Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Qupperneq 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2013 Á sunnudag klukkan 14 verður opnuð í Safni Ásgríms Jónssonar að Bergstaðastræti 74, sýning er kallast „Forynjur“. Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, mun opna sýninguna og fjalla um verkin. Íslenskar þjóðsögur voru Ásgrími Jónssyni (1876-1958) eftirlætisefni, enda sýndi hann þeim meiri áhuga en nokkur annar íslenskur listamaður. Hvers konar forynjur voru hon- um hugleiknar, eins og sést í verkunum. Sýningin mun standa til 30. nóvember og er hér kjörið tækifæri fyrir skólahópa að kynnast þessum einstæða myndlistararfi en safnið er opnað fyrir hópa samkvæmt sam- komulagi. Opið er á sunnudögum milli kl. 14 og 17. SÝNING Í SAFNI ÁSGRÍMS FORYNJUR Hluti teikningar Ásgríms Jónssonar af nátttrölli. Þjóðsögurnar voru honum hugleiknar. Myndlistarmaðurinn Guðmundur Ármann sýn- ir verk unnin undir áhrifum af eyfirski náttúru. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynj. Guðmundur Ármann myndlistarmaður opn- ar í dag, laugardag klukkan 15, sýningu í Bergi, menningarhúsi Dalvíkinga. Sýninguna kallar hann Nærlönd og á henni gefur að líta olíumálverk og vatnslitamyndir. Vatnslitamyndirnar, sem eru málaðar undir berum himni, eru rannsókn á línum, litum og formum sem birtast okkur í náttúrunni og eru kveikjur að olíumálverkunum sem eru einskonar innra landslag, að sögn málarans. Olíumálverkin eru unnin á vinnustofunni sem niðurstöður upplifunar sem var skráð í vatnslit. Myndefnið hverfist um nærlönd við Eyjafjörð, þar sem Guðmundur er búsettur. GUÐMUNDUR ÁRMANN Í BERGI NÆRLÖND Tilkynnt verður á næst- unni hver hreppir Nóbels- verðlaunin í bókmenntum í ár. Eins og ætíð eru marg- ir kallaðir en aðeins einn útvalinn. Veðbankar á Bretlandseyjum velta lík- unum fyrir sér, og þótt Sænska akademían komi iðulega á óvart með vali sínu, og velji ekki vinsæl- ustu höfundana, þá telja veðbankarnir líkleg- ast að japanski rithöfundurinn Haruki Mura- kami hreppi hnossið. Verk hans njóta mikillar hylli lesenda, jafnt í heimalandi hans sem á Vesturlöndum. Í öðru sæti listans er banda- ríski höfundurinn Joyce Carol Oates, þá hinn ungverski Peter Nadas, Ko Un frá Suður- Kóreu og Assia Djebar frá Alsír. Að undanförnu hafa margir Norðmenn veðjað á landa sinn Jon Fosse og steig hann nokkuð upp listann við það. VEÐJAÐ Á NÓBELSVERÐLAUN MURAKAMI? Haruki Murakami Sýningin „Norður“ með ljósmyndum eftir Ragnar „Rax“Axelsson, ljósmyndara á Morgunblaðinu, verður opnuð íArion banka við Borgartún í dag, laugardag, klukkan 13.30. Við það tækifæri verður Ragnar með myndasýningu og fyr- irlestur um verk sín í ráðstefnusal bankans. Á sýningunni verða ljósmyndir úr tveimur kunnum myndröðum Ragnars. Annarsvegar frá norðurslóðum, í Grænlandi og Kanada, myndir sem birtust í bókinni Veiðimenn norðursins sem nýlega var endurútgefin í aukinni útgáfu á alþjóðlegum markaði. Hins- vegar eru ljósmyndir frá Landmannaafrétti, úr nýrri og viðamik- illi bók Ragnars er nefnist Fjallaland, með ljósmyndum frá um 20 árum. Á sýningunni gefur einnig að líta skúlptúr Kristins E. Hrafns- sonar, „Norður # 2“. Ljósmyndir úr þessum persónulegum heimildaverkefnum Ragnars hafa á undanförnum árum birst í mörgum helstu frétta- og ljósmyndatímaritum erlendis, auk þess sem sýningar á þeim hafa verið settar upp víða um lönd og hlotið einróma lof gagnrýn- enda og áhugafólks um ljósmyndalistina. Hann hefur ítrekað ver- ið valinn í hóp bestu heimildaljósmyndara samtímans af sýning- arstjórum og fjölmiðlum. RAGNAR AXELSSON SÝNIR OG SEGIR FRÁ Úrval frá norðri og úr göngum Ragnar Axelsson ljósmyndari og Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður ræddu uppsetningu verkanna í sýningarrými bankans í gær. Morgunblaðið/Kristinn Í ARION BANKA VIÐ BORGARTÚN VERÐUR OPNUÐ SÝNING Á LJÓSMYNDUM EFTIR RAGNAR AXELSSON. Menning É g hef margoft komið til Íslands á sl. fimmtán árum og á þeim tíma sett upp, að ég held, sex sýn- ingar. Eftir fyrstu heimsóknina vissi ég reyndar ekki hvort ég ætti afturkvæmt sökum þess að sýningin mín, Masculine mysteries, sem sýnd var í Norræna húsinu, fékk svo skelfilega útreið hjá gagnrýnanda Morgunblaðsins að ég skammaðist mín alla leiðina heim til Noregs. En sem betur fer átti ég afturkvæmt, því mér finnst alltaf jafn gaman að koma hing- að,“ segir norski danshöfundurinn Jo Strøm- gren þegar blaðamaður nær tali af honum í stuttu stoppi hans á landinu rúmum mánuði fyrir frumsýningu. Strømgren er heims- þekktur danshöfundur sem einnig starfar sem leikskáld og leikstjóri. Hann hefur unn- ið með fjölda dansflokka og verk hans verið sýnd í yfir fimmtíu löndum víðs vegar um heiminn. Nýjasta uppsetning hans er Sentimental again sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir á Stóra sviði Borgarleikhússins föstudaginn 11. október nk. Strømgren hefur unnið með Íd áður því hann samdi m.a. Kraak 1 og Kraak 2 fyrir flokkinn árið 2001 og Grímu- verðlaunaverkið Kvart árið 2008. Auk þess samdi hann og leikstýrði dansleikhúsverkinu Ræðismannaskrifstofunni fyrir Leikfélag Reykjavíkur árið 2007. Aðspurður um Sentimental again segist Strømgren í verkinu vinna markvisst með tilfinningasemina. „Nú á tímum er fólk svo hrætt við hvers kyns tilfinningasemi og þess vegna langar mig til þess að skoða þetta fyrirbæri nánar án þess að menn fari hjá sér. Fólk grætur vissulega yfir bíómyndum, en aðeins í laumi og flýtir sér að þurrka tár- in áður en ljósin kvikna og vill ekki kannast við tilfinningar sínar,“ segir Strømgren. Spurður hvort markmið hans sé að græta áhorfendur Íd hlær Strømgren dátt og svar- ar svo: „Nei, það er ekki markmiðið í sjálfu sér, en hver veit hvað gerist. Maður veit aldrei yfir hverju fólk grætur.“ Hugsandi flytjendur áhugaverðari Inntur eftir því hvort nýjasta dansverk hans sé tæknilega krefjandi fyrir dansara Íd seg- ist Strømgren frekar vilja orða það sem svo að það taki á tilfinningalega. „Í fyrri sýn- ingum mínum hjá Íd hefur ríkt mikill hraði og verkin verið mjög tæknilega krefjandi líkamlega. Segja má að ég sé að leita á ný mið núna, því að þessu sinni geri ég mun meiri kröfur til dansaranna tilfinningalega.“ Sem fyrr segir hefur Strømgren starfað sem leikstjóri á seinustu árum við góðan orðstír og því liggur beint við að spyrja hvort hann nýti sér reynslu sína úr leikhús- inu þegar kemur að því að semja dansverk. „Já, í þeim skilningi að ég krefst þess að dansarar mínir deili tilfinningum sínum. Reynslan hefur jafnframt kennt mér að öll sviðslist verður betri ef flytjandinn er hugs- andi vera, þ.e. áhorfendur þurfa að finna að hreyfingin, tóninn eða orðin séu flutt af ein- hverri ástæðu en ekki aðeins af gömlum vana. Í nútímadansi er sjaldan gerð sú krafa til flytjenda að þeir sýni hugsun að baki hreyfingunni og persónulega finnst mér slík- ur dans leiðinlegur. Ég gæti þess þó vand- lega að dansverk mín verði ekki of leik- húsleg því ég vil halda þeim aðskildum frá dansleikhúsverkum mínum,“ segir Strøm- gren og leggur ríka áherslu á að dans sé ekki leiklist. Í framhaldi af þessu liggur beint við að spyrja Strømgren hvort honum finnist nauðsynlegt að dansverk miðli skýrri sögu. „Í dag er ekki í tísku að nútímadans- verk miðli skýrri sögu. Mér finnst spennandi að fylgja ekki tískunni og leyfi mér óhikað að vera gamaldags og trúr sjálfum mér. Með því að vera ekki svalur verð ég flott- ur,“ segir Strømgren og hlær JO STRØMGREN SEMUR FYRIR ÍD Ekki ætlunin að græta fólk NORSKI DANSHÖFUNDURINN JO STRØMGREN VINNUR MARKVISST MEÐ TILFINNINGASEMINA Í NÝJASTA DANSVERKI SÍNU, SENTIMENTAL AGAIN, SEM ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN FRUMSÝNIR NK. FÖSTUDAG. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Í dag er ekki í tísku að nútímadansverk miðli skýrri sögu. Mér finnst spennandi að fylgja ekki tískunni og leyfi mér óhikað að vera gamaldags og trúr sjálfum mér,“ segir danshöfundurinn Jo Strømgren.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.