Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Qupperneq 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Qupperneq 15
lenskum þjóðlögum, söngvum Co- median Harmonists, og heyrði hana Wöndu Landowsku leika á sitt harpsíkord, eins og það hét þá, á sunnudögum, hlustaði á MA- kvartettinn og danslög kvöldsins, að ógleymdum útvarpsmessunum, sem alltaf var hlýtt á á bænum. Ég hef alltaf verið mikið fyrir tónlist, foreldrar mínir voru söngfólk og afi minn var kirkjuorganisti í við- lögum við Þingeyrarkirkju. Hann gaf sér gjarnan tíma í hádeginu til að setjast við orgelið og spila. Þá fékk ég stundum að sitja í fangi hans.“ Maður ímyndar sér alltaf að hér áður fyrr hafi verið mikil vinnu- harka í sveitum. Kynntist þú því? „Ég kynntist ekki vinnuhörku. Kannski var það vegna þess að fólk var nægjusamt og hjálpaðist að. Í þessum byggðum var sam- vinna gríðarlega mikil. Heima á Kirkjubóli var til dæmis og er fé- lagsbú. Ég var ekki píndur til vinnu og sem unglingur komst ég upp með að vera dálítið latur. Hug- takinu vinnuhörku kynntist ég af lestri bóka og eiginlegri vinnu- hörku kynntist ég síðar þegar ég kom suður í Borgarfjörð þar sem menn voru farnir að stækka búin í meira mæli en var fyrir vestan og kannski að vissu leyti orðnir meiri þrælar vinnu og tækni.“ Maður sem ólst upp í torfbæ hlýtur að hafa lifað miklar breyt- ingar á allra síðustu áratugum. „Ég hélt lengi vel að kynslóð foreldra minna væri sú kynslóð Ís- lendinga sem hefði upplifað mestu tæknibreytingarnar. En ég er svei mér þá farinn að halda að það sé komin ein kynslóð enn sem hefur upplifað jafnvel enn meiri breyt- ingar og að ég tilheyri henni. Ég ólst til dæmis upp við það að í lok júní var farið fjóra daga í mógrafir, þá var tekinn mór og þurrkaður og honum brennt til hitunar og elda- mennsku árið um kring. Nú sný ég takka og þá hitnar kaffið hjá mér. Þegar ég var að alast upp varð að hlaupa á næsta bæ þegar þurfti að koma að skilaboðum, nú tek ég upp tæki úr vasanum og get talað við hvern sem er þegar mig lystir.“ Þú hefur samið nokkuð af tón- list, þar á meðal gerðir þú stefið við sjónvarpsþættina Út og suður. „Það vantaði einu sinni tóna til að fylgja eftir leikriti sem ung- mennafélagið í minni sveit setti upp og þá bjó ég til hljómagang sem Gísli Einarsson fékk síðar að nota í þáttum sínum Út og suður. Lagstúfurinn varð víst það sem kallað er eyrnaormur.“ Segðu mér frá tónsmíðum þín- um. „Ég hef alltaf haft mikið dálæti á kvæðum og ljóðum og sem stundum lög við þau. Það væri nú hofmóður af mér að tala um tón- smíðar í þeim efnum en þetta er mín leið til að reyna að muna fal- leg ljóð betur. Þar hefur lang- frændi minn Guðmundur Ingi Kristjánsson frá Kirkjubóli í Bjarnardal orðið helsta fórn- arlambið. Ég hef lagt mig eftir kvæðum eftir hann og samið lög við þau en hef síðan laumast í ljóð fleiri höfunda, meðal annars Guð- mundar Böðvarssonar.“ Langaði þig aldrei til að verða bóndi? „Mig langaði alltaf að eiga heima í sveit. Ég sá þó fljótlega að ég myndi ekkert ráða við það að verða bóndi, varð því skrifborðs- bóndi í staðinn. Ég var til dæmis mesti rati við fé, ákaflega lítið fjár- glöggur og að ég held ögn latur líka. En ég hafði alltaf gaman af að fást við ræktunarstörf og heyskap og er eiginlega heyskaparmaður af ástríðu. Toppurinn á tilverunni finnst mér vera að stússa í grænu og ilmandi heyi.“ Ertu tækjakarl? „Ein af ástæðunum fyrir því að ég myndi ekki treysta mér til að verða bóndi er að ég er enginn skrúfufræðingur og eiginlega klaufi við vélar. Það er tvennt sem mér leiðist umfram annað, það er að gera við eitthvað sem er bilað, og hins vegar að halda bókhald. Ég er þess vegna mjög feginn því að til eru sérfræðingar og ástríðufólk á báðum þessum sviðum.“ Morgunblaðið/Rósa Braga * Ég gladdist viðað sjá fólkkomast út úr erfiði sem varð til þess að afkoma þess batn- aði. En ég fylltist líka trega því ég sá það sem ég ólst upp við hverfa smám saman.“ „Toppurinn á tilverunni finnst mér vera að stússa í grænu og ilm- andi heyi,“ segir Bjarni Guðmundsson. 6.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 – har@har.is – s. 568 8305 HÁR Dreifingaraðili Hárteygjur • Engir klofnir endar • Sterkt grip • Allar hárgerðir • Ekkert teygjufar • Enginn höfuðverkur • Fyrir allar hárgerðir Invisibobble Ísland
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.