Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Side 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Side 34
Morgunblaðið/Eggert Þ að getur verið erfitt að fylgjast með öllum þeim leikjum sem börnin nálgast í snjallsímum og spjaldtölvum í dag enda eru tölvuleikirnir óteljandi og auðvelt fyrir þau að nálgast þá. Gott er að byrja snemma að venja börn sín á ákveðna umgengnis- hætti hvað notkun varðar og hvað við hæfi þeirra og hvað ekki. Guð- berg K. Jónsson, verkefnastjóri SAFT, samfélags fjölskyldu og tækni, mælir með að foreldrar geri sig fagmeðvitaða um hvað börnin eru að spila með því setjast niður með þeim og spila leikina saman. „Það er gott að setja ákveðnar reglur um hvað er í lagi og hvað ekki, þá er auð- veldara að eiga við þetta heldur en að leyfa notkun þeirra að þróast stjórnlaust. Ef börnin hafa aðgang að snjallsíma eða spjaldtölvu ættu foreldrar að skoða hvað er þar inni og prófa leikina með börnum sínum. Það er til mjög mikið af gagnlegum og skemmtilegum leikjum fyrir spjaldtölvur og einnig snjallsíma og langflestir tölvuleikir sem eru framleiddir í heiminum eru alls ekki í ætt við þessa umdeildu leiki á borð við Grand Theft Auto og COD,“ segir Guðberg og nefnir tvo ís- lenska tölvuleiki sem hafa t.d. verið notaðir á leikskólum, Paxel 123 og Grallarar en þar er engum upplýsingum safnað um börn og eru þau ekki send áfram á aðrar síður sem leiða þau kannski inn á klámsíður eins og oft hefur verið talað um. „Svoleiðis síður eru með leikjasöfn og lifa á auglýsingatekjum. En það er engin ástæða til að óttast tölvuleiki, það eru svo marg- ir uppbyggilegir og góðir. Þetta er fyrst og fremst spurning um hvaða tegund þetta er og svo auðvitað í hve miklum mæli er verið að spila.“ Í læknisleiknum Doctor X er hægt að hlúa að sjúklingum og notast er við allt það sem spítalinn býður upp á. Guðberg K. Jónsson Leikurinn Subway Surfers er ansi vin- sæll á App Store, þar sem hægt er að ná í smáforrit. Þessum tölvuleik, Lep’s World, svipar til gamla gullsins, Super Mario, sem eflaust margir kannast við. Þessi leikur gengur út á það að kasta ýmsum hlutum í manninn á myndinni. TÖLVULEIKIR FYRIR BÖRN Spilum leikina með börnunum HAFSJÓ AF TÖLVULEIKJUM OG SMÁFORRITUM FYRIR BÖRN MÁ FINNA Í SPJALDTÖLVUM, SNJALLSÍMUM OG Á NETINU. LEIKIRNIR ERU EINS MIS- JAFNIR OG ÞEIR ERU MARGIR OG ÞVÍ MIKILVÆGT AÐ FYLGJAST MEÐ HVERS KONAR LEIKIR ÞAÐ ERU SEM BÖRNIN SPILA. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Börnin eru ansi fljót að læra á tæknina í dag og eiga auðvelt með að verða sér úti um tölvu- leiki í símanum hjá mömmu eða pabba. Make Up Salon heitir þessi leikur en þar er markmiðið að skrúbba andlit þessarar konu og sjá vel um húð hennar með allskyns vörum. Þessi leikur nefnist Mom’s helper og gengur út á það að hjálpa til við að sjá um húsverkin, sem í þessu tilviki er hlutverk mömmu. *Græjur og tækniNý rannsókn sýnir fram á að aukin notkun Fésbókarinnar dregur úr lífsánægju notandans »36

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.