Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Page 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Page 19
jafnaði enda náttúruperlur þar en í Sýrlandi. Egyptaland var líka á ferðaáætluninni en þangað fóru Helena og Birna í ákveðnum til- gangi: Til að læra að kafa við Sínaískagann. Spurð um þann gjörning viðurkennir Helena að hún hafa verið svolítið smeyk í fyrstu en upplifði síðan undur hafsins sem hún hefði ekki viljað missa af. Birna lét sér hvergi bregða enda hafði hún lært að kafa áður. Eft- ir vikunámskeið fengu þær skírteini sem gerir þeim kleift að kafa hvar sem er í heiminum. Veggur tortryggni og ótta Loks komu stöllurnar til Palestínu og Ísraels. Það segir Helena hafa verið afar merkilega upplifun. „Við höfðum frelsi sem ferðamenn í Palestínu en fundum vel fyrir ólgunni í land- inu. Við gistum hjá fólki á okkar aldri í Ísrael og það var fróðlegt að kynnast afstöðu þess. Þau höfðu aldrei kynnst fólki frá Palestínu á ævinni og langaði til fara til Palestínu. Um það er hins vegar ekki að ræða, það er vegg- ur á milli þessara tveggja þjóða. Veggur tor- tryggni og ótta. Það er grátlegt í ljósi þess að flestir virðast löngu búnir að gleyma hvers vegna hatrið er!“ Helena var ekki fyrr komin heim vorið 2011 en borgarastyrjöld braust út í Sýrlandi. Ekki sér fyrir endann á henni. „Það hefur verið mjög erfitt að fylgjast með stríðinu. Ég hef verið í sambandi við nokkra vini mína og þeir bera sig merkilega vel miðað við að- stæður. Sem stendur er landið lokað fyrir ferðamönnum en þegar stríðinu lýkur og landið verður opnað á ný mun ég fara aftur til Sýrlands við fyrsta tækifæri.“ Helena stödd í Wadi Rum-eyðimörk- inni í Jórdaníu, þar gistu þær í tjaldi í viku og ferðuðust um á úlföldum. 6.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.