Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Page 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Page 47
6.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 efni heima og sömuleiðis séu neytendur ekki alltaf vissir hvert þeir eigi að leita. „Mér fannst að þetta vantaði inn í íslenskt sam- félag, ekki síst um þessar mundir þar sem það er ákveðin stöðnun í verkefnum. Oft á tíðum er fólk líka með hugmyndir sem það vill framkvæma en leggur ekki út í því það hræðist að útkoman verði allt of dýr. Þarna inni ber engum skylda til að taka verð- tilboðum en það getur oft komið skemmtilega á óvart að verkkaup eru ódýrari en einhver hafði ímyndað sér. Og þetta er sérstaklega nauðsynlegur vettvangur því það er ekki til nein verðskrá yfir svo margt af því tagi sem er þarna inni.“ Svarta bókin Við erum aftur farin að tala um viðskipti svo það liggur beint við að spyrja hvernig æv- intýrið hafi hafist. Hvernig komust þeir Hemmi í samband? „Hjá mér byrjaði þetta með svartri, þykkri bók sem ég hafði einkum krotað í á ferðalög- um, hugmyndir og annað sem mig langaði til að framkvæma. Á ferðalögum mínum hafði ég til dæmis tekið eftir hvað úrval minjagripa var af skornum skammti, sérstaklega fyrir börn. Við höfðum heimsótt þónokkrar verk- smiðjur á ferðalögum okkar í Bandaríkjunum og Asíu og vorum því komin með tengiliði upp á framleiðslu og það varð úr að við hóf- um framleiðslu á minjagripum. Þá vildi ég at- huga hvort það væri ekki eitthvað meira sem væri hægt að gera.“ Valdi þekkti Hemma í gegnum eiginkonu sína en hún og kona Hemma eru vinkonur. Hann ákvað að hringja í Hemma og spyrja hvort hann væri ekki til í að opna með sér bílaleigu. Hún er betur þekkt undir heitinu KúkúCampers. „Ég vissi að hann var ótrúlega skemmti- legur karakter og gat ímyndað mér að þetta samstarf yrði skemmtilegt. Þegar ég hringdi í hann var lægð að leggjast yfir efnahagslífið, árið 2008. Það var jú erfitt en á ýmsa vegu hjálpaði það okkur í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Þannig má nefna sem dæmi að þegar við fórum út í að opna Nýlendu- vöruverzlun Hemma og Valda við Laugaveg var verið að loka annarri hverri verslun. Það var því auðveldara að semja við fólk um hag- stæð kjör og þannig var það til dæmis með Hemma og Valda húsið. En við trúðum því einhvern veginn að þetta væri góður tími til að láta eitthvað gott af sér leiða.“ Hvernig datt þeim í hug að opna bar? „Okkur hafði alltaf þótt verðlag á Íslandi hátt og okkur langaði til að geta boðið upp á ódýr- ari kost. Við vorum ekki að hækka kaffiboll- ann um hundrað kall bara til að fá inn meiri gróða. Grunnurinn í öllu því sem við gerðum og ég hef reynt að gera alla tíð er einfaldur, það er að vinna í samvinnu við fólk og finna gleði í því. Þetta var gagnkvæmt á alla kanta og þess vegna virkaði þetta. Við gerðum allt smátt og smátt þó svo að það hafi verið viss hraði í allri þessari uppbyggingu.“ Þeir félagar miðuðu einkum á ferðaþjón- ustu og ein af mörgum hugmyndum var að stofna flugfélag, stuttu áður en Hermann féll svo frá. „Sú hugmynd var jafnframt hluti af þessari heildarþjónustu sem við höfðum verið að byggja upp til að þjónusta bakpokaferða- langa. Við vorum aldrei í þessum bransa til þess að bjóða upp á endalausa afþreyingu. Við heilluðumst meira af hugmyndinni um að fá fólk saman til vinna að arðleiðandi upp- byggingu og gera eitthvað skapandi í nánasta umhverfi. Sem sagt að vinna ekki endilega fyrir fólk heldur með fólki. Og okkur þótti hugmyndin um lítinn hóp sem kemur sér saman um að gera eitthvað án þess að vera með stórt fyrirtæki á bak við sig afar góð. Þetta flugfélag var angi af því – átti bara að vera ein flugvél sem myndi fljúga 16 tíma á dag, átti ekki að vera neitt meira.“ Hemmi dó þegar hugmyndin um flug- félagið hafði nýverið ratað í blöðin, raunar birtist viðtal við þá félaga um að þeir væru að skoða þetta af fullri alvöru aðeins um tveimur vikum áður en Hermann varð bráðkvaddur er hann var úti að hlaupa á sunnudagskvöldi í Hafnarfirði. Man Valdi vel eftir þessum tíma? „Já, það geri ég. Þarna var ég mikið að vinna á Akureyri og sá um verkefnastjórn á uppbyggingu Akureyri Backpackers og kom heim til Reykjavíkur tveimur dögum áður en hann dó. Við ætluðum að fara yfir reksturinn og ýmislegt og ég ætlaði að dvelja í viku í bænum. Ég hef mikið hugsað um þetta kvöld. Ég var að svæfa krakkana mína og var hálf- sofandi þegar hann hringdi líklega einum og hálfum tíma fyrir miðnættið. Ég snúsaði sím- talið og ætlaði að hringja í hann síðar en sofnaði. Um þrjúleytið sé ég skilaboð frá Söru þar sem hún spyr hvort ég viti um Hemma. Hann fór oft út á hlaupa, rakst á vini sína og fór að kjafta svo að það var ekk- ert óeðlilegt við það þótt hann væri ekki kominn heim, en hann lét þó oftast vita af sér. Svo hringir hún í mig um morguninn og segir mér þetta. Það er skrýtið að hugsa til þessa síðasta símtals. Það er ekki til nein uppskrift að svona hlutum, hvernig þeir ger- ast. Ég er afar hreykinn af því hvernig vin- kona okkar hjóna hún Sara hefur unnið úr því að missa Hemma, eiginmann, barnsföður og félaga sinn úr æsku.“ Lítur Valdi lífið öðruvísi augum en áður? „Það er ekki bara það að missa einhvern sem breytir manni heldur líka það að vera í ná- munda við Hemma. Ég hef alltaf verið frem- ur laus við að hafa áhyggjur af því hvað aðrir eru að hugsa um mig en í dag er ég algerlega án þess. Ég kem til dyranna eins og ég er klæddur. Ég er heldur aldrei feiminn við það að sýna væntumþykju og sýni hana alltaf þegar ég get og ég kveð fólkið mitt alltaf al- mennilega. Þegar ég þarf að velta einhverju alvarlega fyrir mér fer ég stundum út að hlaupa. Ég er þá kannski ekki í beinu samtali við Hemma en ég hugsa samt hvernig hann hefði gert þetta og tekið á einhverju. Alveg eins og þegar við vorum að kasta hug- myndum á milli okkar. En ég sakna hans allt- af.“ Morgunblaðið/Rósa Braga Valdi og Hemmi á góðri stundu fyrir utan Nýlenduvöruverzlun Hemma og Valda við Laugaveg.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.