Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Side 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Side 51
hún var mjög einföld – á henni var brotinn bolli sem lá á gólfinu. Myndin hét „Litlu vandamálin“. Þessir krakkar skilja allt!“ Fyrir stuttu var tilkynnt að nýr verð- launaflokkur muni bætast við Íslensku bókmenntaverðlaunin á næsta ári; flokkur barnabókmennta. Guðrúnu líst ljómandi vel á það og segir að þar hafi hún skipt um skoðun í seinni tíð. „Ég nefni sem sam- bærilegt dæmi að ég var lengi vel á móti því að stjórnmálaflokkar væru með einhver sér kvenfélög en mér snérist hugur. Ég var líka á móti því að flokka barnabókmenntir sér- staklega en ég er nú ánægð með það – þetta gengur ekkert öðruvísi. Ég held að barna- bókmenntir hérlendis hafi reyndar alls ekki verið eins afskiptar og annars staðar og tel að það hafi breyst í kringum 1970. Þær hafa notið jafnréttis og ég þarf ekkert að kvarta yfir því að það hafi ekki verið skrifað um bækurnar mínar. Mér finnst menn gera þeim hátt undir höfði.“ Áskorunin Hins vegar hefur Guðrún, líkt og margir, áhyggjur af læsi barna. Það er reyndar langt síðan hún viðraði þær skoðanir, meira en 30 ár. Hún vill þó leggja marga lárviðarsveiga um háls grunnskólakennara og bókasafns- fræðinga sem hafi gert átak í að halda bók- um að börnum. Hún er með óvenjulegar til- lögur að frekari úrbætum. „Það er mikið af íþróttaáhugafólki í minni fjölskyldu og ég hef stundum nefnt það að mig langi til að gera samning við þessar fyr- irmyndir sem börn eiga í íþróttunum. Ég myndi vilja sjá að íþróttastjörnurnar nýti sér aðdáun barnanna til að vekja athygli á að krakkarnir þurfi að vera dugleg að lesa. Ég hef nú kannski ekki fengið miklar undirtektir en málið er að krakkar eru í svo mörgu að það virðist varla vera tími til að opna bók. Það er þess vegna ánægjulegt að grunnskól- arnir eru farnir að hafa svokallaðan yndis- lestur á dagskrá á morgnana þar sem börnin mega lesa það sem þau vilja. En hér er sem sagt áskorun til íþróttamanna því ég held að þeir gætu haft veruleg áhrif: Notið aðdáun barnanna til að benda þeim á að þau verði miklu betri íþróttamenn ef þau eru dugleg að lesa því það er sannarlega rétt.“ Við ræðum að lokum aðeins hvernig það er að eldast og Guðrún segir að tíminn líði allt, allt of fljótt. „Fjögur ár þjóta framhjá en voru heil eilífð þegar maður var í menntaskóla. Maður verður að sætta sig við að þetta er líf- ið. Maður missir marga góða vini og það er ekki beint hægt að segja að það sé gaman að eldast. En ef maður nær að sætta sig við það og gleðjast yfir því sem maður hefur fengið að njóta – þá er þetta í lagi. Að njóta hvers dags skiptir máli og reyna þá að vera líka heldur til gleði fyrir annað fólk og skapa frekar ánægju í kringum sig en leiðindi – þá held ég að manni líði bara ágætlega. Og vel á minnst. Mér finnst orðið yndislestur fegurst orða í íslensku máli.“ hef flett upp hvað oftast í lífinu sem er orða- bók Sigfúsar Blöndal og Bjargar konu hans – sérinnbundin og árituð.“ Þess má raunar geta að í menntaskólanum átti Guðrún örlítinn leikferil og lék meðal annars tvisvar í Herranótt í Menntaskólanum í Reykjavík. Guðrún tekur til við skriftir af alvöru frem- ur seint á ævinni. Hún er 39 ára gömul þeg- ar hún skrifar sína fyrstu bók, Jón Odd og Jón Bjarna – árið 1974. Skáldsaga sem hún reyndar skrifaði nærri 30 árum áður, 10 ára gömul, og afhenti bókaforlaginu Lilju í von um prentun og útgáfu glataðist því miður. Guðrún sagði eitt sinn frá því í viðtali hvern- ig hún fór með strætó inn í Reykjavík og lét Sigurbjörn heitinn Einarsson, síðar biskup, fá handritið er hann stýrði bókaforlaginu. Hún frétti aldrei neitt meir en eftir að það viðtal birtist hafði Sigurbjörn samband við Guðrúnu og sagði að trúlegt væri að hand- ritið hefði brunnið þegar eldur kviknaði í skrifstofu hans við Freyjugötu. „Ég hef oft óskað þess að ég ætti þetta handrit. En þetta var nú samt ótrúlegur hroki í krakkakvik- indinu að láta sér detta þetta í hug,“ segir Guðrún og hlær. Þegar Guðrún hefur ritferil sinn er hún einnig að ala upp börn og á kafi í pólitík. Það kom sumum á óvart, svo sem móður hennar. „Ég sagði henni að það væri kannski að koma út bók eftir mig. Henni þótti það óþarfa vesen á mér. Hún vildi hafa okkur systkinin prúð og góð og helst ekki að gera neitt því meðan við vor- um ekki að gera neitt vorum við að minnsta kosti ekki að gera neitt af okkur. Við mamma töluðum saman daglega þar til hún lést, oft bara til að jagast eitthvað, en ég held að við höfum átt margt sameiginlegt. Ég held til dæmis að hún hafi aldrei verið sátt við hlutskipti sitt í Hafn- arfirði við lítil efni.“ Guðrún hefur hins vegar átt fremur bágt með að hafa hægt um sig og hefur alltaf kunnað því best að hafa nóg fyrir stafni. Hún segir að það sé stundum hlegið að henni í fjölskyldunni fyrir það hvernig hún tekst á við mótlæti – með því að taka til hendinni, taka til í geymslunni eða þrífa eldhússkáp- ana. Fór að taka sig alvarlega Guðrún reddar sér og þegar henni ofbauð lítið og aumt framboð af barnabókmenntum ákvað hún að taka málin í sínar hendur. Hún ákvað að hún gæti allt eins vel búið til eigin sögur handa krökkunum sínum á kvöldin. Sögurnar sem hún sagði þeim upp úr sjálfri sér hittu í mark og þær undu upp á sig. Guðrún vill meina að þetta sé allt svolítið tilviljunum háð. „Eftir að ég fékk barnabókaverðlaun Reykja- víkurborgar fyrir Jón Odd og Jón Bjarna fór ég furðu lostin að taka mig alvarlega.“ Stórskemmtilegar bækur Guðrúnar litu dagsins ljós á næstu árum og það leið ekki langur tími á milli þeirra. Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna kom út árið 1975. Í afahúsi árið þar á eftir og hinum eftirminnilega Páli Vilhjálmssyni skaut upp á stjörnuhimininn árið 1977. Þarna var kominn tími á leikrit að mati Sveins Einarssonar, þáverandi þjóðleik- hússtjóra, sem setti sig í samband við Guð- rúnu. Og Guðrúnu datt ekki í hug að skrifa einhvern fíflagang heldur alvöru leikrit. „Árið 1979 var barnaár Sameinuðu þjóð- anna. Þá hringir orkuboltinn Sveinn í mig og segir: „Heyrðu Rúna, nú gerir þú mér einn greiða. Þú skrifar fyrir mig barnaleikrit, við verðum að sýna barnaleikrit á ári barnsins. Hugmyndin kom fljótlega. Ég ákvað að snúa þessu við – láta börnin leika fullorðna fólkið og fullorðna fólkið börnin. Ég hafði þegar skrifað sjónvarpsefni fyrir börn og vildi að þar væri talað við börn sem þau væru viti bornar verur. Það er misskilningur að börn þurfi einhverja vitleysu. Þau geta vel horft á leikrit án þess að það sé eitthvert vesen og fíflagangur í kringum það. Börn eru svo klók, óspillt og ærleg.“ Sem fyrr segir var Guðrún aðeins viku að skrifa Óvita. Hefur hún einhvern tímann ver- ið jafnfljót að skrifa eitthvert verk? „Nei, aldrei. Ég sagði við manninn minn að ég skyldi bara klára þetta í bústaðaferðinni sem við höfðum ráðgert í Munaðarnes. Hann fór með börnin út yfir daginn og kom heim undir kvöldmat og þetta stóð svo heima. Ég afhenti Sveini leikritið og hann var bara voða lukku- legur með þetta og verkinu var aldrei breytt neitt eftir það.“ Guðrún lumar á skemmtilegum sögum af því þegar hún var boðin til samlesturs stuttu seinna. „Ég var svo aum og kvíðin að ég þorði varla að líta á nokkurn mann. Þegar lestri lauk varð grafarþögn og svo sagði gam- all og virtur leikari, Ævar Kvaran: „Fyrir- gefðu Guðrún, en ég verð nú bara að spyrja þig – skrifaðirðu þetta sjálf?“ Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta og stundi bara upp: „Ég gerði það nú reyndar.“ Og annar leikarinn sagði; „Þetta er nú eiginlega ekki barnaleikrit.“ En svo setti hún Brynja okkar Benediktsdóttir þetta upp og börnin skemmtu sér konunglega – og fullorðnir líka.“ Öðru fremur fjalla Óvitar um hvernig manneskjurnar geta verið samtaka og góðar hver við aðra þegar eitthvað mikið bjátar á en þegar litlu vandamálin eru annars vegar geta allir orðið kolvitlausir. Og þetta skilja börnin. „Ég man til dæmis þegar ég heim- sótti grunnskóla þar sem búið var að setja upp sýningu á teikningum úr leikritinu. Einn krakkinn hafði teiknað sæta bláa mynd og „Ég sagði henni að það væri kannski að koma út bók eftir mig. Henni þótti það óþarfa vesen á mér,“ segir Guðrún Helgadóttir um viðbrögð móður sinnar við rithöfundadraumnum. Morgunblaðið/Ómar Brot úr gagnrýni frá árinu 1979 eftir Ólaf Jónsson gagnrýnanda. (d. 1984) „Ekki spyr ég að henni Guðrúnu Helgadóttur. Eftir sínar góðu sögur um Jón Bjarna og Pál Vilhjálmsson og það lið allt er hún nú búin að semja besta barnaleikrit á íslensku, einhverja allra bestu leiksýningu handa börnum sem sést hefur í Þjóðleikhúsinu. Hvernig skyldi standa á því – af hverju tekst allt svona vel sem Guðrún tekur sér fyrir hendur. Svarið við því er í þetta sinn svo sára- einfalt að í rauninni sætir það mestri furðu að leikrit í líkingu við Óvita skuli aldrei fyrr hafa borið við á barnasýn- ingum. Guðrún Helgadóttir hefur ein- faldlega skrifað leikrit handa börnum með viðlíka aðferð og væri hún að semja „alvöruleikrit“ handa fullorðnum áhorfendum. Hún hafnar öllu því ævin- týraveseni og söngleikjastælum sem hingað til hafa þótt sáluhjálplegir á barnasýningum. Hér eru engir kóngar, prinsessur eða nornir, engin talandi dýr og engin kýr með slaufu í halanum, ekk- ert söngvahnoð undir dægurlögum og ballettskólinn bannaður. Bara þetta er blessaður léttir.“ Úr fyrsta leik- dómi um Óvita 6.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.