Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Síða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Síða 37
6.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 sem fram í sækir. Í rannsókninni fór fram orðagreining á 46 milljörðum tísta frá rúm- lega 63 milljónum einstaklinga. 10 þúsund algeng ensk orð voru metin á skalanum einn til níu, frá neikvæðum til jákvæðra. Þannig fékk orðið ‘hryðjuverkamaður’ skor- ið 1,3 en orðið ‘hlátur’ skorið 8,5. Þar sem öll tíst hafa tímastimpil er hægt að greina í hvaða átt umræðan er að þróast með aðstoð þessa skala og er hægt að skapa tímalínu sem sýnir nokkuð greini- lega hvort notendur Twitter eru að tjá já- kvæðar eða neikvæðar tilfinningar í tístum sínum. Þannig má sjá mesta jákvæðni á Twitter í kringum hátíðisdaga líkt og jól, þakkagjörðarhátíð og Valentínusardag, en hægt var að greina töluverða dýfu í já- kvæðni kringum alvarlegri atburði í heims- fréttum, líkt og umfjöllun um svínaflensu, flóðbylgjuna stóru í Japan og andlát leik- arans Patricks Swayze. Niðurstöðurnar bentu sterklega til þess að notendur Twit- ter væru að verða neikvæðari eftir því sem tíminn líður og mest óánægja var mæld á fyrri hluta árs 2011, undir lok rannsókn- arinnar. Spurning um aldur? En þrátt fyrir að vísbendingar um að notk- un samfélagsmiðla geti haft neikvæð áhrif á sálarlífið hafa aðrar rannsóknir sýnt fram á jákvæða þætti sem tengjast notkun þeirra. Þannig hefur nýleg rannsókn við MIT-háskólann sýnt fram á að notkun Fa- cebook er líkleg til þess að hægja á hjart- slætti og hjálpa fólki að slaka á. Önnur rannsókn, og öllu athyglisverðari, var fram- kvæmd við Háskólann í Arizona. Henni samkvæmt hefur notk- un samfélagsmiðla mjög jákvæð áhrif á heilastarfsemi eldra fólks. Í rannsókninni voru bornir saman þrír hópar eldra fólks á aldrinum 68-91 árs. Einum hópnum var kennt að nota Facebo- ok og tengjast þar ættingjum og vinum. Öðrum hóp var kennt að nota vefsíðuna www.penzu.com<http://www.penzu.com>, þar sem notendur skrá daglega fæðu- inntöku og aðrar næringarupplýsingar, og þriðja hópnum var sagt að þau væru á bið- lista til að fá kennslu í notkun Facebook. Skemmst er frá því að segja að Facebook- hópurinn stóð sig 25% betur á minn- isprófum og öðrum prófum sem mæla heilastarfsemi eftir að hafa notað Facebook um átta vikna skeið heldur en hinir hóp- arnir, en engin breyting var mælanleg þar. Að sögn Janelle Wohltmann, taugasál- fræðings sem framkvæmdi rannsóknina, eru einkum tvær líklegar skýringar á jákvæð- um áhrifum Facebook á eldra fólk. Annars vegar benda rannsóknir til þess að eldra fólk sem hefur sterkt félagslegt net og á í samskiptum við aðra hafi virkari heila- starfsemi en þeir sem lifa í meiri ein- angrun. Hins vegar hafa rannsóknir bent til að sú iðja að læra nýja hluti hjálpi við að viðhalda heilastarfsemi eldra fólks og hægi á hrörnun og elliglöpum. Meðalhóf er dyggð Það er með notkun samfélagsmiðla eins og margt annað, meðalhófið er dyggð, og þá má misnota eins og annað. Það er margt sem bendir til að óhófleg notkun sam- félagsmiðla geti haft neikvæðar sálrænar afleiðingar. Í það minnsta fram eftir aldri. Morgunblaðið/Árni Sæberg * Það leiðir til félagslegs saman-burðar - þér kann að finnast sem líf þitt sé ekki eins innhaldsríkt og hjá fólkinu sem þú sérð á Facebook. Loksins er hægt að finna út hvað tindurinn þarna í fjarska heitir því með Hringsjá smáforritinu er hægt að sjá hvernig sjóndeildarhring- urinn lítur út frá hvaða stað á Ís- landi. Ofan á það bætast svo ör- nefni fjallanna, hæð og fjarlægð. Verkefnið byggist á opnum gögnum frá Landmælingum Íslands og eru þau háð höfundarrétti þeirra. Velja má staðsetningu handvirkt á korti eða nota sjálfvirka staðsetningu tækisins. HRINGSJÁ Gott fyrir göngugarpa Magisto Video Editor & Maker er græja sem getur tekið litlu mynd- böndin og raðað þeim saman. Það er hins vegar mun betra að láta for- ritið raða saman myndum því það er ekki hægt að klippa aðeins af endinum eða byrjuninni eins og margir foreldrar þurfa að gera. En forritið er stórsniðugt og skemmti- legt að fá að nota tónlistina sem er í símanum. Kostar alls ekki neitt og í nýjustu útgáfunni er búið að laga smágalla sem var í fyrri útgáfu. MAGISTO VIDEO EDITOR Ljósmynda- raðari Veiðimenn kannast flestir við leik- inn Deer Hunter. Nú er hann kom- inn í snjallsímana, alveg jafn flottur og áður. Markmið leiksins er ein- falt, allt kvikt skal drepið og byrjar leikmaður rólega frá grunni. Vinnur sér inn stig, punkta og þar með betri byssur sem getur drepið stærri dýr. Frábær leikur fyrir þá sem vilja svala veiðieðlinu því leik- urinn er mjög raunverulegur enda tekur hann mikið pláss og mikið innra minni. Veiðimanna- eðlinu svarað DEER HUNTER 14 Smáralind | Sími 512 1330 Laugavegi 182 | Sími 512 1300 iPhone 5s iPhone 5c iPhone 5s Verð frá: 179.990.- iPhone 5c Verð frá: 129.990.-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.