Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Page 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Page 38
Hvar kaupir þú helst föt? Þessa stundina versla ég helst í Aftur, GK og Sævari Karli. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Chloë Sevigny fyrir að þora og gera. Hver er þín uppáhaldsárstíð og hvers vegna? Haustið, því ég fíla að klæða mig í mörg lög af fötum. Áttu þér einhvern uppáhalds- fatahönnuð? Vivienne Westwood fyrir hugsjónina og pönkið. Al- exander McQueen fyrir sköpunarheiminn og hugar- áhrifin. Phoebe Philo fyrir einfaldleikann. Hverju er mest af í fataskápnum? Það er alltaf pláss fyrir fleiri kjóla. Á að fá sér eitthvað fallegt fyrir veturinn? Glæsileg ullarkápa frá REY er næstu kaup á dagskrá og leðurstígvél í 38 þrepum fyrir væntanlega Parísar- ferð. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Vivienne Westwood vinkona mín gaf mér virkilega gott ráð hérna um árið en það hljóðar svo: „Choose well, buy less, make it last.“ Og fer ég ávallt eftir þessu eð- alráði. Annars er ég líka með góða reglu að sofa allt- af á hlutunum og kaupi mér aldrei föt í flýti. Mig þarf virkilega að langa í eitthvað svo ég kaupi það. Helst að vera með flíkina á heilanum í ákveðinn tíma því þá veit ég að kaupin eru algjör negla stöngin inn! Hverju myndir þú aldrei klæðast? Crocs-skóm, Ugg-stígvélum, þæfðum ullartrefli eða náttfötum fyrir utan hússins dyr svo fátt sé nefnt. Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða fylgihlut myndirðu kaupa? Í augnablikinu væri það Céline-ullarkápa fyrir veturinn, eða YSL „Cabas Chyc“-taska í gráu, nú eða nýr ACNE-leddari. List- inn er endalaus … Hvaða tískutímaritum/bloggum fylgistu með? Ég elska Bast magazine og Bast bloggið. Hin frönsku Self Service og Purple eru mín uppáhalds og safna ég þeim. Annars finnst mér líka notalegt að fá mér kaffibolla yfir skandinavísku tímaritunum Eurowoman og Cover í byrjun hvers mánaðar. Ég kíki líka reglu- lega á bloggsíðuna theallhateus.com fyrir innblástur í hversdags- leikann. Erna Bergmann, fatahönnuður og stílisti, myndi aldrei fara í Crocks-skó. Ljósmynd/BIG LANGAR Í CÉLINE-ULLARKÁPU FYRIR VETURINN Kaupir aldrei föt í flýti ERNA BERGMANN FATAHÖNNUÐUR ER AÐ LJÚKA MEISTARANÁMI Í HÖNNUN VIÐ LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS. ERNA ER EINN AF FREMSTU STÍLISTUM LANDSINS OG STARF- AR MEÐFRAM NÁMI VIÐ ÝMIS VERKEFNI TENGD STÍLISERINGU, MÁ ÞAR NEFNA TÍSKUÞÆTTI, AUGLÝSINGAR OG TÓNLISTARMYNDBÖND. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is AFP Leikonan Chloe Sevigny er með djarfan og skemmtilegan stíl. „Cabas Chyc“-taskan frá Saint Laurent er drauma- fylgihlutur Ernu. * Það er alltafpláss fyrir fleirikjóla í fataskápnum. Erna safnar franska tíma- ritinu Self Service. Erna heldur mikið upp á pönkdrottn- inguna Wivienne Westwood. *Föt og fylgihlutir Herratískan fyrir haustið einkennist af gráum lit og ótal fallegar flíkur að finna í búðunum »40

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.