Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2013 Matur og drykkir G réta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabba- meinssjúkra barna, bauð nánustu fjölskyldu heim í kvöldverð að hætti LKL-mataræðisins sem hefur notið mikilla vinsælda síð- ustu misserin. Sjálf fór hún að fylgja þessu mataræði í sumar og eiginmaðurinn fylgdi fljótlega í kjölfarið. Raunar voru kvöldverðargestir allir búnir að prófa mat- aræðið svo það var enginn nýgræðingur viðstaddur. „Réttirnir brögðuðust allir mjög vel en ég hef alltaf verið óhrædd við að prófa nýjar uppskriftir og ég hafði aldrei útbúið neitt af þessu áður,“ segir Gréta. Hún ákvað að prófa nýjar uppskriftir úr bókinni Lág kolvetna ljúf- meti sem kom út fyrir stuttu í íslenskri þýðingu en bókin er sænsk að uppruna. „Mér líst mjög vel á bók- ina en annars hef ég yfir- leitt verið að nýta mér int- ernetið hvað mest í leit að uppskriftum. Það sem ég prófaði úr bókinni var með- al annars æðislegur for- réttur en ég hafði aldrei bragðað halloumi-ostinn sem er notaður í salatinu. Ég setti hann reyndar ekki á pönnu eins og á að gera heldur í samlokugrillið og fékk því þessar fallegu, gylltu rendur á ostinn sem kom afar vel út.“ Forrétt- urinn sló enda í gegn hjá gestunum. Eiginmaður Grétu, Gísli Hjartarson, greindist með glútenóþol árið 1999 svo Gréta segir að það hafi trú- lega ekki verið jafn mikið mál og það sé kannski fyrir aðra að skipta yfir í LKL- mataræðið. En er Gréta mikil matar- boðskona? „Mér finnst í það minnsta afar gaman að elda og miklu, miklu skemmtilegra en að ganga frá. Ég er líka dugleg að skoða hvaða kjöt er á tilboði hverju sinni og kaupa það og leita svo bara að uppskriftum, það er nú snilldin við internetið. En ég þarf ekkert endilega alltaf að fara eftir uppskriftum, maður veit orðið hverju maður á að sleppa svo að þetta er allt orðið fremur auðvelt,“ segir Gréta að lokum. PRÓFAÐI NÝJAR UPPSKRIFTIR Dásamlegur forréttur Frá vinstri: Gréta Ingþórsdóttir, Silja Haraldsdóttir, 10 ára, Guðlaug Sigrún Sigurðardóttir, Eoghan O’Reilly, Arna Sigrún Haraldsdóttir, Ingþór Haralds- son, heimilisfaðirinn Gísli Hjartarson og börn hans og Grétu; Halldóra Karí- tas Gísladóttir, 12 ára, og Greipur Þor- björn Gíslason, 11 ára. HJÓNIN GRÉTA INGÞÓRSDÓTTIR OG GÍSLI HJARTARSON BUÐU NÁNUSTU FJÖLSKYLDU Í KVÖLDVERÐ Í ÞEMA LKL-MATARÆÐISINS. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Gréta leggur lokahönd á sítrónukjúklinginn og ítalska salatið. * „Ég hafði aldreibragðað halloumi-ostinn sem er notaður í salatinu. Ég reyndar setti hann ekki á pönnu eins og á að gera heldur á grillið og fékk því þessar fallegu, gylltu rendur á ostinn sem kom afar vel út.“ 4 skammtar 700 g úrbeinuð kjúklingalæri 2 msk. ólífuolía saltflögur og svolítil piparblanda 1 sítróna ferskt estragon Ítalskt salat 100 g blandað salat 100 g klettasalat ½ jöklasalathaus ½ rauðlaukur 200 g svartar og grænar ólífur með steinum Salatsósa ½ dl ólífuolía 2 msk rauðvínsedik 1 tsk salatkrydd, t.d. salt, grófmalaður pipar, þurrkaðar kryddjurtir 1 tsk fljótandi hunang Aðferð Hitið ofninn í 175 gráður. Setjið kjúklinginn á bökunarplötu, hellið olíu yfir og veltið honum upp úr henni og salti og piparblöndu. Skerið sítrónuna í báta og setjið á plötuna. Setjið í ofninn í 20 mínútur. Bætið fersku estragon út á. Blandið allt salatið í skál. Skerið rauðlaukinn í þunnar sneiðar og setjið ofan á salatið ásamt ólífunum. Blandið öllu hráefni í salatsósuna og hellið henni yfir salatið. Berið salatið fram með kjúklingnum. Sítrónukjúklingur með ítölsku salati
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.