Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Qupperneq 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2013 BÓK VIKUNNAR Ljóðabókin Blóðhófnir eftir Gerði Kristnýju er komin út í kilju, en þessi frábæra ljóðabók hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin á sínum tíma. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Hin fræga bók Stephen King, TheShining, var þriðja bók höfundar,kom út árið 1977 og vakti heims- athygli. Það jók enn á frægð bókarinnar þegar Stanley Kubrick gerði frábæra kvikmynd eftir henni þar sem Jack Nic- holson var sérlega ógnvekjandi í hlut- verki föður sem missir vitið og reynir að myrða eiginkonu sína og skyggnan son. The Shining kallaði ekki á framhaldsbók, en nú 36 árum eftir útkomu þeirrar bókar sendir King frá sér Dr. Sleep en þar er litli drengurinn úr The Shining, Dan Torrance, orðinn fullorð- inn maður. Hann hefur átt erfða ævi, þar á meðal glímt við alkóhól- isma sem rændi hann um tíma siðferð- iskenndinni. Þegar hann kynnist hinni skyggnu Öbru breytist líf hans og hann hefur eitthvað til að lifa fyrir. Illar verur ásækja Öbru og Dan vill verja hana. Í ljós kemur að þau Abra tengjast á óvæntan hátt. Samanburður milli The Shining og Dr. Sleep er óhjákvæmilegur, því sú seinni er beint framhald þeirrar fyrri. King segir í eftirmála bókarinnar að maðurinn sem skrifaði Dr. Sleep sé allt annar maður en velviljaði alkóhólistinn sem skrifaði The Shining. Áfengissýki og mikilvægi AA- samtakanna er reyndar mjög sterkt um- fjöllunarefni í Dr. Sleep. Þar liggur King mikið á hjarta og á köflum verður predik- un hans um böl áfengissýkinnar og frels- unarmátt AA-samtakanna ögn þreytandi. Dr. Sleep ætti þó ekki að valda aðdáend- um Stephen King vonbrigðum, en bókin jafnast samt engan veginn á við The Shining. King getur þó verið sáttur við útkomuna því þessi nýja bók hans hefur fengið góða dóma í stórblöðum á borð við New York Times og Sunday Times. Bók- in er vitanlega komin í íslenskar bóka- verslanir. Annar þekktur höfundur hefur einnig eftir langa bið skrifað bók um þekkta sögu- persónu sína. Hel- en Fielding hefur sent frá sér þriðju bók sína um Brid- get Jones og kom- ið lesendum sínum verulegt uppnám með því að gera þessa söguhetju sína að ekkju. Hvað átti Fielding svo sem að gera? Það er erfitt að skrifa við- burðaríka bók um söguhetju í ham- ingjusömu hjónabandi. Bókin kemur út erlendis á allra næstu dögum og er vita- skuld væntanleg í íslenskar bókabúðir innan tíðar. Orðanna hljóðan DAN HITTIR ÖBRU Stephen King hefur skrifað framhald af The Shining. Nýjasta bókin um Bridget Jones. Strokubörnin á Skuggaskeri er ný bókeftir Sigrúnu Eldjárn, en hún er einnvinsælasti barnabókahöfundur lands- ins. Spurð um efni bókarinnar segir Sigrún: „Þessi nýja bók er um krakka sem eiga heima í dal sem heitir Fagridalur. Áin Silfra rennur eftir miðjum dalnum og tvö þorp eru sitthvorumegin við ána. Allir eru góðir vinir þangað til það kvisast út að í hólma sem er í miðri ánni sé dýrmætur málmur. Þá fer fólk- ið í þorpunum tveimur að þrefa um það hvoru þorpanna hólminn tilheyri og þar með auðlindin. Ástandið verður æ erfiðara og end- ar með því að barist er um hólmann. Þessi átök verða smám saman óbærileg fyrir systk- inin Hring og Línu sem ákveða að taka til sinna ráða. Þau smíða sér bát og stinga af um miðja nótt ásamt litlu systrum sínum tveimur. Þau stefna á drungalegt sker þó nokkuð úti fyrir landi. Þar reyna þau að skapa sér nýja tilveru og hitta um síðir tvö önnur börn sem eru frá hinu þorpinu í daln- um þeirra. Það reynir á samskiptin og ýmis- legt spennandi gerist á Skuggaskeri, ekki síst þar sem þar býr náungi fyrir sem krakkarnir höfðu ekki hugmynd um.“ Er þetta saga um mikilvægi þess að lifa í sátt og samlyndi? „Ætli allar sögur mínar fjalli ekki meira og minna um nauðsyn þess að lifa í sátt og sam- lyndi. Annars skrifa ég yfirleitt ekki mark- visst út frá ákveðnum boðskap. En hann laumast kannski inn svona hér og þar.“ Sigrún hefur gert nokkuð af því að skrifa framhaldsbækur og spurð hvort Strokubörn- in á Skuggaskeri sé fyrsta bókin í bókaflokki eða muni standa ein sér segir hún: „Ég hef skrifað nokkra þríleiki og þá lýst því yfir fyr- irfram að bækurnar myndu verða þrjár en nú ætla ég bara að sjá til hvort ég vilji láta þessar sögupersónur mínar gera eitthvað fleira. Bókin endar óvart þannig að hún býð- ur upp á framhald þannig að mér finnst lík- legt að bækurnar verði fleiri. Ég er líka orðin nokkuð tengd krökkunum í þessari sögu þannig að það er freistandi að leyfa þeim að lifa lengur. Við skulum sjá hvað setur!“ Sigrún, sem er bæði rithöfundur og mynd- listarmaður, gerir að sjálfsögðu myndirnar sem prýða bókina. „Það er fjöldinn allur af myndum í þessari bók eins og í öllum mínum bókum. Mér finnst myndirnar skipta nánast jafnmiklu máli og textinn,“ segir hún. Skrifarðu textann fyrst og gerir svo mynd- irnar eða vinnurðu texta og myndir nokkuð samhliða? „Ef ég er að skrifa um nýjar persónur byrja ég oftast á því að rissa upp persónur á blað og reyni að átta mig á þeim og hvað þær vilja upp á dekk. Þegar ég er að skrifa sé ég fyrir mér myndir. Ég á erfitt með að greina þarna á milli því myndlistin og skrifin hafa alltaf verið svo samtvinnuð hjá mér. En þegar ég er nokkurn veginn búin að vinna textann fer ég að vinna í myndunum fyrir al- vöru. Svo getur jafnvel eitthvað breyst í text- anum þegar ég er í miðju kafi í myndunum. Þannig að allt vinnur þetta saman.“ Bækur Sigrúnar eru víðlesnar og um vin- sældir þeirra segir Sigrún: „Ég er mjög hress með lesendur mína og ég sé á útláns- tölum frá bókasöfnum að bækurnar halda sínu striki. Ég er líka glöð og ánægð með að vera með nóg af hugmyndum að fleiri bókum. Ég mun halda áfram að semja bækur þar til ég dett niður dauð, sem ég vona að verði ekki alveg á næstunni!“ ÆTLAR AÐ HALDA ÁFRAM AÐ SKRIFA BÆKUR ÞAR TIL HÚN DETTUR NIÐUR DAUÐ Börn og ný tilvera „Ég er líka glöð og ánægð með að vera með nóg af hugmyndum að fleiri bókum,“ segir Sigrún Eld- járn sem hér sést fletta nýrri bók sinni um systkinin Hring og Línu sem ákveða að taka til sinna ráða. Morgunblaðið/Golli SIGRÚN ELDJÁRN HEFUR SENT FRÁ SÉR NÝJA BARNABÓK, STROKUBÖRNIN Á SKUGGASKERI. HÚN SEGIR BÓKINA BJÓÐA UPP Á FRAMHALD. Síðasta skáldsaga sem ég greip og las upp til agna var bókin Korter, fyrsta skáldsaga Sól- veigar Jónsdóttur. Tíminn leið svo hratt, svona rétt eins og korter. Skemmtileg bók sem margir myndu flokka til „Chick lit“ eða skvísu- bóka. Mér finnst hún hafa breiðari skírskotun. Korter kom út í fyrra og ég fagnaði mikið þegar ég sá að Sólveig var þá þegar hálfnuð með næstu sögu sína – áfram Sólveig. Líka fréttum af því að Korter yrði að kvikmynd; sem enn hefur ekki sést. En korterin sem ég leyfi mér að eyða í bækur eru fá og flestöll eftir að ég hef slökkt á tölvunni, búin að vafra um netið fyrir nóttina. Ég er svo gott sem hætt að lesa skáldsögur, les heldur eitthvað sem nýtist mér þá stundina. Um þessar mundir er það The Power of Now: A Guide to Spiritual Enlightenment eftir Eckhart Tolle. Mögnuð bók þótt ég sé strönduð í henni miðri. Tvær milljónir eintaka seldar, þýdd á yf- ir þrjátíu tungumál. Og skilaboðin: Hættu að hugsa svona mikið, hug- urinn flækist fyrir þér og kemur í veg fyrir að þú njótir núsins. Ég dregst að bókum um hin ýmsu andlegu efni og féll því fyrir Bók- inni um Biblíuna á bókaútsölu bæjarins, þótt ég hafi nú ekki lesið Biblíuna sjálfa svo nokkru nemi. Bókin hvílir nú á náttborðinu og ég gríp stundum í hana á kvöldin eftir að tölvan er komin undir rúmið. Þá les ég smá um það sem stendur í Biblíunni, hver skrifaði og hvenær og steinsofna. Í UPPÁHALDI GUNNHILDUR ARNA GUNNARSDÓTTIR UPPLÝSINGAFULLTRÚI Gunnhildur Arna dregst að bókum um hin ýmsu andlegu efni. Morgunblaðið/Golli Sólveig Jónsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.