Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2013
B
jarni Guðmundsson bú-
vísindamaður er höf-
undur þriggja bóka um
verkhætti til sveita á
tækniöld sem hafa vak-
ið mikla athygli. Fyrsta bókin var
… og svo kom Ferguson, síðan
kom Alltaf er Farmall fremstur og
nýjasta bók hans er Frá hestum til
hestafla en þar segir hann meðal
annars sögur af vinnuhestum og
hestanotkun við bústörf. Bjarni er
fæddur á Kirkjubóli í Dýrafirði,
lærði búfræði og var kennari við
Bændaskólann og prófessor við
Landbúnaðarháskólann á Hvann-
eyri. Hann er forstöðumaður Land-
búnaðarsafnsins á Hvanneyri sem
áður hét Búvélasafnið.
Miklar rannsóknir og vinna
liggja að baki bókum Bjarna sem
allar hafa komið út í veglegri út-
gáfu. Hann er fyrst spurður hvort
honum þyki ekki ánægjulegt að sjá
rannsóknir sínar komnar í þrjár
bækur. „Jú, sérstaklega þegar
maður fær gott fagfólk til að fara
höndum um efnið,“ segir hann.
„Annars vegar fólk sem hefur vit á
máli og stíl og hins vegar þeir sem
koma verkinu í umbrot og bókar-
form. Það er góð tilfinning að sjá
verk sem hefur lengi þvælst í koll-
inum á manni og fyrir fingrum
manns verða að snyrtilegasta bók-
verki.“
Þú ert forstöðumaður Landbún-
aðarsafnsins á Hvanneyri. Segðu
mér aðeins frá því safni.
„Sú stofnun á rætur aftur til
1940 en hafði legið í láginni fram á
áttunda áratuginn. Þá fór ég ásamt
fleirum að ýta við henni á nýjan
leik og það endaði þannig að ég
hef verið ábyrgur fyrir henni allar
götur síðan 1998. Áhugi minn á
þessu safni er angi af þeirri löngun
og tilfinningu að halda til haga
dæmum um þær miklu breytingar
sem urðu í landbúnaði hérlendis á
20. öld. Þetta snýst ekki eingöngu
um að halda til haga einhverjum
tólum og tækjum heldur reyna að
setja þessa hluti í samhengi við
það hvernig samfélagið hefur
þróast. Nauðsynlegt er að greina
orsakir og afleiðingar vegna þess
að tæki á svona safni er í sjálfu sér
nauðaómerkilegt nema maður átti
sig á því hvað það gerði og hverju
það breytti í umhverfi sínu. Sum
tæki og tól eru tengd tiltekinni
reynslu sem jafnvel hefur verið
skráð með vísindalegum hætti og
er þannig hluti af þekkingu sem
við eigum og getum gripið til þeg-
ar nýjar aðstæður skapast. Það er
hægt að nefna dæmi um tæki sem
urðu mjög almenn en kom svo í
ljós að hentuðu ekki alls staðar ís-
lenskum aðstæðum. Tökum til
dæmis jarðtætarann sem var lausn
sem allir vildu nota til að búa til
tún, en svo kom í ljós að víða var
jarðvegur með þeim hætti að hann
þoldi ekki þessa aðferð við vinnslu,
ræktunin mistókst.“
Vitni að stöðugum
breytingum
Tengist áhugi þinn á verkháttum
til sveita barnæsku þinni á ein-
hvern hátt?
„Ég er fæddur á sveitabæ vestur
í Dýrafirði árið 1943. Á þeim tíma
voru kannski tvö til þrjú hesta-
verkfæri til á bænum en vinnan að
mestu unnin með höndunum og
með afli þeirra einu. Hvert
bernskuár sem ég lifði var ár nýj-
unga og mikilla breytinga og það
sem ég hafði áður séð gert með
höndunum var nú unnið með vélum
að meira eða minna leyti. Jafn-
framt þessu sá ég að ljósunum á
bæjunum í kring fækkaði því fólkið fór úr sveitinni, flutti suður og eft-
ir stóðu nokkrir bæir. Tilfinningar
mínar voru blendnar. Ég gladdist
við að sjá fólk komast út úr erfiði
sem varð til þess að afkoma þess
batnaði. En ég fylltist líka trega
því ég sá það sem ég ólst upp við
hverfa smám saman. Það mótaði
mig alveg fram undir tvítugt að
verða vitni að stöðugum breyt-
ingum.
Þetta bókastúss mitt stafar af
því að mig langaði til að varpa ljósi
á og færa til bókar hluta af því
sem þarna gerðist, ekki bara í
minni sveit, heldur í öllum sveitum.
Mínar bækur eru fráleitt tæmandi
í þeim efnum en ég vona hins veg-
ar að þær geti lokkað fólk til að
leiða hugann að þessum málum
þannig að það sjái hluti í stærra
samhengi, jafnvel þannig að ein-
hverjir fái áhuga á að skoða þessi
mál betur. Að hluta hefur það
reyndar gerst, sjáum bara þann
urmul forndráttarvéla sem menn
eru að pússa upp, varðveita og
sýna þessi árin. Ég er líka að fjalla
um það hvernig tæki og vélar, ný
hugsun og nýjar aðferðir léttu ekki
bara vinnu þeirra sem vildu vera
áfram í sveitunum heldur urðu
einnig til þess að fólk hvarf til ann-
arra starfa í samfélaginu. Í þessari
nýju bók, sem heitir Frá hestum til
hestafla, er vikið að þessum gríðar-
lega miklu breytingum. Þær urðu
sérlega hraðstígar á áratugnum
1940-50. Vinnuaflið streymdi frá
sveitum og vélarnar tóku við. Ég
er elstur fjögurra systkina og ver-
öld systur minnar sem fæddist
þrettán árum á eftir mér er tölu-
vert mikið önnur en mín vegna
þess að það urðu svo stórkostlegar
breytingar á þessum tíma.“
Fæddur í torfbæ
Hvernig var æskuheimili þitt?
„Þarna var þriggja kynslóða
heimili. Þar bjuggu afi minn,
ömmusystir og fullorðin frænka,
foreldrar mínir, við fjögur syst-
kinin og móðurbróðir. Bærinn var
torfbær og mín fyrstu fjórtán ár
voru undir grænni torfu. Ég er dá-
lítið montinn af því að vera fæddur
í torfbæ.“
Ég hlýt að spyrja hvernig það
var að alast upp í torfbæ.
„Ég er kominn á þann aldur að
ég man ekki lengur kulda og
hvassan vind í vetrarbyljum, í
minningunni er baðstofulífið ein-
ungis gullin grænka. Mér leið vel,
hafði athygli gamla fólksins þegar
foreldrar mínir voru að vinna, þótt
ekki vantaði að þeir sinntu okkur
systkinunum svo sem best varð
gert. Þarna naut ég bóka og ég
þreytist seint á að nefna mikilvægi
útvarpsins því þótt það sendi ekki
út marga tíma á dag á þessum ár-
um, þá var útvarpið mikil menning-
arstofnun. Þar voru útvarpssögur
og leikrit, og svo var manni haldið
upplýstum um gang heimsins með
Lundúnafregnum eða tíðindum frá
NTB. Ég hlaut líka tónlistarupp-
eldi í gegnum útvarpið, kynntist ís-
Enginn
skrúfufræðingur
BJARNI GUÐMUNDSSON ER HÖFUNDUR ÞRIGGJA BÓKA UM VERKHÆTTI
TIL SVEITA. Í VIÐTALI RÆÐIR HANN UM ÆSKU SÍNA OG GAMLA VERK-
HÆTTI, EN HANN ÓLST UPP Í TORFBÆ.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
Svipmynd
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA Fífa salernispappírinn er einstaklega mjúkur þriggja laga pappír, náttúrulega
hvíttur, án klórbleikiefna og viðbættra ilmefna. Þú færð Fífa í næstu verslun.
WWW.PAPCO.IS
FIÐURMJÚK FÍFA