Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Qupperneq 59
6.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
LÁRÉTT
1. Sá sem tekur lengd á tré og spjallar við þig. (10)
4. Ílát fullt af stráum er aðeins fyrir ungt fólk af öðru kyninu. (7)
7. Heiðursmerki blæs upp hjá blöðrurum. (10)
9. Með ásælni og ríg verða þeir til sem eru aldrei fjarlægir. (9)
10. Frægur karlmaður er í byggingu. (10)
12. Meinfýsinn vill næstum orðróminn. (11)
15. Hvetja mælitæki til þess að finna ílát undir vopn. (9)
16. Glatt losum einhvern veginn það sem er ekkert meira um að
segja. (4,2,4)
19. Keðja ills flækist um aumingja. (9)
21. Einu sinni enn þú fallegi á stól. (9)
22. Ósk að ekkjur geri villur. (8)
23. Borðaðir bundnar og skotnar. (10)
24. Ekki hávaxin drepa stillu að sögn. (7)
25. Brjálæðiskastið hjá eftirlitsmanni felst í því að henda bolta í
loftið. (12)
28. Ósama næstum því bæri spil í því sem passar ekki. (13)
29. Læknir okkar í Urriðadal, alveg fremst, er á flottum bílum. (8)
30. Sá sem skrifar ljóta hluti um rugluðu atriðin hjá ÍR. (9)
31. Vonaði að D-lið gæti gert viðvarandi. (10)
LÓÐRÉTT
1. Við skoðunartæki verð ég hættuleg. (11)
2. Blágras í dæld. (3)
3. Óþekktur fjöldi orða við handrið á svæðinu. (7)
4. Hérað líkt og Skagafjörður hefur kór. (9)
5. Hamingjusöm í kærleika hefur girnst. (6)
6. Sagt er að hluti fótarins sé hjá þátttakandanum. (7)
8. Aðeins fyrsta flokks krá. (4)
9. Hár úr járni er hreinsitæki. (7)
10. Sleppum kröfu hjá ræðinni. (7)
11. Hemill á líkamshluta á þeim sem eru staðgenglar þeirra sem
ráða. (10)
13. Festir Íslendingasaga sig við stærðfræðihugtak. (10)
14. Ílát undir gubb við hliðina á hljóðabelg. (10)
17. Merki í lofti gert af flugtæki. (7)
18. Mamma tarfi skar og gerði sjávarmeti úr þeim. (11)
20. Flækjast ekki elstar fyrir sætustum. (10)
22. Stjarna sára nær að eyða. (7)
23. Dyggð yfirmanns klausturs reynist byggð á möguleika á gróða.
(8)
26. Alger drápari er evrópskur. (6)
27. Príla eftir fisklifrarlýsi. (6)
28. Slæm ráðlegging leiðir til skertrar meðvitundar. (4)
Í byrjun þessa árs urðu Íslendingar
í efsta sæti á Norðurlandamóti ung-
menna sem fram fór á Bifröst. Þar
var tekin saman vinningatala í öll-
um fimm aldursflokkum einstakl-
ingskeppninnar. Á Norðurlanda-
móti grunnskóla fyrr í þessum
mánuði bar Álfhólsskóli úr Kópa-
vogi sigur úr býtum í yngri aldurs-
flokkunum og í eldri flokknum vann
sveit Rimaskóla öruggan sigur.
Samanburður við Norðurlönd er
okkur því hagstæður um þessar
mundir. Evrópumót ungmenna 8-18
ára sem nú fer fram í Budva í
Svartfjallandi í sex aldursflokkum
pilta og stúlkna er verðugt verkefni
fyrir íslenska hópinn sem í eru átta
keppendur. Það er auðvitað við
ramman reip að daga því austur-
blokkin eins og hún leggur sig
stimplar sig sterkt inn: Rússland,
Úkraína, Armenía, Aserbaídsjan,
svo nokkur af fyrrverandi lýðveld-
um Sovétríkjanna séu nefnd „sturta
niður“ keppendum í hvern einasta
flokk. Og fyrir þessar þjóðir er
mun styttra að ferðast; vettvangur
þessara móta er oftast sá sami,
Tyrkland, Búlgaría, Tékkland og nú
Svartfjallaland.
Af íslensku keppendunum ætti
hinn tíu ára gamli Vignir Vatnar
Stefánsson að eiga mesta von um
verðlaunasæti en hann er með 3 ½
vinning þegar lokið er fjórum um-
ferðum af níu. Óskar Víkingur Dav-
íðsson sem er aðeins átta ára gam-
all er einnig til alls líklegur með 2
vinninga en átti um tíma vinnings-
stöðu í tapskák sinni í þriðju um-
ferð. Ýmsir aðrir hafa teflt vel. Da-
wid Kolka sem er með 2 vinninga
og Hilmir Freyr Heimisson sem er
með 1 ½ vinning hafa báðir unnið
sannfærandi sigra og eru til alls lík-
legir. Í viðureign sinni í eftirfarandi
skák mætti Hilmir Freyr til leiks
með bjartsýni og sókndirfsku að
vopni. Svartur missti vissulega af
tækifærum til að verjast betur en í
skákinni sem hér fer á eftir hefði
hann vissulega getað varist betur
en líkt og í skákum Mikhaels Tal í
gamla daga kom það ekki ljós fyrr
en í rannsóknum eftir á:
Hilmir Freyr Heimisson – Kai
Pannwitz
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rc3 a6 3. Rge2
Hilmir hefur dálítið verið að fást
við „Grand prix-afbrigðið“ sem
hefst með 3. f4 en ákvað að hvíla
það að þessu sinni.
3. … e6 4. g3 b5 5. a3 Bb7 6.
Bg2 d5 7. exd5 Rf6 8. O-O Rxd5 9.
Rxd5 Bxd5 10. Bxd5 Dxd5 11. d4
Rc6 12. Rf4!?
Fórnar peði fyrir frumkvæðið.
12. … Dxd4 13. Df3 Dd7 14. Be3
Be7 15. Had1?
Hér var sennilega öruggara að
leika 15. Rd3 og ná peðinu aftur
þar sem 15. .. c4 strandar á 16.
Re5! o.s.frv.
15. …. Dc7 16. Dg4 g6
Gott var einnig að hrókera stutt.
17. Rxe6!?
Með bjartsýni að vopni!
17….Dc8
Gott var einnig 17. … fxe6 18.
Dxe6 Dc8 19. De4 Kf7 .
18. Rg7+ Kf8 19. Dxc8 Hxc8 20.
Bh6 Kg8 21. Hfe1
Hilmir ætlaði að mæta besta
leiknum 21. … Bf8 með stór-
skemmtilegri vendingu, 22. Hd6!?
Hugmyndin er 22. … Bxg7 23.
Hxc6! og vinnur eða 22. … Bxd6
23. Re8 Be7 24. Hxe7! Rxe7 25. Rf6
mát. En svartur á 22. … Rd4 sem
vinnur!
21. …Bf6? 22. He8+! Hxe8 23.
Rxe8 Be5
Eða 23. … Bxb2 24. Hd6 Re7 25.
Hd8 og mátar.
24. Hd6! f6 25. Hxc6
Manni undir þráast svartur við í
nokkra leiki.
25. … Kf7 26. Rd6+ Bxd6 27.
Hxd6 g5 28. f4 g4 29. f5 He8 30.
Hd7+ Kg8 31. Hg7+ Kh8 32. Hf7
c4 33. Hxf6 Kg8 34. Kf2 a5 35.
He6 Hd8 36. Hf7 Hd2+ 37. Bxd2
- og Pannwitz gafst upp.
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
SKÁK
Með bjartsýni að vopni
Verðlaun eru veitt fyrir
rétta lausn krossgátunnar.
Senda skal þátttökuseð-
ilinn með nafni og heimil-
isfangi ásamt úrlausninni í
umslagi merktu: Kross-
gáta Morgunblaðsins, Há-
degismóum 2, 110 Reykja-
vík. Frestur til að skila
úrlausn krossgátu 5. októ-
ber rennur út föstudaginn
11. október. Vinningshafi
krossgátunnar 29. sept-
ember er Jónína G. Gústavsdóttir, Heiðnabergi 11,
111 Reykjavík. Hlýtur hún bókina Skessukatla eftir
Þorstein frá Hamri. JPV gefur út.
KROSSGÁTUVERÐLAUN
Nafn
Heimilisfang
Póstfang