Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Side 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Side 45
gegna sem réttlæti að almenningur í landinu sé neyddur til að greiða yfirgengilegar fúlgur til að reka hana, fór svona að ráði sínu. Pólitísk misnotkun, sem vissulega ofbýður sífellt fleirum, er stóralvarleg, en þó er hún eins og hé- gómi hjá framantöldum atriðum. En saman sýna þau að það er eitthvað stórkostlega brogað við þessa starfsemi og þar á bæ virðist ekki nokkur maður með ábyrgð líta í eigin barm. En kann ekki svo að fara, rétt eins og 1984, að svo alvarleg mistök ásamt viðvarandi og síversnandi misnotkun og yf- irgangi fámenns hóps, sem kemst upp með að haga sér eins og hann eigi Ríkisútvarpið, ofbjóði lang- lundargeði landsmanna og opni augu þeirra? Lítið dæmi en lýsandi Andríki birti nýlega þessa frásögn: „Oft hefur verið minnst á hversu ótrúlegan áhuga starfsmenn Ríkis- útvarpsins hafa á „mótmælum“ og hvernig svoköll- uð fréttastofa Ríkisútvarpins hefur verið notuð til að auglýsa væntanleg mótmæli. Eitt dæmið var í hádegisfréttum í gær. Þá var sagt frá því að Alþingi yrði sett síðar um daginn. Að sjálfsögðu tók fréttastofan fram að efnt yrði til mótmæla á Austurvelli og var sagt frá því að „aðgerðahópurinn“ ætlaði að ganga frá velferðar- ráðuneytinu og að þinghúsinu. Næst var skipt yfir að velferðarráðuneytinu þar sem fréttamaðurinn Sunna Valgerðardóttir var stödd. Hún sagði: „Já sæll Broddi, nú er ég hérna stödd við velferð- arráðuneytið, það eru nú ekki margir mættir, mér telst til að það séu um fimm manns. En hópurinn átti að mæta klukkan hálf, svo er stefnt að því að arka að Alþingishúsinu …“ Næst talaði fréttamaðurinn við Helgu Björk Magnúsdóttur og Grétudóttur, sem fór fyrir „að- gerðahópnum“, og spurði: „Helga Björk, hverju viljið þið koma á framfæri?“ Svo kom lestur frá Helgu Björk Magnúsdóttur og Grétudóttur um kröfur aðgerðahópsins. Svo var fréttinni lokið. Það er rétt að minna á, að þegar fréttamaður rétti Helgu Björk Magnúsdóttur og Grétudóttur hljóð- nemann, með þeirri einu spurningu „Hverju viljið þið koma á framfæri?“, þá voru slík fjöldamótmæli í gangi að fréttamanni taldist svo til að mættir væru „um fimm manns“. Það er fyrir löngu komið í ljós að í Efstaleiti 1 sér enginn neitt að því að nota ríkisútvarp með þessum hætti. Þeir vita líka að þeir þurfa ekki að óttast að núverandi stjórnvöld þori að lyfta litla fingri gegn klíkunni sem stýrir Ríkisútvarpinu. Þeir vita líka að hjá Ríkisútvarpinu mun enginn þurfa að bera ábyrgð á neinu.“ Vandamál víðar En Ríkisútvarpið getur huggað sig við að það er ekki eitt á báti í sinni tilveru. Breska ríkisútvarpið hefur lengi verið orðlagt fyrir vinstri slagsíðu sína. Þótt ekki sé um þetta deilt hafa nægilega margir talið hana innan marka. Enda þætti slagsíðan sú ekki tiltökumál norður í Efstaleiti. Breska stofn- unin býr enn við það að afnotagjöldin eru rukkuð af þarlendum sérstaklega, en ríkisskattstjórinn ekki látinn sjá um innheimtuna eins og hér er, svo fela megi gjöldin í hítinni og almenningur geti ekki kosið að greiða þau gjöldin síðast, á eftir matnum og himinhárri húsaleigunni. Ríkisútvarpið fær sitt frá launamanninum áður en hann sér launin sín. Þessi óeðlilega fyrirgreiðsla fékkst fram fyrir fáeinum ár- um. Í Bretlandi er afnotagjaldið 145,5 pund á ári eða rétt um 30 þúsund krónur. Fjölmargir Bretar vildu gjarnan vera án BBC og halda greiðslunni. Þar geta menn hvorki réttlætt starfsemina með öryggis- hlutverki, kostnaði eða tækni, svo helst er vitnað til þýðingarmikils menningarlegs hlutverks. Þingfest dómsmál í Bretlandi sem snúast um innheimtu út- varpsgjaldsins eru komin upp í 700 á degi hverjum og eru tíundi hluti allra þeirra mála sem dómstól- unum berast. Á meðan þessi afnotagjöld eru sótt af harðfylgi fyrir dómstólum til fólks, sem margt býr við þröngan kost, hefur BBC á undanförnum árum orðið uppvíst að því að hafa greitt fjölmörgum topp- um og burgeisum stofnunarinnar ótrúlegar fjár- hæðir í laun og svo svera starfslokasamninga að engu tali tekur. Þá hefur hvert málið á fætur öðru blossað upp þar sem á daginn hefur komið að sjón- varpsstjörnur, þar á meðal þessarar opinberu stofn- unar, hafi árum og áratugum saman gerst sekar um barnaníðingshátt og kynferðislegt áreiti í stórum stíl. Og það alvarlega er að það framferði hafði verið á vitorði fjölmargra innanhúss um langt skeið án þess að neitt væri aðhafst. Af einhverjum ástæðum hefur ekki verið sagt margt af þessum málum hér á landi, þótt Ríkisútvarpið hafi fólk á sínum snærum víða, þar á meðal í Bretlandi. Morgunblaðið/Júlíus 6.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.