannahöfn 1984-91 og var
deildarstjóri bygginga- og skipu-
lagsmála í umhverfisráðuneytinu
1991-2006.
Hrafn kenndi við MS 1976-81 og
hefur fengist við þýðingar fyrir
sjónvarp. Hann var fulltrúi Ís-
lands í stjórn Norræna sumarhá-
skólans og hefur skrifað greinar í
blöð og tímarit, m.a. í Frímerkja-
blaðið sem Hrafn talar um af mik-
ill virðingu, enda sjálfur ritstjóri
þess.
Hrafn Hallgrímsson arkitekt – 75 ára
Fjórir ættliðir Hrafn, ásamt Margréti, móðu sinni, dóttusyni, Hrafni Daða Péturssyni, og Margréti, dóttur sinni.
Sérfræðingur í skipu-
lagi og frímerkjum
Hjónamynd Hrafn ásamt konu sinni, Sigurlaugu Jóhannesdóttur.
Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is
Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst
LAGNAEFNI FYRIR
TÖLVUR OG NET
Digitus net lagnaefnið hefur verið á
markaðnum um allan heim
síðan 1994 við góðan orðstír.
Frá þeim fáum við allt sem
þarf til að gera gott
netkerfi fyrir heimili
eða fyrirtæki.
Mótari sem sendir mynd
frá myndlykli um húsið
með loftnetslögnum sem
eru fyrir í flestum húsum.
TRI
AX
TFM
001
MÓ
TAR
I
NÝJUNG HJÁ OKKUR
25ÁRA
1988-2013