Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2013
Græjur og tækni
Í
ágúst birti fræðiritið Public Library of
Science niðurstöður sameiginlegrar
rannsóknar vísindamanna við Háskólann
í Michigan í Bandaríkjunum og Leuven-
háskóla í Belgíu, sem benda til þess að
tengsl séu á milli notkunar Facebook og
þunglyndis. Niðurstöðurnar sýna að því
meira sem fólk notar Facebook, því
óánægðara er það með líf sitt.
Áður hafa birst rannsóknir sem tengja
notkun Facebook við afbrýðisemi, öfund,
þunglyndi og skert sjálfstraust; svo eitt-
hvað sé nefnt, en aðferðafræði eldri rann-
sókna hefur gert erfitt að draga miklar
ályktanir um hvað er orsök og hvað er af-
leiðing í þeim efnum. Í niðurstöðum þess-
arar nýju rannsóknar hefur hins vegar ver-
ið sýnt fram á að eftir því sem þú eyðir
lengri tíma á Facebook, þá dregur úr lífs-
ánægju notandans, en jafnframt er sýnt
fram á að fólk er ekki líklegra til að nota
Facebook þegar það er óánægt með líf sitt.
Áhrifamikil afþreying
Það bendir sterklega til að Facebook sé or-
sakaþátturinn, en vísindamennirnir að baki
rannsókninni telja sig geta fullyrt að mikil
notkun Facebook grafi undan lífsánægju.
Þá sýndi rannsóknin fram á að mannleg
samskipti sem ekki fóru fram í gegnum
Facebook, svo sem símtöl eða persónuleg
samtöl, höfðu öfug áhrif og auka lífsánægju
fólks. Rannsóknin leiddi enn fremur í ljós
að Facebook-notkun dró meira úr lífs-
ánægju þeirra sem stunda meiri mannleg
samskipti í daglegu lífi en hinna.
Í ljósi þess að notendur Facebook eru nú
um einn milljarður má ætla að hér sé um
þýðingarmikla rannsókn að ræða fyrir
fjölda fólks. Einn af höfundum rannsókn-
arinnar, John Jonides, prófessor í hug-
rænum taugavísindum við Háskólann í Mic-
higan, segir í viðtali við útvarpsstöðina
NPR að líklegast sé að óánægjan tengist
félagslegum samanburði. „Þegar þú notar
vef eins og Facebook sérðu fjöldann allan
af póstum um hvað fólk er að gera. Það
leiðir til félagslegs samanburðar – þér kann
að finnast sem líf þitt sé ekki eins inn-
haldsríkt og hjá fólkinu sem þú sérð á Fa-
cebook.“
Það er þó vert að taka fram að í rann-
sókninni var ekki greint á milli þess hvað
fólk var að gera á Facebook, en ekki er
ólíklegt að mælanlegur munur sé á ánægju
fólks eftir því hvort það er að spjalla á
Facebook, skoða uppfærslur vina eða taka
þátt í spjallhópum.
Orð verða til alls fyrst
Það er forvitnilegt að skoða þessa rann-
sókn í samanburði við aðra rannsókn frá
2011 sem framkvæmd var við Háskólann í
Vermont. Niðurstöður hennar birtust í
sama vísindariti og benda til að notendur
Twitter séu að verða þunglyndari eftir því
SAMFÉLAGSMIÐLAÞREYTA
Veldur
Facebook þér
þunglyndi?
RANNSÓKNIR VÍSINDAMANNA VIÐ ERLENDA HÁSKÓLA
BENDA TIL ÞESS AÐ NOTKUN FACEBOOK OG ANNARRA
SAMFÉAGSMIÐLA KUNNI AÐ VALDA ÞUNGLYNDI. ERU
TENGSL OKKAR VIÐ MEÐBORGARANA Á UNDANHALDI?
Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com
Getur verið að Fésbókin
valdi þér þunglyndi?
Æskilegra væri að fara
í hjólatúr með fjöl-
skylduna frekar en að
hanga á Facebook.
Morgunblaðið/Kristinn
Eins og sjá má á göngu- og hjólastígum borgar-innar fjölgar rafknúnum reiðhjólum jafnt og þétt. Þau duga ogvel fyrir þá sem leggja á sig langt ferðalag um
hæðir höfuðborgarsvæðisins, hjálpa til í brekkum og
gefa meðbyr þegar á móti blæs. Ekki er þó allt talið,
því rafmagnshjól geta líka
gagnast á styttri vega-
lengdum, því þá þarf
ekki að skola af sér
svitann á leiðarenda.
Rafhjólin eru mis-
jöfn að útliti og út-
færslu, ýmist hjól
sem hönnuð eru sem
rafhjól eða reiðhjól sem
breytt hefur verið í rafhjól. Það er líka
misjafnt hvernig vélvæðingin er útfærð; al-
gengt er að hjólin séu þannig að hjálparmótorinn hrekkur ekki í gang
nema þegar petalarnir snúast, þegar hjólað er, en líka eru dæmi um
hjól sem hægt er að knýja án þess að hreyfa petalana.
Það verður að segjast eins og er að rafmagnshjól eru fæst augna-
yndi og sum beinlínis ljót, fyrir minn smekk í það minnsta. Það er þó
hægt að smíða glæsileg rafmagnshjól sem sannast rækilega á Gocycle-
rafhjólunum sem Orkuver flytur inn. Hjólin eru bresk
framleiðsla, úr smiðju Karbon Kinetics sem stofnað var
af fyrrverandi hönnuði hjá McLaren, Bentley, Audi, Ferr-
ari og Mercedes. Fyrirtækið var stofnað 2002 og fyrsta Go-
cycle-hjólið kom á markað 2009. Sú gerð sem ég fékk lán-
aða til að hjóla í og úr vinnu (2x15 kílómetrar) er aftur á
móti ný af nálinni og kallast Gocycle G2.
Stellið er úr magnesíumblöndu og því léttara en ella,
aukinheldur sem rafhlaðan og rafbúnaður allur er
mun minni um sig en maður á að venjast þegar
rafmagnshjól eru annars vegar. Segir sitt að
hjólið er ekki nema 16 kíló að þyngd, en al-
gengt er að hjól með álstelli sé 12-14 kíló að
þyngd. Á vefsetri Orkuvers kemur fram að
drægi rafhlöðunnar sé 50-65 km, en það
ræðst náttúrlega af því hve mikið maður
hjólar með og eins af því hvernig leiðin er,
brekkum, hraða, hitastigi og þar fram eftir göt-
unum. Sem dæmi um raunverulega notkun fór ég á hjólinu tæpa 40
kílómetra einn daginn í hæðóttu landslagi og þá var lítið eftir af hleðsl-
unni.
Gocycle G2 kostar sitt, listaverð er 579.000 kr., en ekki þykir mér
það dýrt þegar allt er skoðað.
RAFMAGNSHJÓL Í LÚXUSKLASSA
RAFMAGNSHJÓL EIGA ÞAÐ TIL AÐ VERA KLUNNALEG OG ÞUNG. GOCYCLE HEITIR HJÓL FRÁ FYRRVERANDI HÖNN-
UÐI LÚXUSBÍLA SEM SÝNIR AÐ HÆGT ER AÐ BÚA TIL RAFHJÓL SEM ERU GLÆSILEG OG ÖFLUG Í SENN.
* Þrír gírar eru á hjólinu oghægt að hafa það „sjálfskipt“, enda
er það með rafeindastýringu sem
gefur að auki ýmsa stillingamögu-
leika. Þannig er hægt að velja að
það skipti sjálfkrafa um gír eftir
átaki/álagi, hversu mikla hjálp það
veiti alla jafna, stilla hámarkshraða
(þ.e. upp í hvaða hraða mótorinn
hjálpar – ekki hærra þó en 25 km/
klst.) og svo má áfram telja.
* Rafmagnshjól eru almennt þann-ig úr garði gerð að mótorinn hættir
að hjálpa þegar hjólið er komið á 25
kílómetra hraða, enda teljast vélknú-
in hjól sem komast hraðar létt bifhjól
og mega ekki vera á göngu- og hjóla-
tígum. Að því sögðu er ekkert því til
fyrirstöðu að fara hraðar, ef maður
knýr hjólið áfram sjálfur.
* Rafeindastýringin og innbyggtBluetooth gerir kleift að tengja hjól-
ið smáforriti, appi, en þá er hægt
að stila rafmótorinn, skrá ferðir, sjá
hleðsluna á rafhlöðunni og svo má
telja. Skemmtileg viðbót og ekki síst
forvitnilegt að með appinu er hægt
að uppfæra stýrikerfið á hjólinu
sjálfu, eftir því sem þurfa þykir.
ÁRNI
MATTHÍASSON
Græja
vikunnar