Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Síða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Síða 41
Styrmir Goðason, fyrrum starfsmaður Indriða Guðmundssonar heitins, og Bryn- dís Marteinsdóttir, ekkja Indr- iða, hafa hafið framleiðslu á hinum þekktu Indriða- skyrtum sem nú eru fá- anlegar í verslun Kor- máks og Skjaldar. Indr- iði Guðmundsson var þekkur fyrir einstaka hönnun á skyrtum og sterkan karakter. Árið 2003 opnaði hann verslun á Skólavörðu- stíg með áherslu á fal- leg snið og vandaða hönnun. Mikil eft- irspurn hefur verið eft- ir skyrtunum sem hætt var að framleiða eftir að Indriði lést í lok árs 2006. Skyrturnar eru gerð- ar eftir upprunalegum sniðum Indriða, en markmiðið var að framleiða í sömu verk- smiðjum og eftir sömu aðferðum og Indriði sjálfur notaðist við. Skyrturnar eru úr tyrkneskri hágæða bómull. Textíll, munst- ur og litir eru hinsvegar ný, en allt var það valið í stíl og anda Indriða. Hann lagði mikið upp úr efnisburði og voru flest- ar hans skyrtur gerðar úr efnum með löngum og þykkum þræði og voru þétt ofnar. Markmið hans var að búa til hina fullkomnu skyrtu sem átti að vera falleg, auð- veld í meðhöndlun og mönnum átti að líða vel í henni. Indriði var klæðskeri með 15 ára reynslu í sníða- og búningagerð. Hann lærði hjá tveimur öldungum í Dublin sem gerðu jakkaföt á gamla mátann. Indriði tileinkaði sér þenn- an hefðbundna stíl í hönnun og sníðagerð enda mik- ill fagmaður sem lagði ríkt á um að skyrturnar hans væru klassískar og tímalausar. sigurborg@mbl.is SKYRTUR INDRIÐA FÁANLEGAR Á NÝ Munstur og litir eru ný, en innblástur var sóttur í stíl og anda Indraða. Skyrturnar eru úr hágæða tyrkneskri bómull. Skyrt- urnar eru allar gerðar eftir upprunalegum sniðum Indriða frá árinu 2005. Áhersla á falleg snið og vandaða hönnun SELECTED 9.900 kr. Dökkgrá og einföld skyrta er nauðsynleg í fataskápinn. Skemmtilegur grár alklæðnaður á sýningu Damir Doma fyrir vet- urinn 2013. ZARA 39.995 kr. Falleg og hlý ullarkápa með skinn- kraga. JACK & JONES 11.900 kr. Klassískar gráar buxur sem passa við nánast allt. STURLA 45.000 kr. Ullarjakki frá merkinu Scotch & Soda. GALLERÝ 17 12.995 kr. Skyrta frá vinsæla merkinu Cheap Monday. 6.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.