Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Page 16
*Helena Aðalsteinsdóttir dansaði eftir kvöldmáltíðir á ferðalagi sínu á Sýrlandsslóðum »18Ferðalög og flakk Sumarið er rétt að enda og haustið með sína stuttu viðkomu að skella á. Jólabarnið í mér gleðst óendanlega yfir ótímabærum jólahlutum í búðum og þeim tyllidögum sem framundan eru hér fram til jóla. Margt er búið að gleðja mig langa sumardaga. Kvikmyndakvöld í Hollywood Cemetery, tónleikar í Hollywood Bowl, fallegir morgnar yfir Downtown frá skrif- stofunni minni í Beverly Hills, ilmurinn í vinnustofunni minni í „hipsterville“, Silverlake, tónleikar með kór sem ég er í í Walt Disney Concert Hall og hafnabolta- leikur á Dodgers Stadium, skammt frá þar sem ég bý. Ekki má heldur gleyma 4. júlí sem var minn fyrsti sem hálfur Ameríkani og „hálfur“ Íslendingur. Þar var fagnað með íslenskri marengstertu skreyttri ameríska fánanum. Kannski ekki annað hægt eftir að hafa fengið skrifstofuna til að fagna 17. júní undanfarin ár með mér. Bestu kveðjur heim – Unnur Sendandi (t.h.) með vinkonu í Hollywood Cemetery á kvikmyndakvöldi. Íslensk terta með amerískum fána. Íslensk marengsterta á 4. júlí Morgunsólin, séð frá skrifstofunni. PÓSTKORT F RÁ LOS ANG ELES Ákvörðunin var tekin fyrir um ári ográðist í að panta bæði hótel, pláss ítjaldi og annað,“ segir Finnur Frið-rik Einarsson, sviðsstjóri hjá Main- Manager, um nýafstaðna árshátíðarferð hug- búnaðarfyrirtækisins til München á dögunum. Að sögn Finns hafði lengi verið í um- ræðunni að starfsmannafélag fyrirtækisins færi á Októberfest. Nokkrir starfsmenn hafa tengsl við Þýskaland, auk þess sem einn er þýskur að uppruna. Þekktu sumir því vel til en í heild taldi hópurinn á fjórða tug, þ.e. starfsmenn bæði héðan og frá Danmörku, ásamt mökum. Bjórhátíðin þekkta hófst hinn 21. sept- ember í ár en þetta er í 180. skipti, frá árinu 1810, sem hún fer fram. Hefur hún nokkrum sinnum fallið niður í gegnum tíðina, sökum farsótta og stríða að sögn Einars Óla Guð- mundssonar, samstarfsmanns Finns. Hátíðahöldin standa í tvær vikur og lýkur ávallt fyrsta sunnudag í október. Undantekn- ing er þó gerð ef þjóðhátíðardag Þýskalands, 3. október, ber upp á þriðjudegi en þá er framlengt um tvo daga. Í tjaldi með þúsundum Tókst að panta pláss fyrir hópinn í 6.200 manna tjaldi á vegum Hacker-Pschorr brugg- hússins, einu af sex sem hafa leyfi til að fram- leiða bjór á hátíðina. Átti hópurinn langborð á föstudegi frá kl. 11 til kl. 16.30. Þar var hver bekkur þéttsetinn og mikið líf og fjör að sögn Finns. Meirihluti gesta var klæddur að bæverskum sið eins og hefð er fyrir, bjórinn einungis borinn fram í hinum þekktu eins lítra könnum Maß, og þýskar krásir framreiddar Þrátt fyrir gífurlegan mannfjölda, en talið er að ríflega sex milljónir gesta sæki hátíðina ár hvert, segir Finnur stemninguna á svæðinu hafa verið alveg einstaka. „Þetta er alveg ótrúlega skemmtileg hátíð, um margt öðruvísi en margar aðrar. Það ríkti mjög jákvæð og góð stemning strax frá byrjun og var bjart yf- ir þessu öllu, sérstaklega þarna í tjaldinu.“ Hið eiginlega hátíðarsvæði er hið 42 hekt- ara Theresienwiese eða Wies’n eins og heimamenn kalla það. Hátíðarstemningin er þó ekki takmörkuð við tjöldin einungis að sögn Finns. „Þó svo að þú sért ekki með pláss í tjaldi getur þú alveg labbað inn á svæðið og upplifað stemninguna.“ Bætir hann við að mikið hafi m.a. verið um að fólk væri á gangi með börn um svæðið, sem þyki hið eðlilegasta mál. Hjólatúr og tvö brugghús Októberfest var aðeins hluti af ferð hópsins til München þessa helgi. Fólk leigði sér m.a. einnig hjól í borginni og skoðaði hana þannig sem Finnur mælir heilshugar með. Af bjór- menningu var hún reyndar ekki alveg ein- skorðuð við Októberfest hjá hópnum en hann heimsótti einnig tvö fræg brugghús, þar sem boðið var upp á bæverskan mat og bjór. Þar var um að ræða Hofbräuhaus, eina elstu bjórhöll München, stofnaða árið 1589 af þá- verandi hertoga Bæjaralands, og veitingahúsið Augustiner, í eigu Augustiner bjórframleið- andans, en sá bjór þykir einna bestur á svæð- inu. Rétt eins og með bjórhátíðina sjálfa mæl- ir Finnur með að allar slíkar heimsóknir séu bókaðar vel í tíma enda München afar vinsæl á þessum tíma árs. AFP BJÓRHÁTÍÐIN ÞEKKTA Í MÜNCHEN Árshátíð á Októberfest EINS OG HEFÐ ER FYRIR ER BOTNINN SLEGINN Í BJÓRHÁTÍÐINA OKTÓBERFEST Í MÜNCHEN UM HELGINA. HÓPUR ÍSLENDINGA SÓTTI HÁTÍÐINA HEIM Á DÖGUNUM, EFTIR ÁRSUNDIRBÚNING. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.